Vísir - 10.05.1938, Blaðsíða 1

Vísir - 10.05.1938, Blaðsíða 1
28. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 10. maí 1938. 109. A tbl. Olympíu-kvikmyndin. - - Afrek Leni Riefenstahl- Kveikt á fyrsta blysinu í Aþenu. Síðan Olympíuleikunum i Berlin lauk i ágústmánuði 1936, hafa allir iþróttavinir beðið með óþreyju eftir kvikmynd þeirri, sem þá var tekin af Leni Rief en- stahl og 42 aðstoðarmönnum hennar á þeim 2 vikum, sem leikirnir stóðu yfir. En nú er kvikmynd þessi tilbúin og var sýnd i fyrsta sinn í Berlin á af- mælisdegi Hitlers (20. april) að viðstöddum öllum sendiherrum erlendra rikja i Berlín, fulltrú- um þýsku stjórnarinnar og mörgum sigurvegurum frá ólympíuleikunum. Kvikmynd þessi mun skara fram úr öllum iþróttakvik- myndum, sem til þessa hafa verið gerðar. Alls voru teknar myndir á 400.000 metra langa myndaræmu. Ef athugað er að venjuleg kvikmynd er 3.200 mlr. löng, munu menn skilja, að það tók rúmlega mánuð fyr- ir frk. Riefenstahl að láta sýna sér allar ræmurnar, eftir að bú- ið var ao* framkalla þær. „Skurðurinn", úrvalið úr hin- um teknu myndum og sam- setning þeirra, er því aðalstarfið sem Leni Rief enstahl sem kvik- myndastjóri varð að inna af hendi, og er þetta engum hægt nema karli eða konu, sem er hvorttveggja i senn, þaulreynd- ur íþróttamaður og tilfinninga- næmur listamaður. Þessvegna var Leni Riefenstahl látin vinna verkið ein, frá upphafi til enda. Við tilbúning þessarar mynd- ar varð ekki einungis að vinna úr 400.000 mtr. myndaræmu, heldur úr eins miklu af hljóð- ræmum, enda voru hér í fyrsta sinn 8 mismunandi hljóðræmur (t. d. áhorfendahróp, fyrirskip- anir, fótatök hlaupara o. fl.) settar saman i eina heild. — Jafnhliða þýsku útgáfunni var gengið frá enskri, franskri og ít- alskri útgáfu. Listakonan vann 1% ár og tók ekki þátt í samkvæmislífinu á meðan. Að verkinu loknu spurði einn blaðamaður hana, hvort þessi mikla vinna hefði verið nauðsynleg og hvort ekki hefði verið hægt að komast af með minna. Hún svaraði: Nei, alt sem gerðist á Olympíuleik- unum, gerðist að eins þetta eina sinn á brotum úr sekúndum. Við urðum að taka myndir af öllu og öllum, við vissum ekki fyrirfram hver myndi sigra og gátum ekki heldur beðið sigur- vegarana að hlaupa eða stökkva einu sinni enu. Þá hefði alt orð- ið óeðlilegt, og ósatt. En mynd min átti að verða sönn mynd af fegurð íþróttanna, fegurð æsku heimsins og fegurð samstarfs allra þjóða veraldarinnar. Myndaræmurnar, sem ekki voru notaðar i áðalkvikmynd- ina, eru ekki glataðar. Þær eru notaðar sem kenslumyndir, sem um aldur og æfi munu bera vott um íþróttaafrek tuttugustu aldarinnar. Sjálfri myndinni er skift i 2 kafla, sem sýndir eru á tveim kvöldum. Fyrri kaflinn hefst á boðhlaupinu fná Aþenuborg til Berlínar og opnun leikanna. Síðan eru sýndar i þessum kafla allar greinar frjálsu iþróttanna, og lýkur kaflamun með hátiða- leik þeim, sem var sýndur í fyrri olympíuvikunni. Siðari kaflinn hefir að geyma þætti úr líf inu í olympiska þorp- inu og samkepnirini í tugþraut. Síðan eru sýnd: sund, skylm- ingar, siglingar, knattspyrna, leikfimi og kappreiðar. Enda- þátturinn fjallar um lokahátið- ina. Mynd þessi sýnir öllum, hvort sem þeir hafa sjálfir verið á leikunum eða ekki, meira en nokkurt. mannlegt auga komst yfir að sjá eða gat séð. Mynda- tökuvélarnar voru alstaðar, þær voru til taks a öllum tímum, þær sáu leikina frá öllum sjón- armiðum, með þeim voru einn- ig teknar myndir undir yfir- borði sundlaugarinnar. Ósk allra íþróttavina hér í bæ og annarstaðar á landinu mun vera sú, að fá myndina sem allra fyrst í íslenskt kvikmynda- hús. Sumarstarf K. F. U. M. í Vatnaskógi. I fyrravor um þetta leyti setti marga unga Reykvíkinga hljóða. Á götum og gatnamót- um var spurt og talað. Hefirðu heyrt það? Við fáum ekki Vatnaskóg i sumar. Og vana svarið var annað tveggja, svip- ur, sem var lif andi spurningar- merki, eða þung brún, og svar- ið dræmt og dauft. Jú, eg hefi frétt það. Enda komumst við ekki fram hjá þeirri staðreynd, að við urðum að víkja það sinn, vegna nauðsynjar á að einangra fé þar í skóginum, sem er af- girtur og þvi hinn ákjósanleg- asti staður til slikrar einangr- unar. En nú f áum við skóginn af t- ur. Og nú hefir hann enn meira aðdráttarafl fyrir alla, bæði gamla og unga, bæði þá, sem hafa dvalið þar og hina, sem langar til að reyna það, vegna þess, að þeir hafa heyrt mikið látið af því, — hafa heyrt þá, sem hafa reynt það, segja frá: „Hve dýrðleg dvöl er æ i drott- ins bræðrasveit", þvi þetta starf þarf ekki langrar lofgreinar, það lofar sig sjálft í reynslu og huga þeirra, sem hafa verið með. Nú hafa verið ákveðnir þrír flokkar í júlí. Verða þeir nán- ar auglýstir síðar, og upplýsing- ar gefnar. En efni þessarar greinar á að vera annað, — það er, að segja frá annari hug- mynd, sem nú er verið að koma í framkvæmd og við væntum að verða muni vinsæl og mikið notuð. Það er eins með starfið í Vatnaskógi og alt annað; það kostar peninga. Og það er ekki altaf víst, að viljinn og löngunin til að dvelja þar, standi í því nauðsynlega hlutfalli við pen- ihgana í vasa einstaklingsins. Þess vegna hefir það lengi við- gengist, að drengir hafa verið styrktir til dvalarinnar. En að því hefir mest unnið Y.-D. og svo hinn þröngi foringjahring- ur sumarstarfsins. En við vitum ekki um alla, sem æskilegt væri að styrkja, enda ekki þess megnugir, að styrkja alla. Þess vegna höfum við tekið upp þessa aðferð. Við höfum látið útbúa kort, sem gilda sem ávís- un á flokka, og verða seld með því verði, sem flokkarnir kosta, sem sagt kr. 20,00 fyrir yngri en 14 ára í viku, 25,00 kr. fyrir eldri og svo 5 kr. dýrari 10 daga flokkurinn. Þessi kort er svo hægt að kaupa og gefa, annað- hvort sem tækifærisgjöf (t. d. fermingargjöf, afmælisgjöf o. s. frv.), eða þá ef einhver þekti dreng, sem hann vissi að lang- aði upp eftir, en gæti ekki borg- að, að kaupa þá kort og gefa honum. Gjaldkeri sumarstarfs- ins, Árni Sigurjónsson, Þórs- götu 4, hefir kortin til sölu og sá sami fái ekki mörg. En færir inn nöfn þeirra, sem eiga að fá kortin, til að tryggja, að þiggjandinn þarf svo að gefa sig fram, þegar flokkar verða auglýstir. Eg hefi nú lokið við að skýra þetta mál, og vona að þetta megi verða mörgum dreng til ga^fu og einnig mörgum þehn til gæfu og gleði, er í framtíð- inni myndi gefa slíkt kort, — mætti verða til þess, að margir fölleitir drengir, sem ekki gætu lvomist út í sól og sumar vegna peningaleysis, þyrftu ekki að sitja heima, heldur mættu verða með, þar sem sólin skín næst- um þvi hvernig sem viðrar, og koma heim aftur hressir, glað- ij- og ánægðir. Hugsið út í þetta nú um ferm- ingarnar. Og hugsið um það, hvort þið ekki getið einmitt glatt einhvem þann á þennan liátt, sem annars færi á mis við gleðina. A. G. Frá umferdarráði Hjólreiðamenn. MuniS eftir að gefa ávalt áskil- in merki með hendi, við gatnamót, um þaS hvort þér ætliS aS aka beint áfram, eSa snúa til hægri eSa vinstri. Hjóliö ekki 2 eða fleiri sam- hliða, af því getur stafaS hætta fyrir ykkur sjálfa. HaldiS beint eftir akbrautinni, en akið aldrei í hlykkjum. Horfið ekki um öxl er þér akið eftir fjölfarinni götu. Bifreiðastjórar, hjólreiðamenn. ÞaS er hvorutveggja, ógætilegt og ósiSlegt, aS aka aS þarflausu öin götur og svæSi þar sem fólk hefir safnast til skemtigöngu eSa af öSrum ástæSum. ÞaS er bannaS aS aka eSa ríSa um götur þar sem fólk hefir safn- ast saman til aS hlusta á hljóS- færaslátt eSa þessháttar. Hjólreiðamenn. NotiS „kattaraugu" á aftara aurbretti reiShjóls yðar. GætiS þess aS reiSa ekki neitt þaS á hjóli ySar, sem er svo fyrirferSamikið, . aS þaS geti valdiS trafala eöa or- sakaS árekstur viS önnur farar- tæki. Slys vegna vöruflutninga á reiShjólum eru algeng hér í bæn- um. Bifreiðastjórar, hjólreiðamenn. GleymiS ekki aS tendra hin lög- boSnu ljós á farartækjum ySar á tilsettum tíma. LjósleysiS getur valdiS slysum. Bifreiðastjórar. ÞaS er óheimilt í Reykjavík, aS gefa hljóSmerki meS horni bif- reiSar, nema í tilefni af umferS- inni. HljóSmerki utan viS hús til aS kalla á farþega er alveg óþolandi, einkum aS næturlagi. Til hjólreiðamanna. r. Á hverju reiShjóli mega ekki vera fleiri menn en þaS er gert fyrir. 2. SleppiS aldrei báSum höndum af stýrinu í senn. LEIÐANGUR LAUGE-KOCH. Mynd þessi er af stöðvarskipi leiðangursins, „Gustav Hohn", með „Heinkelflugvélina" á afturþilfari. — Eins og getið hefir verið í skeytum undanfarna daga, flaug Lauge-Koch norður með Noregsströndum og frá Noregi til Kingsbay á Svalbarða, þar sem hann er nú. Beið Gustav Holm flugvélarinnar þar. — Tilgangurinn með leiðangrmum er að rannsaka ókunnar eyjar fyrir norðan Grænland. ERNIR. Siðari hluta vetrarins hafa útvarpinu borist frá nokkurum mönnum fréttir um erni. — Dæmi eru til þess, að margir hafi sést í senn. — Fréttaritari útvarpsins i Dölum skrifar ný- lega: Sigvaldi Indriðason að Skaröi á Skarðsströnd segir mér, að svo megi heita að það sé dagleg- ur viðburður, að þar sjáist ernir — og venjulega 3—4 saman. — Flestir hafa þó sést 9 i hóp, það var í vor sem leið. — Kjartan bóndi Eggertsson í Fremri- Langey var þá að vitja um fé í Kiðey, sem liggur í Hvamms- firði, um það bil miðja vega milli Skarðsstrandar og Stykk- ishólms. — Þegar hann lenti við eyna, flugu þar upp í einum hóp 9 ernir, allir f ullorðnir, að 3. HafiS ávalt báSa fætur á stig- sveifunum: 4. MuniS aS hafa bjölluna í lagi. 5 MuniS aS tendra ljóskeriS á tilsettum tíma. 6. FariS ekki hraSara en svo aS þiS getiS stöðvaS þegar í staS þar sem vegur er sleipur, þar sem umferS er mikil, í bugS- um og viS gatnamót. 7. HjóliS ekki um gangstéttir né yfir þær, ekki heldur inn eSa út úr hliSum. Ökumenn. 37. gr. lögreglusamþyktarinnar hijóSar svo: „Ef vegfarandi veldur slysi, hvort sem þaS er hans sök eSa ekki, skal hann þegar nema staS- ar, skýra frá nafni sínu og heim- ilisfangi, ef þess er krafist og hjálpa þeim sem slasast hefir, ef þörf gerist ? AS hraSa sér burt eSa hlaupa í felur aS afstöSnu slysi eins og stundum hefir átt sér staS, er engum ærlegum manni sam- boSiS, auk þess sem þaS er brot á almennri reglu". því er virtist. Sveimuðu þeir góðan tíma yfir eynni, en flugu siðan áleiðis til lands. — Kjart- an gerði orð á því, hversu það hefði verið tilkomumikið að sjá þessa stóru og svipmiklu fugla sveima yfir sér alla i senn. — Guðmundur Jónsson frá Jónsseli í Hrútafirði skrifar ný- lega: 1 smalamensku síðastliðið haust átti eg leið fram hjá svo- kölluðum Þrívörðum, vestast í landareign þeirri, er Bær í Hrútafirði á, og aá eg þá ofan á einhvern fugl er sat þar utan í grasbala uppi á klettinum. Hélt eg fyrst að það væri fálki, en þegar eg nálgaðist, sá eg að fuglinn var stærri, og lika fanst mér hann nokkuð þaulsætinn. Kom mér þá til hugar að það væri örn og var það svo, en vart hef eg átt nema 10—20 metra að honum þegar hann flaug upp. Hygg eg að þetta hafi verið f ull- orðinn fugl eftir stærðinni að dæma, enda er mér ekki kunn- ugt að ernir verpi hér i nágrenni og eru þeir mjög sjaldséðir gest- ir í Hrútafirði. BÆKUR OG RIT Freyp. Mars-hefti búnaSarblaSsins „Frey" kom út fyrir nokkuru. Af hinum ýmsu greinum blaSsins vekur langsamlega mesta athygli grein Ásgeirs Einarssonar dýra- læknis um „alvarlegan kjötgalla og orsök hans", sem er „nýr sníkjudýrasjúkdómur sauSfjárins Coccidiosis". Kom þaS fyrir á ReySarfirSi viS sauSfjárslátrun s.l. haust, aS fjöldi kroppa, bæSi af lömbum og fullorSnu, frá tveimur 1>æjum, „þornuSu alls ekki, hversu lengi sem þeir voru látnir hanga, og stirSnuSu einnig illa. Auk þess voru flestir skrokkarnir holdþunn- ir, einkum ef tekiS er tillit til fjár-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.