Vísir - 21.04.1938, Blaðsíða 1

Vísir - 21.04.1938, Blaðsíða 1
28. ár. Reykjavík, fimtudaginn 21. apríl 1938. 93. B. tbl. xsoíxiöeoíiöoooíxsooíiöíiooíiooí Bréf frá Austurríki: GLEÐILEGT SUMAR! Prentmyndagerðin Ólafur Hvanndal, Laugaveg 1. ÍOOOOOOC ÍOOOOOOOOOOOOOOOOOOi GLEÐILEGT SUMAR! Þökkum veturinn. Verslun Þorvaldar Bjarnasonar, Hafnarfirði. GLEÐILEGT SUMAR! Gunnlaugur Jónsson. iöeíSöottOíiöööööoöOíiöoööíioqc « GLEÐILEGT SUMAR! Hannes Erlendsson, klæðskeri. CÍOCOOCÍOOOOOOOiKÍOOOOfÍOOí GLEÐILEGT SUMAR! Amatörverslun Þorl. Þorleifssonar. GLEÐILEGT SUMAR! FATABÚÐIN. GLEÐILEGT SUMAR!. VAÐNES. Dvöl í Vínarborg. síioíiíSöOOíioooooooíi?iOOOOíioe; GLEÐILEGT SUMAR! Heildverslunin Hekla. soeísooeoíieoeeeoeoíieeoeciOis; Friðarsamningarnir i Versöl- um áttu að tryggja heiminum frið, langvarandi frið, eftir hina ægilegustu styrjöld sem háð hefir verið. En nú, tuttugu ár- um síðar, er öllum orðið ljóst, jafnvel þeim sem skrifuðu undir friðarsamningana og enn lifa, að ráðstafanir sigurvegar- anna fela i sér eld, sem orðið getur að-hinu ægilgasta ófriðar- báli. Landaskif tingin eí'tir óf rið- inn gat aldrei orðið til fram- búðar. Stærsta ríki álfunnar, Þýskaland, var skorið sundur og auðmýkt. Austurriki, sem í ófriðarlok hafði 53 milj. íbúa, var leyst upp og nafnið var skil- ið eftir á litlu iandi með stórri höfuöborg, með tæplega 7 milj- ónum íbúa samtals. Ungverja- land var gert að sjálfstæðu riki samkvæmt hugsjóninni um „sjálfsákvörðunarrétt" þjóð- anna, sem mest var talað um í ófriðarlok. En að eins hluti ung- versku þjóðarinnar fékk sjálf- stæðið. Miljónir Ungverja, öll- um inegin landamæranna, eru háðir öðrum rikjum, Tékkó- slóvakíu, Júgóslavíu o. fl. sem stofnuð voru með friðarsamn- ingunum, og mynduð eru af mörgum ólikum þjóðflokkum. Flestir þessara þjóðflokka eru kúgaðir frá móðurmáli sinu og þjóðerni af þeim þjóðflokki, sem fer með ráðin í hverju riki. Þegar séð varð hvernig aust- urriska keisaraveldinu yrði skift, óskuðu hinar 7 milj. Austurríkismanna að mega sameinast Þýskalandi. Hinar fyrstu stjórnir Austurrikis eftir ófriðinn gerðu tilraunir til að landið sameinaðist Þýskalandi vegna þeirra erfiðleika sem á þvi var fyrir hið litla og fátæka land, að vera sjálfstætt. En ná- lægt slíku var ekki komandi. Austuri-íki, sundurlimað og ó- sjálfbjarga varð að vera „sjálf- stætt" þótt það kostaði Banda- menn hundruðir miljóna króna. I ljósi þessara staðreynda verður að skoða þá atburði, sem gerst hafa í álfunni undanfarið. Þýskaland er nú orðið mesta herveldi Norðurálfunnar og þótt Frakkland hafi sex sinnum skuldbundið sig til að verja sjálfstæði Austurríkis, hreyfðu Frakkar sig ekki þegar Hitler hélt innreið sína í Wien. --------Fyrir framan stærstu hótelin í Vínarborg er nú þýsk- ur hervörður dag og nótt, vegna þess að þýskir herforingjar búa þar. í „Grand Hotel" þar sem við búum, er straumurinn allan daginn út og inn af þýskum f or- ingjum. Beint iá móti, hinu- megin við götuna er Hotel Imperial. Það er alt skreytt með hakakross fánum til virðingar við Hermann Göring, sem er ný- kominn til borgarinnar og býr á hótelinu. Mikill mannfjöldi er allan daginn fyrir framan hó- telið og bíður eftir að fá að sjá Göring í svip um leið og hann f er út um morguninn eða kemur til baka. Hann er kominn til að útrýma atvinnuleysinu í Aust- urriki og koma i gang verkefn- um fjögra ára áætlunarinnar. Um allar götur eru myndir af Hitler i ýmsum stærðum, og undir þeim öllum standa þessi sex orð: „Ein þjóð. Eitt ríki. Einn foringi". Þetta er undir- búningurinn fyrir atkvæða- greiðsluna 10. april. Hvar sem komið er, sést nú mynd af for- ingjanum. Alsstaðar er haka- krossmerkið. Hver einasti em- bættismaður, kversu lágt settur sem hann er, hef ir f engið merk- ið. Það er hrein undantekning, ef nokkur sést á götunni, karl eða kona, sem ekki hefir Naz- istamerkið á brjóstinu. Þeir fáu sem ekki sjást með merkið eru útlendingar. Á hálfum mánuði hefir sameining austurrísku höfuðborgarinnar yið þýska ríkið verið framkvæmd svo út i æsar, að Vínai-búar sjálfir eru undrandi. Þeir vöknuðu einn morgun við það, að þeir voru orðnir þýskir. Miklar tröllasögur hafa geng- ið um það í ýmsum blöðum, að múgurinn hafi farið ránshönd- um um allar gyðingaverslanir borgarinnar. Slíkt eru staðlausir stafir, en sögunum er komið á stað vegna þess að brotnar höfðu verið rúður í 2—3 versl- unum Gyðinga. Talsvert ber hér á Gyðingum á götunum og i veitingahúsunum. Enginn virðist gefa þeim neinn sérstak- an gaum frekar öðrum. Sumar verslanir hafa sett spjald í gluggana og stendur á þeim: „Þýsk-arisk verslun" eða „arisk verslun". Ekki varð séð að nokkuð meiri aðsókn væri að þessum verslunum en þeim, sem engin slík spjöld höfðu. Enginn vafi er á því, að yfir- gnæfandi meiri hluti austur- rísku þjóðarinnar fagnar yfir sameiningunni við Þýskaland. Enginn sem ferðast um landið og sér fólkið, getur látið sér til hugar koma, að hér sé þjóð, sem fyrir nokkurum dögum hafi verið svift frelsi og kúguð af erlendu hervaldi. Ánægjan og gleðin, sem hvarvetna kem- ur fram, virðist frekar lýsa fólki, sem losað hefir verið úr viðjum. Öllum kemur saman um að síðasta stjórn landsins hafi ekki haft nema lítið brot þjóðarinnar á bak við sig, en haldið fólkinu i skefjum með hervaldi. Ýmsar sögur höfðu gengið um það, hvað orðið hefði um Schussnigg fyrverandi kansl- ara. En hann býr enn þá heima hjá sér, í litlu húsi með rauðu þaki, er stendur í stórum garði en hár múrveggur skýlir hús- inu að rnestu frá götunni. Her- vörður stóð fyrir framan garð- inn og gaf það til kynna að kanslarinn væri enn þá heima hjá sér. Margir hafa yerið hand- teknir, einkanlega forvígis- menn föðurlandsfylkingarinnar og konungssinna. 1 dag er sagt að Stahrémberg fursti hafi verið handtekinn við landamærin og hafði hann meðferðis 80 þús. schilhngs i seðlum. Enginn má fara með úr landinu meira en 20 schillinga. í Vinarborg eru yíða minn- ingar um hið forna veldi þjóð- arinnar. Þess verður ekki dul- ist, að hinn fullorðni Vínarbúi klöknar þegar bann sýnir út- lendingnum dýrgripina og skrautið, sem minnir á hið vold- uga kéisaradæmi er fyrir að eins 25 árum var í fullum blóma, en er nú horfið og orðið sýsla annars rikis. Sú kynslóð, sem barðist í ófriðnum mikla, á erf itt með að sætta sig við, að keisaraveldið sem áður taldi 53 milj. manna, er nú tæpar 7 milj., sem eiga erfitt uppdnáttar. En þeir hugga sig við það, að betri tímar fari nú í hönd. Sá maður, sem f rekar öðrum mun eiga sök á þvi, að Austurríki hóf ófrið- inn vegna morðsins í Sarajevo, býr enn i Vinarborg og er nú örvasa gamalmenni. 1914 var hann forsætisráðherra og fyrir það skref sem hann tók þá, hef- ir hann séð hið volduga ríki falla i rústir og nú að síðustu hverfa úr tölu þjóðanna. — Við stöndum uppi á Kahl- enberg hæðinni og horfum yfir borgina. 1 hinum stóra veitinga- skála er hvert sæti skipað. Líf Vínarbúans fer sum vanalega gang. Um leið og við ökum í gegnum Grinzing, berst söngur- inn út á götuna úr veitinga- kránum, þar sem glaðværir Vínarbúar skemta sér þótt hið forna Austurríki sé fyrir nokk- urum dögum Mðið undir lok. —o— P.S. — Það er heldur óvið- kunnanlegt að sjá íslensk blöð vera að knésetja og tala óvirðu- lega um einn þjóðhöfðingja álf- unnar, sem 60—70 miljónir manna dýrka næst guði. Hvaða pólitískar skoðanir sem menn hafa, ætti það að vera almenn kurteisis-skylda blaðanna að ó- virða ekki æðsta valdsmann okkur vinveittrar þjóðar. Þeir menn sýna þýsku þjóðinni fjandskap sem lítilsvirða for- ingja hennar. »¦'»...............-,-nxinm ¦ t.................................. I :;;;;;;í;»!íí:;::w^ 6timir.it í>u, beuts<hcr öoiöat, Ht m J3. mn 1<»38 oolhLHjfnen fWeícröcroníQttno öfímcid)? mit Hm aetttfdOcn $$cidf> ju? ;;;;;;;: GLEÐILEGT SUMAR! Havana. GLEÐILEGT SUMARl H.f. Nói. GLEÐILEGT SUMAR! H.f. Siríus, r-----------------------------"i GLEÐILEGT SUMARl Samband í$l, samvinnufélaga. k- .X r í » GLEÐILEGT SUMAR! Kql & Salt h.f. f~ "} GLEÐILEGT SUMAR! SOFFlUBÚÐ. GLEÐILEGT SUMARl Ásg. G. Gunnlaugsson. WSs*-- Þj óðaratkvæðið: Kj örseðill. Auglýsingafrímerki. GLEÐILEGT SUMAR! Bifreiðastöðin Bifröst, Hverfisg. 6. Sími 1508.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.