Vísir - 07.04.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 07.04.1938, Blaðsíða 2
V I S I R VlSIR DAGBLAD Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vfsað á bug? * I Alþýðublaðinu í gær er að nokkuru skýrt frá umræð- unum um vantraustið á Alþingi og segist blaðinu m. a. svo frá, að forsætisráðherrann hafi vís- að „algerlega á bug fyrirætlun- um Ólafs Thors um að þvinga fram gerðardóminn (i togara- deilunni) með ofbeldi.“ — Er þessi frásögn blaðsins röng, bæði um það, sem það hefir beinlínis eftir Ólafi Thors, og eins um hitt, hverju forsætis- ráðherrann hafi svarað. Ólafur Thors vjek ekki í ræð- um sínum einu orði að því, að hann ætlaðist eða hefði nokk- uru sinni ætlast nokkuð fyrir um það, „að þvinga fram gerð- ardóminn“. Það var heldur ekki né er á hans valdi, að að- hafast nokkuð í því efni. Hins- vegar spurði hann um það, hvað forsætisráðherrann ætlaðist fyrir, ef til þess kæmi að brotið yrði gegn gerðardómslögunum á þann veg, að aftra mönnum með ofbeldi frá að ráða sig á skip með þeim kjörum, sem dómurinn hefði ákveðið. I þessu felast að sjálfsögðu engar „fyr- irætlanir“ af liálfu Ólafs Thors, hvorki um „að þvinga fram gerðardóminn“ né um nokkurn skapaðan hlut annan. Hinsvegar fór því mjög fjarri, að forsætisráðherrann „vísaði algerlega á bug“ þeim mögu- leika, að hann, forsætisráðherr- ann, sem dómsmálaráðlierra, kynni að verða að grípa til ein- hverra þvingunarráðstafana, til þess að framfylgja gerðardómn- um. Hann „vísaði algerlega á bug“ að svara nokkuru um það, og kvaðst „ekkert vilja segja um það“, hvað hann mundi gera, ef til þess kæmi, að ein- hverjir erfiðleikar yrðu á því að framfylgja gerðardómnum. Eu hann bætti þvi við, að það mundi heldur ekki líklegt til þess að greiða fyrir friðsamleg- um úrslitum, að fara nú þegar að „safna liði“ eða lýsa nokkuru yfir um það fyrirfram, að fram- fylgja ætti gerðardómnum með lögregluvaldi. Með þessu gaf ráðherrann fullkomlega í skyn, að ef hann ætti að skýra nokkuð frá fyrirætlunum sínum í þess- um efnum, þá mundi það verða á þá leið, að hart skyldi látið mæta hörðu, ef til þyrfti að taka, og því væri best að þegja um það að svo stöddu. En þetta er nú „eitthvað annað“ en að „visa algerlega á bug“ öllum fyrirætlunum um að beita „of- beldi“, því að það eru í rauninni óbeinar hótanir um að beita of- beldi. Einhver ræðumaður lét orð falla um það, að auðvitað kæmi ekki til mála, að lögregluvaldi yrði beitt til að vernda þá „strækubrjóta“, sem kynnu að vilja ráða sig á togarana með þeim kjörum, sem ákveðin voru með gerðardómnum. En það var einmitt þetta, sem forsætis- ráðlierrann vildi ekkert segja um. Hinsvegar má gera ráð fyr- ir því, að hann líti svo á, að samkvæmt gerðardómslögun- um sé óheimilt að beita „stræku‘í gegn gerðardómnum, og því sé eklci um „stræku- brjóta“ að ræða í þessu sam- bandi, heldur um menn, sem eigi að lögum að vera frjálsir að því að ganga að þeim kjör- um, sem í boði eru, og þvi beri að veita þeim lögregluvernd, ef reynt verði að aftra þeim frá að vinna. Og einmitt þess vegna hafi gerðardómslögin verið sett, en að öðrum kosti liefði sú laga- setning verið tilgangslaus frá upphafi. En ef ráðherrann lítur þannig á málið, má líka gera ráð fyrir því, að á bak við liót- anir lians liafi verið full alvara um það, að fylgja þeim eftir, ef til þyrfti að taka. Að sjálfsögðu gæti þó svo farið, að honum snérist hugur, þegar á hóhninn væri komið, þó að hann liafi ekki að svo komnu „vísað á bug“ slíkum „fyrirætlunum“. Minnismerki Snorra Sturlusonar i Reyk- holti. Vigeland falið að ganga frá minnismerkinu. Oslo 6. arpíl. FÚ. Snorranefndin norska hefir nú fengið uppkast hins fræga norska myndliöggvara Wige- lands að minnismerki þvi, sem hún ætlar að láta reisa í Reyk- holti, til minningar um Snorra Sturluson. Nefndin hefir fallist á uppkastið og hefir falið Wige- land og ganga frá minnismerk- inu til fulls. Ólafur krónprins er heiðursformaður norsku Snorranefndarinnar. Stefana Itlandi syngnr i „Madane Bntterfly". Einkaskeyti. Kaupmannahöfn 6. apríl. FÚ. íslenski söngvarinn Stefán Guðmundsson er byrjaður á æf- ingum við Konunglega leikhús- ið og er ákveðið að hann syngi aðal karl-hlutverkið í söngleikn- um „Madame Butterfly. Gert er ráð fyrir að sýningar geti hafist í byrjun næsta mánaðar. Ýms- ir tónlistarvinir í Danmörku vænta sér mikils af starfi Stef- áns við Konunglega leikliúsið. Frá Kína. Forseti háskólans í Shang- hai myrtur. — London, 7. apríl. FÚ. Forseti liáskólans í Shang- hai, dr. Liu, var myrtur á götu í gær. Einn tilræðismaður hans var tekinn höndum og skýrði liann frá því, að nokkrir kín- verskir þjóðernisvinir liefðu tekið sig saman um að ráða liann af dögum, þar sem þeir liefðu talið hann með föður- landssvikurum. öflugur kínverskur her miðja vegu milli Shanghai og Nanking. — Frá vígstöðvunum í Kina eru engar nýjar fréltir aðrar en þær, að Japanir viðurkenna að mannmargur kínverskur lier sé búinn að koma sér fyrir um miðja vegu milli Nanking og Shanghai. RáðheFFar Kataloniu. flýja til Frakklands. Stödug'ur straumur fióttamauna yfir landamæri Frakklands og Spánar. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Fregnir frá Perpignan við landamæri Frakklands og Spánar herma, að flóttamenn fari þar um á leið til Frakklands í stríðum straumum. Farmannadeilan leyst. Hásetar og kyndarar féllnst á málamiðlunar- tillög-u sáttasemj ar a £ g-ærkveldi. Meðal þeirra, sem fóru þar um í gærkveldi er kona og dóttir Luis Companys, forseta Kataloníu, Carlos Piy Suner mentamálaráðherra Kataloníu, Ayguade verklýðsmálaráðherra og fjölskyldur þeirra. Ráðherr- arnir fóru með fólk sitt til Parísarborgar. United Press. soænsku stjórnarinnar. London 6. apríl. FÚ. Spánska ráðuneytið hefir ver- ið endurskipulagt, með tilliti til þess, að verkamannasamböndin hafa hæði gengið í alþýðufylk- inguna og fá því sæti í stjórn- inni. Dr. Negrin er eftir sem áð- ur forsætisráðherra, en gegnir einnig emhætti hermálaráð- lierra. Prieto, fyrverandi her- málaráðlierra, er ekki í stjórn- inni. Dr. Negrin fór áður með embætti fjármálaráðlierra, en hefir nú falið það öðrum. Full- trúum verkamannasamtakanna liafa verið veitt embætti kenslu- mála og heilbrigðismála, og dómsmálaráðherra. Del V'aya er aftur gerður að utanrílcismálaráðherra í spönsku stjórninni, en það er nú næstum því ár síðan hann lét af því starfi. Hið nýja ráðuneyti gaf í dag út boðskap urn stefnu sína, og segir, að það muni halda áfram striðinu þar til sigur sé fenginn. SJÁLFSTJÓRNAR RETTINDI KATALONÍU VERÐA AF- NUMIN, EF FRANCO SIGRAR. Berlín, 7. apríl. FÚ. Franco-stjórnin liefir tekið þá ákvörðun, að ef uppreistar- mönnum takist að leggja und- ir sig Kataloniu, þá muni verða afnumin öll þau sjálfstjórnar- réttindi, sem Katalonía hefir liaft fram til þessa. SÓKNIN TIL TORTOSA. Á hægri bökkum Ebro- fljótsins, í Montegros-fjöIIun- um, eru nú háðir liarðir bar- dagar, og stefna uppreistar- menn þaðan til borgarinnar Tortosa úti undir Miðjarðar- hafsströnd, og liggur hún nú undir fallbyssiiskothríð þeirra. Fiugvélar halda uppi stöðug- um árásum á Barcelona-Valen- cia-veginn og eyðilögðu nýlega 40 herflutningabila, sem um veginn fóru. Stjórnin dregur nú saman við Tortosa alt það lið, er hún má. Uppreistar- menn segjast hafa hrundið á- hlaupum lýðveldishersins á Gualdala j ara-vigstöðvunum. UMLEITANIR BRETA. London 7. apríl. FÚ. Breska stjórnin hefir snúið sér til beggja stríðsaðila á Spáni, með tilliti til þess, að vænta má að uppreisnarmenn lialdi áfram sókn sinni i Kata- loníu. Hefir hún farið fram á það við spönsku lýðveldis- stjórnina, að hún þyrmi gísl- um og föngum, sem hún hefir undir höndum, en við stjórn uppreistarmanna hefir hún mælst, að hún sýni vægð föng- um sínum og sjái um að her- mennirnir verði ekki látnir vaða uppi með gripdeildum, þar sem uppreisnarlierinn fer yfir. — UPPREISTARMENN GETA SVIFT BARCELONA DRYIvIíJARVATNI. Uppreistarherinn á norður- vígstöðvunum í Aragoníu hpf- ir nú fengið aðstöðu til þess að svifta Barcelona vatni og rafmagni, en ekki gert það enn sem komið er. Einna verst kæmi raforkuleysið sér fyrir Barcelona vegna þess, að þá yrði hergagnaverksmiðjurnar að hætta framleiðslu. FÚ. 4000 MANNA HER EINANGR- AÐUR í ARAGONÍU. I frétt frá Suður-Frakklandi segir, að 4000 manna spansk- ur her hafi verið einangraður í Norður-Aragoníu og flýi nú inn í Frakkland. FÚ. AUKAKOSNING Á ENGLANDI. EINIÍASIŒYTI TIL VlSIS. London í morgun. Frambjóðandi verka- mannaflokksins, dr. Edith Summerskill, sigraði í aukakosningu, sem fram fór í Fulhamkjördæmi í gær vegna andláts sir Cyril Cobbs, en hann var íhalds- maður og hafði í síðustu kosningu á 4. þús. atkv. um- fram andstæðing sinn. Hlaut hún 16.583 atkvæði, en mót- frambjóðandi hennar, íhalds- maðurinn J. Busby, hlaut 15.162 atkvæði. Foringjar verkamannaflokksins eru afar hrifnir af sigri dr. Summerskills og segja að hann tákni ósigur fyrir utan- ríkismálastefnu Chamber- lain’s. United Press. aðeins Loftur. LOFTVARNIR Á ENGLANDI. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. II aily Express, stærsta dag- ** blað Breta og útbreidd- asta, birtir þá fregn í morg- un, að verið sé að koma fyrir loftvarnabyssum um alla suðausturströnd Englands. Er því haldið leyndu hvar byssunum sé fyrir komið, en hinsvegar lætur hermálaráðu- neytið það uppi, að byssurnar sé svo langdrægar og mark- vissar, að þær muni geta komið í veg fyrir, að nokkur flugvél komist inn yfir land- ið. Þá verða einnig f jöldi af loftvarnabyssum, sem auð- velt er að flytja úr einum stað í annan. Hlaupvídd þeirra er 3,7 þuml. og eru byssurnar svo vandaðar, að þær hæfa markið í 20. hverju skoti að minsta kosti. United Press. Rfiminsknr stjörn- málamaðnr fremnr sjálfsmorð. London 6. apríl. FÚ. Rúmenskur stjómmálamaður skaut sjálfan sig til bana i Bukharest i dag. Hafði hann verið sakaður um að hafa tekið þátt í því, að smygla gulli og erlendum gjaldeyri út úr land- inu, en gegn þvi eru ströng laga- ákvæði. Maður þessi var áður sendiherra Rúmeníu í Argent- ínu. Átta menn aðrir hafa verið handteknir og eru grunaðir um að hafa tekið þátt í þessari smyglunarstarfsemi. Sjóslys í Noregi. Oslo 6. apríl. Björgunarskútunni Christian Bugge, sem fór til að hjarga á- höfninni af skipinu Rokta, sem slrandaði á Galdeskerjum, var fagnað af 3000 manns í Kristi- anssund við heimkomuna, en flögg voru á stöng um allan bæ- inn. Borgarstjórinn flutti ræðu og þakkaði áhöfnirmi björgun- ardáðina fyrir hönd borgarinn- ar. Minningarathöfn var haldin í Aukra lcirkju og flutti þar ræðu stýrimaðurinn af Rokta, að lokinni minnmgarguðsþjón- ustnnni. Lík þeirra, sem fórust, voru því næst flutt til Molde. Þegar stórþingið var sett síð- degis í gær, kvaddi Nygaards- vold forsætisráðlierra sér liljóðs og ræddi björgunardáð áliafnar- innar af Christian Bugge við strand Rokta. „Vér eram allir stoltir af þessu hjörgunarafreki“, sagði Oáttasemjari bar í gær fram ** tillögu til málamiðlunar í deilu háseta og kyndara við skipafélögin, sem báðir deiluað- ilar féllust á. Til stöðvunar á milliferðaskipunum kemur því ekki. Enn er ósamið, að vísu, um kjör stýrimanna, vélstjóra, loftskeytamanna og þjóna, en. fulltrúar félaga þeirra höfðu lýst yfir því, að þeir væri fúsir til að halda áfram störfum á. skipunum, upp á væntanlega samninga. Samkvæmt tillögu sátta- semjara helst hið fasta márr- aðarkaup háseta og kyndara óbreytt. Eftirvinnukaup hækkar um 5 aura fyrir hverja hálfa klukkustund. Nokkur aukin fríðindi fá há- estar og kyndarar einnig. Hásetar höfðu gert kröfu um, að kaup þeirar hækkaði um 11.6% eða úr 215 kr. í 240. Kyndarar gerðu kröfu um, að: kaup þeirra hækkaði um 16% eða úr 250 í 290 kr. Þá kröfðust hásetar og kyndarar hækkunar á eftir vinnukaupi úr 70 í 85' aura fyrir hverja hálfa klst. Dniir menn i sMinr i it Um kl. 5 /z í morgun urðit lögreglumenn sem voru á gangi í miðbænum, þess varir, að ver- ið var að skjóta af byssu þar um slóðir. Við nánari athugun kom i ljós, að skotin komu frá húsinu Aðalstræti 9 B. Komst lögreglan: inn í húsið og í herbergið, þar sem skytturnar voru. Þar voru þá fyrir 3 menn og ein stúlka og var stúlkan sofandi er að var komið. Höfðu þau auðsjáanlega öll setið við drykkju og voru mennirnir mjög ölvaðir. Stóð einn maðurinn við gluggann og skaut af tvíhleyptri byssu út í garðinn við húsið, en á gólfinu lágu átta skothylki, sem nýbúið var að skjóta úr. Maðurinn, sem skotið hafði af byssunni, heitir Sæmundur Þórðarson. Lögreglan tók mennina og fór með þá í varðhald. Voru þeir enn hjá lögreglunni, þegar Vísir hafði tal af rannsóknarlög- reglunni í morgun. Það verður að teljast mesta mildi, að ekki varð slys að þessu tiltæki. Nygaardsvold, „en vér hörmum það, að íveir hinna vösku björgunarmanna skyldi hafa látið lífið.“ Þeir voru báðir kvæntir og áltu tvö höm. Rílcisstjórnin lagði til, í samráði við Stór- þingsmennina frá fylkinu, að veita f;jölskyldum hvors um sig 10.000 kr. úr ríkissjóði. Var þaÁ samþykt einróma. NRP—FB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.