Vísir - 07.05.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 07.05.1938, Blaðsíða 2
VISIR VfSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S i m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Styrimanna- deilan. O týrimannadeilunni er lokið, og henni lauk með því, að ágreiningurinn um kjör stýri- manna var lagður í gerð. Deilan varð að vísu ekki langvinn, en liefir þó orðið báðum aðilum að talsverðu tjóni. Þvi tjóni hefði verið afstýrt, ef tekinn hefði verið þegar i upphafi sá kostur, sem að lokum var horf- ið að. En hvers vegna var það ekki gert? Stýrimannafélagið var ekki allskostar einrátt um þessa deilu. Það hafði fyrir nokkuru látið leiðast til þess að ganga í Alþýðusamband Islands. Sú ráðabreytni félagsins hefir ekki orðið stýrimönnunum happa- drjúg, og var i rauninni aldrei líkleg til þess að verða það. Til þess eru m. a. kjör stýrimann- anna yfirleitt of ólík kjörum manna í öðrum stéttarfélögum, sem í Alþýðusambandinu eru. En félag, sem er í Alþýðusam- bandinu verður að sjálfsögðu í einu og öllu að hlíta þess lög- um og venjum og þá einnig grundvallarreglum þess í vinnu- deilum. Og ein af grundvallar- reglum Alþýðusambandsins er sú, að deila um kaup og kjör skuli aldrei útkljáð með gerðar- dómi, hvorki frjálsum né lög- boðnum. En þó að út af því hafi verið brugðið nú, þá eru til þess sérstakar ástæður, sem í rauninni áttu ekkert skylt við deiluna sjálfa eða hagsmuni stýrimanna, Hinsvegar benda allar líkur til þess, að sam- komulag hefði getað orðið um gerðardóm þegar í byrjun, ef Stýrimannafélagið hefði að öllu mátt fara sínu fram og virðing Alþýðusambandsins ekki þótt vera í veði, ekki síst eftir það, sem á undan var gengið um lög- skipun gerðardómsins í togara- deilunni. Nú lauk deilunni hinsvegar með því, að Alþýðusambandið sjálft beiddist ]>ess, að endir yrði bundinn á hana með lög- skipuðum gerðardómi. Það var þó á undan gengið, að Stýri- mannafélagið liafði fyrst hafnað frjálsum gerðardómi, en síðan samþykt hann, og að lokum beiðst aðstoðar Alþýðusam- bandsins til þess að fá gerðar- dóm lögskipaðan. En af þvi er auðráðið, að andstaðan gegn gerðardómslausninni, innan fé- Iagsins, muni hafa stafað af ut- anaðkomandi áhrifum, og félag- ið sjálft verið þess reiðubúið, að fallast á þá lausn. Það eru áhrif fná ráðamönnum Alþýðu- sambandsins, sem valda þess- um snöggu veðrabrigðum i af- stöðu félagsins til gerðardóms- ins. Samkvæmt grundvallarreglu Alþýðusambandsins leggjast ráðamenn þess í fyrstu á móti frjálsa gerðardómnum, sem for- sætisráðherrann skoraði á deilu- aðilana að sættast á. Þess vegna var sú tillaga feld af samninga- nefnd Stýrimannafélagsins. En ]>egar svo var komið, og engin lausn virtist framundan i deil- unni, mun ráðherrann liinsveg- ar ekki hafa séð sér annað fært en að „láta liart mæta hörðu“, og ákveðið að leggja fyrir -Al- þingi frumvarp um lögskipað- an gerðardóm. Yrði það gert, í trássi við Alþýðusambandið og Alþýðuflokkinn, lilaut það hins- vegar að valda samvinnuslitum á milli stjórnarflokkanna á ný. Til þess mátti því ekki koma, og nú var tillagan um frjálsan gerðardóm tekin upp aftur og lögð fyrir félagsfund Stýri- mannafélagsins og samþykt þar, til þess að firra þeim vandræð- um. Og þegar það ekki lilítti, varð að hverfa að því ráði að láta Alþýðusambandið eiga frumkvæðið að því, að gerðar- dómurinn yrði lögskipaður. Þá var það ekki gert í trássi við Alþýðusambandið og Alþýðu- flokkurinn á Alþingi gat sætt sig við það og þurfti ekki að slíta samvinnu við Framsóknar- f lokkinn! En ef Stýrimannafélagið hef ði eldd verið í Alþýðusambandinu, hefði aldrei þurft að koma til allra þessara vafninga, og deilan því orðið fyr og með friðsam- legra hætti á enda kljáð, en orð- ið er. FLUGVÉLIN í ATHUGANA- LEIÐANGRI FYRIR NORÐ- URLANDI í NÓTT. SKEMTIFLUG NYRÐRA í DAG. Forsætisráðherra hlutaðist til um það í gær, að flugvél- in yrði send í athugunarleið- angur fyrir Norðurlandi, en fregnir hafa að undanförnu borist um, að mikill ís sé fyrir Norðurlandi. Er hrafl við strendur, en ísbreiða lengra úti. * Vísir átti tal við Akureyri í morgun. Sagðist heimildar- manni blaðsins svo frá: Flugvélin liggur hér nú — kom að sunnan kl. að ganga 8 í gærkveldi. í nótt fór hún í athugunar- leiðangur að tilhlutan forsæt- isráðherra. Var í ráði að leggja af stað kl. 3—4, en það dróst nokkuð. Með í förinni voru Stefán Jónasson skipstjóri og Edvard Sigur- geirsson ljósmyndari. Mikill is sást fyrir norðan land. Flogið var 180 km. til norð- urs frá Siglunesi og fyrir Norðurlandi, bæði vestur og austur á bóginn. Skýrsla um athuganirnar mun verða send í dag. Óvíst er að flugvélin fari suður í dag. Sennilega verður farið í nokkur skemtiflug liéðan — fyrir Norðurlandi. Leikur mörgum liugur á að bregða sér í „loftsali upp“ og líta niður á „landsins forna fjanda“ úr upphæðum. Gerðardóimirlnn. Hæstiréttur útnefnir kl. l'/2 > dag fulltrúa í gerðardóm til að útkljá stýrimannadeiluna. Aðilar munu síðan ryðja ein- um fulltrúa hvor úr dóminum og verður hann þá fullskipaður samkvæmt lögunum og tekur þá strax til starfa. Hitler Till leysa vandamálin i Tékkðslóvakío á frið- samlegan hátt og með vinsamlegn hlntleysi Itaia. Náin samvinna milli Hítlers Mussolini og Franeos. EINKASKEYTI TIL VÍSIS London, í morgun. rréttaritari United Press í Rómaborg símaði það- an í morgun, að hann hefði aflað sér uppiýs- inga um það frá áreiðanlegum heimildum, að Hitler og Mússólíni muni ekki gera með sér neitt sam- komulag um hernaðarlegt bandalag milli Ítalíu og Þýskalands. Það er fullvíst, að Hitler og Mússólíni hafa rætt öll þau vandamál, sem nú eru á döfinni, m. a. kröfu Su- deten-Þjóðverja í Tékkóslóvakíu og afstöðu Þýska- lands í þeim málum. _ Eftir viðræðurnar milli Hitlers og Mússólíni mun mega fullyrða, að Hitler sé fastákveðinn í að leitast við að fá deilumálin í Tékkó-Slóvakíu leyst með frið- samlegu móti, en ítalir muni ástunda „vinsamlegt hlut- leysi“ í þeim málum, sem varða Tékkóslóvakíu og Þýskaland. 1 Hitler og Mússólíni ræddu einnig Spánarmálin og snerust umræður þeirra aðallega um að treysta sam- vinnu Spánverja, Itala og Þjóðverja í framtíðinni, en um það eru þeir Hitler og Mússólíni sannfærðir, að sigur Francos á Spáni sé skamt undan. Samvinnan milli þeirra þriggja þjóða verður mjög aukin á sviði viðskift- EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Bukarestfregnir herma, að ríkisstjórnin hafi tek- ið ákvörðun um að ákæra Codreanu, Ieiðtoga járnvarðliðsmanna eða fasistanna, fyrir land- ráð. Er hann sakaður um að hafa aflað sér opinberra skjala, sem innihalda hernaðarleg leyndarmál, en einn- ig hafi hann skipulagt stjórnmálafélög á hernaðarvísu og útbreitt þjóðhættulegar skoðanir, í því augnamiði, að valda tvístringi og óeiningu og brjótast til valda. — United Press. Breska stjórnin foeitir lausn deilanna íTékkó- slóvakiu. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Samkvæmt Lundúnadagblöðunum í morgun byrjar breska stjórnin í dag tilraunir sínar til þess að koma því til leiðar, að deilurnar í Tékkó-Slóvakíu verði leystar friðsamlega. Breski sendi- herrann í Berlín fer í dag á fund Görings og mun hvetja hann til þess að leiða Henlein, foringja Sudeten-Þjóð- verja í Tékkó-Slóvakíu fyrir sjónir, að heppilegast væri að taka til vinsamlegrar íhugunar þær tillögur til lausn- ar deilunni, sem sendiherra Breta í Prag muni samtímis ræða við stjórn Tékkó-Slóvakíu. United Press. STÝRIMANNADEILAN NORSKA. — LAUN STÝRI- MANNA Á NORSKUM STRANDFERÐASKIPUM. Oslo 6. mai. Eins og getið var í skeyti í gær liefir náðst samkomulag i stýrimannadeilunni. Féllust liáðir aðilar á tillögu sátta- semjara. Laun stýrimanna á sirandferðaskipum liækka að meðáltali um 12.5%. Sam- lcvæmt hinum nýja launataxta verða byrjunarlaun stýrimanna á strandferðaskipum 314 kr. á mánuði, en liámarkslaun 443 kr. eftir 11 ára starf, laun ann- ars stýrimanns 255 kr., en há- marlcslaun 334 kr., en þriðja stýrimanns 220 og 235 kr. Sam- komulagið gildir til 1. apríl 1939. NRP—FB. LÍKAN AF HITLER. I tilefni af afmæli Hitlers 20. apríl hefir hin fagra Barbara von Iíalckreutb, myndhöggvari i Berlín, gert líkan af leiðtog- anum. Síldarsala fslands til Eist— lands liefii* aukist á síðari árum, þpátt fyrip samkepni Skota. JEistlendingar munu ekki gera út síldarleið— angur til íslands á þessu óri. verði — síldarkaupendur í Eist- landi kvarti yfir þvi, að þeir fái ekki eins góða vöru frá Skotandi og áður, en aðrar þjóðir, sem selji síld til Eist- lands leggi mikla áherslu á a'ð senda þangað fyrsta flokks vöru við hóflegu verði. — f rit- stjómargrein í sama blaði er einnig' vikið að þessu máli, nauðsyn þess, að síldin sé vel verkuð, en kvartað hafi verið yfir verkun skotskrar sildar —1 hún geymist ekki vel. Rússar, sem Bretar leitist nú við að fá til þess að kaupa af sér meira af síld, segir blaðið loks, leggja og mikla áherslu á, að um fyrsta flokks verkun sildarinn- ar sé að ræða og' að verðið sé hóflegt. I sambandi við þetta er vert að drepa á það, sem segir i nýkomnum Ægi, að Eist- lendingar, sem hafa stundað sildveiðar við ísland i 5 sumur, hafi ákveðið að stunda ekki sildveiðar hér við land i sumar þar sem tap hafi orðið á þess- ari síldarútgerð þeirra. (FB). Af veiðum hafa þessir togarar komið: Gull- toppur með 110 föt lifrar, Þórólf- ur með 105 föt og Ólafur með 23 föt eítir 2ja daga útivist. Kom hann með veikan mann. Hekla fer vestur og norður í kvöld. Ríkisábypgð fypjp liitaveituláninu. Borgarstjóri Pétur Halldórsson flytur svohljóðandi frv.'til laga í neðri deild Alþingis: 1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt, gegn tryggingum, er hún metur gildar, að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs lán fyrir Reykjavíkur- kaupstað til hitaveitu, alt að 7 miljónum króna, eða jafngildi þeirrar f járhæðar í erlendri mynt. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. I upphafi greinargerðar segir svo: Eftir að fram er komið frv. til laga um heimild fyrir ríkis- stjórnina til þess að taka lán, á þskj. 344, þykir líklegt, að tæp- lega verði hjá því komist, að ábyrgðar ríkissjóðsins verði um sinn krafist fyrir lánurn hingað til opinberra fyrirtækja, sem eiga að standa skil á vöxtum og afborgunum í erlendu fé. Er því farið fram á ríkissjóðsábyrgð á hitaveituláni fyrir Reyltjavík í Aberdeen Press & Journal var fyrir nokkuru birt allítarleg grein um síldarmarkaðinn í Eistlandi og m. a. gert að um- lalsefni að breskir síldarútflytj- endur eigi það á hættu, að missa markað þann, sem þeir liafa haft þar i landi, vegna samkepni frá öðrum þjóðum — síldarsala Breta til Eistlands hafi minkað ár frá ári, vegna þess, að kröfum þeim, sem Eist- lendingar geri um góða og ó- dýra vöru, sé ekki sint, en keppinautarnir geri alt sem í þeirra valdi standi, til þess að verða við þeim. Útflutningur á Skotlandssíld til Eistlands minkaði um 5000 tn. árið sem leið. Frá íslandi, segir blaðið, keyptu Eistlendingar 19.561 tn. eða nokkru meira (300 tn.) en frá Skotlandi. íslendingar seldn ekki eins mikið af síld til Eist- lands og 1936 (þá 22.774 tn.), en árið 1935 þegar Skotar fluttu út 26.568 tn. til Eistlands seldu íslendingar þangað aðeins 7522 tn. Hátt verð á fyrstu sending- um og léleg vara var meginor- sök þess hversu illa tókst til með sölu á Skotlandssíld til Eistlands 1937. í bréfi, sem blaðið hilrtir frá Eistlandi, er lögð mikil áhersla á, að ef Bret- ar ætli að lialda markaði sínum i Eistlandi verði þeir að senda þangað góða vöru við lágu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.