Vísir - 27.04.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 27.04.1938, Blaðsíða 3
VISIR Fjármilaráðherra leggnr fram fram- varp í dag, er heimilar ríkisstjórninni 12 milijón króna lántðkn. Hve leng-i á óreidan i fjármálum og* grjaldeyris- málum ad iialda áfram, vegna ráðstafana þeirra stjórnar, sem er minnihlutastjórn en lifir á hrossa- fcaupum vid socialistana? — Er stjórninni trúandi fyrir sliku láni? Ríkisstjórninni er heimiit að taka að láni á yfirstandandi ári fyrir hönd ríkissjóðs alt að 5 miljónum króna eða jafngildi þeirra í erlendri mynt, enda verði 1 miljón króna af þeirri upphæð notuð til verksmiðjubyggingar á Raufarhöfn. Ennfremur er ríkisstjórninni heimilt að taka að láni á ár- inu 1939 og 1940 alt að 7 miljónum króna eða jafngildi þeirra í erlendri mynt. Lög þessi öðlast þegar gildi. I?annig hljóðar frv. það, sem fjmrh. Eysteinn Jónsson leggur fyrir neðri deild Alþingis í dag og ætlar þinginu að leggja þless- un sína yfir. Ásakanir viðurkendar réttar. Við verðum að hverfa frá eyðslubrautinni, og hætta að leggja helsi um liáls þjóðarinn- ar með nýjum lántökum, hafa framsóknarmenn sagt að und- anfömu, og þjóðinni liefir ver- ið ætlað að trúa því að um stefnubreytingu væri hjá þeim að ræða í þessu efni. Fjmrh. hefir gumað af hinni gætilegu fjármálastjórn og batnandi hag, þing eftir þing og haft að engu sparnaðarkröf- ur andstöðuflokkanna og um- bótatillögur á sviði fjármálanng feri í þ¥í frV., sém hánn nu ber fram felst viðurkenning á öll- um þeim ásökunum og allri þeirri gagnrýni sem meðferð þessara mála hefir sætt að und- anfömu frá hendi stjórnarand- stæðinga. Það hefir verið Ijóst öllum hugsandi mönnum að ágæti fjármálastjórnarinnar hefir verið ímyndað, og að plástrar hleldunga liafa verið hreiddir yfir þau sár, sem þjóðin hefir hlotið vegna úrræðaleysis og ó- sjálfstæðis núverandi rikis- stjórnar. Þrátt fyrir það að örð- ugleikar viðskiftalifsins hafi aukist með degi hverjum vegna gjaldeyrisskorts og lokaðra markaða, og vanskilaskuldir hafi hlaðist upp, og óreiðan hafi verið svo megn að jafnvel ís- lenskir námsmenn hafi soltið lieilu liungri erlendis, hefir fjmrh. gumað af afrekum sín- um og talið alt stefna í áttina upp á við. Slíkar blekkingar sýna út af fyrir sig ábyrgðar- Ieysið og skilningsskortinn, sem ríkt hefir á æðstu stöðum um liessi mál. Afstaða Sjálfstæðisflokksins og leiðir til úrlausnar. Þegar fjmrh. játar nú loks- ins syndir sínar og fer fram á jafn gífurlega lánsheimild og hér um ræðir, hlýtur afstaða Sjálfstæðisflokksins að mótast af því, hvort hér sé um þjóð- arnauðsyn að ræða eða ekki, og hvort verjandi sé að veita þeirri stjórn er nú situr slikt fjármagn í liendur, með tilliti til fyrri hegðunar og þess styrks, sem stendúr að baki hennar innan þings og utan. aðeins Loftup. Það má ganga út frá því sem gefnu, að eins og ástandið er nú 1 landi voru, er það þjóðinni um megn að standa við allar skuld- bindingar sínar út á við, og er þá ekki nema um þrjár leiðir að ræða út úr ógöngunum. Fyrsta leiðin er sú að feta i fótspor sumra annara þjóða og neita að greiða afborganir þær, sem um er að ræða, með því að það sé þjóðinni um megn. Önnur leiðin er að semja um frekari gjaldfrest (moratori- um) við kröfuliafana, en þriðja leiðin er sú, sem hér er farið inn á, að taka erlent lán til að standa að fullu í skilum með greiðslur afborgana. Það er sennilega óhætt að fullyrða að þær tvær leiðir, sem fyrsj eru taldar séu okkur ófær- ar, þar eð við gerðum okkur enn berari að vanskilum, en Grðið er, en slilct þolum við ekki, enda siðferðileg skylda þjóðarinnar að standa við allar skuldbindingar sínar eftir frek- asla mætti. Ný lántaka virðist því eina færa leiðin út úr ó- göngunum, og ekki frágangs- sök að heimila ábyrgri stjórn slíka lántöku, ef trygt er til hlítar að fénu verði varið til greiðslu eldri skulda, en verði ekki eyðslueyrir. Hækkun skulda og gjaldeyrissjóður. I Nýja dagblaðinu í dag segir fjmrh. að lánið hækki ekki eldri skuldir, og að gjaldeyrir sá er fæst vegna sölu hinnar erlendu myntar verði lagður í sérstakan sjóð. Það er rangt hjá ráðherran- um að lánið hækki ekld eldri skuldir, með þvi að ávalt er um veruleg afföll að ræða í sam- handi við slíkar lántökur, og hækka þau að sjálfsögðu ríkis- skuldirnar, sem þegar virðast orðnar það þungbærar, að ekki sé eðlilegt að bæta þar miklu við. Hinn erlenda gjaldeyri á að selja bönkum og bæjar- og sveitarfélögum, sem ríkið stendur i ábyrgð fyrir, og það fé, sem þannig fæst, á að leggja í sérstakan sjóð og varðveitast þar. Samkvæmt reynslu undan- genginna ára, og samkvæmt frv. þvi, sem fyrir liggur, er engin trygging fyrir því að rík- isstjórnin seilist ekki til sjóðs þessa, þrátt fyrir gefin Ioforð, en ef lántaka verður lieimiluð, er sjálfsagt að tryggja það með sérstökum lögum að fénu verði ekki eytt eftir dutlungum ríkis- stjórnarinnar á hverjum tíma. Uppgjöf ríkisstjórnarinnar. Sú stjórn er nú situr hefir mikinn minni hluta þjóðarinn- ar á hak við sig utan þings, og styðst einnig við minnihluta- flokk innan þings. Um annan stuðningsflokk liennar, Alþýðu- flokkinn er það að segja að hann svífur milli heims og lielju, og óvist hvort þeir fulltrúar, sem nú sitja á þingi fyrir lians tilstuðlan, eiga nokk- urt fylgi nú orðið á bak við sig. Það virðist því allglæfralegt til- tæki af shkri minnihlutastjórn, sem nú situr að stofna til slikr- ar lántöku, sem að framan greinir, án þess að ráðgast um það við stærsta flokk landsins, Sjálfstæðisflokkinn. Ef lántak- an er óhjákvæmilega nauðsyn- leg sannar það einnig nauðsyn þess að sterk stjórn sitji að völdum, miðað við kjósenda- tölu, — og þar sem hér er um hreina uppgjöf að ræða frá hendi fjmrh., væri það í sam- ræmi við það lýðræði og þing- ræði, sem hér telst ríkja, að Sjálfstæðisflokkinum væri falið að taka að sér stjórnarforyst- una, og leiða liina sökkvandi þjóðarskútu heila i höfn. Sú alda reis hátt, er mikið var rætt unr Ivolviðarhól og kaup íþróttafélags Reykjavíkur á Hólnum, að þörf væri á, að koma upp íþróttaheimili fyrir æskulýð Reykjavíkur. — Fer það og að vonum, þvi að fáir staðir í fjalllendi ná- lægt Reykjavík eru jafn glæsi- legir íþróttastaðir og umhverfi það, þar sem Kolviðarhóll er. Hóllinn er í þjóðbraut og þó nægilega afskektur. Umhverfi Hólsins er frítt, og útsýn þaðan víðáttumikil til vesturs og fögur með afbrigðum. Má með sanni segja, að við Kolviðarhól eru flest þau sldlyi'ði, sem slílcur staður þarf að hafa, sem veita á móttöku íþróttamönnum og mönnum til útivistar hverskon- ar. Við Kolviðarliól eru hnjúkar og hólar og há fjöll til að klífa að sumarlagi. Þar eru viðátlu- miklir vellir, þar sem auðvelt er að gera hverskonar brautir fyrir lilaup og göngur, eða þar sem gera má tennisvelli, golf- velli á surnrum, en skautasvell á vetrum. En upp frá völlunum eru dalir djúpir og fagrir og er þar skjól.fyrir næðingum. Eru þar á vetrum ágætar skíða- brekkur þar sem iðka má alls- konar skiðaíþróttir og vafalaust eru þarna nægar brekkur til skíðaiðkana fji'ir fleiri þúsund- ir manna i einu. Í.R.-ingar eru stórhuga, að kaupa þennan glæsilega stað, 99Aifk:oiiaii í Selhamri.“ Á föstudaginn var sýndi frú Soffía Guðlaugsdóttir i Iðnó æintýraleikinn „Álfkonan í Selhamri“ eftir Sigurð Björg- úlfsson. Leikendur voru nem- endur úr leikskóla frúarinnar. Leikurinn er í tveim sýningum og efnið tekið úr álfatrúnni, en mikið um söngva og dans. Leilc- ritið er haglega samið, en' ef til vill helst til liótíðlegt og alvar- legt fyrir börn og unglinga, þó að smalinn Stefán Gunnlaugs- son) og selstúlkan (Sigríður Bjarnason) lífgi það að visu noklcuð upp, enda var leikur þeirra góður, en smalinn að eins of fljótmæltur. Gunnar bóndi (Páll Pálsson) hafði góða rödd og sveitalega framkomu, en Margrét dóttir hans (Guðrún Guðmundsdóttir) lék snoturlega vanþakklátt hlutverk. Aldís álfafrú (Ásta Skúladóttir), álfa- pilturinn, sonur hennar, (Rögn- valdur Möller), Una skygna (Aurora Halldórs) og sendihoð- inn (Fanney Vilhelms) fóru öll laglega með lítil hlutverk. Það hefir áreiðanlega kostað mikið starf,að æfa leikendur svo, að frambærilegt yrði, en árangurinn ber starfsemi frú Soffíu og leikskóla hennar gott vitni. Frúin hefir auðsjáanlega lagt sig til við að kenna nem- endum rétta meðferð íslenskrar tungu á leiksviði og tekist það vel, enda er frú Soffía ein af þeim leikkonum hérlendum, sem best lcunna með íslenskt mál að fara og leggja mesta rækt við það. Leikskólinn hefir áreiðanlega mikilvægt hlutverk af hendi að inna, og er vonandi, að framliald verði á honum. — Jakob Jóh. Smári. en þetta mun og vera forgöngu- mönnum þessa máls hjartfólgið hugsjónamál, að láta Kolviðar- hól í framtíðinni verða til hless- unar fyrir sem allra flesta reykvíska æskumenn. Reykjavik vantar íþróttastað, upp til fjalla, þar sem loftið er hreint og lífgefandi, þar sem brattinn og tindarnir eggja æsk- una-í hæfilegri fjarlægð, til upp- göngu og dáða. Bama- og ung- lingaskóla bæjarins vantar íþróttastað, þangað sem lieilir bekkir geta farið og dvalið und- ir leiðsögu áhugamanns. Á Kol- viðarhóli er tilvalinn staður. Þar gæti bærinn átt skála, þar sem skólar, eða bekkir gætu dvalið vetur og, sumar. Á sumr- in gæti farið þar fram nátlúru- fræðinám, sem væri hluti af námstíma skólans. En á vetrum gæti bærinn haft þar íþrótta- kennara, sem tæki við nemend- um úr skólum bæjarins í hóp- um og kendi þeim skíðaferðir og skautaferðir og liverskyns göngur og fjallaferðir og útilif. Ættu slíkar dvalir að verða nemöndum mjög kostnaðarlitl- ar, en þýðingarmiklar fyrir lieilsu og þroslca þeirra. Eru ómetanleg þau uppeldisáhrif, sem dvöl á slíku námskeiði gæti haft á nemandann. Það má auðvitað deila urn það, hvort Kolviðarhóll er bet- ur fallinn til þeirra liluta en all- ir staðir í nágrenni Reykjavikur. Jón Sigurðsson: Kolviðarhóll. íþróttaheimill og sköli fyrír æsku Reykjavíkar Jarðarför, Guðrúnar Hansdóttur fer fram föstudaginn 28. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili hennar, Laufásvegi f5, kl. 1 e. li. F. h. aðstandenda. Katrin Viðar. Bæjop fréttír Veðrið í morgun. Mestur hiti, 5 stig, á Akureyri, Dalatanga, Papey og Hólum í Hornafirði, minstur —i, í Vest- mannaeyjum. í Reykjavík var tveggja stiga hiti í rnorgun, mest- ur í gær 7 stig, í nótt frost 1 stig. Úrkoma 1.5 mm. Sólskin 6.5 st. — Yfirlit: Grunt lægðarsvæ'Öi um Suður-Grænland og ísland. Há- þrýstisvæði fyrir sunnan land. — Horfnr: Suðvesturland, Faxaflói: Vestangola í dag, en vaxandi sunn- anátt og rigning eða slydda, þegar líður á nóttina. Skipafregnir. Gullfoss er á leið til Vestmanna- eyja frá Leith. Goðafoss og Brúar- foss eru í Reykjavík. Dettifoss er í Hamborg. Lagarfoss var í morg- un á leið til Hvammstanga frá Blönduósi. Selfoss er á leiðinni til Grimsby frá Vestmannaeyjum. Akureyrar-flugvélin. Bæjarráðið samþykti á fundi sín- um s.l. föstudag, að heimila Flug- félagi Akureyrar h.f. afnot lóðar við Skerjafjörð austan Shellvíkur, til þess að reisa þar flugskýli. Leyf- ið er veitt til óákveðins tíma og með því er ekki veittur ádráttur um leyfi til að stækka skýlið síðar, eða í-eisa fleiri skýli á þessum slóðum. Meðalhraði flugvélarinnar vei'ður 180 km. á klst., en ttiestur 200 km Er vélin nú fullbúin til reynslu- flugs. Strandferðaskipin. Súðin var á Flatey á Breiðafirði í gærkveldi. Esja á að fara í strand- ferð i kvöld. 50 ára er í dag frú María Bjarnadóttir;, nú í stofu nr. 24 i Landakots- spítala. Húsmæður. Munið fund Húsmæðrafélags' Reykjavíkur í kvóld i Oddfellow- húsinu. Jóhann Sæmundsson lækn- ir talar á fundinum. Hitaveitan. Með Lyru i byrjun næsta mán- aðar er væntanlegur hingað verk- fræðingur frá Stokkhólmi, Tom Nordensson, sem á að athuga áætl— anir um hitaveituna. Höfnin. Fisktökuskipið Bisp fór héðan l: gær. Þýskur togari kom í gær, lít- ilsháttar bilaður. Tveir norskir línuveiðarar komu j gær til að taka vatn, kol o. þ. h. Fimleikameistari íslands. Þ. 7. maí n.k. fer fram í húsS Jóns Þorsteinssonar einmennings- kepni í fimleikum um titilinn „fim- leikameistari íslands". Sér Í.R. um kepnina. Öllum félögum innan Í.S.L er heimil þátttaka og skal hún tíl— kynt stjórn Í.R. fyrir 2. maí n.k.. Leikfélag Reykjavíkur. sýnir á morgun gamanleikínrB „Skírn sem segir sex“, og biður þess getið, að þar sem næstkom- andi sunnudagur er 1. maí og hús- ið því upptekið, verði ekki leikiíL Bæjarráð hefir samþykt að leyfa Emil Rok- stad, Bjarmalandi, að stækka beina- mjölsverksmiðjuna á Laugarnes- bletti, enda verði byggingin tekin. burtu, bæjarsjóði að kostnaðar- lausu, hvenær sem þess verður krafist. Á Rokstad að greiða kr. 100.00 árlega fyrir að fá að hafa verksmiðjuna á landinu. Hjúskapuí1: í dag Vcfött gefin saman i Kaup- mannahöfn ungfrú Friðbjörg Ingj- aldsdóttir og Oddur Helgason Magnússonar kaupmanns. Heimil- isfang þeirra er Hotel Astoria, Kh. K. R. 3. fl. æfing kl. 7.30 á gamla vell- inum. (Eg vil taka það fram, að eg vil alls ekki með neinu móti kasta rýi’ð á aðra íþróttastaði né á önnur íþróttafélög. Það er f jarri mér. Þar til ann eg þeim alt of mikið, og hverjum þeim, sem vinnur fjmir æskuna og lireyst- ina). En hitt er vist, að Kolvið- arhóll er í alla staði ágætlega til þessara hluta fallinn. Og annað er lika víst, að menn með djarf- ar hugsjónir og fagrar vonir, með vorhuga og æskuþrótt hafa nú umráð yfir Kolviðar- hóli. Og landið og Reykjavíkur- bær þurfa og eiga að stuðla að því, að þeim takist að gera hug- sjónir sínar að veruleika. Al- þingi íslendinga og Bæjarstjórn Reykjavíkur þurfa að styðja íþróttafélag Reykjavíkur með f járframlögum til þessara fram- kvæmda, því að þessar liugsjón- ir eru einhver ljósasti votturinn, sem eg þekki, um þann vorliug og það þor, sem nú ríkir meðal reykviskra íþróttamanna og æskulýðsleiðtoga. Og eg vil trúa þvi og vona það, að alþing- ismenn vorir séu svo réttsýnir og sanngjarnir, að þeir vilji láta ríkið styrkja þetta göfuga mál- efni. Og annai'svegar vona eg að bæjarstjórn Reykjavikur taki höndum saman við hina ágætu forgöngumenn Iþróttafé- lags Reykjavíkur um fram- lcvæmd þessa hugsjónamáls fyrir uppeldi og heilbrigði reyk- Víski'av æsku. Farþegar strætisvagna eru beðnir að veita athygli aug-- lýsingu frá strætisvagnafélaginu, sem birt er á öðrum stað í blaðintx í dag. Eru farþegar ámintir um að geyma miða sína meðan á ferðinnt stendur. Næsti háskólafyrirlestur. síra Sig. Einarssonar dócents utn nokkur sérkenni kristindómsina verður í dag kl. 6. Póstferðir á morgmiT. Frá Rvik: Mosfellssveitar-, Kjaí- arness-, Kjósar-, Reykjaness-, Öl- fuss- og Flóapóstar. Fagranes til Akraness. — Til Rvíkur: Mos- fellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóst- ar. Fagranes frá Akranesi. Næturlæknir: Jón G. Nikulásson, Freyjugöttt 42, sími 3003. — Næturvörður 5 Laugavegs apóteki ög Ingólfs apö- teki. Útvarpið í kveld. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi f: Mæðiveikin og framtiðarhorfurnar (Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri). 20.40 Hljómplötur: Vor- sónatan eftir Beethoven. 21.05 Bæk- ur og menn. 21.20 Hljómplötur : á) íslensk lög; b) Lög eftir Sibelius,.. RAUÐI KROSS ISLANDS. Rauði Kross íslands hefír þakklátlega móttekið að gjöf kr. 1.000.00 — eitt' þúsuná krónur — frá Bandalagi kvenna í Reykjavik, í viðurkennlngar- skyni fjrnir námskeið í hjúkrure cig hjálp i viðlögum, sem Rauðl Krossinn liefir haldið uppi viðs- vegar um landið. — Eftir ósk Bandalagsins mun Rauði kross- inn framvegis bæta við námf skeiðum handa mæðrum þar sem kend er meðferð ungharna. (Tilk. frá R. Kr. ísl. — FB.)„,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.