Vísir - 03.05.1938, Side 2

Vísir - 03.05.1938, Side 2
VISIR VÍSIR ÐAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Ver-ð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. í þoku. Ý íorystugrein sinni í gær, veður Alþýðublaöið elg mikinn um gjaldeyrislántökuna fyrirhuguðu, innflutningshöft- in, ríkisskuldirnar og erlendu viðskiftin. Er greinin að mestu ómelt upptugga úr hlöðum framsóknarmanna, en þannig saman sett, að bersýnilegt er, að blaðið skilur hvorki upp né nið- ur í því, sem það er að fara með. Það fer að sjálfsögðu vel á því, að hlöð stjórnarflokkanna séu „á sama máli“ um sem flest höf uð-stef numál ríkisstj órnar- innar. En þegar um er að ræða mál, sem Alþýðuflokkurinn hef- ir áður beitt sér á móti, en af einhverjum ástæðum snúist hugur um, eða látið kaupa sig til fylgis við síðar, eins og inn- flutningshöftin, þá sæmir það ekki sem best, að blaðið fari mjög þungum orðum um þá „ábyrgð“ sem því fylgi að beit- ast gegn slíkum málum. Það er nú kunnugt, að þegar innflutningshöflin voru tekin upp á ný, árið 1931, þá lýsti AI- þýðublaðið fullkominni and- stöðu sinni og Alþýðuflokksins gegn þeim og taldi tilgang þá- verandi rikisstjórnar, með þvi að taka þau upp, þann einan, að „hlaða undir“ kaupfélögin á kostnað kaupsýslustéttarinnar. Og áður hafði Alþýðuflokkur- inn beitt sér fyrir afnámi inn- flutningshaftanna, sem lögleidd voru árið 1920. Nú segir blaðið hinsvegar ,að mikið tjón hafi hlotist af því, „að innflutning- urinn - var látinn algerlega frjáls“, á stjórnarárum sjiálf- stæðismanna (frá 1924) „og verslunarstéttinni leyft að flylja ótakmarkað inn af erlendum vörum“. Og „á þvi ber íhaldið mikla ábyrgð“, bætir blaðið við. Því láist hinsvegar að geta þess, að Alþýðuflokkurinn hafi verið samsekur „íhaldinu“ í þessu efni, enda liefir þess lítt verið getið í skrifum framsóknar- manna sem blaðið hefir alt „vit“ sitt úr um þetta. Hitt er svo endileysa ein, sem blaðið segir um tjónið, sem af þessu hafi hlotist. Fyrst og fremst ruglar það alveg saman ríkisskuldum og almennum við- skiftaskuldum. Það segir, að ríkisskuldirnar hafi aukist „stórum“ á árunum 1925— 1934, „af því að innflutningur- inn var látinn algerlega frjáls“. Hinsvegar hafi ríkiskuldimar „nærri þvi staðið i stað árin 1935—-1937, þrátt fyrir það, að þá „voru um 8 milj. króna minna á iári hverju til þess að kaupa fyrir erlendar vörur“. En ríkisskuldirnar og innflutn- ingur á erlendum vörum kemur hvað öðru ekkert við. í annan stað fer því lika fjarri, að „rxkisskuldirnar“ hafi aukist á stjórnarárum sjálf- stæðismanna, 1924—1927. Þær lækkuðu einmitt stórum, eða meira en um þriðjung, Á árun- um þar á eftir, fyrstu stjórnar- árurn Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins, jukust þær hinsvegar aftur, þrátt fyrir af- burða góðæri til lands og sjáv- ar. Og það er rétt, „að fjármála- stjórnin var alls ekki gætileg“ þau ár, eins og blaðið kemst að orði. En þó að „núverandi for- maður Framsóknarflokksins, Jónas Jónsson“, eigi vafalaust mikla sök á því, og jafnvel „höfuðsökina“, eins og Alþýðu- blaðið segir, þá má blaðið held- ur ekki gleyma þvi, að á þeim árum var nefndur J. J. höfuð- átrúnaðargoð Alþýðuflokks- ins, og einmitt af þessum sök- urn. Nú er hann hinsvegar „fallinn í ónáð“, í þeim herbúð- um, og ekki fyrir þá sök, að hann vilji halda áfram skulda- söfnuninni, heldur af því gagn- stæða. Þá er það og misskilningur hjá blaðinu, að „gjaldeyrislán- ið“, sem ríkisstjórnin ætlar nú að fá, sé nauðsynlegt fyrs t og fremst vegna ríkisskuldanna. Nauðsyn þess byggist á því, að ekki hefir tekist að koma á greiðslujöfnuði í viðskiftunum við önnur lönd, þrátt fyrir inn- flutningshöftin. Er það m. a. af því, að innflutningshöftin hafa verið framkvæmd með það fyrir augum fyrst og fremst, að „Iilaða undir“ kaupfélögin, eins og Alþýðublaðið áður fyr gerði ráð fyrir. En einnig af því, að f j ármálastj órn Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins ó und- anförnum árum „var alls ekki gætileg“ eins og Alþýðublaðinu og þá ef til vill einnig Alþýðu- flokknum, hefir nú að lokum auðnast að komast í skilning um, og þó um seinan, og ef til vill í liálfgerðri þoku. Fiskaflinn á fillu land- inn 1. mal. Samkvæmt skýrslum Fiskifé- lagsins var aflinn sem hér seg- ir (í smálestum) í einstökum verstöðvum, og er árið 1937 tekið með til samanburðar: 1938 1937 Vestmanjnaeyjar .... 5377 3716 Stokkseyri ........... 213 231 Eyrarbakki ............ 49 64 Þorlákshöfn, Selvogur 168 152 Grindavík ............. 614 545 Hafnir ............... 232 166 Sandgerði ........... 1453 952 GaríSur, Leira ...... 515 544 Keflavík, NjarSvík .. 2163 2099 Vatnsleysustr., Vogar 117 92 HafnarfjarSartogarar 1726 1867 Hafnarfj., önnur skip 683 281 Reykjavík, togarar .. 3067 2957 Reykjavík, önnur skip 501 856 Akranes ............ 1714 1499 Stapi .................. 24 o Sandur ................ 183 103 Ólafsvík ............... 98 89 Stykkishólmur ......... 41 17 Vestfirðir ........... 1859 r377 Austfiröingafjóröungur 229 625 Norölend.fjóröungur 142 o Alls 21767 18234 Aflinn var orðinn 33.565 smá- lestir á sama tíma 1934. - • - ■ð't -r-^z ■-* a^sins Loftur. Hitler kemur til Rómaborgar í dag. Mussolini fyrirskípar almennan frídag og búsundir msnna vinna að undirbúningi mdttökunar. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London, í morgun. Frá Rómaborg er símað, að Hitler hafi farið um Brennerskarð inn á Ítalíu kl. 7.45 í morgun og hélt áfram áleiðis til Rómaborgar. Um gervalla ítalíu er frídagur í tilefni af komu Hitl- ers, samkvæmt fyrirskipun Mússólíni. Þúsundir verkamanna í Rómaborg unnu að skreyt- ingu gatna og húsa í alla nótt. ítalíuför Hitlers er mikið rædd í breskum blöðum og einkanlega verður mönnum tíðrætt um hvað þeim Hitler og Mússólíni muni fara á milli. Stjórnmálafregn- riturum blaðanna ber saman um, að umræður þeirra verði hinar mikilvægustu. Gera þeir ráð fyrir, að við- ræðurnar muni hafa þau áhrif, að treysta enn betur samvinnuna milli ítala og Þjóðverja. Hinsvegar gera bresku blöðin ekki ráð fyrir því, að ítalir og Þjóðverjar geri með sér algert hern- aðarbandalag. Bresku blöðin bíða með eftirvæntingu frétta um það, að hve miklu leyti viðræður þeirra Hitlers og Mússólíni muni snúast um bresk-ítölsku samningana. United Press. Skilting Palesfinn veknr megna andúð Araba. EINKASKEYTI TIL VÍSIS London, í morgun. *: CsQBE3 Kairo-fregnir herma, að fundir sé haldnir víða í Palestina og Sýrlandi, til þess að mótmæla skiftingu Palestina, en Bretar hafa sem kunnugt er, sent nefnd til Palestina, í athugunar skyni, með það fyrir augum, að landinu verði skift og deila Araba og Gyðinga þann- ig til lykta leidd. Verkföll eru háð í ýmsum borgum og gætir mikillar andúðar í garð Breta og Gyðinga. , United Press. Höfdingleg gjöf í „Minningarsjóö Hapalds Niels- sonap“. Háskóla íslands hefir borist gjöf að upphæð 10.000 kr. i „Minningarsjóð Haralds Níels- sonar“, frá Sveini M. Sveins- syni framkvæmdarstjóra og konu hans, en hún er dóttir Haralds heitins. Þessi höfðinglega gjöf er gef- endunum til mikils sóma. Ætl- ast er til ,að sjóðurinn taki tíl starfa í nóvember næstkom- andi, á 70 ára afmæli H. N. — V erðlat naritger ð. * u..\ '.Tsr’* Skúli Skúlason, ritstjóri, hlaut verðlaun fyrir ritgerð þá, er hann sendi til samkepni þeirrar, er Norræna félagið efndi til um ritgerðir um sam- vinnu Norðurlanda í fjár- og viðskiftamálum. Hlaut Skúli önnur verðlaun, 400 kr., en eng- in 1. verðlaun (1000 kr.) voru veitt. Ritgerð Skúla fjallaði um sameiginlegt málgagn Norður- landaþjóða. London, 3. maí. - FÚ. Japanir segjast hafa rofið varnarlínu kínverska hersins norðan við Lunghai-járnbraut- ina og hafa tekið borg eina við stóra skipaskurðinn, 25 mílum fyi’ir norðan Su-chow. Kínverj- ar mótmæla þessari fregn, og segja til viðbótar, að Japanir séu algerlega að missa alla fót- festu í Shansi-fylki. 1 London, 3. maí. - FÚ. Samkvæmt opinberum skýrsl- um sem birtar voru í Berlín í gærkveldi, liafa 4.400 Austur- ríkismenn verið handteknir síð- an Schussnigg var steypt af stóli, og þar af 1400 í Vínarborg einni. Eldhúsumræður hófust í gærkveldi og verð- ur haldið áfram í kvöld. Af hálfu sjálfstæSismanna töluöu þeir Thor Thors og Jón Pálmason frá Akri. Deildu þeir mjög á núverandi ó- stjórn ríkisins og ríkisstofnananna, og munu ræ'Sur þeirra hafa vakið mikla og verðskuldaða athygli. — Svarræða forsrh. Hermanns Jónas- sonar var með nokkuð einkennileg- um hætti, 0g varð ekki annað séð, en að hann teldi núverandi lýðræð- isskipulag með öllu óviðunandi vegna stéttabaráttunnar, sem Fram- sókn hefir stutt að á undanförnum árum. Var ræðan einskonar fram- hald af Dolfuss-ræðu hans forðum, er gerðardómsfrv. var til umræðu. T? . 7 Kauphækkunardeilunni á Siglufirði er lokið. Meiri hluti stjórnar Sildar- verksmiðja ríkisins á Siglu- firði samdi við velstjóra verk- smiðjanna í gær, á þeirn gi’und- velli að II. vélstjórar fengu kaupliækkun, sem nemur kr. 20.00 á fast mánaðarkaup og 10% hækkun á dag- og eftir- vinnukaup, hinsvegar fengu þeir ekki framgengt öðrum kröfurn sínum. Kaup I. vél- stjóra mun haldast óbreytt. Verksmiðjustjómin samdi við hvern einstakan af vélstjór- unum, og viðurkendi þannig ekki liið nýstofnaða félag þeirræ sem samningsaðila. Þessi undansláttur verk- smiðjustjórnarinnar bitnar fyrst og fremst á sjómönnum og útgerðarmönnum, sem skifta við verksmiðjurnar, og má því segja, að stjórnarflokk- arnir liafi reynst stefnu sinni trúir, sem þeir tóku upp er þeir sömdu við annað starfsfólK verksmiðjunnar, veittu því verulega kaupliækkun, en vörp- uðu hagsmunum annara aðila fyrir borð. Farmannadeilan; Samningap hafa nádst vid mat&veina og þjóna, en lítil líkindi til ad stýrimanna- deilan veæði leyst án sérstakra ráðstafana. I nótt náðist fult samkomulag milli stjórnenda Eimskipafé- lagsins og ríkisskipanná og matsveina og þjóna, sem starfa á skipum félaganna. Aðalbreytingar á fyrri samningum urðu þær að kaup búr- manna hækkar úr kr. 200.00 upp í kr. 270.00 á mánuði. Þjónar á 1. farrými fá greiddar kr. 100.00 í kaup yfir vetrarmánuðina og kr. 60.00 aðra mánuði ársins, en áður fengu þeir greitt frá félaginu kr. 50.00 á mánuði. Þjónar á 2. farrými fá nú kr. 100.00 greiddar í kaup yfir 6 vetrarmánuðina, en kr. 50.00 aðra mánuði ársins, en höfðu áður kr. 50.00 í kaup á mánuði alt ár- ið. Ofangreindir starfsmenn, sem hafa verið í þjónustu félag- anna í tvö ár fá ennfremur sumarfrí í 9 daga í stað 7 daga áð- ur, en þeir sem hafa starfað hjá félögunum í 3 ár fá 10 daga sumarfrí í stað 7 daga. Þessum þætti deilunnar er þar með lokið og liafa samning- ar við matsveina og þjóna ver- ið samræmdir við kjör sam- bærilegra starfsmanna annara eimskipafélaga, sem hér starfa, og þjónarnir fengið nokkra liækkun á kaupi yfir þann tíma ársins, sem fæstir farþegar eru inilli landa, en aðaltekjur þjón- anna eru drykkjupeningar frá hendi farþega. Sá þáttur deilunnar sem veit að stýrimönnunum er hinsveg- ar óleystur og horfir ekki væn- lega með samninga þar eð stýrimenn hafa hafnað tillögu forsætisráðhen-a um skipun gerðardóms. Forsætisráðherra hefir í bréfi sínu, sem hér fer á eftir, rétti- lega vakið athygli á því feikna tjóni og erfiðleikum, sem stöðv- un siglingaflotans veldur þjóð- inni í heild, enda má fullyrða að það sé sameiginleg ósk allra landsmanna að deila þessi fái sem fyrst heppilega úrlausn. Ríkið á nú í stórkostlegum gjaldeyrisvandræðum og hér bíða vörur, sem unt er að selja á erlendum markaði nú, en ef til vill ekki síðar, en slíkir þjóð- arhagsmunir eru látnir sitja á hakanum fyrir óeðlilegum launakröfum hæstlaunuðu mannanna í flotanum, þrátt fyrir það að útgerðarfélögin hafi tekið vel öllum tillögum til úrlausnar. Forsætisráðherra, Ilermann Jónasson ritaði í gær sáttasemj- ara rikisins bréf og leggur til, að gerðardómur verði skipaður til þess að leysa yfirstandandi farmannadeilu. — Bréf forsæt- isráðherra er svohljóðandi: FORSÆTISRÁÐHERRANN. 2. maí 1938. Út af kaupdeilu þeirri, sem nú stendur yfir í flutningaflot- anum vegn'a kaupkrafa stýri- manna, vill ráðuneytið hér með óska þess, herra sáttasemjari, að þér farið þess á leit við aðila í þessari deilu, að þeir leggi á- greiningsmál sín í gerð. Þér hafið, herra sáttasemjari, tjáð ráðuneytinu, að þér telduð mjög óvænlega horfa um sætt- ir í þessari deilu, vegna þess, hve mikið virðist bera á milli. —- Tjónið, sem leiðir af því að þessi deila haldi áfram, getur hins vegar skift miljónum króna. Og með því að deiluað- ilar eru annars vegár Eimskipa- félag íslands og Skipaútgerð ríkisins, en liins vegar yfirmenn á skipunum, og þeir alhr í mik- ilsvarðandi trúnaðarstöðum, telur ráðuneytið mega vænta þess af þessum aðiljum, að þeir sýni skilning á þessari málaleit- an og fullan þegnskap sem deiluaðilar. Gerðardóminn mætti, að áliti ráðuneytisins, skipa þannig, að aðilar tilnefndu sinn dómara hvor, en hinn þriðja reyndu þeir að koma sér saman um. Takist ekki slíkt samkomulag innaií sólarhrings, ætti hæstiréttur, sáttasemjari ríkisins, atvinnu- málaráðherra eða annar hlut- laus aðili að tilnefna oddamann. Dómur þessara manna skyldi vera fullnaðardómur í um- ræddri deilu. Ráðuneytið óskar þess, herra sáttasemjari, að þér ræðið við deiluaðila svo fljótt sem verða má, berið upp fyrir þeim þessa málaleitan og fáið svör við henni og sendið þau ráðuneyt- inu. Hermann Jónasson. (sign) Til sáttasemjara rikisins.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.