Vísir - 16.04.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 16.04.1938, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAD Útgef andi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR B/F'. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Lántakan. Erfiðleikar hafa orðið meiri á þvi að fá lán til hitaveitunn- ar en gert hafði verið ráð fyrir. Þegar borgarstjóri kom heim lir Englandsför sinni, i byrjun desembermánaðar s.l., var það talið fullvist, að lánið mundi fást í Englandi. Leyfi breskra stjórnarvalda til lánveitingar- innar, var að vísu ófengið, en lánveitendurnir töldu öllu ó- hætt um að það mundi fást al- veg á næstunni. En jafnvel þó að ekki fengist leyfi til að bjóða lánið út, eins og fyrirhugað var, þá var gert ráð fyrir, að lán- takan mundi eigi að síður geta komist í kring, en aðeins með öðrum hætti. — En þetta hefir nú farið á annan veg. Bresk stjórnarvöld hafa með afskift- um sínum af málinu komið al- gerlega i veg fyrir það, að lánið fáist í Englandi að sinni. Frá J>essum málalokum hefir nú verið skýrt hér í blöðun- um, eftir heimkomu borgar- stjóra úr siðari utanför hans og samkvæmt frásögn hans sjálfs. Og eftir alla þá bið, sem orðið hafði á því, að endanleg svör fengist um það, hvort leyfi yrði veitt til lántökunnar i Englandi, komu þau málalok raunar eng- um á óvart. En hinsvegar er það öllum ljóst af sögu málsins, hvílik endemisfjarstæða það er, sem nú er haldið fram í blöð- um framsóknarmanna og kommúnista, að þessi málalok bafi mátt sjá fyrir „þegar í des- embermánuði", og að borgar- stjóri og blöð sjálfstæðismanna hér í bænum hafi vísvitandi gefið almenningi „rangar upp- Iýsingar um málíð". Þegar eftir heimkomu sína í desember lagði borgarstjóri fram í bæjarráði öll skjöl og skilriki, er mál þetta snertu, og fékk þau þar fulltrúum minni- hluta bæjarstjórnar í hendur til athugunar. Var það ljóst af þeim gögnum, að Iánveitend- urnir töldu engan vafa á því, að lántakan mundi komast í kring, ög var það á engan hátt véfengt af andstæðingum borg- arstjóra í bæjarráðinu. En þeg- ar Iengra leið frá, og farið var að grenslast nánara eftir því, hvað málinu liði, virtust lán- veitendurnir enn hafa hinar bestur vonir um að samþykki bresku stjórnarinnar til lánveit- ingarinnar mundi fást að lok- um. Og þegar borgarstjóri kom aftur til Lundúna, i febrúar- mánuði, gerðu þeir sér enn von- ir um að það mundi geta tek- ist, og héldu áfram að vinna að því. Þrátt fyrir það, að þeim var þá orðið kunnugt um að ráðunautar stjórnarinnar höfðu lagt á móti þvi. En ef lánveit- endurnir sjálfir, sem þessum hnútum voru kunnugastir, gátu gert sér vonir um það í febrú- arlok, að leyfið fengist, hvernig gat þá borgarstjórinn og aðrir hér heima séð það fyrir „þegar í desember", að það mundi ekki fást? Það má að sjálfsögðu finna að þvi, að of lengi hafi verið þreytt við það, að fá lánið i Eng- landi, þar sem vitað var að þau vandkvæði voru á, að stjórnar- leyfi þurfti til lántökunnar og að það leyfi lá ekki alveg laust fyrir. Það hefir jafnvel verið fundið að því, að ekki skyldi þegar i upphafi hafa verið leit- að til Svíþjóðar, af því að þar mundi fyrirstaða hafa orðið miklu minni á því að fá lán, og féð jafnvel vera alveg til reiðu hvenær sem um það væri beðið. En á lántöku í Svíþjóð eru önnur vandkvæði, sem síð- ur koma til greina í sambandi við ensk lán, og var þvi ekki áhorfsmál að reyna fyrst til þrautar í Englandi. En eins og nú er komið, verður að sjálf- sögðu að reyna aðrar leiðir, enda hefir þegar verið hafist handa um það. Skíöavikan á Isafiæði. Súðin f ékk heldur slæmt veð- ur vestur aðfaranótt skírdags og um morguninn og var kom- ið til Isafjarðar kl. 4 um dag- inn. Höfðu margir verið sjó- veikir á leiðinni, en þegar kom- ið var til Isafjarðar voru menn alment búnir að jafna sig. Hálftíma eftir komuna vest- ur áttu allir að mæta við Góð- templarahúsið og var mönnum skift í flokka, en vegna óhag- stæðs veðurs var ekki meira að- hafst þann daginn, nema um 20 Reykvíkingar komu sér fyrir i Birkihlíð. I gær var veður og færi sæmi- legt og héldu flokkarnir upp að Skíðheimum. Fóru þangað um 250 manns, þar af 120 Reyk- víkingar — en flokkaruir voru ellefu. I dag er ágætt veður, sólskin og nýr snjór og lítur vel út með framhald vikunnar. (Skv. símtali við fréttaritara Vísis á Skíðavikunni). Bil slolið - ekid út af, Milli kl. 2 og 3 aðfaranótt skírdags var bíl stolið og hon- um ekið út af veginum fyrir sunnan Kennaraskóla. Á þeim tíma sem að framan getur stóð bíllinn R 1235, ljós- brúnn Studebaker, fyrir utan Oddfellowhúsið. Hafði ökumað- urinn, sem ekki var eigandinn að þessu sinni, brugðið sér frá augnablik. Meðan hann var í burtu kom þar að drukkinn unglingur og ók honum á brott. Hélt hann suður Tjarnargötu og yfir Tjarnarbrúna, en á leið- inni ók hann utan í bílinn .nr. R 1098 frá Bifröst. Þótti bíl- stjóranum akstur R 1235 grun- samlegur auk þess sem bíllinn var Ijóslaus. Tók hann þvi það ráð að fylgja honum eftir og þegar komið var rétt suður fyr- ir Kennaraskóla kom hann að bílnum út af. Hafði honum ver- ið ekið í grjóthrúgu, er stendur vinstra megin vegarins og skemdist hann mikið að neðan. Bílstjórinn á R 1098 ók bíl- þjófnum niður að Aðalstöð — þaðan er R 1235 — en síðan hafði lögreglan tal af honum. Miaja gerður einræðisberra rauðliða á Spáni að Kataloniu undantekinni. Sókn þjúðernissinna heldur áfram og stöðugur straumur flðttamanna af svæðinu kriny- um Ebrofljót. Miaja. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Miaja hershöfðingi, sem frægur er fyrir hina löngu vörn sína við Madrid, hefir raunveru- lega fengið einræðisvald í hendur í þeim hluta Spánar, sem rauðliðar ráða yfir, að Kataloníu undan- tekinni. Bendir þessi ráðstöfun ótvírætt til þess, að nú þyki mikils við þurf a að gera alt sem hægt er, til þess að koma í veg fyrir sigur þjóðernissinna. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í gær. Miklar orustur voru háðar á skírdag á svæðinu milli Lajara og Vinaroz. Hefir stjórnarherinn hörfað úr Vinaroz. — Flug- her þjóðernissinna gerði loftárás á ýmsa bæi á stönd Kataloníu í gærkveldi. Varpað var niður prentuðum miðum, sem á var letrað, að þjóðernissinnar mundu „fara í kirkjur í borgunum við Miðjarðarhaf á páskadaginn". United Press. London, í morgun. Stjórnin í Barcelona hefir viðurkent í opinberri til kynningu, að þjóðernissmnar-haf i náð Vinaroz á sitt vald. Hinsvegar seg- ir stjórnin í þessari tilkynningu sinni, að sókn þjóðernissinna hafi stöðvast skamt frá Winaroz, en einnig hafi árásum þeirra á Forcallsvæðinu verið hrundið. Þá er því haldið fram, að rauð- liðar haldi áfram sókn sinni nálægt Lerida fyrir sunnan Wall- fogona. Eru rauðliðar f jölmennari á þeim slóðum og neyddust þjóðernissinnahersveitirnar til þess að hleypa vatni á allstórt svæði til þess að hefta framsókn þeirra. Frá Tarragona berast fréttir um það, að stöðugur straumur flóttaf ólks sé á leið norður á bóginn, aðallega af svæðinu kring- um Ebrofljót. Fólkið síreymir norður á bóginn úr öllum þorp- um í nánd við vígstöðvarnar og jafnvel úr þorpum langt fyrir norðan vígstöðvarnar. Óttast fólkið því, að þjóðernissinnar muni hertaka þarna stór svæði á næstunni. United Press. Hernaðarbandalag Frakka og Englendinga --------m------—-— Bresk-ftölsku samningarnir undip- pitaðip í dag. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í gær. Om leið og tilkynt er, að uppkastið að bresk-ít- alska samningnum verði birt jafntímis í Lon- don og Rómaborg á laugardag, birtir Daily Express í London fregn, sem vekur fádæma eftirtekt, um hernaðarbandalag milli Frakka og Breta. Það er að vísu svo, að af öllum er gert ráð fyrir, að Bretar komi Frökkum til hjálpar ef á þá yrði ráðist, og Bretar hafa margsinnis lýst því yfir sjálfir, og seinast Chamberlain í ræðu sinni á dögunum, en sú hernaðarlega samvinna, sem milli Breta og Frakka er eða verður í ófriði, á nú eftir því sem Daily Express segir, einnig að ná til alls hernaðarlegs undirbúnings á friðartímum, og verður raunverulega um hernaðarbandalág að ræða milli Breta og Frakka framvegis, jafnt á friðar sem ófriðartímum, ef samkomulag næst um þessi mál, er frakknesku ráð- herrarnir, Daladier forsætisráðherra og hermálaráð- herra, Chautemps og Bonnet, koma til London bráð- lega til viðræðna við bresku stjórnina. M. a. er ráðgerð full „teknisk" samvinna milli her- foringjaráða Breta og Frakka, og yfirstjórnenda flota og f Iugliðs. Ef til ófriðar kemur verður sameinaði bresk-franski landherinn undir stjórn frakknesks marskálks, en breskur flugmarskálkur hefir með höndum yfirstjórn flugherja beggja þjóðanna. Þá er gert ráð fyrir því, ef til styrjaldar kemur, að frakkneski flotinn verði til varnar á vissu svæði, þar sem hagsmunum Breta kynni að vera hætta búin (í Miðjarðarhafi), en Bretar annarstaðar og hafi bresk herskip frjáls afnot af frakkneskum höfnum hvarvetna United Press. Citiang1 Kai-shek talinn hafa særst í loftárás sem gerð var á Chaiigsa. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í gær. Ýmsar fregnir herma, að Chiang-Kai-shek, yf irhershöf ðingi kínverska hersins, hafi særst á báðum fótum, er Japanir gerðu loftárásir á Changsa þann 10. apríl. — Fulltrúi í utanríkismála- ráðuneytinu hefir svarað fyrirspurn frá United Press hér að lútandi á þá leið, að samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefði Chiang Kai-shek særst, er loftárásin var gerð á Changsa. Enn- fremur væri líklegt, samkvæmt sömu heimildum, að Soong fjármálaráðherra hefði verið þarna líka og hefði hann einnig særst. Fulltrúinn vildi ekki skýra frá því hverjar heimildir jap- önsku stjórnarinnar væru. — Stjórnin í Hankow neitar því, að Chiang Kai-shek og Soong hafi verið í Changsa þ. 10. apríl. — !i f|:Sj '¦ 'i 11 *; ' United Press. Bpeska stjópnin semur við ameriskap verksmiðjup nm flugvélakaup. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í gær, I tilefni af upplýsingum þeim, sem Winterton lávarður gaf í neðri málstofunni fyrir hönd bresku stjórnarinnar viðvíkj- andi flugvélakaupum í Bandaríkjunum og Canada, segir í frégit til United Press frá Ottawa, að breska stjórnin eigi í samning- um við að minsta kosti þrjár flugvélaverksmiðjur í Canada. Að því er United Press hefir fregnað hefir canadisku stjórn- inni verið tilkynt um samningaumleitanirnar, en hún mun ekki taka neinn þátt í þeim. ¦— í yfirlýsingu þeirri, sem Winterton gaf í neðri málstofunni sagði hann, að breska stjórnin hefði í huga að leita aðstoðar Bandaríkjamanna og Canadamanna um flugvélakaup vestra í stórum stíl, en um þessar fyrirætlanir stjórnarinnar væri rætt allítarlega í skeyti frá United Press, og hverjar undirtektir þær hefði fengið í Bandaríkjunum, en am- eríska stjórnin hét Bretum, sem kunnugt er, að greiða fyrir þessu eftir því sem í hennar valdi stæði, og jafnvel láta flug- vélasmíðar handa Bretum sitja fyrir flugvélasmíðum handa ameríska hernum og flotanum. Unitéd Press. Starfsmaður í Landsbank- anum játar á sig fjárdrátt M Ú fyrir bænadagana játaði " Brynjólfur Þorsteinsson,. fulltrúi í Landsbankanum, á si'g; allverulegan fjárdrátt, og van hann þegar settur í gæsluvarð- hald. Fjárdrátturinn mun hafa farið þannig fram, að maður einn hér í bænum hafði feng- ið lán hjá Landsbankanum út á húseignir, og skyldu lánin greiðast niður með húsaleig- unni, en Brynjólfi Þorsteins- syni var falið að veita henni móttöku fyrir bankans hönd. Birynjó(lfur innheimti húsa- leiguna, en skilaði henni ekki til bankans, og mun hann þannig hafa dregið sér milli 10—20 þús. klr. Virðist þessi fjárdráttur hafa átt sér stað um all-langt skeið, og öll lán á húseignunum eru fyrir löngu komin í vanskil. Með þvi að rannsókn á mál- inu er ekki lokið, verður ekki sagt með vissu, hve miklu f jár- dráttur þessi kann að nema. Yfirheyrslur stóðu yfir i morgun, og hefir hinn setti lögreglustjóri, Jónatan Hall- varðsson, rannsókn málsins sjálfur með höndum. Járnbpautar- slys. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Cairo-fregnir herma, að átján menn hafi farist, en fimtán særst, er árekstur varð nálægt Suez milli járnbrautarlestar og vöruflutningabifreiðar, sem á voru margir verkamenn. 1 járn- brautarlestinni voru járnbraut- arlagninga- og vegavinnumenn, sem eru að vinna að lagningu herflutningabrauta. United Press. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London i morgun. Blöðin i Bómaborg láta mikla ánægju í ljós yfir því, að bresk- ítölsku samkomulagsumleitan- irnar hafa gengið svo vel, sem reyndin varð, og að undirskrift getur farið fram þegar i dag, Mesagero segir, að samnings- gerðin marki timamót í sögu álfunnar. Undanfarna mánuði hafi sú hætta stöðugt verið yfir- vofandi, að ófriður brytist út, en þetta hættutímabil sé nú a enda. United Press. i n aðeins Loftup. Af veiðum komu í nótt og í morgun: Bragi meÖ 95 tn., Tryggvi gamli meíS 72, Hilmir me?5 75, Ólafur me'S 85, Gyllir meÖ 100 og Geir með 102 tunnur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.