Vísir - 12.04.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 12.04.1938, Blaðsíða 3
V I S I R Ábyrgðarleysi stjornarflokkanna og réttaröryggi einstaklingsins. AÐ mun ekki ofsagt þótt fullyrt sé, að Alþingi það er nu situr, muni ekki marka djúp spor í þróunarsögu þjóðarinnar. Þessi virðulega stofnun mun því miður ekki auka neitt á virðingu sína lijá þjóðinni að þessu sinni, en hitt mun sanni nær, að það virðingarleysi sem einstaka menn liafa látið í ljósi fyrir þinginu muni grípa um sig enn frekar, en orðið er, og er það illa farið. Á Alþingi eiga sæti kjörnir fulltrúar þjóðarinnar, sem eiga að valca yfir veferð hennar og hag, og þeim mun ríkari er sú skylda og auðsærri, sem tím- arnir eru erfiðari og liarðari kreppa í þjóðlífinu. Hinni íslensku þjóð hafa verið hundnir þungir haggar á undangengnum árum, en með- an atvinnuvegirnir stóðu í blóma gat það verið eðlilegt og sjálfsagt, en þó þvi aðeins að ekki væri krept að þeim um of. En hafi sú orðið raunin á að of nærri hafi verið gengið at- vinnuvegunum, er það einnig augljóst mál að enginn getur ætlast til að þeir beri áfram þær þungu álögur á erfiðu tim- unum, sem urðu þeim ofviða i góðærunum, og loki Alþingi augunum fyrir þeim einföldu sannindum og hafist ekki að í þessu efni, hrýtur það í hág við réttarmeðvitund þjóðarinnar og aflar sér virðingarleysis í stað virðingar. Þótt Alþingi eigi á sér heilagan rétt á það einnig ríkari skyldur gagnvart þjóð- inni en aðrar stofnanir, og til þess á þjóðin að gera stærstar kröfur. Sú var tiðin að þeir flokkar, sem nú sitja að völdum og hafa setið siðustu 10 árin, gerðu gys að fulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins er þeir hentu á að óvarlega væri farið i fjármálunum og at- vinnumálunum, en í því efni sem öðrum væri kapp hest með forsjá. Þessir flokkar reyna enn i dag að sýna fram á og sanna, þvi komist að allir flokkar sam- einuðust til að ráða fram úr vandanum. Socialistar lýstu hinsvegar yfir þvi að þeir rnyndu ekki styðja slíka þjóð- stjórn og sýndu þar sem fyr á- byrgðarleysi sitt gagnvart þjóð- iuni. Ef það er rétt hjá forsætis- ráðherranum að tímarnir séu eins alvarlegir og hann vildi vera láta, myndi það ekki vera óeðlilegt að einliverrar stefnu- breytingar yrði vart hjá núver- andi stjórn, en því fer fjarri að svo sé. Áfram er haldið á eyðslubraulinni og ekkert skor- ið við neglur. Núverandi stjórn her enn fram eittlivert hæsta fjárlagafrumvarp, sem þekst hefir og einkis sparnaðar gætir i ríkisrekstrinum að öðru leyti. Svo virðist einnig sem meiri hluti Framsóknarflokksins gangi erinda Kommúnista í ýmsum greinum, og láti sér svo umhugað um það, að gengið er þar beinlínis á svig við tillögur allra þeirra einstaklinga og stofnana, sem um málin hafa fjallað. Er það núverandi at- vinnumálaráðherra sem lengst liefir gengið í þá átt að lierða að einstaklingunum og atvinnu- fyrirtækjum með liinu fárán- Iega frumvarpi sínu um birt- ingu efnahagsreikninga. Brýtur hann þar beint í bág við þau skráðu og óskráðu lögmál, sem til þessa hafa gilt í menningarríkj - um um að vernda einstakling- inn og fjárhagsmálefni hans svo sem unt er. — 1 frv. sínu gengur atvinnumálaráðh. inn á þá braut að gera einstaklingana og atvinnurekendurna réttlausa og ofurselda ofsóknum póli- tískra sérgæðinga, enda mun slík lagasetning engan eiga sinn líka, nema ef til vill í hin- um kommúnistisku þjóðskipu- lögum. Að þessu frv. mun verða vik- ið sérstaklega síðar, en hitt er rétt að leggja áherslu á, að það þing, er nú situr, her á sér hlæ kommúnistisks ofsóknaræðis, en elcki heilbrigðrar skynsemi áhyrgra manna á alvörutímum. Verslunarmanna- félag Reykjavíkur hélt fund í gærkveldi, er var mjög fjölsóttur. — Björn Krist- jánsson, fyrverandi alþm. og lieiðursmeðlimur félagsins hélt langan fyrirlestur, er hann nefndi: Atvinnuvegir og kosn- ingaréttur. Gerði liann grein fyrir þróun löggjafarinnar frá þvi árið 1874 og til þessa dags, breytingu á atvinnuvegum og atvinnu- liáttum, þróun verklýðssamtak- anna og misnotkun á þeim frá hendi pólitsíkra forsprakka, og þeirri barálu sem háð væri inn- an þjóðfélagsins í þvi augna- míði að koma kaupmönnum og atvinnurekendum á kné. Þá vék hann og að lýðræðisfyrirkomu- laginu, flokkunum sem sigldu í kjölfar þess og mynduðu með harðvítugri innbýrðis baráttu grundvöllinn fyrir einveldi, sem isigrast liefði á lýðræðinu í sum- um menningarlöndum. Taldi hann þessarar einræðishneigð- ar gæta nokkuð í voru landi, en að eina lausnin á þeim vand- kvæðum væri náin samvinna at- vinnurekenda til sjávar og sveita, enda væri ekkert auð- veldara en að samræma þá liagsmuni, sem til þessa hefðu rekist á. Vék liann því næst að þeim leiðum, sem hann taldi sam- kvæmt reynslu sinni lieppilegt að farnar væru til viðreisnar þjóðlifinu og til tryggingar sjálfstæði landsins, sem enn væri óheimt að nokkru. Þökkuðu fundarmenn erindið með djmjandi lófataki. Þá tók Ólafur Thors til máls og þakkaði erindið. Lýsti liann þróun og viðgangi Sjálfstæðis- flokksins og' afstöðu hans til þeirra vandamála, sem efst væru á baugi. Sýndi liann fram á það með rökum, að þrált fyr- ir einræðishneigð annara flokka væri Sjálfstæðisflokkur- inn öruggasta vígi lýðræðisins i landinu og ykist að fylgi með ári hverju vegna hinnar heil hrigðu haráttu sinnar i þjóð- málunum. Frekari umræður munu hafa orðið um erindið og, stóð fund- urinn lengi. Bílslys. í gær um kl. 2)4 varð bílslys á gatnamótum Bankastrætis og Lækj- argötu með þeim hætti, að Valgerð- ur Gísladóttir á Svanastöðum var að ganga niður Bankastræti og ók þá á hana bíll, er var á leið norð- ur Lækjargötu og handleggsbrotu- aði Valgerður. Bílstjórinn hélt leið- ar sinnar án þess að skeyta um Val- gerði, en vegfarendur hjálpuðu henni inn á Iiótel Heklu og var þar bundið um brotið. Af veiðum kom í morgun: Belgaum með 108 föt lifrar og Kári með 102 föt. BæjcfF fréffír Veðrið í morgun. í Reykjavík 9 stig; heitast í gær 11 stig, minstur hiti í nótt 8 stig. Úrkoma í gær 0.3 mm. Sólskin í 1.1 stund. Heitast á landinu í morg- un 14 stig, í Fagradal, minstur hiti 7 stig, í Vestmannaeyjum, Sandi, Raufarhöfn og Papey. Yfirlit: All- djúp lægð yfir Grænlandi á hægri hreyfingu í norðaustur. Horfur: Faxaflói.: Sunnan og suðvestan kaldi. Rigning öðru hverju. Þýski sendikennarinn, dr. Betz, flytur næsta háskóla- fyrirlestur sinn í kvöld kl. 8. Hann fjallar um Hanns Johst, E. W. Möl- ler og útisjónleiki. Sigurður Fjeldsted, bóndi í Ferjukoti, andaðist í gær, en hann hafði átt hin síðari árin við þunga vanheilsu að stríða. Til fólksins, sem húsið fauk ofan af: 5 kr. frá K. Þ. L. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: Kr. 3.50 frá N. K., 2 kr. frá ónefndum, 5 kr. frá Björgu, 2 kr. frá J. S., 10 kr. frá ónefndum, 10 kr. frá G. S., 2 kr. frá konu. Skipafregnir. Gullfoss er á leið til Leith frá Vestmannaeyjum. Goðafoss er í Hamborg. Brúarfoss er væntanleg- ur kl. 6 í kvöld frá útlöndum. Detti- foss var í Vestmannaeyjum í morg- un á útleið. Lagarfoss kom til Leith í morgun. Selfoss er á leið til Reykjavíkur frá Hull. Tímaritið Þjóðin. Afgreiðslu ritsins annast Þórður Þorsteinsson hjá dagblaðinu Vísi, sími 3400. Nýir kaupendur gcfi sig fram við hann. í gærmorgun II komu af veiðum til Hafnar- fjarðar: Garðar með 132 tunnur lifrar, línubátarnir Hermóður og Jökull með 50 skippund hvor, og Sviði meÖ 62 föt lifrar. — Leitaði skipið aðallega hafnar vegna bil- unar á gálga. (FÚ.). Fjöldi manns er væntanlegur hvaðanæfa að á skíðaviku Isfirðinga, sem hefst 14. þ. m. Asahláka hefir veriS undan- farna daga og alautt er orðið í bygð við Djúpið, en mikill snjór er enn á Seljalandsdal, sem liggur milli 1 og 2 hundruð metra yfir sjó og ör- æfunum fram af dalnum. 1 gær var farið á skiðum milli ísafjarðar og Önundarfjarðar. í dag var sólskin, en lítil leysing til fjalla. (FÚ.). Mjólkurpóstar teknir. í gær tók Björn Bl. Jónsson, lög- gæslumaöur, 2 mjólkurpósta, setft voru á leið til bæjarins með mjóllc. Var mjólkin flutt i Mjólkurstöðina við Hringbraut og helt saman við aðra mjólk. Gengið í dag. Sterlingspund ........ kr. 22.15 Dollar ............... — 4.47 100 ríkismörk........... — 179.28 — fr. frankar....... — 13.99 — belgur............... — 75.25 — sv. frankar....... — 102.59 — finsk mörk........ — 9.95 — gyllini ...;......... — 247.70 — tékkósl. krónur .. — 15.88 — sænskar krónur .. — 114.31 — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur .. — 100.00 Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Þórdís Eiðsdóttir frá Brandagili í Hrútafirði og Stefán Guðmundsson frá Nýp á Skarðs- strönd. Næturlæknir: Kr. Grímsson, Hverfisgötu 39, sími 2845. Næturvörður í Lauga- vegsapóteki 0g Ingólfs apóteki. Póstferðir á morgun: Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjal- arness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölf- adeins Loftup. uss- og Flóapóstar. — Til Rvíkur r Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjós- ar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa- póstaís : l j. Vísir er sex sí'Sur í dag. NeSanmáls- sagan og Hrói Höttur eru í auka- blaðinu. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindir Berklaveiki og berklavarnir á heim- ilutn, III. (Sigurður Magnússon prfessor). 20.40 Hljómplötur: Létt lög. 20.45 Húsmæðratími: Innlend- ar fæðutegundir, III. (migfrú Sig- urborg Kristjánsdóttir). 21.05 Sytn- fóníutónleikar: a) Tónleikar Tón- listaskólans. b) (21.45) Kvartett Op. 131, eftir Beethoven (plötur)„ 22.15 Dagskrárlok. Orðsending til útvarpsráðs. óperulög útvarpsins eru nú nær alveg hætt að heyrast. Þeirra sakna eg mest eins og margiir fleiri, sem hafa yndi af þessuni heimsins besta söng. Þessi listrænu og hrífandi lög megum við síst af öllu missa af dagskránni. Eg mæl- ist því eindregið til, a‘S háttvirt útvarpsráð lofi hlustendum aS njóta óperulaganna bæSi vetur og sumar. HIustandL að þeim verði ekki um kennt hvernig komið sé, en tala þó hæst um yfirvofandi rikisgjald- þrot og allsherjarhrun atvinnu- veganna. Þrátt fyrir allar full- yrðingar stjórnarflokkanna í þessu efni segir það sig sjálft að þeir einir geta ábyrgðina borið, sem að völdunum hafa setið, og minnihlutaflokkum verður þar ekld um kent. Hver getur t. d. neitað því nú, að það eru socialistar og Framsókn, sem ráða úrslitum allra mála á þingi, og að sjáfsögðu bera þessir flokkar þyngsta ábyrgð gagnvart þjóðinni á stjórnar- framkvæmdum öllum. En ef þeir hera ábyrgðina í dag hafa þeir líka horið liana undanfar- in ár, og þeim er um það að kenna, sem aflaga liefir farið. I þessu efni dugar enginn Píla- tusarþvottur, og þeim atliöfn- um verður ekki klínt á stjórn- arandstæðinga, sem stjórnar- flokkarnir hera einir ábyrgð á. Framsóknarflokkurinn hefir stært sig af þvi að honum væri alt það að þakka, sem betur hefir farið, og að liann væri liinn öruggi milliflokkur, sem semdi lil hægri og viustri með stefnu flokksins i haksýn. F orsætisráðherrann s j álf ur viðhafði svipuð ummæli í síð- ustu útvarpsumræðum um leið og hann lýsli yfir þvi að sá tími gæti verið iiærri að nauð- syn þjóðstjórnar yrði svo knýj- andi og jafnvel yrði ekki hjá Stórliátiðin fex* i hönd. Hátlðavðrurnar fáið þér bestar í Yerslaninni Liveppool. Það er kunnara en frá þurfi að segja9 að Reykvíkingar fara ávalt allir í Verslunina LIVERPOOL fyrir hverja stórhátíð, til að kaupa hinar eigin- legu hátíðavörur. Hið sama gera þeir einnig þegar halda á gestaboð á heimilunum. — Reynslan hefir kent þeim það öllum, að ef það á að vera örugt að vel takist um vörugæðin, þá þurfa vörurnar að vera úr Verslun- inni LIVERPOOL. — Verslunin LIVERPOOL vill aðeins minna húsmæður bæjarins á að páskahátíðin nálgast, og að í dag eða á morgun þarf að panta þær vörur í LIVERPOOL, sem nota þarf til hátíðarinnar. Sparið tíma og fyrirhöfn, og losið yður við alla áhættu. Biðjið um vörurnar til hátíðarinnar í Versluninni LIVERPOOL, frekar í dag en á morgun. Þér vitið, að við sendum allar vörurnar heim, kaupendum að kostnaðarlausu. — Símap 4201 og 1135. Útbú* Hverfisgötu 59 Laugavegi 7Q Sólvallagöíu 9 Baldursgötu 11 sími 4205 sími 4202 sími 4203 sími 4204

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.