Vísir - 16.04.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 16.04.1938, Blaðsíða 3
V I S I R Nægir hitaveitan frá Reykjum Reykjavíkurbæ miðað við það vatnsmagn, sem þegar er fengið? Fundur Verkfræðingafélags Islands. Yerkfræðingafélag íslands hélt í desember s. 1. tvo fundi um hitaveitumálið, og’ tímarit félagsins, sem birtir ítarlegan útdrátt ur umæðunum, telur það eitthvert mesta velferðarmál bæjarins og fjárhagslega örugt fyrirtæki. Virðist það álit verkfræðing- anna, að nægilegt vatn sé þegar fengið til að hita upp allan bæ- ínn, en þótt svo væri ekki, sé auðvelt að ráða bót á því á fleiri en einn hátt, þannig, að allir bæjarbúar verði aðnjótandi hita- veitunnar. Erlendir verkfræðingar og fjármálamenn munu einnig telja fyrirtækið örugt og arðvænlegt. Fyrir alla Reykja- víkurbúa verður hitaveitan einhver besta og hagkvæmasta ör- yggisráðstöfun gegn aukinni dýrtíð samfara yfirvofandi ófriði. Hvert þarf meðalrenslið að vera? Á fundi verkfræðingafélags- ins lýsti Helgi Sigurðsson, sem annast hefir allan undirbúning hitaveitunnar, ásamt bæjar- verlcfræðingi, skýrslu þeirri, er þeir hafa gefið bæjarstjórn. í skýrslunni er talið að rensl-. ið þurfi að nema 283 1. á sek. til að fullnægja hitaþörf bæj- arins eins og hún er nú, miðað við 15 stiga frost og 20 stiga stofuhita, en i lok siðasla árs ifékst upp úr borholunum á Reykjum 165 ltr. á sek. Aðrir verkfræðingar, sem til máls tóku, töldu að nauðsyn- legt meðalrensli þyrfti miklu minna, og leit Benedikt Grön- dal svo á, að 151 ltr. á sek. myndi nægja, til upphitunar bæjarins alls innan Hring- brautar og væri þvi fullkom- lega réttmætt að ráðast í að leggja alt innanbæjarkerfið þegar í upphafi. Studdi Stein- grímur Jónsson einnig það álit lians, að of varlega væri reikn- að samkv. skýrslu þeirra Helga Sigurðssonar og bæjarverk- fræðings, og ekki fjárhagslega rétt að leg'gja 15 stiga frost til grundvallar fyrir áætlununum, þvi að slíkt frost kæmi sjald- an, jafnvel ekki nema á nokk- urra ára fresti. Á síðara fund- inum lagði Steingrímur Jóns- son fram skýrslu, er Þorkell Þorkelsson veðurstofustjóri hafði látið honum í té, um hita- stigið í Reykjavík síðustu 6 ár- in kl. 8 að morgni, en hitinn á þeim tíma er mjög nálægt meðalliitastigi sólarhringsins. Lægsti hiti, sem mældur liefir verið á þessum 6 vetrum, eru 14 stig —r- aðeins einu sinni, -=-13 stig aldrei, -t-11 stig að- eins 2 daga o. s. frv. Taldi hann þvi áætlun þeirra Helga Sigurðssonar og bæjarverk- fræðings óþarflega varlega, þótt allur sé varinn góður. Fyrirkomulag hitaveitunnar. Hitaveitunni verður þannig hagað í aðaldráttum: „Á Reykjum verður heita vatninu frá uppspreltunum og holunum veitt í sameiginlega þró. Úr þrónni verður vatninu dælt með rafknúnum dælum gegnum aðalæðina, upp í geymi, sem reistur verður á Öskjuhlíð, en þaðan rennur valnið sjálfkrafa eftir bæjar- kerfinu til hinna einstöku húsa. Pípur, þró og geymir, verða einangruð svo vel, að vatnið kólni ekki meira en um 5° á leiðinni frá Reykjum og út í ystu hús, þegar vatnsþörfin er inest. Hlutverlc þróarinnar á Reykjum er að safna og blanda vatninu úr liolunum og þar eiga að verða eftir óhreinindi og sandur, sem hugsanlegt er að komi úr holunum. Úr þrónni á vatnið að renna sjálfkrafa til dælustöðvarinnar og verður hún því að liggja hæfilega langt fyrir neðan þróna; senni- lega mun þróin liggja í 44 metra hæð yfir sjó, en dælurn- ar í 41 metra hæð. í dælustöð- inni verða þrjár dælur, ein fyr- ir hverja pípu og ein til vara.“ Helgi Sigurðsson taldi ör- uggara að nota tvær leiðslur frekar en eina, þótt liið síðar- talda yrði ódýrara, en öryggi bæjarbúa væri best trygt með tveimur leiðslum. Kostnaður og tekjur. Kostnaður við 283 ltr. veitu er áætlaður að muni nema kr. 5.862.000.—, en ef miðað er við 350 Itr. nokkru meiri, eða samt. kr. 6,023,000,00. Tekjur hitaveit- unnar eru hins vegar áætlaðar þannig, að þær munu nema sem svarar verðmæti 90 kola- tonna fyrir hvern sekúndu- líter yfir árið, ef aðeins er miðað við þann liita, sem not- ast úr vatninu til upphitunar húsa, en ótalið verðmæti liins volga frárenslisvatns, sem á margan hátt má liafa tekjur af, þótt eigi sé reiknað með þeim i rekstraráætlunum. Þegar miðað er við 40 kr. verð á tonni svarar hver sek.- líter til kr. 3.600.00, en tekjur yrðu þá samtals af 283 sek.- lítra veitu kr. 1.018.800.00 og gjöld ca. lcr. 318.000.00, en tekjuafgangur kr. 700.800.00 eða 11.95% af stofnkostnaði. Krísuvíkurveitan. Emil Jónsson taldi æskilegt að Krísuvík yrði rannsökuð, þannig að ábyggilegan saman- burð mætti fá á báðum stöð- unum, en kvaðst þó ekki vilja halda þvi fram, að Krísuvík bæri að taka fram yfir Reyki. Rakti hann kostnaðinn við Krísivíkurveituna, en lcomst að þeirri niðurslöðu, að hún myndi verða kr. 200.000.00 ó- dýrari en Reykjaveitan. Gat ræðumaður þess, að hér væri um bráðabirgðatölur að ræða, sem hann áskildi sér rétt til að leiðrétta, ef dnnað tfeyndist réttara. Ræðumaðurinn tók það fram, að liann hefði mælt hita liveragufunnar í Krísuvik og hefði liún reynst 112° heit. Verður ekki séð, við hvað hann hefir miðað útreikning sinn að öðru leyli, með því að slík hitaveita virðist órannsökuð að öllu Ieyli, enda töldu fund- armenn útreikning þennan og samanburð hugaróra með því að grundvöllinn vantaði. Hins vegar töldu menn æskilegt, að Krísivík væri rannsökuð á ríkisins kostnað og af starfs- mönnum þess, en slík rann- sókn hlyti að taka mörg ár, ef Irj'gg ætti að vera. Viðaukahitun. Færi svo, að hið lieita vatn frá Reykjum nægði ekki til að hita upp allan bæinn, telja verkfræðingarnir að á margan bátt megi bæta úr því, t. d. með rafknúinni bitadælu, miðlunargeymum, binda bita jarðlaga með því að veita vatni inn á svæðið og hita það upp i þurrum og heitum borholum o. fl. o. fi. Aðalatriðið er hins vegar það, að verkfræðingarnir virð- ast vera þeirrar skoðunar, að miðað við það vatn, sem fyrir er, sé óhætt að teggja hitaveitu um allan bæinn og allur bær- inn muni njóta hennar á kom- andi árum svo sem best má verða, enda er mál þetta svo undirbúið, að allir þeir, sem vit liafa á, Ijúka upp einum munni um það, að betur myndi það ekki hafa orðið gert. Skiðaferðir. Bænadagana var veður ekki sem best til sldðaferða, en nú þykir liorfa heldur betur. Ármann fer í kvöld kl. 8 og páskadagsmorgnana lcl. 9. Far- miðar fást í dag kl. 6—9 á skrif- stofu félagsins, sími 3356, og á morgun kl. 6—7. Einnig við bílana. Færi er nú ágætt í Ól- afsslcarði, nýr snjór á þeim gamla. í. R. fer á morgun og mánu- dag kl. 814 og 9 árd., frá Sölu- turninum. Farmiðar fást i Stál- húsgögn, Laugaveg 11, og við bílana. K.R.-ingar fara í kveld kl. 7y2, en á morgun og mánudag kl. 9 árd. Farmiðarnir eru seld- ir við bílana. Um 60 manna gistu i skála félagsins í Skálafelli um bæna- dagana, einnig voru um 20 K.R. ingar á Svanastöðum. Snjór er nú mikill alt í kringum skál- an.n Einnig fóru margir yfir í írafell, þvi þar var logn og færi alveg skínandi. Aftur snjóaði svo mikið i fyrrinótt að gott færi er nú um alt, alla leið nið- ur að Svanastöðum, svo búast má við miklu f jölmenni þar um páskana. Skíðafélagið fer báða páska- dagsmorgnana kl. 9. Slcíðafél. Hafnarfjarðar fer 2. páskadag á Heilisheiði. Farmið- ar í versl. Einars Þorgilssonar. ByggiDgarefni tumin úr ísleasku brunahranni og leir. Merkilegap tilraunip gerðar í Stokk- hólmi að tillilutuii ísienskra verkfpæðinga. Stokkhólmi, 15. apríl. — FB. Rannsóknarstofa sænska rikisins, sem hefir með höndum m. a. rannsóknir á byggingarefnum, er sem stendur að gera til- raunir með nýtt byggingarefni, sem er aðallega búið til úr ís- lensku brunahrauni. Árangurinn af þeim tilraunum, sem gerð- ar hafa verið að undanförnu sýna, að þess má vænta, að hægt sé að búa til úr íslensku brunahrauni tígulsteina, skolppípur og gangstéttarsteina. Tilraunirnar hafa verið framkvæmdar fyrir milligöngu verk- fræðinganna Gústafs E. Pálssonar og Halldórs Jónssonar (kaupm. Björnssonar frá Bæ). Hefir H. J. nú lokið prófi við tekniska háskólann í Stokkhólmi. Er hann fyrsti íslendingurinn, sem Iýkur húsameistaraprófi við þennan háskóla og er hann nú á förum heirn til Islands. FíiiltrúaráðS' tnodnr verka* lýðsfélaganna, sem haldinn var á miðviku- dagskveldið varð að vissu leyti sögulegur að því er sagt er, pótt engar stórvægilegar á- vvarðanir væru þar teknar. Héðinn Valdimarsson kvað vera kominn í minni hluta í ‘ulltrúaráðinu, en óróalið hans fjölmenti þó á fundinn. Á fundinum átti að kjósa í ýmsar nefndir og stjórn fulÞ tiúaráðs. Þegar gengið var til dagskrár aust lið Héðins upp ópum miklum og liávaða og mátti fundarstjóri engu tauti við það torna, en tók það ráð að slíta fundinum, sem þá var rétt í byrjun. Þrátt fyrh- það þótt bú- ið væri að slíta fundi tortrygðu svo livorir aðra, að allir fund- armenn sátu sem fastast. Bjuggust bæði liðin við að fundur myndi settur að nýju ef aðrir hvorir vikju af fundi. — Sátu menn þannig til kl. 4 um nóttina og vörpuðu hnútum á bæði borð, en engir stólfótar sá- ust á lofti. Er dagrenning nálgaðist tóku menn þó það ráð að týnast heim eins og tröllin í sögunum. F.B. hefir snúið sér til herra Gústafs E. Pálssonar verkfræð- ings í tilefni af ofanbirtu skeyti og’ beðið hann um nánari upp- lýsingar. Sagðist honum svo frá: Undirbúningur þessara rann- sókna hefir nú staðið hátt á annað ár, en skýrslur rannsókn- arstofunnar hafa ekki borist mér í hendur enn þá. Kemur þessi fregn frá Stokkhólmi mér því nokkuð á óvænt. Á þessu stigi málsins get eg ekki gefið aðrar upplýsingar en þær, að hér er um að ræða sérstaka að- ferð við framleiðslu byggingar- efnis, sem sænskur maður hefir fundið upp og er hún leyndar- mál hans, og get eg ekki skýrt frekara frá málinu að svo stöddu, nema að þess má geta, að efnið er íslenskt brunahraun og leir, sem væntanlega fæst einnig hér á landi. Fyrstu til- raunir gáfu það góðar vonir, að rétt þótti, að rannsaka þetta Helge Wedin. nokkuru ger. Var hugmyndin, að reyna að framleiða þakhell- ur, eldfastan stein og ýmislegi, fleira. Efnið, sem sent var ti Stokkhölms, var tekið í Rauð- hólum, nema leirinn, er var tekinn við Elliðaár. — Eg vil að síðustu taka það fram, að rann- sóknir hafa ekki enn sýnt svo að óyggjandi sé, hverja fram' tíðarmöguleika hér er um að ræða. Má í því sambandi sér- staklega benda á kostnaðarhlið framleiðslunnar, með þeim tak- mörkuðu markaðsmöguleikum, sem um er að ræða hér á landi, Eggert Claessen hæstaréttarmálaflutningsmaður Skrifstofa: Oddfellowhúsinu. Vonarstræti 10, austurdyr. Sími: 1171. Viðtalsími: 10—12 árd. Bcbíop fróftír □ „Helgafell“ 59284197 — VI. — 2. Páskamessur. í dómkirkjunni: Á páskadag kl. 8 árdegis, séra Friðrik Hallgríms- son. KÍ. ii, séra Bjarni Jónsson. (dönsk messa). — Annan páska- dag kl. ii, séra FriÖrik Hallgríms- son. Kl. 5 séra Bjarni Jónsson (alt- arisganga). 1 fríkirkjunni á páskadag kl. 8, séra Árni Sigurðsson, og kl. 2, séra Árni SigurÖsson. — Á annan dag páska: Kl. 2, barnaguðáþjónusta (Á-. S.) og kl. 5, Ragnar Bene- diktsson stud. theol. í kaþólsku kirkjunni: Á páska- dag: í Reykjavík: Biskupsmessa kl. io, biskupsguÖsþjónusta með prédikun kl. 6 e. h. í HafnarfirÖi: Hámessa kl. 9, kvöldguðsþjónusta með prédikun kl. 6. — Á annan i páskum: 1 Reykjavík: Hámessa kl. 10, kvöldguðsþjónusta með prédik- un kl. 6. 1 Hafnarfirði: Hámessa kl. 9, kvöld guðsþjónusta með pré- dikun kl. 6. Veðrið í morgun. í Reykjavík —I stig; heitast i gær 1 stig, kaldast í nótt —2 stig. Úrkoma í gær og nótt 0.7 mm. Sól- skin í 3.7 stundir. Heitast á land- inu í morgun 1 stig, á Reykjanesi, kaldast —7 stig, í Fagradal. Yfir- lit: Háþrýstisvæði fyrir sunnan ís- land. Grunn lægð við vesturströnd Grænlands á hægri hreyfingu í austur. — Horfur: Faxaflói: Hæg norðvestan átt og bjartviðri. Þykn ar sennilega upp með suðvestan átt á morgun. Næsta blað Vísis kemur út á þriðjudag, 19. þ. m. Bifreiðaárekstur varð í gær á gatnamótum Skóla- vörðustígs og Klapparstígs framan við Fatabúðina. Fólksbifreið kom af allmikilli ferð niður Skólavörðu- stíginn, en vörubifreiðin ætlaði nið- ur Klapparstig. Þótt bifreiðarstjór- inn í fólksbifreiðinni beitti heml- unum varð ei komist hjá árekstri og skemdist fólksbifreiðin allmikið. Má vera að ísing hafi verið á göt- unni og því hafi ekki verið unt að forða árekstrinum, en biðreiða- stjórar ættu að aka hæaar niður Skólavörðustiginn en margar þeirra gera, þótt hann sé ein af breiðustu og bestu götum bæjarins.. Vænglaus máfur. 1 gærdag fundu menn, er voru á ferð suður með sjó, ungan máf, sem vantaði annan vænginn. Náðu þeir fuglinum, sem var brattur og hress og fluttu til Reykjavíkur. Munu þeir hafa slejit honum á ytri höfninni. Barnadagsblaðið lcemur út n.k. þriðjudag og' verð- ur selt allan daginn. Blaðið flytur dagskrá barnadagshátíðahaldanna, auk fjölda greina um uppeldismái o. fl. — Börn, sem vilja selja blað- ið, eru beðin að vitja þess á af- greiðslu Morgunblaðsins , eða í Grænuborg frá kl. 9 árd. á þriðju— dagsnrorgun. Há sölulatm! Verð- laun veitt þeim duglegustn! — ' Börn! Verið dugleg að selja. — Bœjarbúar! Kaupið Barnadags- tblaðið. Allur ágóðinn fer til Sum- argjafar. Miroslav Moudry heitir tékkneskur stúdent, sein er nýlega hingað kontinn til námsiðk- ana við Háskólann. Háskólanám' hefir hann stundað í Brúnn, Prag og Strassbourg. Hefir hann dvalið langdvölum í Þýskalandi og Frakk- landi og er prýðisvel að sér í þýsku og frakknesku, en hr. Mou- dry ætlar að veita tilsögn í þess- um málum hér og einnig í ntóður- máli sínu, tékknesku. Moudry er fyrst um sinn að hitta í Stúdenta- garðinum. Áttræð verður á morgun Guðrún Þor- kelsdóttir, ekkja Ólafs Eiríkssonar söðlasntiðs, Vesturgötu 26B. Póstferðir í dag. Frá Rvík: Mosfellssveitar-, KjaT- arness-, Kjósar-, Reykjaness-, Öl- fuss- og Flóapóstar. Fagranes til Akranes. — Til Rvikur: Mosfells- sveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóst- ar. Fagranes frá Akureyri. Kvöldskóli K.P.UJVl. Handavinna námsmeyja verður til sýnis í skólanunt í húsi K.F.U.M. við Amtmannsstíg rnánud. 18. og þriðjud. 19. þ. m. (annan og þriðja í páskum) kl. 1—7 síðd. Skyld- menni nemenda sérstaklega vel- komin. Útvarpið hefði gjarnan getað hlíft hlust- endum sínum við leiðinda auglýs- ingastraumi yfir bænadagana, þar sem hann keyrir gersanrlega úr hófi frarn flesta daga ársins. Þáð er ekki hægt að þjóna tveimur herr- urn í senn — Guði og Mammoni, og það rnyndi sennilega ekki hafa komið að sök, þótt stjórnendur út- varpsins hefði gefið þessa tvo daga fyrir sálu sinni, og hefði verið vel þegið af hlustendum. M. Helgidagslæknir: A 1. fiáskadag: Halldór Stefáns- son, Ránargötu 12, sími 2234. —- Annan fiáskadag: Ól. Þorsteinsson^ Mánagötu 4, sími 2255. Næturlæknir. Aðra nótt: Halldór Stefáánssoir, Ránargötu 12, simi 2234. Aðfara- nótt þriðjudags: Karl S. Jónassonr Sóleyjargötu 13, sírni 3925. Næt- urvörður i Reykjavikur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni.. Næturlæknir í nóttr Eyþór Gunnarsson, Laugaveg 98, sími 2111. — Næturvörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apó- teki. — Útvarpið í kvöld. 19.20 Strok-kvartett útvarpsins' leikur. 19.50 Fréttir. 20.15 UpP" lestur og tónleikar: a) „í fótsjxir Páls postula"; minningar og hug- leiðingar (Vilhjálmur Þ. Gislason). b) Söngvar og hljóðfæraleikur. — 21.30 Hljómplötur: a) Fiðlukom- sert í D-dúr, eftir Brahms; b) Ó- fullgerða symfónian (h-moll), eft- ir Schubert, Útvarpið í. páskadag:. 8.00 Messa í fríkirkjunni (séræ. Árni Sigurðsson). 10.40 Veður- fregnir. 11.00 Messa í dómkirkj- unni (séra Bjarni Jónsson). 15.3» Miðdegistónleikar: Ýms tónverk (plötur). 17.40 Útvarp til útlanda (24-52 m-). 20.00 Tónleíkar: a) Karlakormn „Fóstbræður" syngur. b) Níunda symfónían, eftir Beet- hoven (plötur) (til kl. 21.50). Útvarpið á annan í páskum. 9.45 Morguntónleikar r Kvintett f C-dúr, Op. 163, eftir Schubert (plötur). 10.40 Veðurfregnir. 11.00 Alessa í dómkirkjunni (séra Frið- rik Hallgrímsson). 12.15 Hádegis- útvarp. 15.30 Miðdegistónleikar frá Hótel Borg. 18.30 Barnatími (Ung- meyjakór IC.F.U.K.). 19.20 Hljóm- plötur: Frægir söngvarar. 19.50 bréttir. 20.15 Kvöld Barnavinafé- Iagsins „Sumargjöf": Ávörp og: ræður, söngur, hljóðfæraleikur. —- 22.00 Danslög til kl. 24.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.