Vísir - 03.05.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 03.05.1938, Blaðsíða 3
V I S I R rl skýrir frá starfi þeirra. hjóna og1 fyrirhugudiim leiksýningnm hér í bsanum. Tveir kunnir, danskir leikarar koma hingað í haust á vegum háskólans í Kaupmannahöin. Þegar það varð kunnugt fyrir nokkurum vikum, að hinir viðkunnu og ágætu leikarar, Poul Reumert og frú hans, Anna Borg Reumert, mundu koma hingað í vor til sumardvalar, varð það að sjálfsögðu gleðiefni öllum hinum mörgu vinum og aðdáendum þeirra hjóna hér í bænum. Hafa þau ekki haft lækifæri til þess að koma hingað seinustu árin, en allan þann tíma, sem liðinn er frá því þau voru hér síðast, hafa þau beðið þess tækifæris, sem þeim hefir nú gefist. En aukið gleðiefni er það öllum, að fá að njóta hinnar ágætu listar þeirra, þvi að eins og kunnugt er leika þau hér í tveimur ágætum leikritum síðari hluta yfirstandandi mánaðar. Er það innileg ósk þeirra, að geta orðið þjóðleikliúsmálinu og þar með framtíð íslenskr- ar leiklistar að liði og þess vegna hafa þau boðið Leikfélagi Reykjavíkur að leika hér i vor, án nokkurs endurgjalds, með það fyrir augum, að hagnaðurinn af leiksýningum þeirra renni til Þjóðleikhússins. Þennan góða hug til íslenskrar leiklistar munu leiklistarvinir og menn yfirleitt kunna vel að meta, enda lýsir hann brennandi áhuga og djúpum skilningi á nauðsyn þess, að hin göfuga þjóðleikhús-hugsjón verði sem fyrst að veruleika. Frú Anna Borg Reumert var meðal farþega á M.s. Dronning Alexandrine frá útlöndum í gærmorgun, ásamt tveimur ungum sonum sínum, Stefan og Thorsten, sem eru á 3. og 4. ári, en Poul Reumert gat starfs síns vegna ekki komist frá Kaupmannahöfn um leið og þau. Tíðindamaður Vísis átti við- tal við frú Önnu Borg Reumert i gær á æskuheimili hennar hér í bænum, husinu nr. 5 við Laufásveg, þar sem foreldrar hennar, Borgþór Jósefsson og frú Stefanía Guðmundsdóttir leikkona, bjuggu um langt ára- skeið, og þar er enn heimili systkina frú Önnu. Þegar frú Anna hefir látið i ljós gleði sína yfir að vera kom- in heim á æskustöðvarnar sveigist talið fljótlega að undir- búningi leiksýninganna, sem standa fyrir dyrum, hve nær Poul Reumerts sé að vænta o. s. frv. og svarar frúin nokkur- um spurningum tíðindamanns- ins um þetta á þessa leið: „Orsök þess, að maðurinn minn gat ekki komið með okk- ur, var sú, að hann er bundinn við störf sín við Konunglega leikhúsið. Leiksýningar þess halda áfram til 1. júni og það var í rauninni aðeins vegna góð- vildar leikhússtjórans i garð ís- lands, að maðurinn minn fékk leyfi til þess að fara frá Kaup- mannahöfn snemma í maí. Var ráðgert, að hann legði af stað frá Kaupmannahöfn þ. 7. maí á Brúarfossi, en nú getur ekki af þvi orðið, vegna þess að Brú- arfoss hefir tafist hér vegna farmannadeilunnar, og hefi eg því símað manninum mínum og lagt til, að hann komi á Lyru, sem fer frá Bergen 12. mai". „I hvaða leikriti leikur mað- urinn yðar sem stendur?" „I leikritinu „Idealist" eftir Kaj Munk, sem hefir verið leik- ið 30—40 sinnum fyrir fullu húsi — við tvöföldu verði að- göngumiða". „Aðsóknin að því mun því vera með afbrigðum góð?" „Já — og ]jóU einkennilegt sé, var leikrit þetta leikið i Danmörku fyrir 10 árum og þótti þá litið til þess koma. — Maðurinn minn, sem er mjög hrifinn af þessu leikriti, furð- aði sig á þessu og tók sér því fyrir hendur að reyna að vekja ANNA BORG REUMERT sem Anne Boleyn i Cant, eftir Kaj Munk. áhuga fyírir þvi, með þvi að lesa það upp i Oddfellow-Palæ- et, við ágæta dóma, og mun það hafa haft sín áhrif á gengi leik- ritsins nú." „En leikritin, sem sýnd verða hér í vor?" „Þau eru „Nu er det Morgen", eftir Karl Schluter og „Tovar- itch", eftir Duval, og lítum við svo á, að það séu. bestu leikrit- in, sem sýnd hafa verið í Dan- mörku á . undanförnum árum. V'ið hjónin lékum í „Nu er det Morgen" í Dagmarleikhúsinu fyrir nokkurum árum. Var það leikið sextíu sinnum i röð og má af því marka, hverja athygli það hefir vakið, en leikritið er alvarlegs efnis og aðsóknin vanalega betri að hinum efnis- minni leikritum. Hitt leikritið er „Tovaritch", eftir Duval, og gerist i Paris meðal rússeskra flóttamanna af aðalsættum, sem höfundurinn hefir haft náin kynni af. Lýsir hann þeim af- burðavel og af næmum skiln- ingi. Það er létt yfir þessu leik- riti, en þó djúp alvara á bak við. Við hjónin lékum i þessu leik- riti í Dagmarleikhúsinu og var því betur tekið en nokkuru leik- riti öðru um mörg ár í Kaup- mannahöfn. Var það leikið um 150 sinnum." „Og tildrögin til þess að þið hjónin leikið í þessum leikrit- um hér?" „Formaður Leikfél. Reykja- víkur, hr. Ragnar E. Kvaran, leitaði til okkar með fyrirspurn um það, hvort við vildum leika með Leikfélaginu, og bauð hann okkur, að við fengjum alt sem inn kæmi. Þetta góða boð vild- um við ekki þiggja — á þess- um grundvelli. Við vildum á einhvern hátt, með því að leika hér með Leikfélaginu, geta stutt Þjóðleikhúsið og íslenska leik- list, og gerum okkur vonir um að geta vakið áhuga fyrir Þjóð- leikhúsinu og framtið leiklist- arinnar hér. Að visu komum við hingað i sumarleyfi, til að hvílast og hressast, en maður- inn minn hefir erfitt leiktíma- bil að baki og þarfnast hvíldar, en við vildum þó geta gert eitt- hvað fyrir Þjóðleikhúsið. Þess vegna tókum við boði Leikfé- lagsins á þeim grundvelli, að við lékum endurgjaldslaust, en allur hagnaður rynni til Þjóð- leikhússins. Mér blandast ekki hugur um, að hér vantar til- finnanlega leikhús. Og mér finst sárt til þess að hugsa, ef Þjóð- leikhúsið stendur enn lengi ó- fullgert og ónotað. Eg veit, að Islendingar hafa áhuga fyrir leiklist, og að því verður alment fagnað, er Þjóðleikhúsið verður tekið til notkunar." „Eruð þér ekki þeirrar skoð- unar, að íslenskri leiklist mundi mikið gagn að því, að erlendir leikarar tæki þátt i leiksýning- ingum hér?" „Eg er sannfærð um, að það mundi verða að miklu gagni — og að íslenskir leikarar mundu læra af því. Úr þvi á þetta er minst vil eg drepa á„ að hingað er von í haust tveggja ágætra og kunnra leikenda danskra, hjónanna Svend og Ellen Ag- gerholm. Þau koma hingað á vegum Háskólans í Kaup- mannahöfn og lesa upp. Svend Aggerholm er og kunnur sem leikhússtjóri og leiðbeinandi og hann er frægur fyrir upplestur sinn á verkum Charles Dick- ens, en hér mun hann vitanlega Iesa upp eftir fleiri höfunda. Eg hlustaði einu sinni á Svend Ag- gerholm lesa upp sögu eftir Dickens. Lesturinn stóð yfir i heila klukkustund, en það var ógleymanleg stund. Upplestur- inn naut óskif trar athygli hinna mörgu áheyrenda og hrifni þeirra var takmarkalaus." „Svo við víkjum aftur að leikritunum, sem hér verða sýnd — komu ekki fleiri til greina en þau tvö, sem ákveðin voru ?" „V'ið höfðum Salome Oskars Wilde i huga, en féllum frá þvi, þar sem það hefði m. a. orðið of dýrt að efna til sýningar á þvi." „Leikið þið hjónin á dönsku á leiksýningunum hér?" „Niðurstaðan varð sú, að við gerum það, og var ákvörðunin tekin i samráði við stjórn Leik- félags Beykjavíkur. En okkur langaði til þess, að leika á ís- lensku. Að þvi er manninn minn snertir var ónógur tími til undirbúnings — auk þess, sem við hjónin töldum, að athug- uðu máli, að af leiklistarástæð- um væri heppilegast að eg léki á dönsku." „Hversu margar leiksýningar eru ráðgerðar?" „Hvort leikritið um sig mun verða sýnt fimm sinnum. Hefir Leikfélagið lagt mikla vinnu í að undirbúa þessar leiksýningar sem best." „Og að leiksýningunum lokn- um?" „Þá munum við hvíla okkur þar til við förum heim — senni- lega 19. júní. Okkur er það mik- ið gleðiefni, að rikisstjórnin hefir boðið okkur að dvelja í bænum a Þingvöllum, er leik- Bcejcip fróttir Veðrið í morgun. 1 Reykjavík 8 st, mestur hiti í gær io, minstur í nótt 6 st. Úr- koma síÖan kl. 6 í gærmorgun 2.0 mm. Sólskin 3,5 st. Heitast á land- inu í morgun 12 st., á Dalatanga, minstur 6 st, á Siglunesi og í Kjör- vogi. Yfirlit: Hæ'Ö fyrir su'Öaustan land. Ný lægÖ suÖur af Grænlandi. — Horfnr: Faxaflói: SuÖvestan gola. Dálítil rigning. Flugvélin, TF—ÖRN flaug norður í gær og var 2 klst. 15 mín. á leiÖinni. Agnar Kofoed-Hansen stjórnaði vélinni, en Gunnar Jónasson, véla- maÖur var með honum. Fluttu þeir um 200 kg. af pósti. — HafSi það verið ætlun Agnars að fara norður á flugvélinni strax og veður leyfði, þar eð óhagstætt er að geyma vél- ina í Vatnagörðum, en flugskýlið á Akureyri fullbúið. Módelflugfélag Reykjavíkur biður þá, sem eiga ólokið smíð- 'um við I. módelið, að mæta á fimtu- daginn kl. 8 stundvíslega, í vinnu- stofu félagsins í háskólanum. Af veiðum kom í nótt Snorri goði með 58 föt lifrar. Kom hann inn vegna bilunar. , Höfnin. Drotningin fór vestur og norð- ur kl. 8 í gærkveldi. Lyra kom frá útlöndum kl. 12*4 í nótt. Súðin er á Akureyri. Bíður þar eftir M.s. Dronning Alexandrine vegna farþega. Viðhafnarsýning af „Bláu kápunni". Hljómsveit Reykjavíkur efnir til viðhafnarsýningar á Bláu kápunni (og Benefice) til ágóða fyrir Pét- ur Jónsson, annað kveld. Athygli skal vikin á því, að sýningin byrj- ar kl. 8 (ekki 8j4), vegna sérstakr- ar viðhafnar. Heimdallur heldur fund annað kvöld kl. 8.30 i Varðarhúsinu. Umræðuef ni: 1. Axel Tulinius: Frá einokun til ein- okunar. 2. Nýja lánið. 3. Félags- mál. Lögð fram starfsáætlun stjórn- arinnar (Framsögum. Sigurður Bjarnason). Farfuglafundur hinn síðasti á starfsárinu verður haldinn í Kaupþingssalnum annað kvöld, miðvikudag, kl. 9. Fundur- inn verður með sama sniði og áð- ur og aðeins fyrir ungmennafé- laga. Næturlæknir: Páll Sigurðsson, Hávallag. 15, sími 4959- — Næturvörður í Reykjavík- ur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.35 Fréttir. 20.00 Útvarp frá Alþingi: Almennar umræður við 3. umr. um frv. til fjárlaga fyr- ir 1939 (Eldhúsdagsumræður). sýningum er lokið. Hlökkum við mikið til þess, að dvelja á Þingvöllum — njóta sumar- blíðunnar í hinu dásamlega um- hverfi þar, áður en við hverfum héðan aftur." Koma þeirra hjóna hingað að þessu sinni mun talin verða mikill viðburður í sögu íslenskr- ar leiklistar og munu þess allir óska, sem bera velferð íslenskr- ar leiklistar fyrir brjósti, að þær vonir megi rætast sem fyrst, að hún fái skilyrði til þess að vaxa og dafna og hafa sömu þjóð- menningaráhrif og meðal hinna gagnmentuðustu þjóða. En til þess að svo megi verða, þarf að bjóða leiklistinni inn i höll- ina, sem enn stendur Iokuð og ófullgerð. Vísir óskar þess, að Poul og Önnu Borg Reumert megi auðnast að leggja hönd á plóginn með góðum árangri — með öllum þeim, sem vilja leggja fram krafta sína til þess, að Þjóðleikhúsið — háskóli allr- ar þjóðarinnar — taki til starfa sem fyrst, öldum og óbornum \ til ómetanlegrar blessunar. Konan mín, Gudrún Sœmundsdóttir andaðist á Landspítalanum þ. 1. þ. m. Gissur Sv. Sveinsson, Jarðarör móður okkar og tengdamóður, Sigriinar Tómasdóttur, fer fram frá fríkirkjunni fimtudaginn 5. mai og hefst með húskveðju frá heimili hennar, Bergstaðastræti 73, kL 2 e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Börn og tengdabörn. Tilkynning Fundur verður haldinn í félaginu „Land" sunnudaginn 8. mai 1938 kl. 4 síðd. í Baðstofu iðn- aðarmanna. Áríðandi að f élagsmenn mæti. STJÓRNN. VeggfóOur! nýtt úrval, nýtísku gerðir. — Málarinn Vesturgötu 45. Sími 3481. Húseignin Njálsgata 48 A., er til sölu. — Semja ber við Garðar Þorsteinsson hæstaréttarmálaflutningsm., Vonarstræti 10. 660 stúlka óskast strax eða 14. maí á barn- laust heimili. Uppl. í síma 2595 frá kl. 7—8 í kveld. Hreinsar hárið fljótt og vel og gefur því fallegan blæ. Amanti Shampoo er algerlega óskaðlegt hárinu og hársverðinum. Selt í pökkum, fyrir ljóst og dökt hár. Fæst víða. !¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦ SkógaFmenn halda maí-fund sinn annað kveld, miðvikudag, kl, 8y2 í húsi K. F. U. M. Skógarmenn, eldri sem yngríj, fjölmenni. STJÓRNIN„ VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. ¦HClSNÆfí TIL LEIGU: TIL LEIGU 2 sólrikar stofur og eldhús, öll þægindi. Uppl. i síma 1162. (7$ HERBERGI til leigu fyrirr skilvisan og reglusaman karl-r mann. Hverfisgötu 88 B. (77 2 LÍTIL herbergi og eldhúis til leigu. Uppl. Lauganesveg 66, kl. 6—8 síðd. (84 ÍBÚÐ, 3 herbergi og eldhús, til leigu. Uppl. á Grundarstíg li. (85 Á HVERFISGÖTU 104B er til leigu 2—3 herbergi og eldhúa. Uppl. uppi. (86 iBUÐi 2—3 herbergi og- eltf- hús, i góðu standi óskast iál leigu, helst utan við bæínn, og æskilegt að blettur gæti fylg|. Tilboð merkt „Ábyggileg\ greiðsla" sendis Vísi fyrip n.feí sunnudag. (8T/ STÓR STOFA til leigu Bánr-j götu 31, uppi. (93*. SÖLRÍKT herbergi til leígi* Hringbraut 171, 1. liæð,- (98: TIL LEIGU kjallarapláss^, bjart og hlýtt, gott fyrir smá> iðnað. Uppl. i sima 2473. (10(1 HERBERGI til leigu á EguV gðtu 32. Simi 1579. (I0Í 2—3 HERBERGr og, eldhús til leigu Bergstaðastrætí 49. _________________________(102 2 HERBERGI á fyrstu fiæ?5 og eldhiis i kjallara tiT leigu 1Æ1 maí, helst fyrir barnlaust föŒL Sími 3115. (10S 2 HERBERGI og eldhús til leigu á Bjargarstig 3. (10S STÓRT, sólrikt herbergí ná- lægt Landsspítalanum til Ieign 14. þ. m. Uppl. í síma 4780. (106? 2ja HERBERGJA íbúð vi8j Leifsgötu til Ieigu. Sími 2670-J (1321

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.