Vísir - 21.04.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 21.04.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAD Útgefahdi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Fiokksmál? > T dagblaði Framsóknarflokks- 1 ins birtist í gær_ grein nm hitaveitu Reykjavíkur eftir Jón- as Jónsson. Er grein þessi skrif- uð af meiri skilningi og sann- girni, en menn eiga að venjast, af hálfu blaðs þessa, þó að þar gæti að visu í ýmsu sama mis- skilningsins á hitaveitumálinu og í fyrri skrifum þess um þetta mál. Og engum dylst, að það er hin „milda hönd Framsóknar- flokksins“, sem stýrt hefir penna greinarhöfundar að þessu sinni. Eitt atriði er það þó í þessari grein sérstaklega, sem ekki verður komist hjá að vikja að nokkurum orðum, þó að höf- undurinn fari einnig um það „mildri hendi“. Greinarhöfundur lætur svo um mælt, að meiri hlutinn í bæjarstjórn Reykjavíkur muni hafa „hugsað sér að nota liita- veitumálið sér til flokksfram- dráttar“. Það getur hinsvegar hver maður sem rétt vill vita, og nennir að hafa fyrir því, að kynna sér sögu þessa máls frá upphafi, sannfært sig um það, að þetta er á fullum misskiln- ingi bygt. Hitt er annað mál, að andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins bæði i bæjarstjórn og utan hennar, hafa, með afstöðu sinni til málsins, orðið valdir að því, að hitaveitan frá Reykjum og 'um leið hitaveitumálið alt, hlaut að verða flokksmál meiri- hlutans i bæjarstjórninni eða Sjálfstæðisflokksins. Það var þvi ekki „reikningsvilla“ bæj- arstjórnarmeirihlutans að svo fór, heldur þeirra andstæðinga hans, sem lögðust á móti mál- inu, af því að þeir óttuðust að það mundi verða Sjálfstæðis- flokknum „til flokksframdrátt- ar“. Og sú reikningsvilla and- stæðinga sjálfstæðismanna var í því fólgin, að þeir lögðust á móti góðu máli, eingöngu af flokkslegum ástæðum. Þessa „reikningsvillu“ síns flokks sýnir J. J. nú í grein sinni fullan vilja á að leiðrélta, og er það vel farið. Og það væri betur, að aðrir, sem til þessa hafa reynt að leggja stein í götu hitaveitumálsins, færi að hans dæmi. Um þetla stórfeldasta vel- ferðarmál bæjarins hefðu aldrei átt að verða átök eða deilur á milli flokka. Og vonandi ræt- ist sú spá J. J., „að deilur um það sem liðið er, muni ekki verða jafn kröftugar“ framveg- is og þær hafa verið „stundum áður“ í þessu máli, og að því verði miklu fremur „lyft út af baráttusviði flokkanna og reynt að leysa það sem landsmál“, ef með þarf. Þvi að lausn hitaveitu- málsins er ekki að eins bæjar- nauðsyn heldur þjóðarnauðsyn. Kína. Japanir sækja að Such- ow nr tveimnr áttnm. London 20. apríl. FÚ. Japanir halda áfrani sókn sinni í áttina til Su-chow, og í dag hafa stórkostlegar orustur átt sér stað um Liang-yi. Japan- ii voru áður búnir að tilkynna að þeir væru komnir inn í þá borg, en Kínverjar verjast þarna af miklu harðfylgi, o,g gera tilraun til þess að hrekja Japani á brott. Hafa þeir gert ráðstafanir til þess að færa þangað mikið varalið. Hinsveg- ar hafa Japanir í hyggju, að koma með her norðan að, og gera tvær árásir samtímis, aðra að sunnan og hina að norðan, á Su-chow, sem talin er hafa mikla hernaðarlega þýðingu. Annars er nú talið, að Kín- verjar og Japanir berjist orðið á 40 vígstöðvum, og er þetta hernaður alt frá smáskæru- hernaði og upp í skotgrafa- og setuhemað, þar sem mörg hundruð þúsund manns taka þátt í bardögum á hvora hlið. NÁMASLYS í BRETLANDI Einkaskeyti til Vísis. London í gærkveldi. Fjórir menn biðu bana í dag í námuslysi í New Cum- mock námunum í Ayrshire, en 22 særðust, þar af nokkr- ir stórhættulega. Orsök slyss- ins var sú, að taugar lyftu, sem verið var að draga upp á yfirborð jarðar, biluðu. — Fjórtán hinna særðu voru fluttir á sjúkrahús. United Press. Stærsti togari Breta gengur kanpnm og sðlom. The Fish Trades Gazette skýrði frá því fyrir nokkuru, að „Gatooma“, stærsti botnvörp- ungur Breta,' hefði verið seldur úr landi, og mundi í framtíðinni sigla undir ítölsku flaggi. Segir, að skipið eigi að stunda þorsk- veiðar í norðurhöfum og verði aflinn saltaður í skipinu og flutt- ur til Ítalíu. Gatooma er 189 fet ensk á lengd og 727 smálestir (grosstons) á stærð. Skipið var upphaflega franskt, bygt í Nan- tes og notað til fiskveiða á New- foundlandsmiðum. Hét það þá „Sagittaire“. Messrs. William Grant & Sons í Grimsby keyptu það og gáfu því nafnið „William Grant“. Þótti botnvörpungurinn furðulega stór, er liann sást i fyrsta skifti í breskri höfn. En skipið þótti ekki hentugt til tog- araveiða og var það notað til lúðuveiða á línu við Grænland. Síðar var aftur farið að nota skipið til botnvörpuveiða og var því þá gefið nafnið Gatooma. — Þegar skipið síðar komsl í eigu Harry Franklin Ltd. var það gert út til fiskveiða við Bjarnareyju og aflaði þar ágæt- lega árið sem leið, en vegna tak- markana, að því er snertir veið- ar þar, var tekið tilboði, sem barst frá Italíu um kaup á skip- inu. (FB.). — I sexíán þoFpum hafa fiest hús tll granna og óít« ast menn fs*ekai»a t|ón9 en nm ei? vitað« EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í gærkveldi. Fregnir frá Ankara herma, að feikna tjón hafi orðið í Tyrklandi á mönnum og mannvirkj- um, af völdum landskjálfta í gær síðdegis. Hátt á þriðja hundrað manna er saknað og óttast menn, að þeir hafi flestir farist. I sextán þorpum hafa flest þorp hrunið til grunna. Mest tjón varð af völdum landskjálftanna í þorpum í miðhluta Anatoliu. í Ankara óttast menn, að miklu meira tjón hafi orðið víðsvegar um landið, en þegar er kunnugt orðið. United Press. Komast ar EINKASKEYTI TIL VÍSIS. sættir á milli og stjórn- rikisins ? London í gærkveldi. Sufl-Cosper koiin til Pirísar. írekiri hernalarsangina Breta oi Frakka EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í gærkveldi. Duff-Cooper, breski flugmálaráðherrann er staddur í París, og vekur koma hans þangað mikla athygli, þar sem talið er að hann muni ræða aukna hernaðarlega samvinnu milli Breta og Frakka, en Daladier og Bonnet fara, svo sem áður hefir verið getið, til Lundúna þ. 28. þ. m. til þess að ræða þau mál við bresku stjórnina. Duff-Cooper og frú hans var haldin veisla í dag og sátu hana m. a. Daladier forsætis- og hermálaráðherra Frakklands, La Chambre flugmálaráðhera og Phipps, breski sendiherrann. United Press. Páfinn hefir veitt áheyrn Faulhaber kardinála frá Miinchen. Ræddust þeir við í heila klukkustund. Talið er, að þeir muni hafa rætt mál þau, sem valdið hafa ágreiningi og alvarlegum deilum milli páfastólsins og þýsku stjórnarinnar. Er þess getið til, að leitast sé við að finna samningsgrundvöll til þess að leiða deilumál þessi til lykta. United Press. Mnssolini ieggnr hornstein að nýrri borg EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í gærkveldi. Hepsveitip þjódepnissixma hafa helming Toptosa á síj&ii valdli. Hauðlidap í sókn I Pyreneafjöllum. Oslo, 20. apríl. Frá Saragossa er tilkynt, að allur nyrðri hluti Tor- tosa sé á valdi liersveita Francos. Barist er um hvert hús og hverja götu. Nokkur hluti vesturbæjarins er og í höndum hersveita Francos. Fregnir frá Barcelona herma hinsvegar, að stjórnar- lierinn hafi tekið á ný mörg þorp á svæði, sem er i 25 kílómetra f jarlægð frá Andorra. — NRP. — FB. London, í gær. FÚ. Uppreistarmenn á Spáni eru enn að leitast við að taka Tor- tosa og hefir ekki tekist það enn, þrátt fyrir það þó í gær- kvöldi væri sagt að þeir væru komnir inn í útjaðra borgar- innar. Hinsvegar telja uppreist- armenn sig í dag hafa tekið fiskiþorp á ströndinni, nokkru sunnar. I allan dag hafa verið stöðugir bardagar í nánd við Tortosa. Uppreistarmenn hafa gert loftárás ó Barcelona í dag. Orustur standa ennþá yfir í Pyrenneafjöllunum, án þess að verulega hafi skorið úr. Þó seg- ir í einni frétt að stjórnarher- inn hafi þar tekið tvö þorp. Skólar í Þýskalandi hafa fengið fyrirmæli um að leggja meiri áherslu á spönskukenslu en undanfarið og kenna meira um Spán og hin spönskumæl- andi lönd í Suður-Ameríku en hingað til hefir verið gert. — Kvikmynd um hvalveiðar. Oslo, 20. apríl. Á stöðvarsldpinu Kosmos II. var í síðasta leiðangri skipsins flokkur kvikmyndatökumanna og kvikmyndaleikara, til þess að taka mynd, sem sýnir hval- veiðar í suðurhöfum, lífið á hvalveiðaskipunum og í lival- veiðastöðvunum. — Tancred Ibsen hefir í viðtali við Dag- bladet skýrt frá því, að teknar hafi verið kvikmyndir 20.000 metrar á lengd. Átján kvik- ' myndaleikarar leika í myndinni. auk skipshafnarinnar á Kosmo6. — NRP. — FB. Frá Rómaborg er símað, að á morgun, þ. 22. apríl, muni Mussolini leggja hornsteininn að nýrri borg, sem á að heita Pomezia, í pontisku mýrarflákunum. Pomezia er fimta borgin, sem bygð er í Pontiumýrunum og á að vígja hana 29. október 1939. Á með byggingu þessarar borgar að vera lokið því takmarki, sem Mussolini hefir sett sér, að gera pont- isku mýrarflákana að frjósömu landi, þar sem hveitirækt á að vera afar mikil. Áður voru þessir mýrarflákar illræmdir fjTÍr það, hversu hættulegir þeir voru heilsu manna, því að þar var mikið um köldusótt. United Press. Þ. 25. apríl 1936 lagði Musso- lini hornsteininn að fjórðu borginni, sem reist hefir verið í pontisku mýrunum og var hún nefnd Aprilia. Tilkynti hann þá að bygging Pomezza yrði liafin í apríl 1938 og borgin ætti að standa á hinu forna borgar- stæði Lavinium-borgar. 1 borginni verða aðeins, auk opinberra bygginga, hús, sem nægja einni fjölskyldu. Yerða 800 uppgjafahermenn úr heims- styrjöldinni og fjölskyldur þeirra hinir fyrstu íbúar borg- arinnar. Húsin verða ekki bygð úr steinsteypu vegna þess, að af sementi og járni er lítið til á Ítalíu. Þess í stað verða notuð: algerlega innlend efni, múr- steinar o. s. frv. ____________ Þá er ein borg til í byggingu á Sardiniu. Heitir sú borg Car- bonia (af ítalska orðinu car- bone), sem á íslensku gæti heitið „kolaborgin". Carbonia stendur á suðvesturodda Sard- iniu og er önnur „kolaborgin“, sem reist er á Ítalíu. Hin lieitir Arsia og hefir bygging hennar staðið yfir und- anfarin 3 ár. Arsia er á Istria- skaganum og vigði hana her- toginn af Aosta (undirkonung- ur í Abessiniu). Kolaframleiðsl- an í Arsia nam á síðasta ári einni miljón smálesta. Talið er að ársframleiðslan geti hæglega komist upp í 25—30 milj. smá- lesta. EFTIR LOFTÁRÁS Á BARCELONA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.