Alþýðublaðið - 21.07.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.07.1928, Blaðsíða 3
3 ALÞÝBUBLAfilÐ ItawM x Olsem Kristin Þórðardóttir. Höfum til: Flugnaveiðara 99Lokeu FlugnasprauturwBIaekFlag4t með fllheyrandi vekva. Hmsta kvedjá frá eigmmarmi. Hljóðnar hver strengur og hnigur hver rós. Hjarta míns slokkna hin björtustu ljós. Á huga míns ieiðir, er húmtjaldið breitt. Ég horfi’ út í bláinn, en sé ekki neitt. Mér finst alt í heiminum dapurt og dimt eg dómsorðið örlaga nístandi. grimt, því konan, hin ástríka aðstoðin mín, er -innvafin fölnuð í dáinna lín. Ó, blíð er þín minning, svo brosandi hlý, sem brjóstið mitt vermir, þótt harmanna ský myrkvi mér röðul og saknaðar sár svíði — og hnígi af augunum tár. Þá heyri ég óma - frá ókunnri strönd: ‘Þín elskaða er flutt heim í dýrðlegri lönd. Þerraðu tárin og -þaggaöu kvein,. þrautin er læknuð og grædd eru mein. Ég lít ofar skýjum, þar ljósmar af sói, ég lít gegn um tárin guðs alveldis-stól, ég lít hvar guðs vinum að búin er braut í' bjarma g'uðs náðar í frelsarans skaut. Samfylgdar sporin nú þakka ég þér og það alt, sem vanstu til unaðar mér. Ég kveð þig, mín. vina! í kærleika nú, ég kveð þig í frelsarans upprisutrú. E. S. Simdhollln. Það er kunnara en frá þurSi að •segja, að . Knútur borgarstjóri stendur af fremsta megni gegn öllum nýjum framkvæmdum. Þarf ekki annað en benda á Sogs- virkjunina og sundhöllina. Og venjulegast fylgir honum íhalldið í bæjarstjórninni, þamgað til radd- ir almennings um íramkvæmd málanna eru orðnar svo háværar, að íhaldsdurgarnir þora ekki ann- að en láta undan. Og þá segj- ast þeir alt af hafa verið m/S,l- unurn fylgjandi og jafnaðar- mönnum sé ekkert að þakka um framkvæmdirnar. Þá er svona er lt«mið, verður Knútur að beyg'ja sig. Þó reynir hann að tefja fyrir málunum og flækja þau eins og honum er unt. Nægir að benda á þvælu hans á næst síðasta bæjarstjórnarundi um Sogsvirkj- unina. í Sundhallarmáilinu hefir Knút- ur spyrnst svo við, sem honum hefir verið fært. En loks sá hann sitt óvænna og tók að guma af framkvæmdum sínum í mál- inu. Á íþróttaveliinum 17. júní lýsti hann því yfir með fjálg- leik, að farið væri að vinna af kappi við Sundhallarbygginguna. Á laugardaginn vildi ég sjá hvað verki þessu miðaði. Spurði ég mig fyrir, er ég sá enga múra risna á því svæði, er ég vissi, lað Sundhöllin skyildi byggjast á. Var mér þá bent á moldarhaug og moidarflag — og sagt, að þarna hefði verið unnið að Sumd- hallarbyggingunni um leið og fenginn hefði verið ofaníburður í Njálsgötuna. . .Ég stóð sem steini lostinn. Voru það þessar moldarhrúgur, sem borgarstjóri hafði vexið að guma af? . . . Og hvar voru verkamennimir ? Ég sá ©ngain. Það eina lifandi, sem ég sá þarna, voru 3 hænur, er spörk- uðu í ákafa og af alvöru mik- illi. . . . Eru þetta þjónar horg- arstjóra? hugsaði ég. Nýlega xónraði kennari einn það mjög, að byrjað væri að vinna að Sundhallarbyggingunini. Ég b^st við að kennari þessi sé íþfótta- maður — eða svo var að sjá á grein hans. Vildi hann nú ekki taka með sér nokkra áhugasama íþróttamenn þessa bæjar og skoða vandlega Sundhalllarbyggingunu ? Síðan geta þeir þá lofað eða last- að borgarstjóra og dugnað hans í málinu eins og þeim þykir verð- ugast. . . . Eitthvað verður að minsta. kosti að gera, ef Knúti á ekki, með íhaldið í bæjarstjórn að bakhjarli, að takast að draga Sun d hal la rhygginguna á iangiinn um ófyrirsjáanlega langan tíma. Anti-Knúíur. K.höfn. F.B., 20 júlí. Ofriki Mussoiinis. Frá Rómaborg er símað: Agen- zia Stefani tilkynnir, að Mussolini hafi skipað Itölum þeim úr Nobile- leiðangrinum, sem bjargað hefir verið, að leggja þegar af stað til Ítalíu. ítalska skipið Citta di Mílano flyturþá til Narvik í Noregi. Musso- lini hefir bannað þeim að tala við blaðamenn eða á annan hátt að láta nokkuð uppi hvað gerðist í leiðangrinum. Sænska stjórnin kallar heim hjálparleiðangurinn. Frá Stokkhólmi er símað: Stjórn- in í Sviþjóð hefir kallað heim sænsku hjálparleiðangursmennina frá Spitzbergen. Hermálaráðherra Svíþjóðar hefir tilkynt, að ráðstöf- un þessi byggist eingöngú á þvi, að aðstoðar þeirra sé ekki lengur þörf til þess að leita að loftskips- flokknum og Amundsen. Ofriðarbannstillogur Kelloggs. Frá Lundúnum er símað: Ítalía, Þýzkaland, Belgía og Pólland hafa fallist á ófriðarbannstillögur Banda- rikjanna. Þingrof í Egiptalandi. Frá Cairo er símað: Konungur- inn í Egiptalandi hefir rofið þing priggja ára tímabil. Konungsúr- skurður gert þar af leiðandi natið- synlegar breytingar stjórnarskránni. Prentfrelsi afnumið um stundar- sakir. Lokaleikurinn við Skotana. Um hann segir „axb“ hér í blaðinu í gær með- al annars: ,.tí8 þegair hálftími Var liðinn af síðari leik, var að aíllra áhorfenda dómi „hönd“ hjá Skot- unum á vítateigi", en eigi dæmdi dómarinn svo vera. Af því að þetta er dálitið einksnnilegt fyr- irbrigði; að segja að allir áhorf- endur hafi séð „hönd“ (á knettin- um), þá skal þessa að eins get- Ið, að hvorugur merkjavarða sá „höndina", og var þó annar þeirra skozkur, én hinn íslenzkur. Ann- ars er það ekkert nýtt, að 'á- horfendur sjái það, sem enginn af starfsmönnum leiksins sér. Loks skal þess getið, ísl. ti.l athngunar, að í lokaveizlunni, sem Skotunum var haldin í gær, tók foringi þeirra, K. Mac. Donald, það sérstaklega fram í ræðu sinni, að báðir ísl. dómaramir hefðu verið ágætir; betri en þeir eiga að venjast í Skotlandi. Það getur verið að „landinn“ eigi betra með að trúa þessu, þegar útlendur maður segir frá, því þeim er venjulega betur treyst en islendingum. Síðar mun verða tældfæri til þess a& athuga aðrar staðhæfing- ar „axb“ um þennan lokaleik, t. d. viðvíkjandi leik hins ísl. mark- varðar. —G. Norðmannaförin. Samkoma i Nýja Bíö kl. 3 «á morgun. Erns og getið hefir veriið um, er það Ungmennafélagið „Velvak- andi“, sem tekið hefir að sér að greiða götu norsku ferðamann- anna, sem komu hingað með ferðamánnaskip inu „Mira“ í morg- un. Hefir félagið stofnað til al- mennrar samkomu í Nýja Bíó á morgun (sunnudag) kl. 3 e. h. Verður þar ýmislegt til skemtun- ar: Karlakór K. F. U. M. syngur, Per Berge fiðluleikari frá Voss leikur á Harðangurfiðlu, og hefii þess háttar hljóðfæri (8-strengd fiðla) að líkindum aidrei heyrst fyrr hér á landi á aimennri sam- komu. Auk þess verða frjáls ræðuhöld. Kostnaðarins vegna hefir ung- mennafélagiö eigi séð sér annað fært en að selja almenningi að- gang að samkomu þessari. En inngangseyrir er eins lágur og frekast ex unt, kr. 1 á rnann. Má búast við að marga langi til að sækja skemtuh þessa, m. a. tii að heyra aíkunna og snjalia ræðu- menn meðal NoTðmanna, t. d. ja uins ‘BJpftsBioijs puniaysg sœq fjölda islendinga að góðu kunn- ur, prófessor Hammts o. fl. Aðgöngumiðar að skemtifundi þessuni verða seidir í Nýja Bíó á sunnudag frá kl. 1 e. h. Um daginn og vegirni. Afmæli. Ástrós Sumaiiiðadóttir, Vestur- götu 40, á sjötugsafmæli næst- komandi mánudag 23. þ. m. Sólveig P. Straumíand, sem fór utan með „Gullfossi" í gærkveldi, er á leið til Parísar. Ætlar hún þar að kynna sér nýj- ustu tízku í hárgreiðslu, andlits- böðun, handsnyrtingu o. þv. u. 1. Mun hún koma aftur með haust- inu og setja þá upp hér í borg- inni fyrsta flokks hárgreiðslu- stofu. Bæði kvikmyndahúsin sýna nýjar kvikmyndir í kvöld. Sýnir Nýja Bíó „Sækempuna",

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.