Vísir - 13.05.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 13.05.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F, Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verii' 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hitaveitan. 1 LÞINGI var slitið í gær. Síð- “ asta verk þingsins var sani- þyktin á lögunum um rikís- ábyrgö á hitaveituláninu. Það hefir áður verið gerð grein fyrir þvi hér i blaðinu, að þó að það hafi ekki verið gert að skilyrði fyrir lánveitingu lil hitaveitunnar, af væntanlegum lánveitendum, að ríkisábyrgð fengist fyrir láninu, þá hafi ekki þótt hættandi á það, að fá ekki heimild þingsins til þess að ábyrgðin yrði veitt, ef til þyrfti að taka. Eigi að síður gripu öf- undarmenn Reykjavikurbæjar á Alþingi fegins hendi þetta tæki- færi, til þess að reyna að hnekkja þeim „ofmetnaði“, sem þeim fanst Reykvíkingar haldn- ir af, þó að þeim mætti vera það ljóst, hve lítils þeir séu megn- ugir, ef ekki nyti við náðarsam- legrar forsorgunar ríkisvaldsins í höndum framsóknarmanna og socialista á Alþingi og í rikis- stjórn. Það virðist nú hinsvegar svo, sem þeim framsóknarmönnum og socialistum þyki ekki „mest um það vert, að vera sem vitr- astir“, þegar þeir „hreykja sér“ sem mest af því, hversu þeir láti velgerðum sínum „rigna yfir rangláta“ í Reykjavík, jafnt sem réttláta annarsstaðar á landinu, svo óverðskuldað sem allir megi sjá að það sé. Þeir duldust þess á engan hátt í ræðum sínum um rikisábyrgðina á liitaveitulán- inu, að það væri umfram alla verðleika, af hálfu Reykvíkinga, ef ábyrgðín yrði í té látin. Og það var þó ekki svo mjög fyrir þá sök, að Reykvíkingar væri svo vondir menn, og væri þeir þó að sjálfsögðu allvondir, og ekki á það bætandi. Hitt væri þó miklu verra að svo „hraksmán- arlega“ hefði verið farið með sjálft hitaveitumálið af þeirra hálfu, og svo ábótavant væri öllum undirbúningi þess, að alt mætti í því efni heita betur ó- gert, sem borgarstjóri og bæjar- stjórn hefði aðhafst í þvi. — En ef þessir ræðumenn hefðu viljað leggja stund á það, „að vera sem vitraslir“ í málflutn- ingi sinum, þá hefðu þeir vænt- anlega forðast slík gifuryrði og gert sér það Ijóst, að þau hlytu að koma þeim sjólfum og þeim einum í koll, ef þeir að lokum greiddu atkvæði með ábyrgð- inni — eins og þeir gerðu! í blöðum framsóknarmanna og socialista hefir því verið haldið fram, að það væri með öllu „óforsvaranlegt“ og full- komið glapræði, að ráðast í hitaveitu frá Reykjum, án þess að rannsaka til hlitar livort væri betri skilyrði í Henglinum eða Krýsivík. Socialistar létu þau orð falla á Alþingi, að þeir ætluðust til þess, að ríkisstjórn- in annaðist um, að slik rann- sókn yrði látin fara fram, áður en sú ábyrgð yrði tekin á láni til liitaveitunnar, sem um var rætt að veita heimild til. Þeir Jétu það í veðri vaka, að þessi rannsókn ætti ekki að þurfa að tef ja fyrir framkvæmd hitaveit- unnar, þó að annað væri að vísu óhugsandi. En fjármála- ráðherrann kvað það ekki koma til mála, að nokkur slík rann- sókn yrði gerð, og ef ábyrgðar- heimildin yrði samþykt, þá yrði ábyrgð veitt fjrir láni til Reykjaveitunnar og engin önn- ur hitaveita kæmi til greina í þvi sambandi. Og socialistarnir „átu ofan í sig“ gífuryrðin og greiddu atkvæði með ábyrgð- inni. Og slíkt hið sama gerðu framsóknarmennirnir. Þeir fengu því áorkað í sam- einingu, að ekki var gefin heimild til þess að ábyrgjast hærra lán en sem svaraði 90% af stofnkostnaði hitaveitunnar. Það verður óhjákvæmilega til þess að gera lánskjörin i lieild nokkuru óhagkvæmari. En fyr- ir þá sök verða afnot hitaveit- unnar nokkuru dýrari. Við það verður þó að sitja, og úrslita- þýðingu hefir það enga fyrir framgang málsins. Norsklr ótgeríarmenn mótmæla lögom nm vlnnntíma á skipnm Oslo 12. mai. Hið nýja útgerðarmannafélag í Oslo samþykti einróma á fundi sínum í gær tilmæli til Útgerðarmannasambandsins að mótmæla kröftuglega hinum nýju lögum um vinnutíma á skipum. Félagið bendir á, að lagafrumvarpið gangi miklu lengra og leggi þyngri byrðar á útgerðina en Genfarsamþyktin. Félagið bendir ennfremur á, að lögin myndu koma hart niður á þeim, sem gera út smá skip, og eiga við erfiðleika að stríða vegna núverandi flutninga- kreppu, enda hafi orðið að leggja mörgum skipum. Þá tel- ur félagið, að það geti haft al- varlegar afleiðingar, að leggja þjmgri byrðar á norska skipaút- gerð en keppinautamir verði að bera og geti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulífið og sjómannastéttina — og loks, að éin afleiðing Iaganna yrði sú, að styrk ríkisins til strandferð- anna yrði að auka að miklum mun. NRP—FB. NORÐMENN HORFNIR FRÁ AÐ HAFA FLJÓTANDI SÍLDARVERKSMIÐJU VIÐ ÍSLAND í SUMAR. Einkaskeyti frá Khöfn 12. maí. FU. Norska fréttastofan tilkynnir í dag, að félag útgerðarmanna í Álasundi og félagsdeild norska sjómannasambandsilis þar í borginni hafi sent verslunar- málaráðuneytinu sameiginlegt álitsskjal þar sem þess er kraf- ist, að með því að ekki verði unt að hafa fljótandi síldar- verksmiðjur á veiðisvæðunum við ísland í sumar, verði rtorska ríkið látið verja til þess allmik- illi fjárhæð að styrkja flutninga á bræðslusíld frá Islandi til Nor- egs. Fþessu skjali er því haldið fram,að norska síldarverksmiðj- an Ægir á íslandi hafi í fyrra keypt minni síld af Norðmönn- um en þeim bar samkvæmt viðskiftasamningnum og borg- að íslendingum hærra verð fjr- ir síldina en Norðmönnum. Þá er einnig kvartað yfir því, að Loítvarnir Breta taldar ófnllnægjanili og of mikill semagangnr á iramleiösin hernaðarflngvéla. StjéFnapandstæðingar og stuðningsmenn síjórnar- innar krefjast frekari framkvæmda og öflugpi flugflota. EINKASKEYTI TIL VlSIS London, í morgun. Dmræðurnar um loftvarnir Breta í neðri mál- stofunni í gær, leiddu mjög berlega í ljós, að ekki eingöngu andstöðuflokkar stjórnarinnar, heldur og allmargir þingmenn úr íhaldsflokknum, líti mjög alvarlegum augum á það, hversu hægt miðar að koma loftvörnum landsins í það horf, sem nauðsynlegt er talið. Stjórnarandstæðingar og margir stuðningsmenn stjórnarinnar líta svo á, að upplýsingar þær, sem stjórnin gaf í neðri málstofunni, sé alls ekki fullnægj- andi og muni á engan hátt draga úr áhyggjum manna. Þeir, sem óánægðir eru, sameinuðust um að leggja fram kröfu um nýjar umræður um loftvarnarmálin og ennfremur, að skipuð verði nefnd til þess að taka til rækilegrar athugunar loftvarnarmál Bretlands. Að þessari tillögu standa allir þingmenn verkalýðsflokks- ins og Frjálslyndaflokksins og tuttugu þingmenn úr íhaldsflokknum. Henlein fór flugleiðis til London í gær. Mun hann skýra þar kröfu flokks sínso ■j i EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Henlein, leiðtogi Sud- eten-Þjóðverja, kom til London í gær í flugvél, og hefir koma hans þangað vakið mikla athygli um alla álfuna. Er ýmsum getum að því leitt, hver til- gangurinn sé með komu hans þangað, en að því er United Press hefir fregnað mun hann ræða við ýmsa stjórnmálamenn um kröfu flokks síns. Fara þessar við- ræður fram í dag. Vinir Henleins í London, en þar hefir hann dvalið áður, voru þess mjög hvetj- andi, að hann kæmi til Lon- don og ræddi við breska stjórnmálamenn. Töldu þeir hyggilegt af honum að ráðgast við þá og endurnýja kunningsskap sinn við menn í Bretlandi. Henlein mun að eins hafa skamma viðdvöl í London. Sennilega leggur hann af stað til Prag þegar í kvöld. United Press. Vekur það að sjálfsögðu mikla athygli, að svo marg- ir þingmenn úr flokki stjórnarinnar, skuli hafa sam- einast andstæðingum hennar í svo mikilvægu máli, sem hér er um að ræða. Sá, sem stendur fremstur í flokki þeirra manna, sem krefjast þess, að undinn sé bráður bugur að því, að koma loftvörnunum í viðunandi horf, er hinn ótrauði og gunnreifi bardagamaður, Winston Churchill, sem manna mest hefir hvatt til aukins vígbúnaðar í Bret- landi. United Press. London, 13. maí. FÚ. í neðri málstofu breska þings- ins fóru í dag fram umræður um aukningu loftflotans. Hugh Seeley, úr flokki frálslyndra manna, hóf umræðurnar. Sagði hann, að bæði innan þingsins og utan þess gætti all-mikillar óánægju með framkvæmdaleysi stjórnarinnar og einkanlega með nefndína, sém send hefði verið til Ameríku til þess að kaupa flugvélar. Þessi nefndar- sending sýndi best, sagði hann, að vígbúnaður í lofti væri skemra á veg kominn en hann ætti að vera. Þó hefði Baldwin jarl, í forsætisráðherratið sinni, sagt að stærð loftflotans ætti að miðast við stærð loftflota þeirra þjóða, sem vænta mætti að lcynnu að verða óvinir Breta, ef lil styrjaldar kæmi. í dag hafði Þýskaland 8000 flugvélar, og af þeirri tölu 3500 árásarflugvélar. I»ýskar flugvélaverksmiðjur gætu framleitt 400 til 500 flug- vélar mánaðarlega. Eftir eitt ár myndu Þjóðverjar hafa 6000 á- rásarflugvélum á að skipa. Yæri þetta miklu liærri tala en tala breskra árásarflugvéla, og hélt hann þvi fram, að stjórninni hefði farið verk hennar mjög illa úr hendi. norsk veiðiskip hafi orðið að þoka frá bryggjum þessarar verksmiðju fyrir íslenskum tog- urum, og er þetta fært fram sem rök fyrir því, að norska ríkið verði að hlutast til um að skapa síldveiðimönnum sínum við Island betri aðstöðu en þeir liafa notið hingað til. Winterton lávarður, flugmála- ráðherrann, svaraði fyrir hönd stjórnarinanr. Hann sagði, að nefndin, sem liefði farið til Ameriku, ætti eingöngu að rannsaka möguleika á því„ hvað hægt væri að kaupa af flug- vélum lianda varaliði loftflot- ans, ef þess kynni að gerast þörf. Nefndinni væri alls ekki ætlað að kaupa flugvélar fyrír aðal-loftflotann, enda gerðist þess ekki þörf, þar sem fram- leiðsla í enskum flugvélaverlc- smiðjum gengi ágætlega, og myndi breski loftflotinn hafa 3500 flugvélum á að skipa í mars 1940, þar af 2270 árásar- flugvélum. Þar með væru þó ekki taldir loftflotar samveldis- landanna, sem Brelar gætu reitt sig á ef til styrjaldar kæmi. Hann kvað bresku stjómina mjög hlynta þvi, að flugvéla- framleiðsla jrrði aukin í Kan- ada, og myndi hún þá ætíð geta sótt þangað flugvélar ef eitt- hvað skorti á styrkleika breska flotans. Flugmálarálierrann skýrði frá því að i ráði væri að koma j upp 30 flugstöðvum í viðbót við þær sem fyrir eru. í flug- vélaiðnaðinum í Englandi væru nú 90.000 manns, samanborið við 30.000 árið 1935. Þessar töl- ur, sagði hann, gæfu glögga hugmynd um aukningu þá, sem orðið hafði i vígbúnaði Breta í lofti á þessu tímabili. Þetta mál var einnig til um- ræðu i efri deild þingsins og hafði Snell lávarður, úr flokki jafnaðarmanna, orð fyrir sjórn- arandstæðingum. Halle Selassie hjltur viS komuna til Genf. Oslo 12. maí. Haile Selassie, fyrrverandi keisari í Abessiniu, kom til Genf í dag, og var hyltur við komu sína af miklum mannfjölda. Er talið, að menn hafi verið í þús- undatali í nánd við stöðina, er hann kom þangað. Á fundi ráðs Þjóðabandalagsins í dag um Abessiniumálið fékk Selassie orðið og krafðist hann þess, að það jrði la,gt fyrir þing Þjóða- bandalagsins, hvort viðurkenna skyldi yfirráð Itala í Abessiniu. NRP—FB. Landon 13. maí. FÚ. Fulltrúi Nýja Sjálands á Þjóðabandaiagsfundinum íGenf mælti afdráttai’laust á móti því, að yfirráðaréttur Itala i Abes- siníu væri viðurkendur, i um- ræðunum um þetta mál á fund- inum i gær. Sagði hann að stjórn Nýja Sjálands myndi aldrei veita ítöluin þá viður- kenningu. Á móti viðurkenn- ingu á stjórn Itala í Abessiníu mæltu einnig fulltrúar Sovét- Rússlands, Chile og Boliviu. Frakkar, Pólverjar o. fl. fylgdu Bretum að máli. Forseti fund- arins, sem er fulltrúi Dana, gaf þann úrskurð, að eklci væri nauðsynlegt að kalla saman Þjóðabandalagsþing til þess að ræða málið, en sér virtist það vera skoðun meiri hlutans, að liver þjóð réði því sjálf, hvaða afstöðu liún tæki til málsins. MÁLVERKASÝNING HÖSKULDAR BJÖRNSSONAR. Einkaskeyti frá Khöfn 12. maí. FÚ. Höskuldur Björnsson málari opnar í dag sýningu í Oslo á vegum Listvinafélagsins þar. Aftenposten flytur í gær mjög vinsamlcga grein eftir Halldór Kiljan Laxness um list Hösk- uldar. DANSKT BLAÐ RITAR UM ENDURHEIMT ÍSLENSKRA FORNRITA. Einkaskeyti frá Khöfis 12. maí. FÚ. Blaðið Nationaltidende flytur í gær grein um kröfu Islands, þá sem fram liefir komið á Al- þingi, um að íslenskum gögn- um verði skilað úr dönskum söfnum. Bendir blaðið á, að nú- gildandi sáttmála milli íslands og Danmerkur megi segja upp eftir stuttan tíma og sé þvi mjög skiljanlegt, að íslendingar komi nú fram með kröfuna.. Hinsvegar telur blaðið, að ekki verði um það deilt, að þessir hlutir tilheyri Danmörku, og að óhugsandi sé, að danskur ráð- lierra geti farið fram á það við stjórn sina, að aftur sé skilað óbætanlegum gögnum, jafnvel l>ótt ísland eigi í hlut. BRETAR MÓTMÆLA LOFTÁRÁSUM. Oslo í dag. Samkvæmt skeyti til Dag- liladet hefir breska stjórnin sent harðorða orðsendingu til stjórnar Francos fyrir loftárás- ir flugmanna hans á þrjú bresk skip, sem lágu í höfnum í þeim hluta Spánar, sem lýðveldis- sinnar hafa á sínu valdi. NRP —FB. MERKUR NORÐMAÐUR LÁTINN. Oslo 12. maí. Hinn kunni augnæknir, Sig- urd Ilagen, prófessor við há- skólann í Oslo, er látinn, 53 ára að aldri. NRP—FB. í Einkaskeyti frá Khöfn 12. maí. FÚ. Norska stjórnin gerði það að fráfararatriði i gær í þinginu, ef samþykt yrði tillaga sem Bændaflokkurinn liafði flutt um að taka upp smjörnotkun í norska hernum i staðinn fjrir smjörlikisnotkun. ‘ — Tillaga Bændaflokksins féll þvi næst, með 18 atkvæðum á móti 115.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.