Vísir - 23.04.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 23.04.1938, Blaðsíða 2
V IS I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Barnaást kommúnista. 17 ommúnistum er ekki „list ^ sú léð“, að kunna að leggja nokkuru málefni lið með þeim hætti, sem að gagni megi verða. Miklu fremur mætti virðast, sem það væri jafnan tilgangur- inn með liðveislu þeirra við hvert mál, að vinna því sem mest ógagn. Þeir helguðu „barnadeginum“ og starfsemi barnavinafélagsins Sumargjafar mikið rúm i blaði sínu á sumardaginn fyrsta, eða meginhlutann af fyrstu síðu blaðsins og nokkuð af þeirri þriðju. Á fyrstu síðu birtist langt „viðtal“ við einn af for- göngumönnum harnavinas tarf- seminnar, sem „Sumargjöf“ hefir með höndum, tsak Jóns- son kennara. í viðtali þessu far- ast tsak meðal annars orð á þessa Ieið: „Eg vil segja, að það eigi ekki hvað minstan þátt í vaxandi vinsældum, að við gerum meira og tölum minna. Starfsemi okk- ar hefir aldrei orðið að neinum pólitískum ásteitingarsteini, og allir flokkar hafa sýnt málefni félagsins fylgi“. í forystugrein blaðsins er svo rætt um sumardaginn fyrsta og starfsemina fyrir börnin sem „nú síðustu árin hefir verið tengd við þann dag“. Og snýr nú blaðið máli sínu til stærsta stjórnmálaflokksins í landinu og mikils meiri liluta Reykvík- inga með þessum orðum: „Öll þessi starfsemi (fyrir börnin) hefir fyrst og fremst átt við einn sameiginlegan óvin að stríða, og það er tregða íhaldsins gegn allri framfaraviðleitni og hvers- konar menningarstarfsemi“! Kommúnistum er það ber- sýnilega mjög í mun, að fsak Jónsson og aðrir brautryðjend- ur barnavinastarfseminnar þurfi ekki lengi að fagna yfir því, að starfsemi þeirra hafi „aldrei orðið að neinum póli- tískum ásteitingarsteini“. Shkur hugsunarháttur er kommúnist- um gersamlega óskiljanlegur, eins og það vafalaust er þeim einnig óskiljanlegt, að það geli horft barnavinastarfseminni til aukinna vinsælda, „að gera meira og tala minna“, eins og ísak Jónsson hyggur. Enda er þetta þveröfugt við allar starfs- reglur kommúnista, sem alt vilja gera að „pólitiskum ásteit- ingarsteinum“ og telja það mestu varða, að tala sem mest og gera sem minst, sem nokk- uruin megi að gagni koma þannig, að það verði ekki fyrst og fremst vatn á myllu hinnar ógeðslegu áróðursstarfsemi þeirra. En hvernig hefir þá liinn „sameiginlegi óvinur“ allrar barnavinastarfsemi, „tregða íhaldsins“, revnst barnavinafé- laginu Sumargjöf“? Félag þelta er að eins 14 ára gamalt. Það á nú eignir er nema um 100 þús. króna. Það kom upp nýju barnadagheimili á sið- asta ári, er kostaði 22 þús. kr. og gat af árstekjum sínum greitt 8 þús. kr. af byggingarkostnað- inum, auk rekstrarkostnaðar af starfsemi sinni. En livaðan koma félaginu tekjurnar til að safna sér þessum eignum og til að standast þennan kostnað ? Það „efast enginn um það“, því að það vita það allir, að kommúnislar „svngja hátt um ást sína á börnunum, áhuga sinn fyrir uppeldismálum og vilja sinn til þess að gera alt sem í mannlegu valdi stendur svo að kjör þeirra batni“. Og þeir gera það ekki að eins ó sumardaginn fyrsta, heldur hve- nær sem þeir sjá sér færi á að gera sér þessa takmarkalausu barnaást sína arðberandi fyrir pólitískan áróður sinn. En hvaða arð skyldi þessi barnaást þeirra hafa borið starfseminni fyrir börnin? — Hvort mundi „tregða íhaldsins“, eða „barnaást“ kommúnistanna hafa orðið drýgri tekjulind fyrir barna- vinastarfsemina? Hladafli í Vestmannaeyjum. 22. apríl. FÚ. 1 Vestmannaeyjum var hlað- afli í gær og undanfarna daga og bátar, sem komnir voru að fyrir hádegi í dag höfðu einnig ágætan afla. Margir bátar hafa undanfarið haft 20—30 smálest- ir á dag en mestur afli á bát hefir verið 2500 þorskar. Álíka mikið lifrarmagn er nú komið á land í Eyjum og á allri ver- tíðinni í fyrra. Stefano Islandi. Dómur danskra blaða. Einkaskeyti frá Kaupm.höfn 22. apríl. FÚ. Nationaltidende í Kaup- mannahöfn hefir nú flutt ítar- legan dóm um söng Stefano Is- landi í söngleiknum „Madame Butterfly“ og kemst þannig að orði í niðurstöðum dómsins, að hann hafi stórkostlega rödd, hæði að upplagi og þjálfun, en sé enginn leikari. Kaupmanna- hafnarblaðið Social Demokrat- en segir um söng hans, að shk raddfegurð hafi ekki heyrst í Konunglega leikhúsinu síðan á dögum Herolds, og liann hafi fyllilegá verðskuldað fagnaðar- læti þau og blóm, sem liann hlaut, en segir jafnframt, að sein leikari sé hann byrjandi. Politiken segir hann glæsileg- an tenor, með viðhafnarmikla og hljómfagra rödd, en honum skjátlist stundum í því, að gefa söngnum hið lifandi líf, sem heri vott um hinn djúphygna og þjálfaða listamann. Berlingske Tidende segir, að liér sé söngvari, sem allir Norð- urlandabúar megi vera við því búnir að veita athygli, því að hér sé maður, sem hafi gull-' fagra tenorrödd, sem sé bein- línis töfrandi, þegar hann syngi veikt, en sem þurfi að slípa rödd sína betur, þegar hann syngi í sterkum tónum. Hins- vegar segir Berlingske Tidende, að svo ágætur sem söngur hans sé, ])á sé allur leikur hans geð- brigðalaus og eins og úti á þekju. l\ íf!| Fpípíkið fæp sömu Itlunnindi og samveldislöndin hafa samkvæmt Ottawasamning- inum, EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Samkvæmt opinberri tilkynningu, sem út var gefin í morgun, verða viðskiftasamningar Bretlands og Eire (írska fríríkisins) undirskrifaðir næstkomandi mánu- dag. Fer De Valera sjálfur ásamt þremur ráðherrum sínum til London næstkomandi laugardag þessara er- inda. Samningarnir hafa ekki verið birtir, en að því er United Press hefir fregnað, fá fríríkismenn nú í fyrsta sinn sömu viðskiftaaðstöðu og samveldislöndin bresku njóta vegna Ottawa-samninganna. Einnig mun land- leigudeilan hafa verið til lykta leidd. United Press. Nýtt met í flœgi milli Ástralíu og Engands. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Frá Lympne er símað, að James Broadbenl, breski flugmaðurinn heimsfrægi, sem var að gera til- raun til þess að setja nýtt met í flugi milli Ástraliu og Englands, hafi lent þar klukkan 10.51 í gær- kveldi. Fyrri methafi á þessari leið var Jean Batten og var það sett 1937. Var hún 5 daga, 13 ldst. og 54 mín- útur. IJefir hann þannig flogið þessa leið á 13 klst. skemri tíma. United Press. Útvapps- fréttip. London, 23. apríl. FÚ. Þegnskykluvinnulögin þýsku eiga að ganga í gildi i Austur- ríki fyrsta október n. k. og' verður þá hver ungur maður í landinu skyldugur til þess að inna af hendi sex mánaða vinnu í þjónustu hins opinbera. Gyð- ingum verður ekki leyft að taka þátt í þegnskylduvinnunni. Eignir Rothschild baróns hafa verið gerðar upptækar, en hann er Gyðingur og með allra auð- ugustu mönnum í Austurríki. Þýska lögreglan, sem verið hefir í Austurríki síðan það var lagt undir Þýskaland, fór þaðan i dag til Þýskalands. London, 23. apríl. FÚ. Til þess að þóknast þýska minnihlutanum í Tékkóslóvakíu hefir tékkneska stjórnin ákveð- ið, að sveitar- og bæjarstjórna- kosningar skuli fara fram i Tékkóslóvakíu snemma í sum- ar. — Social demókratar í Tékkó- slóvakíu liafa sagt sig úr stjórn- inni. London, 23. apríl. FÚ. Á Norður Aragóníuvígstöðv- unum á Spáni er stjórnarherinn í sókn, og virðast hersveitir uppreistarmanna fara halloka fyrir honum þessa stundina. Frá öðrum vigstöðvum berast engar nýjar fregnir. 23. apríl. FÚ. í gærkvöldi söng íslenskur barnakór í útvarpið í Winnipeg, yfir stuttbygjustöðina CJRX, undir stjórn Ragnars Hjálmars- sonar.Ragnar er fráLjótsstöðum í Laxárdal. Söngurinn heyrðist j hér, en heyrnarskilyrði voru þó | slæm. Mátti vel greina lögin: Nú j er frost á Fróni, Nú er sumar í j bæ, Vögguvísa, eftir Jón Frið- finnsson, Sólskríkjan, Bí bí og hlaka og Sofðu mín Sigrún. Söngurinn hófst kl. 8.05 e. h. eftir Winnipeg-tíma, eða kl. 1.05 í nótt hér. Útvarpinu barst tilkynning um þetta dagskrár- atriði of seint til þess að hægt væri að skýra frá þvi áður en útvarpi lauk í gærkveldi. Skemtifundur K. R., sá síðasti aÖ sinni, ver'Öur á mánudagskvöldið kl. 8)4, í K. R,- húsinu, niÖri. Agæt skemtiskrá Fundurinn er aðeins fyrir K. R.- inga. Sprenging i koianámu verflnr 75 manns að bana EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Ogurleg sprenging hefir orðið í kolanámu í Hang- ar, Virginía. Voru a. m. k. 75 menn í námunni er sprengingin varð, og óttast menn, að þeir hafi allir farist. Veggir milli námuganga hrundu og lok- uðust allar leiðir inn í námuna. Mannmargt björgunar- lið vinnur að því að reyna að komast niður í námuna, til þess að bjarga mönnunum, ef einhverir þeirra kynnu að vera á lífi. Tefur það björgunarstarfið mjög, að ryðja þarf burt miklu af grjóti og kolum til þess að komast inn í námuna og er björgunarstarfið miklum hættum bundið. Reynt er að dæla lofti niður í námuna með áhöldum sérstaklega þar til búnum. United Press. Olíuflutningaskip Shellfélags- ins liggur um þessar mundir i Skerjafirði. í morgun var verið að taka í sundur vél skipsins og slasaðist þá einn mannanna, er vann að því. Þetta skeði á 10. tímanum. Maðurinn, sem slasaðist heitir Þorsteinn Thorsteinsson og er 1. vélstjóri á Skeljungi. Féll stykki úr vélinni á fót honum og mun hann hafa brotnað. Var þegar lu-ingt á sjúkrabil og flutti liann Þorstein á Landspítalann. FJáppestap- málin. Bændur mótfallnir almenn- um niðurskurði sauðfjár á pestarsvæðunum n.k. haust. Niðurstöður fundanna, sem haldnir hafa verið á fjárpestar- svæðinu, að tilhlutun landbún- aðarnefnda Aþingis, eru nú kunnar í flestum tilfellum. — Eftir niðurstöðunum að dæma virðast bændur á Mýrum, Borg- arfjarðarsýslu og i Dölum yfir- leitt mótfallnir niðurskurði fjár næstkomandi haust, og telja bændur m. a. ráðlegt að bíða, til þess að sjá hver reynsla verð- ur af þvi, að flytja heilbrigt fé á svæði, þar sem sýkt fé var áður (tilraunin í Hegranesi). En ef sii tilraun mistekst, munu bænd- ur ekki sjá aðra leið en almenn- an niðurskurð á pestarsvæðun- um og yrði bændur þá styrktir til kaupa á nýjum fjárstofni. „FRAM“ FÆR DANSKAN ÞJÁLFARA. Einkaskeyti frá Kaupm.höfn 22. april. FÚ. í dag lagði af stað til Reykja- vikur hr. Peter Petersen, for- maður danska knattspyrnufé- lagsins „Boldkluhben af 1908“. Er hann fyrir milligöngu 1- þróttasambands íslands ráðinn til þess að verða þjálfari Knatt- spyrnufélagsins Fram í Reykja- vík um þriggja mánaða skeið. I Á ÓLAFSFIRÐI byrjuðu róðrar á fyrsta sumar- dag. Meslur afli á vélbát var í gær 2500 kg., en i dag 1000— 3000 kg. Trillubátar liafa feng- ið alt að 1000 kg. í róðri. Veður var hið besta. Norpæna félagid, gengst fyrir móti norrænna kennara á Laugarvatni dagana 12.—19. júlí n. k. Verður boðið 10 kennurum frá hverju Norð- urlandanna, en 20 verða frá ís- landi (10 frá æðri skólum og 10 frá barnaskólum). Meðal þeirra, sem flytja fyr- irlestra á mótinu, verða þessir menn: Próf. Alexander Jóhann- esson, Ásg. Ásgeirsson fræðslu- málastjóri, Barði Guðmunds- son þjóðkjalavörður, Einar Ól. Sveinsson dr. phil. o.fl. Auk þess munu þrír útlendir kennarar verða meðal fyrirlesaranna. Meðan niótið stendur yfir, vei’ða farnar ferðir til ýmsra merkra staða, t. d. Skálholts, Geysis, Gullfoss og Þingvalla. AF VEIÐUM komu í gær Snorri goði með 157 tunnur og Kári með 110 tn. Tryggvi gamli kom af ufsaveið- um með 96 tunnur og Sindri kom til Akraness með 65 tn. —< Til Hafnarfjarðar komu Sviði með 152 tn. og Venus með 150. — FÚ. STÝRIMANNADEILAN í NOREGI. Oslo, 22. apríl. Stýrimannadeilan í Noregi er enn óleyst og nær hún til stýri- manna ;á strandferðaskipum fé- laga, sem eru í félagi atvinnu- rekenda. Stýrimennirnir, um 150 talsins á 100 skipum, byrja að ganga af skipunum kl. 24 n. k. sunnudag. Á skipunum utan atvinnurekendafélagsins eru 70 stýrimenn og nær verk- íallið ekki til þeirra, nema sam- úðarverkfall verði ákveðið. —■ Samkv. blöðunum hafa stýri- menn krafist launahækkana, sem nema að meðaltali 40%. — NRP—FB. J ARÐSKJ ÁLFT ARNIR í TYRKLANDI. Oslo, 22. apríl. Samkvæmt seinustu fregnum frá Tyrklandi hafa um 1000 menn farist í landskjálftunum, en 50.000 eru liúsnæðislausir. FB. — NRP. Póstferðir á mánudag. Frá Reykjavík: Mosfellsveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Til Reykja- víkur: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, ÖÍfuss- og Flóa-póstar. Hafnarf jörður. Seltjarnarnes. Grimsness- og Bisk- upstungnapóstar. Fagranes frá Ak- ranesi. Brúarfoss frá Akureyri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.