Vísir - 09.05.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 09.05.1938, Blaðsíða 3
VISIR Gerðardómurinn verður fullskipaður í dag. Falsanip Alþýdublaðsins í sambandi vid stýpimanna- deiiuna. Á laugardaginn tilnefndi Hæstiréttur eftirtalda menn í gerð- ardóm, til þess að kveða upp úrskurð í stýrimannadeilunni: Hákon Guðmundsson hæstaréttarritara formann dómsins, Gunnlaug Briem fulltrúa í atvinnumálaráðuneytinu, Friðrik Ólafsson skólastjóra Stýrimannaskólans, Pélur Lárusson starfs- mann Alþingis og Þorstein Þorsteinsson hagstofustjóra. Deilu- aðiljar munu í dag ryðja tveimur mönnum úr dóminum og til- nefna aðra í staðinn og er dómurinn þá fullskipaður, og mun þá strax taka til starfa. Töfluyfirlit Alþýðublaðsins. Alþýðublaðið birti í síðustu viku töfluyfirlit, sem sýnir launakjör stýrimanna í Dan- mörku, Svíþjóð og Noregi mið- að við skráð gengi íslenskrar krónu gagnvart mynit blutað- eigandi landa. Ennfremur er til samanburðar reiknað út hve há laun í ísl. krónum íslenskir stýrimenn ættu að fá, til þess að bera út býtum jafnhá raun- veruleg laun eins og starfsbræð- ur þeirra á Norðurlöndum fá nú. — Fyrir útreikningi þess- um hafa verið lagðar til grund- vallar framfærsluvísitölur fyr- ir aprílársfjórðung 1937 i þess- um þremur löndum miðað við aðal-visitölu Hagstofu íslands i október 1937, en þá voru fram- færsluvisitölur sem hér greinir: Danmörk 1. apr. 1937 178 stig Svíþjóð 1. apr. 1937 161 — Noregur 1. apr. 1937 163 — en á Islandi var framfærslu- vísitalan í október 1937, 257 stig. Reikningsvillur í yfirlitinu. Ef miðað er við Danmörku telur töfluyfirlit þetta að mis- munurinn á framfærsluvísitöl- unni þar og hér nemi 69.2% og svo er reiknað út hver launin æltu að vera samkvæmt því. Sá höfuðgalli er á þessum útreikn- ingi, að liann er allur vitlaus með þvi að mismunurinn á framfærsluvísitölunni i þessum tveimur löndum er 44.38% en ekki 69.2% miðað við ofan- greindar tölur. 1. stýrimaður ætti þannig að hafa i byrjunarlaun kr. 620.83, en ekki 727.56 eins og skýrslan sýnir, 2. stýrimaður kr. 469.24 en ekki kr. 549.90, 3. stýrhnað- ur kr. 368.17 en ekki kr. 431.46. Hámarkslaun 1. stýrimanns ættu þannig að vera kr. 729.12 en ekki kr. 854.46, 2. slýrim. kr. 548.64, en ekki lcr. 642.96 og 3. stýrimanns kr. 433.14 en ekki kr. 507.60. Öll skýrslan er þannig rÖng og markleysa ein, annaðhvort af því að þeir menn, sem þetta hafa reiknað, kunna ekki að reikna, eða þá að hér er um visvitandi blekkingar að ræða frá liendi Alþýðublaðsins eða Jóns Axels Péturssonar, sem liefir útvegað blaðinu þetta töflu-jdirlit. mun lægri, en hjá sambærileg- um starfsbræðrum þeirra er- lendis, og þvi getur ekki ein stétt manna gert kröfur til þess að kjör þeirra miðist við kjör erlendra starfsbræðra þeirra. Með sama rétti og stýrimenn- irnir gætu bankastjórar lands- bankans borið kjör sín saman við kjör bankastjóra Englands- banka og krafist launahækkun- ar sér lil lianda og allir starfs- menn ríkis og bæjarfélaga gætu valið hliðstæð dæmi erlendis og krafist launahækkunar á þeim grundvelli. Töflu-yfirlit Alþýðublaðsins er þvi eitthvert einstakasta plagg, sem sést hefir, með þvi að þar fer alt saman: vitlaus grundvöllur, vitlaus útreikn- ingur og vitlausar ályktanir. Eflir að þetta er ritað hefir blað stýrimanna birt ofangreint töflu-yfirht einnig, og hefir glæpst á að trúa Alþýðublaðs- mönnunum, en það er aðeins eitt dæmi þess, að góðum mönnum getur orðið liált á þvi að trúa Alþýðublaðinu. Meistaramót I. S .1. í elnmennningskepi i flmleiknm var háð í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar síðasll. laugardag. Keppendur voru sex. Flest stig lilaut Jens Magnús- son (Á.), 486.40 stig, annar Halldór Magnússon (Í.R.) 482.08 stig, þriðji Anton B. Björnsson (K.R.), 447.75 stig, fjórði Georg L. veinsson (Iv. R.) 420.47 stig, fimti Stefán Bjarnason (K.R.) 391.57 stig, en sjötti maður, Jón Gíslason (K.R.) gekk úr kepninni vegna lasleika. Er þvi Jens Magnússon fim- leikameistari Islands 1938. Mólið fór vel fram, og fengu fyrstu þrír mennirnir verð- launapeninga, sem forseti Í.S.Í. afhenti. Húsið var fullskipað áhorfendum. Dómarar voru Björgúlfur Ólafsson læknir, Hannes M. Þórðarson, fim- leikakennari og Matlhías Ein- arsson læknir. stii í ReM. Allsherjarnefnd neðri deildar Alþingis flytur frv. til laga um breytingu á lögum um lögreglu- samþyktir fyrir kaupstaðina, sem er svohljóðandi: í lögreglusaniþyktum má setja reglur um: Sölu og dreif- ingu hverskonar varnings utan sölubúða og að einstakar vöru- tegundir megi að eins selja i búðum, sem fullnægja vissum skilyrðum; að leyfi bæjarstjóm- ar þurfi til þess að hafa fasta afgreiðslu bifreiða og annara flulningatækja á tilteknum stað eða í tilteknu húsnæði; að leyfi bygginganefndar eða fulltrúa hennar þurfi til þess að setja upp föst skilti, auglýsingar og ljósaskreytingar, sem snúa að almannafæri eða sjást þaðan. í greinargerð segir svo: Frv. þetta er flutt að tilhlutun lögreglus tj óra Reykj avikur, sem beimild til þess að bæjarstjórn- ir geti sett reglur um sölu og dreifingu vamings utan sölu- búða, en að slíkri sölu munu nú vera töluverð brögð. Hafa ýmsar vörur verið seldar á göt- um úti, eða boðnar til sölu í heimahúsum. Skortir hér að sjálfsögðu á nauðsynlegt hrein- læti, en ef slík sala væri yfir- leitt leyfð, yrðu að engu þær ströngu reglur, sem annars að réttu gilda um sölu í búðum ýmsra slíkra vara, svo sem brauðs o. fl. Sömuleiðis er þess talin þörf, að setja megi í lögreglusam- þyktir fyllri ákvæði en nú eru mn leyfi til bifreiðastæða og um leyfi til að setja upp auglýs- ingar. Bæj ar fréffír Veðrið I morgun. Frost um land alt, I—6 stig. Mest í Grímsey, minst á Reykja- nesi, Papey og Vestmannaeyjum. Mestur hiti í Reykjavík í gær 4 stig, mest frost í nótt 4 stig. Sól- skin 8.5 stundir. Yfirlit Háþrýsti- svæði um Island og Norðaustur- Grænland. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói og Breiðafjörður: Norð- austan gola. Léttskýjað. Skipafréttir. GuEfoss er í Flatey. Goðafoss fer til Hamborgar í kvöld. Brúar- foss er á leið til Leith frá.Vestm,- eyjum. Lagarfoss er á Austfjörð- um. Selfoss er í Leith. Dettifoss kom frá Hamborg á laugardag. Drotningin kom að norðan í fyrri- nótt. Geir kom af veiðum á laugar- dags efíirmiðdag, með 65 tn. lifrar. Max Pemberton kom inn í gær með veikan mann, fór strax út aftur. Snorri goði fór á veiðar í gær. Karlsefni kom í gærkveldi með 118 tn. Belgaum og Egill Skallagríms- son komu með 90 tn. hvor. Otur er væntanlegur af veiðum. Fantofte kom í nótt. Ætlar að taka fisk. Grundvallaratriðin eru enn röng. Auk þess er töflu-yfirlit þetta gersamlega villandi af þeim sökum, að grundvöllurinn fyrir vísitölum er misjafn í hverju landi og ekki fyllilega sam- bærilcgur innbyrðis milli landa. En liitt er svo mergurinn máls- ins, að þótt vöruverð sé hærra hér en erlendis eru launagreiðsl- ur til allra fastlaunaðra starfs- manna hér á landi miklum Áttræður. Konráð kaupmaður Hjálmars- son í Neskaupstað á Norðfirði, er áttatíu ára í dag. Konráð var um langt skeið einhver mesti og sterk- asti athafnamaður Austurlands, en hefir nú dregið sig út úr og setið í helgum steini hin síðustu árin. — Konráð er maður ern og óbilaður, og fylgist vel með öllu, sem gerist á þjóðmálasviðinu. Er hann höfð- ingi heim að sækja og mörgum Reykvíkingum að góðu kunnur. — Munu menn senda honum hlýjar kveðjur á þessum afmælisdegi hans. Strandferðaskipin. Esja er í Reykjavík. Fer í hring- ferð á miðvikudagskvöld. Súðin kom úr strandferð í nótt. Drenfrir, sem vilja verða skátar, komi í kvöld kl. 8—9 í Miklagarð, Lauf- ásveg 13. Surprise kom til Hafnarfjai'ðar í fyrradag með 87 tn. lifrar, og í gær kom Júpiter með 90 tn. og Rán með 70. Maí kom i dag með 77 tn., Sviði með 119 og Yenur með 135. (FÚ.). Maðurinn minn og faðir okkar, Hans Petersen, kaupm. andaðist i Kaupmannaliöfn 8. þ. m. Guðrún Petersen og börn. Það tilkynnist vinum og vandamönnum að konan mín, Valgerður Bjarnadóttir, andaðist að heimili sínu, Leifsgötu 18, að morgni þann 8. maí. Jarðarför ákveðin síðar. Helgi Yigfússon og börn. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Sigrúnar Tómasdóttur, Börn, tengdabörn og barnabörn. Jarðarför hjartkæru konunnar minnar, móður, dóttur og systur, Kristínar Waage hefst að lieimili hennar, Suðurgötu 14, þriðjudaginn 10. mai kl. 1 e. h. Sigurður Waage og börn, Regina Helgadóttir, Steinunn Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Waage. Móðir min, Sigríður Hansdóttir Biering, andaðist í gærkveldi 88% árs. í Fyrir mína liönd og annara aðstandenda. Reykjavik, 9. maí 1938. Guðmundur Þórðarson. f Hans Petersen kaupmaður, andaðist í Kaup- mannahöfn 8. þ. m. Hafði liann átt við langvinn veikindi að stríða, og lá í sjúkrahúsi, er andlát lians bar að höndum. Revyan „Fornar dygðir" verður sýnd annaS kveld, og er það í næstsíÖasta sinn. A'Ösókn hefir veri'ð mikil undanfarið. Lúðrasveit Reykjavíkur lék fyrir framan nýja Landa- kotsspítalann kl. 4—5 í gær. Safn- aðist þangað allmargt manna, þótt svalt væri í veðri. Vegna jarðarfarar verður Sanitas lokuð allan dag- inn á morgun. Póstferðir á morgun. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss og Flóapóstar. Laxfoss til Borgarness. Norðanpóstur. A.-Barðastrandar- póstur. Dalapóstur. Strandasýslu- póstur. — Til Reykjavíkur: Mos- fellssveitar-, Kjósar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póst- ar. Laxfoss frá Borgarnesi. Norð- anpóstur. A.-Barðastrandarpóstur. Dalapóstur. Strandasýslupóstur. Áheit á Slysavarnafélag íslands. Frá ónefndri konu 50 kr., S. Þ. 5, kr., N. N. 2 kr., Ónefnd ekkja 2 kr., Þ. H. 2 kr., A. Rosenberg 5 kr., N. N. gamalt áheit 5 kr., Húnvetningur 10 kr., Kjalnesing- ur 10 kr., Ónefndur 10 kr., Gulla 4 kr., N. N. Rvik 5 kr., G. Þ. 10 kr. H. H. H. 10 kr„ H. S. 3 kr. — Kærar þakkir. /. É. B. Gunnar Guðjónsson, skipamiðlari, hefir verið ráðinn afgreiðslumaður Flugfélags Akur- eyrar. Tímarit iðnaðarmanna, 1. hefti þessa árs er nýútkomið. í því er þetta efni: Um rafmagn, eftir Nikulás Friðriksson, Frá störfum Sambandsstjórnarinnar, Björn Kristjánsson áttræður, Frá Iðnþinginu síðastl. sumar, Sig. Halldórsson (fimtíu ára starfsaf- mæli) eftir Á. Á., Iðnnám og iðn- réttindi eftir Guðna Magnússon, Nýr Óðinn kominn, eftir Einar Einarsson, skipasmið o. fl. Næturlæknir er í nótt Bergsveinn Olafsson, Hávallagötu 47. Sínii 4985. Nætur- vörður i Laugavegs og Ingólfs apó- teki. Útvarpið í kvöld. 19.20 Þincfréttir. 19.50 Fréttir. 20.15 Um daginn og veginn. 20.40 Einsöngur (Gunnar Plásson). 21.05 Útvarpshljómsveitin leikur alþýðu- lög. 21.30 Hljómplötur: Nýtísku stofutónlist: Kvartett í F-dúr, eft- ir Ravel. BÆKUR O G RIT. Um hænsnarækt. Bókaverslun SiguröarKristjáns- sonar hefir gefiö út bækling með myndum, „Um hænsnarækt“, eftir Stefán Þorsteinsson, en kverið byggist á tveimur útvarpserind- um, seni höfundurinn flutti a'S til- hlutun (Búnaðarfélags íslands vor- ið 1937. í kverinu leggur höfund- urinn áherslu á að taka það fram, sem hann telur að mesta áherslu beri aö leggja á, „eigi hænsnarækt vor að verða arSvænleg atvinnu- grein“. Efninu er þannig skift: Hænsnarækt. FóSrun hænsnanna. HæsnahúsiS. Útungunin. Uppeldi unganna. — Frágangur er góSur. TIL LEIGU: FORSTOFUSTOFA, sól- rik, til leigu í Ingólfsstræti 9, niðri. Uppl. þar. (633 STÓR stofa og eldhús til leigu, Laugavegi 70 B, eftir kl. 5. — (429 2 HERBERGI og eldliús lil leigu á Laugaveg 70 B, eftir kl. 5. —_____________________(428 STÓR STOFA, hentug fyrir tvo, til leigu. Uppl. Brávallar- götu 8, uppi. (000 FORSTOFUSTOFA sólrík, til leigu í Ingólfsstræti 9, niðri. — (275 STOFA til leigu frá 14. maí á Hverfisgötu 58. (456 LÍTIÐ lierbergi með sérinn- gangi til leigu Bergstaðastræti 62. Uppl. í síma 4884. (525 ÍBÚÐ, 3 lierbergi og eldliús, til leigu. Uppl. síma 2630. (526 2—3 HERBERGI og aðgang- ur að eldliúsi fyrir fámenna fjölskyklu Grjótagötu 10. (528 I MIÐBÆNUM til leigu 4 herbergja ibúð (eða skrifstof- ur). Simi 1912.__________(531 SÓLRÍK stofa með sérinn- gangi fyrir einhleypa til leigu á Sólvallagötu 3. Sími 1311. — ________________________ (532 BÆR lil leigu í vesturbæn- um. Tilboð merkt „50“ leggist inn á afgi'. Vísis fyrir 11. þ. m. (533; 3 HERBERGI og eldhús, sól- rík, til leigu og sérstakt foi’- stofuherbergi og lítið kjallara- herbergi fyrir geymslu. Uppl. í síma 3262. (535 EINHLEYP eldri lcona getur fengið 1 herbergi með aðgangi að eldbúsi, til leigu frá 14. maí. Uppl. á Njálsgötu 11. (537 ÓDÝRT forstofuherbergi til leigu Ásvallagötu 16. (539 FORSTOFUSTOFA til leigu fyrir reglusamt fólk. Uppl. eftir kl. 6%. Spítalastíg 1A. (542 SÓLRÍK forstofustofa tíí leigu Hverfisgötu 98A. (541 2—3 HERBERGI til leigu. Uppl. í síma 3728. (545 3 HERBERGI og eldhús tíl leigu Aðalbóli, Þormóðss töSunr. (546 LÍTIO lierbergi til lelgie Laugaveg 70B. (548 SÓLARHERBERGI til Ieígit Laugavatnsliiti. Uppl. NjálsgöttB 78, II. hæð. ' (554: GÓÐ 3 herbergja íbúð til leigu. Sími 4764. (553> TVÆR ÍBÚÐIR: 2 herbergí og eldliús i lworri, til Ieigu. Uppl. á Öldugötu 41, versíun.- inni. (55® TIL LEIGU á Hörpugötu 23: Sólrik tveggja herbei’gia íbúð, með öllum nýtísku þægindunr.. ________________________ (562- 2 HERBERGI og eldliús. með 1 þægindum, til leigu á Blóm- | vallagötu 11. (563 SÓLRÍK forstofustofa f£S Ieigu Laufásveg 6, uppl. Simá 3993. ___________________(564 2 LÍTIL herbergi og eldhús til leigu frá 14. maí. Hjálpræð- islierinn. (565V LOFTHERBERGI, ásamf eld- unarplássi, ef vill, til feiguí Njarðargötu 29. (567 SÓLRÍK stofa, aðgangur að> eldhúsi lil leigu. Hverfisgötia 114. Uppl. eftir kl. 7. (5691 2 SAMLIGGJANDI sóTarher- bergi í miðbænum til leigu fyr- ir einhleypa. Píanö og fleira ._________________(574 LEIGIST ódýrt sérstök stofa, einnig 2 samliggjandi herbergL fyrir einhleypa. Lokastíg 9t —- (575, GOTT herbergi með innbygð- um fataskáp, til leigu á Ásvalla- götu 62. * (538 gæli fylgt. Tilboð óskast fyrir miðvikudagskvöld merkt „B.6‘L

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.