Vísir - 09.04.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 09.04.1938, Blaðsíða 2
V I S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Háðslegt! % Tímadagblaðið kemst svo að 1 orði i forystugrein sinni i fyrradag, að Ólafi Thors muni liafa verið orðið það ljóst, nokk- uru áður en umræðunum um vantraustið lauk á dögunum, „að för lians var nokkuð liáðsleg orðin“! En þá ályktun sína virð- ist blaðið byggja á því, að Ólaf- ur hljóti að hafa gert sér vonir um það, er hann har vantraustið fram, að það mundi verða sam- þykt, eða að minsta kosti alt að þvi! En því hafi nú farið all- fjarri, þvi að af viðstöddum þingmönnum hafi ekki nema réttur þriðjungur greitt atkvæði með vantraustinu, og hefði þvi verið „betur lieima setið“, segir blaðið! En um þetta gætir nokkurs misskilnings lijá hlaðinu, eða öllu lieldur fáfræði. Vantrausts- tillögur eru sjaldnast hornar fram á þingum svo að nokkur- ar líkur séu til að þær verði sam- þyktar, eða í þeim tilgangi að fella stjórn. Algengast er, að vantraust sé borið fram að eins í þvi skyni, að mótmæla stefnu stjórnar eða aðgerðum í ákveðn- um málum. Og það kemur varla fyrir, að vantraust, sem þannig er fram borið, verði stjórn að falli. En þó að van- trauststillaga sé feld, þá felst heldur ekkert „háðslegt“ í því fyrir flutningsmenn hennar. Vantrauststillagan, sem Ólaf- ur Thors flutti á Aþingi fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, var horin fram sem mótmæli af flokksins hálfu, gegn stjórnar- mynduninni, sem fram hafði farið, og flokkurinn taldi þing- ræðislega óhæfu. Umræðurnar um vantraustið leiddu það nú i ljós, að hver höndin var upp á móti annari í stjórnarherbúðun- um, og tóku þannig af öll tví- mæli um það, að skoðun Sjálf- stæðisflokksins á þingræðislegri afstöðu hinnar nýju stjórnar væri rétt. En ef flokkurinn hefði engum andmælum hreyft gegn stjórnarmynduninni, hefði hann gerst samsekur í þeirri óhæfu, sem franiin liafði verið. Og þó að vita mætti fyrirfram, að van- traustið mundi verða felt, var honum þó skylt að bera það fram, til þess að firra sig öllum vítum. Gamansamur niáungi lét svo um mælt, áður en atkvæða- greiðslan um vantraustið fór fram, að í rauninni ætti að kref jast þess, að atkvæðagreiðsl- an yrði leynileg! En þó að það væri sagt í gamni og nokkuð „háðslega“ mælt, þá voru þau ummæli i fullu samræmi við þá skoðun almennings, að ef hinn raunverulegi þingvilji hefði mátt koma fram, þá mundi hann hafa orðið alt annar en hin opinbera atkvæðagreiðsla sýndi. Og þessi skoðun ahnenn- ings er engan veginn „griþin úr lausu lofti“. Hún er hygð á þeim staðrejmdum, að aðalhlöð stjórnarflokkanna liafa nú um langt skeið verið mjög á önd- verðum meið hvort við annað, í ýmsum mikilsverðum málum, að ýmsum þingmálum hefh' ver- ið ráðið til lykta i fullri and- stöðu við annan stjórnar- flolckinn, en í samvinnu við stjórnarandstæðinga, og að ýmsir ráðamenn annars stjórn- arflolcksins eru af hinum flokknum taldir í liópi hinna svæsnustu andstæðinga hans. En þess vegna er það, að þó að ekki sé annar árangur af flutn- ingi vantraustsins en „sá einn skjalfestur“, eins og Tímablað- ið kemst að orði, „að stjórnin virðist eftir atkvæðagreiðsluna“ vera einhver „sterkasta stjórn, sem setið liefir að völdum hér á landi“, þá er það ekki annað eða meira en að það „virðist“ vera svo, eins og lesa má á milli lín- anna að blaðinu sé lika ákaflega vel Ijóst. Og all-„háðslegt“ er það, að blaðinu skuli verða það alveg óvart á, að komast þannig að orði um þetta, að engu er lík- ara en að það sé að hælast um, að ekki hafi tekist að leiða i Ijós eða „skjalfesta" annað en þetta, sem „virðist vera“, þó að allir megi vissulega vita, að sannleikurinn sé alt annar! Magfnús stroku- fang'i dæmdur. í morgun var í lögreglurétti kveðinn upp dómur yfir Magn- úsi Gislasyni og Mons Olsen, en þeir brutust inn í húð Kaup- félagsins á Skólavörðustíg fyr- ir skemstu. Þá höfðu þeir og brotist inn á ýmsum öðrum stöðum. Magnús var dæmdur í 3 ára fangelsi, en Mons í 20 mánaða fangelsi. Skíðaferðir. Enn er nógur snjór á þeim stöðum, sem Reykvíkingar eru vanir að nota til skiðaiðkana, en nú má fara að búast við að þess verði skamt að bíða, að hann hverfi og ætti menn þvi að nota hvert tækifæri, sem gefst til að lcomast á skiði. Skíðafélagið fer á morgun á Ilellisheiði. Lagt upp kl. 9 frá Austurvelli. Farmiðar kaupist í dag, hjá Muller; fást ekki við bílana. K. R. fer í kveld kl. 7Yz og k 1. 9 í fyrramálið. Farmiðar fást í verslun Har. Árnasonar og hjá Axel Cortes, Laugavegi 10, en ekki við bilana. Skiða- færi er ágætt í Skálafelli. Ármenningar fara í kveld kl. 8 og kl. 9 i fyrramálið. Far- miðar fást í Brynju (fyrirsp. ekki svarað í síma) og á skrif- stofu félagsins, sími 3356. Í.R.-ingar fara í fyrramálið kl. 8V2 og 9 að Kolviðarhóli. Lagt upp frá Söluturninum. Farmiðar fást í Stálhúsgögn, Laugaveg 11, til kl. 6 i lcveld. íþróttafélag kvenna fer í fyrramálið og verður lagt upp kl. 9 frá Gamla Bíó. Uppl. í síma 3140 kl. 6—7 í kveld. Af veiðum komu þessir togarar í morgun: Þórólfur með 94 föt lifrar, Gull- toppur meö 107, Snorri goði 91 og Skallagrímur með 104 föt. — Þá kom Tryggvi gamli af upsa- veiðum með fullfermi. Orþrifa tilraun til að hnekkja framsókn þjóðernissinna. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í dag. Barcelonafregnir í dag herma, að Negrin forsætis- ráðherra, sem nú er einnig hermálaráðherra, hafi gefið út tilskipun um það, að allir karlar á herskyldualdri, sem enn hafi eigi gegnt herþjónustu, skuli tafarlaust gefa sig fram, og er lengsti frestur, sem mönnum er gefinn, 72 ldukkustundir. Yfirforingjum og undirforingjum og öðrum, sem fengið höfðu heim- fararleyfi, hefir verið skipað að hverfa þegar í stað til vígstöðvanna og fá þeir að eins tveggja sólarhringa frest. Er litið svo á, vegna tilskipunar þessarar, sem er orð- uð sem tilkynning um allsherjarhervæðingu, að rauð- liðar ætli nú að safna öllu sínu liði til þess að stemma stigu við framsókn hersveita þjóðernissinna í Aragoníu. Harðar refsingar eru Iagðar við því, ef nokkur mað- ur svíkst undan að gefa sig fram til herþjónustu eða er lengur fjarverandi frá vígstöðvunum en heimferðar- leyfi ákveður. , Allir þeir, sem brjóta settar reglur hér um, verða tafarlaust handteknir og fluttir í gæslustöðvar, þar sem liðhlaupar eru látnir gegna störfum í þágu landvarn- anna. United Press. Stærsti ósig'ur Xtoosevelts. Einkaskeyti til Vísis. London, í morgun. Doosevelt hefir beðið mikinn 11 ósigur í fulltrúadeild þings- ins og' er talið að hann hafi aldrei beðið annan eins ósigur. Sendi deildin frumvarp hans um endurskipulagningu stjórnar- deildanna aftur til nefndar með 204 atkv. gegn 196. Eitt hundr- að og átta demókratar greiddu atkvæði á móti frumvarpinu, því að þeim þótti það veita for- setanum of mikið vald. Roosevelt hafði þó neitað því sjálfur, að hann vildi fá einræð- isvald, en Vísir hefir áður birt einkaskeyti, um það, að hann hafi í Georgia svarað ónefndum gagnrýnanda í opnu bréfi og sagt, að hann þekti of vel ein- ræði fyrri tíma og nútímans til þess að vilja gera Bandaríkja- menn að þegnum einræðisherra. United Press. B CBÍOP fréfflr Messur á morgun: í dómkirkjunni: Kl. ix, sr. Ól- afur Ólafsson, kristniboSi, kl. 5, sr. Friðrik Hallgrímsson. LeitaiJ veröur samskota til styrktar kristniboSinu. í Laugarnesskóla: Kl. 10.30 barnaguSsþ jónusta. í fríkirkjunni: Kl. 2, sr. Árni Sigurösson. í HafnarfjarSarkirkju: Kl. 1.30, sr. Garöar Þorsteinsson. útvarpið í kveld: 18.45 Þýskukensla. 19.10 Veöur- fregnir. 19.20 Þingfréttir. 19.50 Fréttir. 20.15 Höfundakveld1: Bene- dikt Gröndal. a) Erindi: Þorsteinn Gíslason ritstjóri. b) Úr Heljar- slóöarorustu: Þóröur Edilonsson, læknir. c) Minningar: Frú Unnur Bjarklind. d) Einsöngur: Her- mann Guömundsson. e) Söngplöt- ur. 22.00 Karlakór Akureyrar syngur, söngstjóri Áskell Snorra- son). 22.30 Danslög. 24.00 Dag- skrárlok. Handknattleiksmót fór nýlega fram milli fimm skóla hér í bænum: Háskólans, Mennta- skólans, Gagnfræðaskóla Reyk- víkinga, Kennaraskólans og Sam- vinnuskólans. Leikirnir fóru fram í íþróttahúsi' Jóns Þorsteinssonar og lauk þannig, aö Háskólinn sigr- aöi alla, hlaut 8 stig. Þá kom Kennaraskólinn með 6 st., Mennta- skólinn meö 4, Gagnfræöaskólinn og Samvinnuskólinn meö 2 st. hvor. Samband bindindisfélaga í skólum gaf bikarinn, sem um var keþt. Var þetta í annaö skifti, sem kept var um hann, en Menntaskól- inn vann í fyrra. BoÖsundskepni fer fram Id. 8ýá í kveld í Sund- höllinni. Keppendur eru þessir: lönskólinn, -Verslunarskólinn, HH- skólinn og báðir Gagnfræðaskól- arnir og Mentaskólinn. í hverjum flokki eru 20 menn og syndir hver þeirra tvisvar yfir laugina, eða tvisvar sinnum 33% metra. Kept veröur um nýjan silfurbikar, 9Ri| stúdentaráðiö hefir gefið. Sund- höllinni verður lokað fyrir sund- gesti kl. 8. Aðgangur kostar 50 aura fyrir manninn. Næturlæknir f nótt: .Jón G. Nikulásson, Freyjugötu 42, sími 3003. Næt- urvörður í Reykjavikur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunnf. Styrkið bindindismálid. Á morgun og mánudag selur Umdæmisstúkan nr. 1 merki, til ágóða fyrir starfsemi sína á Suðurlandi. Bindindismálið er sú menn- ingarstarfsemi, sem þjóðin verður að annast, eins og slysa- varhir á sjó og landi. Engum dylst það, að góðtemplarar leggja fram mjög mikið og ó- eigingjarnt starf, til eflingar bindindismálinu. En jafnvel þólt svo sé, þarf einnig fé — afl þeirra hluta, er gera slcal. Framkvæmdir stúkunnar kref j as t f j ár, útgj öld fylgj a öllum menningarmálum. Það er rétt og skylt að styi-kja og efla þá slarfsemi, sem liorfir til þjóðar- heilla. Það gerir bindindisslarf- semin, og þess vegna kaupa menn merki Umdæmisstúkunn- ar. Og sannarlega munu Reyk- víkingar gæta skyldu sinnar í þessu efni. L. BlumstjórniD fallin Daladiei* myndar stjérn. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Blumstjórnin beið mikinn ósigur í öldungadeild þjóðþingsins, er frumvarp hennar um fjár- öflun, kolféll. Samkvæmt aukaútgáfu Parísar- blaðanna í morgun er búist við, að Daladier myndi stjórn. 1 L’Epoche skýrir frá því í morgun, að í fyrramálið muni verða birt tilkynning um stjórnarmyndun Dala- diers. Mun hún leggja stefnuskrá sína fyrir þingið n. k. þriðjudag og fara fram á heimild til þess að taka ákyarð- anir um öll vandamál, sem eigi geta beðið^ úrlausnar, upp á væntanlegt samþykki þjóðþingsins, er það kemur saman eftir páskana. Mun Daladier-stjórnin því raun- verulega fara fram á einræðisvald til bráðabirgða. United Press. . JS* jg H.f. Ofnasmiðjan hefir flutt skrifstofu sína og afgreiðslu í verk- smiðjubygginguna við Háteigsveg. Síminn er 2287. Símnefnið: Helluofn. Helgi Guðmundsson: Vestflrskar sagnir II, bindi 1. befti nýiitkomið fæst í bókaverslunum. Bókaverslunixi Mímir h.f, Austurstræti 1. Simií 1336. Dren gj a-tj öld - í 1 H ; er besta Ljómandi falleg og vönduð drengjatjöld, með (samsettum) súíum og hælum, verð aðeins kr. 25.00. — Þetta er ábyggilega nytsamasta og liug- fólgnasta fermingargjöf fíestra drengja. Talið því sem fyrst við okkur. V eiðapfæpavepslunin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.