Vísir - 04.04.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 04.04.1938, Blaðsíða 2
V I S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Augl ýsi ngast jó r i 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vantraustið. ö ú grein, sem gerö hefir verið W fjrrir hlutleysi Alþýðu- flokksins gagnvart ríkisstjórn Framsóknarflokksins, er í raun- inni á }>ann veg, að hún felur í sér vantraust á stjómina. Af- staða Alþýðuflokksins gagnvart stjórn Hermanns Jónassonar er nú nákvæmlega eins og hún var, þegar flokkurinn sagði sam- vinnunni við Framsóknarflokk- inn slitið. Því fer svo fjarri; að ágreiningurinn, sem olli sam- vinnuslitunum, sé úr sögunni, að í hlutleysisyfirlýsingu Al- þýðuflokkins gagnvart stjórn- inni var vari tekinn fyrir um það, að í þvi efni sæti alt við það sama. Haraldur Guðmundsson lét sér ekki nægja að taka það fram, að Alþýðuflokkurinn skuldbindi sig ekki til að greiða atlcvæði gegn vantrausti lengur en „meðan hlutleysið varir“, sem þó hefði mátt virðast, að mundi fullnægja ítrustu kröf- um um að segja ekki meira, en staðið yrði við“. Hann bætti þar við fyrirvara um það, að flokk- urinn teldi sig þó ekki skuld- bundinn um að greiða atkvæði gegn vantrausti, ef „afgreiðsla mála á Alþingi eða stjórnar- framkvæmdir“ gæfi tilefni til annars, Aður en hlutleysinu yrði beinlínis aflýst!. Og það er ekkert um það að villast, að með fyi’ít'Váránum uni „stjórnar- framkvæmdir“, sem kynnu að „gefa tilefni til annars", er átt alveg sérstaklega við fram- kvæmd eða fullnægingu gerðar- dómsins í togaradeilunni. Og í svari sínu við fyrirspurn Ólafs Thors, um afstöðu Alþýðu- flokksins til gerðardómslag- anna, undirstrikaðí Haraldur Guðmundsson þetta með þvi að vísa til þess, sem liann hefði sagt um það, að lilutleysi Al- þýðuflokksins „væri ótíma- bundið og færi eftir málefnum.“ Hlutleysi Alþýðuflokksins gagnvart ríkisstjórninni er þannig bundið því skilyrði, að gerðardómslögunum verði ekki framfylgt, þó að til þyrfti að taka, að þau yrði skoðuð sem markleysa ein éf á reyndi. En þar sem gerðardómslögin tví- mælalaust verða að teljast höf- uðmál rikisstjórnarinnar á yfir- standandi þingi, og Alþýðu- flokkurinn er, enn sem fyrri, í fullkominni andstöðu við ríkis- stjórnina í þvi máli, þá er auð- sætt, að hlutleysisyfirlýsing Al- þýðuflokksins gagnvart ríkis- stjórninni er markleysa ein, og stjórnin því minnihlutastjórn, sem að eins nýtur stuðnings Framsóknarflokksins eins. Af þessum sökum hefir Sjálf- stæðisflokkurinn talið rétt að bera fram tillögu um vantraust á ríkisstjórninni. Það er gert Hersveitir stjórnarinnar flýja í áttina til Barcelona EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Samkvæmt opinberri tilkynningu frá uppreistar- mönnum, útgefinni í Saragossa, er Lerida, sem svo kappsamlega hefir verið barist um undan- gengin dægur, fallin í hendur hersveita uppreistar- manna. Segir í tilkynningunni, að borgin hafi verið tek- in í gærkveldi. Sóttu uppreistarmenn að borginni úr þremur áttum. Hersveitir stjórnarinnar komust undan á flótta og héldu á áttina til Balaguer, Tarragona og Barcelona. einvörðungu í því skyni, að mót- mæla því, hversu traðkað er | réttum þingræðisreglum með ' þeirri skipun rikisstjórnarinnar, sem nú er ráðin. Hitt er vitað, að engu verður um þokað í því efni. Vantrauststillagan verður að sjálfsögðu feld. Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkur- inn hafa í sameiningu nægilegt atkvæðamagn til þess í þinginu, hvað sem líður Héðni og komm- únistunum, sem þó má gera ráð fyrir að leggi stjórninni einnig lið. Kosiiuair i [gipiiHi. Utanríkismálaráðherran n segir af sér. — Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. Skeyti frá Cairo hermir, að Vehia, utanríkismálaráðlierra, hafi beðist lausnar. Urðu hon- um mikil vonbrigði að kosn- ingaúrslitunum og mun það or- sök lausnarbeiðninnar. United Press. London, 4. apríl. — FÚ. Stjórn Mahmud Pasha í Egyptalandi hefir unnið liinn glæsilegasta sigur við kosning- arnar, sem þar eru nú nýaf- staðnar. Kosningunum lauk á Iaugardaginn. Stjórnarflokkur- inn hefir hlotið 140 þingsæti, frjálslyndi flokkurinn 100, óháðir 85 þingsæti. en Wafdist- ar, eða flokkur Nahas Pasha, fyrverandi forsætisráðherra að eins 16 þingsæti en hafði áður 186. Sjálfur féll Nahas Pasha í kosningunum og ennfremur fyrverandi fjármálaráðlierra í ráðuneyti hans. Gerðardöranr í kanp- deilnm. London, 3. apríl. FÚ. Verkamenn í Frakklandi hafa fallist á tillögur stjórnarinnar um gerðardóm í kaupdeilum er hafa staðið yfir undanfarið og valdið verkföllum. Atvinnurek- endur hafa einnig fallist á þessa lausn,með nolckrum nánari skil- yrðum. Er gert ráð fyrir að vinna geti hafist á morgun í flestum verksmiðjunum. Fundur i félaginu Norden. Í&S2S23V..4. 'i': Stokkhólmi 2. april. Stokhólmsdeild félagsins Nor- den hélt fund í gærkveldi í ráð- húsinu í Stokkhólmi með mik- illi þátltöku. Á fundinum talaði kenslumálaráðherra Finnlands, Hannla, um sjálfstæði Finn- lands og öryggi og samvinnu Norðurlandaþjóðanna. Á fund- inum voru leikin norræn lög af dónsku orkestri og söngvar sungnir, m. a. íslensldr. Var mikil hrifni og ánægja ríkjandi á fundinum. H. W. 'S ~ .. : «i '*;■» Oslo. Á norðlægasta skíðamótinu, sem haldið er þetta ár í Mur- mansk í Norður-Rússlandi, vann Norðmaðurinn Solli í gær 18 km. gönguna á 1—21—15. NRP—FB. aðeins Loftur. Uppreistarmenn tóku allmarga fanga í Lerida og eru þeir nú að hrekja smáflokka lýðveldissinna úr seinustu varnarstöðvum sín- um. Hafa smáflokkar þessir sest að í ramlega bygðum húsum hingað og þangað um bæinn. — Vegna þess, hve smáflokkar þessir hafa varist vel, tókst langtum fleiri af lýðveldishem- um að komast undan á flótta en ella hefði verið. 2000 fallbyssnkúl- nm skotið á Madrid í gær. 75 menn biöu bana en 200 særðust. Madrid-fregnir greina frá því, að uppreistarmenn hafi byrjað ógurlega fallbyssuskothríð á Madrid í gær, er menn voru al- ment úti að ganga sér til skemt- unar á götum bæjarins, enda veður hið besta, sól og hlýtt í veðri. Skothríðinni var haldið áfram langa hríð og er talið, að 2000 fallbyssukúlum hafi verið skotið á borgina. Tjónið af skothríðinni var jgífurlegt. Um 75 menn biðu bana, en 200 særðust. Eignatjón varð gífurlegt. — Skothríðin kom íbúum borgarinnar mjög á óvart. United Press. Ræða Hortliys píkisstjópa. London, 3. apríl. FÚ. Horthy, ríkisstjóri í Ungverja- landi, hefir i ávarpi til þjóðar- innar varað fascista í Ungverja- landi við því, að nota sér hið pólitíska ástand sem skapast hefir við sameiningu Austurrík- is og Þýskalands til þess, að efna til áróðursstarfsemi innan Ung- verjalaúds. Hann sagði, að ung- verska stjórnin myndi ekkert láta ógert til þess að halda uppi friði og reglu í landinu, og mættu allir friðarspillar vera við því búnir, að sæta þungri refs- ingu. Sameining Austurríkis og Þýskalands hlaut að eiga sér stað fyr eða síðar, sagði Horthy í ræðu sinni, og frá sjónarmiði Ungverja liefir ein þjóð, sem þeir voru vinveittir, sameinað örlög sín örlögum annara þjóð- ar, sem þeir eru einnig vinveitt- ir. Það er því ástæðulaust, segir hann, að vera að gera nokkuð veður út af því í Ungverjalandi, eða vekja upp deilur að tilefnis- lausu. f HPSjjMM Sókn af hendi Kín- verja vid Shanghai. London, 3. apríl FÚ. Miklar orustur geisa á vígstöðvunum við Shang- hai og er stöðug sókn af hendi Kínverja, að því er tíð- indamaður Reuters segir. Japanir segjast þó hafa heft framsókn Kínverja þar. — Lofthernaður \ Kína. Amerlskir flngmenn hafa á hendi jfirstjárnina. í fregn frá Associated Press, sem 1 birt var 8. rnars í amerískum blöíS- um, í tilefni af því, að styrjöldin í Kína haföi staöið yfir í sjö mán- uöi (en Japanir geröu upphaflega ráö fyrir, að þeim mundi takast að kúga Kínverja il hlýöni viö sig á 3 mánuðum) segir og m. a. aö Kín- verjar hafi 2 miljóna manna lið við heræfingar og þeir geti teflt fram ööru eins varaliöi. Ennfrem- ur, að baráttuhugur Kínverja hafi aldrei verið meiri en nú. Að öðru leyti er itarlega rætt um lofthern- aðinn í Kína í fréttapistli þessum. Þar segir m. a., að um skeið hafi Kínverjar verið svo veikir fyrir lofthernaðarlega, að þeir gátu ekki teflt neinum flugvélum fram í á- rásarskyni. Þeir höfðu aðeins flug- vélakost til þess að aðstoða við að verja borgir sínar. En þetta er nú breytt. Kínverjar hafa nú nægi- lega öflugan flugher til þess að gera loftárásir á stöðvar óvinanna í stórum stíl. Hafa Kínverjar feng- ið mikið af flugvélum frá öðrum löndum og fjoldi erlendra flug- manna hefir gengið í þjónustu tliðnrsuðuverksiniðja 8.11 tekur vintin- lesa til starfa ( IStajHÉÉ. Yélarnar koma næstu daga. ristján Einarsson, framkvstj. Sölusambands isl. fiskfram- leiÖenda, var meðal farþega á GuUfossi á laugardagskveld. Hefir K. E. dvalist erlendis nokkura hrið í ýmsum erinda- gerðum fyrir Sölusambandið. M. a. fór liann til Noregs, til }>ess að ganga frá kaupum á vél- um i niðursuðuverksmiðjuna, sem S. 1. F. er að reisa hér í bænum. Koma vélarnar eftir nokk- ura daga og mun mega gera ráð fyrir, að verksmiðjan verði fullbúin og geti tekið til starfa í næsta mánuði. MARKAÐSSKILYRÐI FYRIR ÍSLENSKAR NIÐURSUÐUV ÖRUR ERLENDIS. Eitt af þvi, sem góðs undir- húnings þarf með, er hafist er handa um niðursuðu sjávaraf- urða í stórum stíl, er sala þess- ara afurða á erlendum markaði. Að þvi er Vísir hefir frétt, fór Kristján Einarsson í utanför sinni til Sviss, Danmerkur og Þýskalands, tfl þess að atliuga þeirra. Meðal þeirra eru um 40- amerískir flugmenn, allir sjálf- boðaliðar vitanlega, og hafa þeir,. samkvæmt kínverskum fregnum, skotið niður fjölda margar jap- anskar flugvélar. Þegar kínversk- ir flugvélaflokkar gera árásir á stöðvar Japana, eru amerískir flugmenn nálega ávalt flugstjór- ar og hefir það vakið nokkura óánægju rússneskra flugmanna í- liði Kínverja, en þar til amerískú flugmennirnir komu til sögunnar,. höfðu þeir stjórn á hendi í öllum árásum. — Samkvæmt ágiskunum Kinverja nemur flugvélatjón Jap-! ana í styrjöldinni 400, en Kínverjá um 35°- Að eins einn amerískur flugmaður hefir beðið bana í loft- árásum i Kína frá 7. júlí 1937, er styrjöldin hófst, þar til 7. mars. —. Þrátt fyrir hafnbann Jápana berst Kínverjum stöðugt ógrynni her- gagna, aðallega um Hongkong. — Manntjón Japana fyrstu 7 mán- uði styrjaldarinnar (særðir og fallnir) er talið 200.000, en Kín- verja 500.000. niarkaðsskilyrði í þessnxn lönd- um fyrir niðursuðuvörur þær, sem S. I. F. er í undirbúningi með að framleiða. FISKSALAN i TIL SPÁNAR. Þá er loks þess að geta, að hr. K. E. fór einnig til Frakk- lands og Englands og var hann þar fyrsta hluta dvalartímans erlendis, til samninga við Spán- verja um fisksölur þangað. Farmanna- deilan. Sáttasemjari sat fundi með fulltrúum deiluaðila á laug- ardag og í morgun. — Framhaldsfundur síðdegis í dag. — KI. 2 e. h. á laugardag síðdeg- is kom sáttasemjari, Björn Þórðarson lögmaður, á fund með fulltrúum aðila í stýri- mannadeilunni, þ. e. fulltrúum stýrimanna og stjórn og fram- kvstj. Eimskipafélagsins og Skipaútgerðar ríkisins. Fundur- inn stóð yfir til kl. 8V2 um kvöldið. Var svo haldið áfram viðræðum í morgun og lauk þeim fundi laust eftir liádegi. Síðdegis í dag verður fundur haldinn á ný og er vonandi, að samkomulag náist um ágrein- ingsatriðin hið fyrsta. Hér er að vísu að eins um einn launaflokk að ræða, en ná- íst samkomulag, að þvi er hann snertir, má vænta þess, að greið- ara gangi að ná samkomualgi um Mna, sem eftir eru.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.