Vísir - 12.05.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 12.05.1938, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S I m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vinnulög- gjofin. Á fundi þeim, sem kommún- istar boðuðu til, og haldinn var í fyrrakvöld, var samþykt eftir- farandi ályktun: „Almennur verkalýðsfundur, haldinn að tilhlutun Dagsbrún- ar, Iðju, Sveinasambands bygg- ingarmanna o. fl. mótmælir harðlega lögum um stéttafélög og vinnudeilur, sem Alþingi hef- ir nú samþykt. Fundurinn telur lög þessi óviðunandi fyrir verka- lýðssamtökin, að ekki verði við þau búið og telur það óhjá- kvæmilega nauðsyn að verka- lýðsstéttin standi saman um að koma í veg fyrir að lögunum verði beitt gegn verkalýðssam- tökunum og frelsi þeirra, eins og andstæðingar verkalýðsins ætlast til, þannig að verstu ó- frelsisákvæði laganna reynist óframkvæmanleg, verði afnum- in í framkvæmd og síðan úr lögum svo fljótt sem unt er.“ Fundur þessi var fásóttur og auðvirðilegur, en nokkur kommúnistaskrifli töluðu þar yfir auðum bekkjum um fjand- menn verkalýðsins, og boðuðu blóðug átök vegna vinnulöggjaf- arinnar. Eini þingflokkurinn, sem Iief- ir talað um að beita vinnulög- gjöfinni gegn verkalýðssamtök- unum eru kommúnistar sjálfir, en engum öðrum hefir dottið það i hug. Kommúnistar eru og hafa verið fjandmenn verkalýðsins eins o,g fordæmið í Rússlandi sannar, þvi að þar má enginn verkamaður gera kröfur, — ekki einu sinni um lífsnauð- synjar og sæmilegan aðbúnað, — hvað þá heldur að verka- mennh'nir megi stofna til verk- falla til þess að fá kjör sin bætt. Þ\rí neitar enginn að nauðsyn ber til að efla atvinnulifið hér i landi og auka atvinnuna verkamönnum til handa, en það er segin saga, að ef einhver ætl- ar að hefjast handa um ein- liverjar framkvæmdir, scm að, gagni mega koma, rís öll rauða hersingin upp og vinnur að því öllum árum að slíkt takist ekki. Þessu til sönnunar nægir að benda á Eskifjörð, Seyðisfjörð og aðra staði þar, sem komm- únistar vaða uppi. Á Eskifirði ræður Arnfinnur Jónsson ríkjum, en þar eru flestir bæjarbúar á hreppnum og hreppurinn á ríkinu. Rikið greiðir til hrepps þessa ca. 60— 100 þúsundir króna á ári, geng- ur í ábyrgðir fyrir þau fyrir- tæki, sem þar hafa verið rekin, greiðir jafnvel afborganir og kvaðjr af bátum einstakra manna, og kommúnistarnir hvetja menn til að þiggja hinn opinbera styrk, en ekkert er gert til að reyna að bjarga fólk- inu frá tortímingu iðjuleysisins. Á Seyðisfirði ætluðu ýmsir framkvæmdamenn að ráðast í fyrirtæki, sem hefðu getað veitt fjölda manns atvinnu. Þar eru nokkurir konnnúnistar, sem að visu hafa gengið kaupum og sölum milli flokka, en nenna ekki að vinna sér inn fé á annan hátt, og nú risu þeir upp og samþyktu svo háan kauptaxta að framkvæmdamennirnir urðu að hætta við fyrirætlanir sínar. Síldarverksmiðjan á Seyðisfirði var fullsmíðuð og varð að reka starfsemi sina í sumar, en árangurinn var stórtap og eyði- Iegging á starfsemi verksmiðj- unnar. Þetla eru ær og kýr komm- únistanna. Svo ætla þessir menn, sem nenna ekki að vinna fyrir sér og sínum, en eru ýmist ómagar á Rússum, bæjar eða ríkis-sjóðnum, að risa upp og lióta stólfótaaðgerðum, af því að tilraun er ger frá löggjafans hálfu til að friða landið. Kommúnistar vinna öll sin verk verkalýðnum til óþurftar og hugsa um það eitt að afla flokksstarfsemi sinni fjár á lians kostnað. Starf þeirra stefnir til niðurrifs en ekki uppbyggingar, og islenskir verkamenn snúa baki við þeim og þeirra starf- semi með fullri andstygð og fyrirlitningu. Þá uppskera þeir eins og sáð hefir verið. Hafísmn fjarlægist Vísir átti tal við Jón Eyþórs- son veðurfræðing í morgun og leitaði fregna af hafísnum. Aðalísbreiðan hefir færst frá landinu, sagði J. E., og sést að- eins frá nyrstu stöðum lands- ins, en íshrafl hefir þó orðið eftir utarlega á Húnaflóa. Frá Grímsey er símað í morg- un, að dálitið ískrafl sjáist í norðaustri, en frá Gjögri, að mikið ísrek sé á Húnaflóa. — Fregn frá Raufarhöfn hermir, að frá Rifstanga sjáist ís á reki austur eftir. Veður hefir heldur hlýnað, en sennilega helst norðanáttin eitthvað enn. Eldborgin sigldi gegn um 30 sjómílna ísasvæði í gær norð- vestur af Skagaströnd. Fregnir þær, sem hér fara á eftir, bárust FÚ. í gær: Inn á Reykjarfjörð syðri, á Ströndum, komu í gær 4—5 jakar og íshröngl er landfast i Trékyllisvik og þar fyrir norð- an. Einnig eru jakar á stangli inni á vestanverðum Plúnaflóa. Enginn hafís vár sjáanlegur við Skaga í gær — hvörki frá Ketu eða Kálfshamarsvik — að undanteknu lítilsháttar íshrafli, er sést frá Kálfshamarsvík langt vestur í flóa. Skygni var frem- ur gott. Á Skjálfanda hefir ekkert orðið vart við ís síðustu daga, enda lengst af vont skygni. Þjöfsaðar og drykkjoskapnr. Utanbæjarmaður nokkur, sem hér er gestkomandi, saknaði fjáfc- nokkurs, um 150 kr., síðasl- liðna nótt, en maðurinn var við vín og í kvennahópi. Annar maður, sem einnig var við vín, i kvennalióp, saknaði peninga sinna. Lögreglan hefir mál þessi til atliugunar og er vafa- samt, að um þjófnað sé að ræða, a. m. k. í öðru tilfellinu. Uppreistin í Braziiíu bæld niður Foringjar uppreistarmanna veröa leiddir fyrir herrétt. EINKASKEYTI TIL VlSIS London, í morgun. Lögreglan í Rio de Janeiro tilkynnir, að leiðtogi uppreistarmanna hafi verið handtekinn, á- samt öllum helstu forsprökkum þeirra öðrum. Aðalleiðtoginn heitir Plinio Salgada. Að afstöðnum bardögum fundust lík 15 uppreistar- manna í vopnabúri flotans, en 25 í nánd við Guanabara- höllina. Um 500 uppreistarmenn voru handteknir. Lögreglustjórinn í Rio de Janeiro segir, að hér hafi verið um tilraun til byltingar að ræða af hálfu fascista, en þeim sé hin nýja stjórnarskrá landsins þyrnir í auga. Lögreglustjórinn neitar því eindregið, að almenn- ingur í Brazilíu sé fylgjandi fascisma. United Press. frá f London, 11. maí. — FÚ. Del Vayo, utanríkismálaráð- herra Spánar, réðist á ensk-ít- alska sáttmálann, í ræðu sem hann flutti á fundi Þjóðabanda- lagsráðsins í Genf i dag. Hann hélt því fram, að Bretar viður- kendu með sáttmálanum í raun og veru íhlutunarrétt ítala um Spánarstyrjöldina. Del Vayo fór fram á það, að Þjóðabandalagið skipaði nefnd til þess að rann- saka hversu víðtæk íhlutun er- lendra ríkja um Spánarstyrjöld- ina væri, og ennfremur fór harin fram á j)að, að afnumið yrði bannið gegn sölu á vopnum til Spánar. Svissneski fulltrúinn flutti er- indi um hlutleysi Sviss, en Lit- vinof lagði til að nefnd yrði fal- ið að rannsaka hinar lögfræði- legu hliðar þessa máls. í Genf hefir væntanleg koma Abessiniukeisara vakið hina mesiu athygli. Frakkar vii’ðast óttast, að koma keisarans til Genf mundi valda afturkipp í samningagerðum þeirra við ít- ali, ekki sist ef keisaranum verð- ur Ieyft að tala á Þjóðabanda- lagsráðsfundinum, en Abessin- íumálin eru til umræðu á morg- un. ! Halifax lávarður flutti ræðu á fundinum í dag. Viðvikjandi kröfu del Vayos um að vopna- bannið yrði afnumið, og ásök- unum hans í garð Breta, hélt Halifax því fram, að breska stjórnin hefði sýnt fullkomið hlutleysi i Spánarstyrjöldinni og að liún væri enn þá þeirrar skoðunar, að hlutleysisstefnan væri ekki eingöngu æskilegust í þessu máli, heldur hin eina sem unt væri að reka. Fulltrúi Chile var einn ræðu- manna á fundi í dag. Lagði hann liina mestu áherslu á nauðsyn þess, að endurskipuleggja starfs- aðferðir Þjóðabandalagsins, og sagðist hann álíta að Þjóða- bandalagið ætti i þeim sökum að leita samvinnu við þjóðir sem utan við það standa, eins og t. d. Bandaríkin. Oslo, 11. maí. Lauge Iíoch flaug í gær í Dor- nierflugvél sinni frá Iiingsbay á Svalbarða til Norðaustur-Græn- lands meðfram ströndum þar og svo aftur til Svalbarða. Vega- lengdin er 1195 kilómetra. — Ekkert land sást á þessari leið, sem eigi var áður kunnugt um. — NRP. — FB. Ainoy fallin Japðnmn i hendar EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Japanir hafa náð borginni Amoy á sitt vald eftir harða bardaga, segir í fregnum frá Hongkong, og eru heimildármenn fregnarinnar erlendir flotaforingjar þar í borg. Fullyrða þeir, að Japanir hafi nú hertekið alla borg- ina, en kínverskar hersveitir verjast enn víða á eyjunni. Virki Kínverja við Amoy eru gereyðilögð, en borgin sjálf varð fyrir tiltölulega litlum skemdum. PÓLITÍSKIR FLÓTTAMENN AÐSTOÐAÐIR. London í morgun. Utanríkismálaráðuneytið í Washington tilkynnir, að fulltrúar þrjátíu þjóða komi saman á fund í Evian í Frakklandi þ. 6. júlí, til þess að ræða um aðstoð til handa pólitískum flóttamönnum frá Austurríki og Þýskalandi. United Press. Max Schmeling og Joe Lonis keppa nm heims- meistaratign í hnefaleik (þyngsta flokki) 24. jnní Daily Express skýi-ði frá því fyrir nokkuru, að Max Schmel- ing mundi leggja af stað frá Þýskalandi áleiðis vestur um haf í byrjun yfirstandandi mán- aðar, til þess að gera tilraun til að vinna heimsmeistaratitilinn af Joe Louis. Kepnin fer fram i Madison Square Garden í New York. Schmeling er átrúnaðargoð þýskra íþróttamanna, segir Henry Rose í Daily Express. Hann berst fyrir því af áliuga, að Þjóðverjar stundi íþróttir og neyti hvorki áfengis eða tóbalcs. Ef Max Sclimeling sigrar verður hann fyrsti hnefaleiks- kappinn í þyngsta flokld, sem vinnur aftur lieimsmeistaratign sína. Ankning vélbáiaflotans, Fjórir vélbátar væntanlegir frá útlöndum bráðlega. — Á Gullfossi síðast fóru utari fjórar skipshafnir, 3—4 menn hver, til þess að sækja vélbáta, sem keyptir hafa verið hingað til lands. Einn báturinn er sóttur til Danmerkur og er eigandi lians Magnús í Höskuldarkoti. Hinir eru smiðaðir í Sviþjóð, en voru seldir til Englands, og þar voru þeir keyptir bingað.. Einn þeirra keypti Sigurður Ágústsson í Stykkishólmi, ann- an Ilaraldur Böðvai'sson og Co. í Sandgerði og þann þriðja Ivar- vel Jónsson úlvegsmaður í Njarðvikum. aðeins iLoftur. FRÁ HÖFNINNI I AMOY. Þinglausnir í dag. I dag verður þingi slitið og- hefir það selið á rökstólum í læpa þrjá mánuði. Þingstörfin liafa að þessu sinni gengið mis- jafnlega, og fór langur tími i: samningagerð stjórnarflokk- anna, en þingmál öll voru van- rækt á meðan á því stóð. Undir lok þingsins er svo öllum mál- um hraðað, jafnvel um of, og meira hirt um að koma málun- um frá, en að vanda afgreiðslu þeirra. Þetta þing, sem nú hefir setið, hefir unnið það sér til ágætis að afgreiða vinnulöggjöfina og heimilað ríkisábyrgð fjæir hila- veituláni Reykjavíkurbæjar, en bæði þessi mál eru hvort á sínu sviði einhver þýðingarmestu málin, sem afgreidd hafa veri® frá Alþingi. Ekkert slys við Faxaflöa á vei tið- innl „Þess er áreiðanlega vert aS geta“, sagði Jón Bergsveinsson, erindi-eki Slysavarnafélagsins, við tíðindamann Visis í morgunj „að á vertiðinni, sem lauk í gær varð ekkert slys á skipum úr verstöðvum við Faxaflóa, —- enginn sjómaður druknaði af bátum úr verstöðvunum, né af togurum eða línubátum. — Frá Vestmannaeyjum fórst einn bátur með 5 manna áhöfn. og af bát frá Stokkseyri drukn- uðu 2 menn, svo sem áður hef- ir verið getið.“ „Er það ekki eins dæmi, að engin sjóslys verði á vertíð- inni á skipum úr verstöðvunum við Faxaflóa?“ — „Það er vafalaust fátílt,“ sagði Jón Bergsveinsson, „og það liefir a. m. k. ekki komið fyrir frá því Slysavamafélagið hóf starfsemi síria.“ Bálfapip í Nopegi 1937* Samkvæmt skýrslu frá Norsk Kremationsforening voru 145$ bálfarir í Oslo á sl. ári. Ilinn frægi málari, Alf Rolfsen, lauk við að prýða bálstofuna með málverkum sínum, og stjórnaði biskupinn, dr. Elvind Berggrav, hátíðasamkomu, sem lialdin var i þvi tilefni. — í Stamsund, sem er fisldver í Lofot, norðar en Island, hefir verið komið upp krematorium. Fjórar bál- stofur eru í byggingu, — í Moss, Hamar, Kristianssund og Krist- ianssand, og verðaþær telcnar til notkunar á þessu ári. í Töns- berg hafa efnamenn ánafnað 130 þús. kr., en í Sandafjord 50 lil þess að koma upp bálstofum. — Norðmenn hafa verið seinni á sér en Danirf og Svíar að talc upp bálfarir. En lireyfingunni vex nú mjög fylgi um alt land- ið, eins og liinar nýju bálstofu- byggingar bera með sér. (Tilk. frá Bálfararfélagi Islands - FB.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.