Vísir - 06.04.1938, Side 2

Vísir - 06.04.1938, Side 2
V I S I R VfSIR DAGBLA0 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson.' Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vel byrjað! ¥Tiníæðunum um vantraustiö ^ lauk í gærkveldi en .at- kvæöagreiöslan fer fram i dag. Um úrslitin var það vitað fyrir- fram, að vantrauststillagan mundi verða feld með atkvæð- um stjórnarflokkanna, 26 að tölu, gegn 17 atkvæðum Sjálf- stæðisflokksins. Undir umræðunum lýsti Bændaflokkurinn sig andvígan vantraustinu, og bar hann fram dagskrártillögu um að víkja því frá, um leið og skorað yrði á Framsóknarflokkinn og ríkis- stjórnina að athuga livort ekki mundi tímabært orðið, að mynda „þjóðstjórn“, eða stjórn skipaða af öllum(?) flokkum. í annan stað har Héðinn Valdi- marsson fram dagskrártillögu þess efnis, að ekki mætti fella vantrauststillöguna, af því að Framsóknarflokkurinn hefði samþykt gerðardóm í vinnudeil- um, og verðskuldaði því í raun- inni vantraust, en ekki mætti heldur samþykkja hana, af því að ekki væri enn vonlaust um að flokkurinn bætti ráð sitt! Kommúnistarnir kváðust mundu sitja lijá við atkvæða- greiðsluna um vantraustið. Lét Biynjólfur Bjarnason þó svo um mælt í gær, að þeir mundu hafa ákveðið að greiða atkvæði á móti því, ef þeir hefðu fengið vitneskju um það í tæka tið, hvernig Ólafur Tliors mundi rökstyðja það! En þá vitneskju höfðu þeir að vísu fengið, áður en þeir lýstu afstöðu sinni. Gera má ráð fyrir því, að dag- skrártillögur Bændaflokksins og Héðins verði feldar, og að þeir þrír þingmenn, sem að þeim til- lögum standa, sitji þá hjá við at- kvæðagreiðsluna um vantrausts- tillöguna sjálfa, ásamt komm- únistum. En við það bætast 6 þingmenn við hlutleysingja- sveitina, sem stjórnin hefir að styðjast við, og eru það þá 13 þingmenn, sem þá sveit fylla. En alt er það lið ótrygt og flest ógæfulegt á svip, og ólíklegt til giftusamlegs samstarfs. Af hálfu Alþýðuflokksins var undir umræðunum um van- traustið deilt all harðlega á Framsólcnarflokkinn, fyrir trygðarof hans við samstarfs- flokk sinn, bæði fyrr og síðar, enda heitið mjög takmörkuðum trygðum í móti. Kommúnistarn- ir og Héðinn töldu Framsóknar- flokkinn í rauninni bæði óal- andi og óferjandi, þó að við það yrði nú að hlíta, að fela honum alla forsjá lands og þjóðar um sinn, af því að ekki væri á skárra völ. En sín á milíi skömmuðust þeir og svívirtu hvorir aðra, alþýðuflokksmenn- irnir annarsvegar og Héðinn og kommúnistar hinsvegar eins og þeir höfðu orku og vitsmuni til. Framsóknarmenn gerðu ýmist, að smjaðra fyrir Alþýðuflokkn- um og slá honum gullhamra, eða átelja hann fyrir óvitaskap og fyrirliyggjuleysi í baráttunni fyrir hagsmunum alþýðunpar. En kommúnistunum og Héðni völdu þeir hin verstu orð og kunnu þeim engar þakkir fyrir liðsinni þeirra. Og livers mundi að vænta af samvinnu sliks liðs? — Um það fer nú sem verða má. En „ekki er fríður flokkurinn“ — og honum er þeim mun ver farið en lireppsnefndinni, sem þetta var kveðið um, að það er ekkert sem „prýðir“ hann! ERLEND VfiPSJA: LANDVARNIR OG FÓLKS- FLUTNIN G AMÁL. í grein, sem birt var hér í bla'S- inu, var rætt um samvinnutilraun- ir þær, sem fram fara, milli Suð- ur-Ameríkulýövelclanna og Ev- rópuþjóöa um aukna fólksflutn- inga til SuSur-Ameríku. í fram- haldi af þeirri grein þykir rétt a'ö skýra frá því, aö samkvæmt sím- skeytum frá Rio de Janeiro í Brasilíu, er verið að undirbúa ný innflytjendalög, meö þaö fyrir augum aö auka fólksflutninga til landsins, og eiga sæti í nefnd, sem vinnur að frumvarpinu, ráöhcrrar þeir, sem fara meö verklýösmál, dómsmál, landbúnaðar- og utan- ríkismál landsins. Stjórnmálamenn Brasilíu eru þeirrar skoðunar, segir í símskeytinu, sem hér er stuðst viö, aö með því aö setja nýja og rýmri löggjöf um þetta efni, séu Brasilíumenn ekki aö- eins aö taka mikilvægt skref til þess aö bæta úr brýnni þörf hjá sér, heldur og sé þeir aö greiöa úr vandræðum með ýmsum þjóð- um, sem stafa af því að meðal þeirra er fjöldi manna, sem þarf að koma fyrir annarstaðar. Brasilíumönnum virðist koma saman um það, að nauðsynlegt sé að gera ráðstafanir til þess, að velja innflytjendurna þannig, að þeir þegar í upphafi undirgangist að gerast borgarar í Brasilíu — og vinna að heill og gengi síns nýja lands, og þá einnig að taka á sig landvarnarskyldur til jafns við aðra borgara landsins, eftir því sem lög mæla fyrir um. Birtar hafa verið fróðlegar greinar um fólksaukninguna í |Brazilíu og eru Bandaríkin tekin með til samanburðar. Samkvæmt þeim hefir fólkinu fjölgað í þess- um ríkjum frá 1808—1930 sem hér segir: Ár: Brazilía: Bandar.: 1808 4.000.000 5.000.000 1872 10.112.062 43.000.000 1930 41.000.000 130.000.000 Landbúnaðarskilyrði eru góð í Brazilíu og er talið, að um langt árabil geti Brazilía tekið við inn- flytjendum, sem vilja stunda Iand- búnað, í tugþúsundatali. Lögð verður áhersla á, að fá innflytj- endur frá Evrópu og frekar frá lýðræðisríkjunum en einræðisríkj- um. BISKUPARNIR 1 AUSTURRlKI OG NASISTAR. London 6. apríl. FÚ. Initzer kardínáli frá Wien kom í gærkveldi til Rómaborg- ar og fór þegar á fund Pacelli kardinála. Initzer bar á móti því, að hann hefði verið kvadd- ur til Róm vegna yfirlýsingar kaþólskra biskupa í Austurríki, um stuðnig við nasista. Fruklíndj, afiil mim fjár, seolr Matli, el soclalistar belili ekki broel farti íyrir ftann. EINKASKEYTI TIL YlSIS. London, í morgun. Alt er enn í óvissu um framtíð Blumstjórnarinn- ar, en margir spá því enn, að fjáröflunar- áform hennar muni verða henni að falli. Eftirtektarverð ummæli um þetta mál birtust í blað- inu Matin 1 morgun. Ræðir blaðið veigamestu atriðin, sem fram hafa komið við umræðurnar í fulltrúadeild- inni um frumvarp Blums, og segir, að rök þau, sem Blum hafi fært fyrir lántöku til langs tíma fái ekki staðist, vegna þess hversu ástatt sé í álfunni. Ef sósíal- istar hefði ekki neitað Chautemps um það vald, sem hann f ór fram á, hefði brautin verið rudd að því marki, að taka innanlandslán til landvarna, og það mætti telja víst, að sú lántaka gengi vel, af því að mikill uggur væri í frakkesku þjóðinni vegna þeirra atburða, sem eru að gerast í álfunni — og nýlega hafa gerst (þ. e. Austur- ríki). Slíkum árangri væri enn hægt að ná með því að mynda stjórn, sem hefði öryggis- og Iandvarnarmálin efst á dagskrá. Er þetta skilið svo, sem Matin sé að vinna að því, að þjóðstjórn verði mynduð, ef Blum-stjórnin fellur, eins og búist er við. United Press. ‘’tfWKöl. '■ -»- yfirrAðaréttur ÍTALA Á ABESSINIU. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London, í morgun. Utanríkismálsérfræðingur ienska blaðsins „News Chro- nicle“, Yernon Bartlett, skrif- ar í morgun um yfirráðarétt ítala á Abessiniu og sam- komulagsumleitanir Breta og ítala. Segir hann m. a., að Italir vilji óðir og uppvægir að Bretar viðurkenni yfir- ráð þeirra í landinu, því að það geti orðið til þess, að inn- lendir menn, sem berjast gegn Itölum, missi móðinn og hætti mótþróa sínum. Hafa þessir uppreistarmenn gert Itölum marga skráveifu og unnið á í vesturhluta lands- ins upp á síðkastið. United Press. Nftt kapakstnrsmet í vænflnm? London 6. apríl. FÚ. Hraðaksturskappinn John Cobb hefur látið smíða sér nýja hraðaks tursbifreið, sem er að mörgu leyti frábrugðin ölium þeim, sem hingað til hafa þekst, og ætlar hann að fara með hana til Utah í ágúst í sumar, og reyna að hnekkja þar meti Eyst- one í kappakstri. Uppreistarmmn ern að taka Tortosa. London 6. april. FÚ. Uppreistarmenn eru ekki enn komnir að Miðjarðarhafi, en miðar þó þangað óðum. Þeir sækja til Tortosa frá þremur bliðum. I gærkveldi átti ein af þessum þremur álmum upp- reistarhersins í orustu við stór- skotalið stjórnarinnar. I grend við Lerida segjast uppreistarmenn hafa fimdið fallbyssuforðabúr stjórnarinnar og hafi þar einnig verið nokkr- ir skriðdrekar af rússneski gerð. Kína. Japanlr segjastf vinna á. Berlín, 6. apríl. FÚ. Japanir telja sér mikilsverða sigra i Suður-Sliangtung og segj- ast hafa náð þar á vald sitt borg einni eftir 12 daga bardaga. Muni þeir nú stefna liði sínu að austur enda Lung-hai-járnbarut- arinnar. RÁÐHERRA OG SMYGLARI. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. O nemma í morgun voru 9 ^ menn handteknir í Búkarest í Rúmeníu. Meðal íinna handteknu er fyrrver- andi forsætisráðherra Rúm- ena, Konstantin Xeni. Þessi hópur manna er ákærður fyr- ir að hafa smyglað miklu gulli úr landi í langan tíma. Yerðmæti gullsins er talið 600 þús. sterlingspund (ca. 13 Vz milj. kr.). United Press. London, 6. apríl. FÚ. Japanskir Iiermenn í Shang- hai réðust i dag út á götu á skotskan mann, og hefir ræðis- maður Breta í Shanghai lagt fram mótmæli út af þessum at- burði. Á Lung-hai vigstöðvunum segjast Japanir hafa tekið bæ einn norðan við stórskipaskurð- inn. r adeins Loftur. tl Bteiitnji Ifllir Olympluleikarnir veröa haldnir i Japan. Mikill undirbúningur frá hendi Japana. — Viðtal við prófessor Kinoshita. Fréttaritari U. P. i París hefir átt tal víð japanska íþróttafröm- uðinn prófessor Kinoshita, sem margir íþróttamenn kann- ast við, með þvi að hann hefir um langt skeið verið einn af forystumönnum Japana i í- þróttamálum, og verið sjálfur sigurvegari i ýmsum íþrótta- greinum, og hefir síðustu 10 ár- in helgað starf sitt eingöngu íþróttamálum, þótt liann sé nú 61 árs að aldri. Prófessor Kinoshita kvaðst sannfærður um það, að styrj- öldinni við Kína myndi verða lokið á þessu ári, þar eð stjórn Kínaveldis myndi eltki geta haldið styrjöldinni áfram vegna erfiðra aðstæðna á öllum svið- um. Taldi hann því engin Mk- indi til að leikarnir yrðu ekki haldnir í Japana árið 1940, enda hefðu Japanir þegar hafið mik- inn undirbúning að leikunum, og bygt meðal annars 10 íþrótta- svæði, sem íþróttamenn æfðu sig þegar á daglega. Væri lögð sérstök áhersla á það frá hendi Japana, að leikarnir tækjust sem best og japanskir íþrótta- menn næðu sem glæsilegustum árangri. Þá hefði sundlaug ver- ið bygð, sem væri langtum bet- ur úr garði ger en í BerMn hafði verið, og áhorfendasvæðið rúm- aði 40.000 áhorfendur. Þá yrði mjög bráðlega hafist handa um að hyggja nýtt íþróttasvæði, sem rúmaði 80.000 áhorfendur. Japanskir sérfræðingar eru nú að vinna að tilbúningi tækja, í sambandi við leikina, sem eru miklu nákvæmari en þekst hef- ir áður. Meðal annars verður búin til myndavél, sem getur tekið 500 myndir á sekúndu, og byggist það á sérstökum næm- leika filmanna. 1 sambandi við hlaupin verða einnig notuð miklu nákvæniarí tæki en áður, og verður raf- magnistæki og Ijósmyndavélar notaðar, sem standa í sambandi við rafstraum, er verkar á þessi tæki strax og íþróttamennirnir koma að markinu. Eru tæki l>essi svo nákvæm, að ávalt er, unt að skera úr hver fyrstur verður að marki, þótt úr því yrði tæplega skorið með tækj- um þeim, sem áður þektust. Hinsvegar kvaðst prófessor Kinoshita ekki eingöngu vilja Ijyggja á tækjum þessum, held- ur einnig auganu, og þegar þetta tvent starfaði saman, yrði fylsta öryggi náð. Þá sagði prófessor Kinoshita ennfremur, að hann hefði orðið þess var, að einstaka þjóðir myndu af pólitískum ástæðum reyna að koma í veg fyrir að leikirnir yrðu haldnir i Tokio, en pólitík og íþróttir væru ó- skyld mál og stæðu í engu inn- byrðis sambandi, enda kvaðst hann ekki trúa þvi að opinber- ar ráðstafanir yrðu gerðar til að lcoma í veg fyrir að leikirnir yrðu haldnir í Japan að þessu sinni. Miettinen, fulltrúi Finna, var staddur á fundi í París um sama leyti, en orðrómur hefir gengið um það, að Finnar myndu vilja koma í veg fyrir að leikirnir yrðu haldnir í Tokyo. Hann kvað það hinsvegar ákveðið, að leikirnir yrðu haldnir í Tokyo, og engin ástæða væri til að fara að breyta þeirri ákvörðun af pólitiskum ástæðum. Farmannadeilan. nkomulag á árdegisfundinum í dag Samkomulagsumleitunum haldið áfram. E'INS og getið var um i Vísi ^ á laugardag, voru nokkurir fundir haldnir á laugardaginn var og á mánudag, til þess að ræða þann þátt farmannadeil- unnar, er varðar stýrimennina. Sátu fundina, auk sáttasemjara, Björns Þórðarsonar lögmanns, fulltrúar beggja deiluaðila. Samkomulag náðist ekki. 1 fyrrakvöld tilkynti stjóm Sjómannafélags Reykjavíkur Eimskipafélagi Islands og Skipaútgerð ríkisins, að skipin yrði stöðvuð, svo fremi að sam- komulag næðist ekki um kaup háseta og kyndara áður en skip- in færu. Gullfoss átti að fara héðan í gærkveldi, en Esja á að fara annað kveld. Til stöðvunar á Gullfossi hefir ekki komið, þar sem eigi var lokið útskipun i það í gærkveldi. Var því brott- för skipsins frestað þar til í kvöld. Er það undir því, sem ger- ist á fundum sáttasemjara og deiluaðila í dag, komið, hvort til stöðvunar kemur eða ekki. Fulltrúar annara sjómanna- félaga, en Sjómannafélags Reykjavikur, hafa lýst yfir því, að félagar í þeim væri fúsir til þess að halda áfram störfum á skipunum, a. m. k. fyrst um sinn, upp á þau kjör, sem um yrði samið síðar. Sáttasemjari var á fundum með deiluaðilum mestan hluta dags i gær. Tilraunum sínum til þess að leiða deiluna til lykta heldur hann áfram í dag og hóf- ust fundir kl. 10. SAMKOMULAGSUMLEIT- UNUM HALDIÐ ÁFRAM. Laust eftir hádegi í dag átti Vísir tal, við sáttasemjara, Björn Þórðarson lögmann, en hann var þá nýkominn af ár- degisfundinum. Kvað hann samkomulag ekki hafa náðst enn sem komið væri, en frek- ari tilraunum til þess að ná samkomulagi yrði haldið á- fram. Hófst fundur þegar á ný að afstöðnu matarhléi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.