Vísir - 04.05.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 04.05.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Þráskák. Stjórnarflokkarnir liafa gef- ið fyrirheit um það, að í nán- ustu framtíð verði hafist handa um endurnýjun togaraflotans. Þeir liafa samið svo um sín á milli, að styrkur skuli lagður fram af opinberu fé, þegar á þessu ári, til byggingar eða kaupa á nýtísku togurum,handa „félögum sjómanna, verka- manna og annara“. Á styrkur- inn að nema V-í af kaupverði skipanna, að því áskildu, að „verkamenn, sjómenn og aðrir“, er vilja notfæra sér þessi fríð- indi, og stofna með sér félög í því skyni, leggi fram 15% af kaupverðinu, en helminginn af þvi framlagi má veita þeim sem lán af opinberu fé. En það vill oft verða svo, að „ekki sé sopið kálið, þó í aus- una sé komið“. Og þrátt fyrir prýðilegt samkomulag stjórnar- flokkanna um hina brýnu nauð- syn, sem sé á því, að togaraflot- inn v’erði endurnýjaður, og það einmitt með þeim hætti, sem stofnað sé til með þessu, að sjó- mennimir og verkamennirnir, sem að útgerðinni eiga að starfa, verði sjálfir eigendur liins endumýjaða flota, þá virð- ist nú helst sem þessar fyrir- ætlanir geti alveg strandað á þvi, að ekki náist samkomulag um það, hvaða fyrirkomulag eigi að verða á rekstri togar- anna. Undir umræðum um þetta mál á Alþingi í gær kom það í ljós, að um þetta sýnist stjórn- arflokkunum algerlega sitt hvorum, og að um það hafi ekkert veríð samið. Emil Jónsson fór fram á það, að heimilað yrði, að bæjar- og sveitarfélög mættu verða að- njótandi hins fyrirheitna ríkis- styrks til togarakaupa, engu síð- ur en félög „sjómanna, verka- manna og annara“. En þvi var þó lýst yfir, af hálfu Framsókn- arflokksins, að slíkt kæmi ekki til nokkurra mála. Það hefði aldreí verið tilgangurínn, að leggja útgerð bæjar- og sveitar- félaga slíkan styrk, heldur ein- göngu samvinnuútgerð sjó- manna, verkamanna og annara, scm þátttakendur vildu verða í slíkri útgerð, enda væri það ó- frávíkjanlegt skilyrði, að út- gerðin yrði rekin með sam- vinnusniði. Það er þetta bragð, sem Framsóknarflokkurinn hefir að undanförnu notað til þess að koma sér undan því, að verða við kröfum Alþýðuflokksins um opinberan rekstur útgerðar- innar. Þing eftir þing hefir Al- þýðuflokkurinn borið fram frv. um ríkisútgerð og bæjarútgerð togara. Framsóknarflokkurinn liefir teflt á móti frumvörpum um samvinnuútgerð. Úr þessu hefir orðið einskonar „þráskák“ á milli flokkanna. Og það er sama „þráskákin“, sem hafin var á Alþingi i gær, um „endur- nýjun togaraflotans“ með ríkis- styrk til félaga „sjómanna, verkamanna og annara.“ Framsóknai’flokkurinn aftek- ur ekki að eins með öllu að láta bæjar- og sveitarfélög verða að- njótandi styrksins til togara- kaupanna, í stað félaga sjó- manna og verlcamanna, held- ur situr hann fastur við sinn gamla keip um sam- vinnuútgerðina, sem Alþýðu- flokkurinn er algerlega mótfall- inn og sjómenn og verkamenn frábitnir, af þvi að þeir vilja ekki eiga það á hættu, að fá ekkert í aðra hönd fyrir vinnu sína, eða jafnvel að verða að gefa með sér. Og þannig virð- ist fyrir því séð, að ekkert verði úr „endurnýjun togaraflotans“ að sinni. , Farmannadeilan. Seinasta málamiílunar- tilrann sáttasemjara. Sáttasemjari boðaði aðila í farmannadeilunni á fund í gær- kveldi, til þess að gera enn eina tilraun til þess að miðla málum í deilu stýrimanna við Eim- skipafélagið og skipaútgerð ríkisins. Fundurinn stóð fram undir miðnætti og náðist ekki samkomulag um ágreiningsat- riðin. Stýrimenn hafa slakað til á fyrri kröfum og er aðalágrein- ingur nú um eftirvinnu, kaup og tilhögun. Stjórn Eimskipafé- lagsins gerði stýrimönnum til- boð um það í gærkveldi, að á skipum félagsins, sem hafa 3 stýrimenn, skuli vera þrískiftar vaktir (þ. e. 8 stunda vinna), eftir þvi sem skipstjóri telur að við verði komið. Þegar lagt sé að bryggjum eða farið frá bryggjum skuh eigi kalla til starfs nema tvo stýrimenn, svo framarlega sem skipstjóri telji þess ekki sérslaldega þörf. Að þessu vildu stýrimenn ekki ganga. Á málamiðlunartillögurnar í gærkveldi mun hafa verið litið sem úrslitatilraun af liálfu sáttasemjara. Ríkisstjórnin mun vafalaust hefjast lianda um að Ieysa deil- una liið bráðasta, og virðist, úr því sem komið er, að eins hægt að leysa hana með lögþvinguð- um gerðardómi. Flugvélin kom aö norðan í dag. Flugvélin, sem verið hefir nyrðra undanfarna tvo daga, kom hingað laust fyrir kl. 2. — Flutti hún hingað póst og far- þega. Eftir tveggja klukkustunda og 15 mínútna flug frá Reykja- vík kom hin nýja flugvél flug- félags Akureyrar til Akureyrar í fyrrad. kl. 12,15. Undir eins og sást til hennar safnaðist afar- mikið fjölmenni við lendingar- staðinn og er flugmennirnir stigu á land ávarpaði forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Bryn- leifur Tobíasson, þá og bauð þá velkomna og bað mannf jöldann hrópa ferfalt fagnaðaróp fyrir þeim og flugfélaginu. Smámey aflienti flugstjóra blómvönd. Bæjarstjórn bauð flugmönnun- um og flugfélagsmönnum ásamt öðrum borgurum til samsætis Þeir hafa shipað hervæöingfar ogf landvarnarráð með mjög viðtæku valdi. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London, í morgun. Hin mikla mótspyrna Kínverja á vígstöðvunum í Shantung-fylki og víðar, gegn japanska inn- rásarhernum, veldur japönsku herstjórninni stöðugt meiri áhyggjum. Undanfarnar vikur hefir Jap- önum lítið sem ekkert orðið ágengt, en samkvæmt sein- ustu fréttum eru Kínverjar í sókn á Shantung-vígstöðv- unum. Japanir, sem í fyrstu ætluðu að kúga Kínverja til hlýðni við sig á nokkurum mánuðum, hafa nú sann- færst um, að styrjöldin geti enn staðið langan tíma. Hafa þeir nú gripið til víðtækra ráðstafana í því augna- miði, að herða sóknina gegn Kínverjum og leiða styrj- öldina til lykta sem fyrst. í hinu opinbera málgagni ríkisstjórnarinnar jap- önsku hefir verið tilkynt, að þ. 5. maí verði allsherjar- hervæðingarlögin látin koma til framkvæmda að nokk- uru leyti. Samkvæmt tilskipuninni verður komið á fót allsherjar hervæðingar- og landvarnarráði, sem hefir afar víðtækt vald, og m. a. á að vinna að því, að öll þjóðin standi samtengd í baráttunni fyrir öryggi ríkis- ins. Eitthvert fyrsta verk ráðsins, sem er skipað fim- tíu mönnum, er að taka i sínar hendur stjórn allra iðn- aðarfyrirtækja í Japan, Kóreu, Sakhalin og Kyrrahafs- eyjum Japan. Allar verksmiðjur landsins, sem til mála geta komið, verða teknar í notkun til hergagnafram- leiðslu. United Press. Áköf fallbyssuskotliríð á Madrid veldur miklu tjóni EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. M útur. adridfregnir herma, að hersveitir Francos hafi haldið uppi ákafri fallbyssuskothríð á Madrid í gærkveldi, í eina klukkustund og tíu mín- Að meðaltali tíu fallbysukúlum á mínútu var skotið á borgina, aðallega mið- og vestur-hlutann. Um mann- tjón er enn eigi kunnugt, en talið er að f jölda margir hafi særst. NÝ BYGGINGARSAMÞYKT fyrir Kaupmannahöfn er nú í smíðum. Þar er meðal annars ákveðið að af óbygðri lóð íbúð- arhúsa skuli tiltekinn hluti vera „útivistarpláss“ (opholdsareal) fyrir börn og fullorðna og að þar skuli njóta sólar. Ef fleiri fjölskyldur en fjórar búa i hús- inu skal einnig vera leikvöllur fyrir börn á útivistarplássinu eða blettinum með þejrri gerð og tækjum, sem bygginganefnd samþykkir. í húsum, sem eru stærri en 4 íbúðir skal vera séð fyrir geymslu á reiðhjólum. Stórar verslanir skulu og sjá fyrir bíla- stæði. Minsta stærð herbergja í íbúð- arhúsum var áður 6 fermetra gólfflötur. Nú er leyft að gcra herbergi með 4 fermetra gólf- fleti ef íbúðarstofa er að minsta kosti 18 ferm. að Hótel Gullfoss í gærkveldi. Frá Raufarhöfn er símað: Alcureyrarflugvélin kom hingað í dag með framkvæmdarstjóra síldarverksmiðja ríkisins og Þorstein M. Jónsson stjórnar- nefndarmann. Var 52 mínútur frá Siglufirði. — Stóð við 4 klukkustundir. FÚ. Deila þakara og A. F. B. Þann 1. maí var útrunninn samningur milli bakara og A. S. B., félags afgreiðslustúlkna í braiuðabúðum. Sögðú bakarar samningunum upp, en nýir samningar hafa ekki tekist. — Hafa þegar verið lialdnir þrír fundir, en eklci náðst samkomu- lag, en fundur verður enn hald- inn i kvöld. Þær breytingar, sem bakarar vilja, eru á uppsagnarákvæðum og reynslulíma stúlknanna. Laun eiga að baldast óbreytt, enda munu þau ekki vera of há. Lík peknPc Eins og getið var um í Vísi hlektist vélbátnum Ingu á í róðri 17. mars s.l. Tók brotsjór af honum stýrishúsið og for- maður og vélstjóri, er þar voru inni, druknuðu. í gær var maður á leið frá Stokkseyri til Eyrarbakka og gekk með sjónum. Skamt fyrir vestan Stokkseyri fann hann lík af manni og reyndist það vera Guðni heitinn Eyjólfsson for- | maður Ingu. Var líkið furðan- lega litið skaddað, eftir þvi sem Vísi hefir verið frá skýrt. Guðni heitinn var á 29. ári, ókvæntur, en annaðist aldurhnigna for- eldra. Qm hvað snúast viðræðnr Hitlers og Mnssolini? EINKASKEYTI TIL VlSIS London, í morgun. Viðræður Hitlers og Mússólíni, sem fram fara í dag, eru aðalefni heimsblaðanna í gær og í dag. Birta þau ýmsar spár um hvað þeim muni fara á milli. — Times segir í morgun, að allar líkur bendi til, að fundurinn muni hafa talsverð áhrif á ýms vandamál, sem á döfinni eru í álfunni, og bíða úr- lausnar. Times hyggur, að Hitler og Mússólíni muni ræða vandamálin á meginlandinu, kröfur Sudeten-Þjóðverja og framtíð Tékkóslóvakíu og Ungverjalands — og samkomulagsumleitanir þær, sem fram fara milli ítala og Frakka. Times telur eigi líklegt, eins og málum horfir við, að Mússólíni fallist á ítalskt-þýskt hernaðarbandalag. United Press. London 4. maí. FÚ. Hitler kom til Rómaborgai’ kl. 18.30 í gærkveldi (eftir ísl. tíma) og voru bæði Victor Em- anuel konungur og Mussolini á járnbi’autarstöðinni til þess að taka á rnóti lxonum. Allan dag- inn hafði fólk verið að koma sér fyrir meðfram veginum, sem gert var ráð fyrir að Hitler æki fi’á járnbrautarstöðinni, og er hann ók til gistihússins fylgdu honum fagnaðaróp mannfjöldans alla leið. Frá því járnbrautai’lest hans fór í gegn um Brennerskarð um morguninn og þar til hann lcom til Rómaboi’gar, liöfðu ítalir sí- felt vei-ið að fagna honum. Fyrst og fremst tóku urnboðs- menn stjórnarinnar á móti lion- um við landamærm og buðu liann velkominn til landsins, en síðan stansaði jái’nbrautarlest lians á fjölda járnbrautarstöðv- um; voru þar fyrir box’gax'stjór- ar og aðrir embættismenn hins opinbera, til þess að heilsa upp á hann. En meðfram allri járn- brautinni liafði landslýðurinn safnast saman, í von um að fá að sjá Hitler, og var hann hylt- ur á margvíslegan hátt. IIITLER OG GÖRING i + ' MUSSOLINI.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.