Vísir - 13.05.1938, Blaðsíða 1

Vísir - 13.05.1938, Blaðsíða 1
28. ár. Reykjavík, föstudaginn 13. maí 1938. 112. A. tbl. dfón Pálmason alþm.: Óreiöan í ríkisstofnununum Þegar ríkissjóðurmn getur ekki annad framfærslu þurfalinga so- cialista og Framsóknar, taka rikisstofnaniruar vid. I hinni skörulegu ræðu, sem Jón Pálmason alþm. frá Akri hélt í eldhússdagsumræðunum, gerði hann grein fyrir fjársukkinu hjá ríkisstofnununum. Þar, sem al- menningur hefir ekki átt kost á að kynna sér þetta mál sem skyldi, en hinsvegar ekki óf róðlegt að skygn- ast um gáttir þessara fyrirtækja, birtir Vísir þessa á- gætu ræðu í heild, en mun ef til vill siðar víkja nánar að þessum einokunarhreiðrum. --¦--;:¦¦¦]•¦- Eg skal fyrst geta þess, að þegar hæstv. forsætisráðherra er að slá um sig með spádóm- um um það, hvernig hér væri ástatt, ef sjálfstæðismenn hefðu ráðið, þá er það furðulega fá- víslegt, því þar talar hann um það, sem hann veit ekkert um. — Við erum búnir að vera minnihlutafl. bráðum 11 ár og ekki getað ráðið í fjármálum þjóðarinnar eða á Alþingi. Á síðasta eldhúsdegi hér á Alþingi sýndi eg fram á það með glöggum dæmum hvernig f jármálastjórnin hefir verið hér á landi að undanförnu, hvernig skuldir og rekstrarhalli fram- leiðslunnar hefir farið vaxandi og hvernig allur reksturskostn- aður í ríkisstarfseminni hefir blásið út ár frá ári. Nú skal eg sýna fram á hvaða máli síðustu þektar staðreyndir tala um þetta efni og draga dæmin mest frá síðasta ári, 1937. í byrjun þessa þings, þegar hæstv. fjármálaráðherra lagði fjárlögin fram, lét hann vel af afkomu síðasta árs, eins og venjulega og gat þess meðal annars, að skuldir rikisins hef ðu minkað á árinu um 1 milj. kr. Þetta lét vel í eyrum, en það var ekki rétt nema að forminu til, því jafnframt þvi, sem borg- að hafði verið af föstum lán- um, þá hafa skuldir rikisstofn- ana vaxið þeim mun meira, því ef tir þvi, sem næst verður kom- ist, voru þær skuldir ríkisstofn- ana/sem ekki voru taldar með skuldum ríkisins, á áramótum 4Vz mlijón kr. Þar af eru ó- samningsbundnar vanskila- skuldir 1. febr. rúml. 1% milj. kr., og í janúar hafði verið sam- ið um 400 þús. kr. af skuldum tóbakseinkasölunnar. Auk þess voru vanskilaskuldir póst og síma rúm 400 þús., en það virð- ist talið með ríkisskulduui. Við áramót næstu áður voru skuldir ríkisstofnana, og ekki talið með ríkisskuldum, um 1600 þús. kr., svo þessar skuldir virðast hafa aukist á árinu um 2 milj. og 900 þús. kr., en i því er eitt fast lán til stækkunar á útvarps- stöðinni, 747 þús. kr. Að öðru Ieyti er þessi skuldaaukning þannig til komin, að mikið af þeim vörum, sem ríkisstofnan- ir hafa flutt inn, hafa þaér ekki getað greitt, vegna gjaldeyris- skorts. Svo langt er komið t, d. með tóbakseinkasöluna, að hún skuldar meira erlendis en nem- ur öllum ársinnflutningnum. — Það er nú vitanlega ekki gott, að samningsbundnar skuldir rikisins séu miklar og vaxi, en bitt er þó hálfu verra, að hinar og þessar stofnanir, sem ríkið á og rekur, skuldi hingað og þangað út um öll lönd háar upp- bæðir fyrir raf tæki, bíla, tóbak, brennivín, útvarpstæki o. fl. En skuldaaukningin erlendis frá viðskiftum s.l. árs er meíri en þær 2.9 milj., sem eg hefi nú nefnt, þvi nýlega upplýsti hv. þingmaður Vestmannaeyja hér á Alþingi, að skuldir 60 inn- flytjenda, sem gefið hefðu skýrslu, hefðu vaxið um 2.3 inilj. kr. og auk þess eru háar upphæðir þar fyrir utan, sem aðrir skulda, svo skuldaaukn- ingin frá viðskiftum síðasta árs er ekki undir 6 milj. kr., þrátt f jrrir alt gumið um góðan versl- unarjöfnuð. Eins og háttv. þing- maður Snæfellinga gat um hér í kvöld, er ástandið með erlend viðskifti nú verra en nokkuru sinni fyr, enda engin furða, þeg- ar svo er ástatt, sem eg hefi nú lýst. Þetta sannar það, sem vænta mátti, að innflutnings- höft koma ekki að þvi haldi, sem til hefir verið ætlast, þeg- ar ár eftir ár er með erlendu lánsfé haldið uppi falskri kaup- getu hjá nokkurum hluta þjóð- arinnar, en það kalla eg falska kaupgetu, sem er i fullu ósam- iæmi við kaupgetu þjóðarheild- arinnar út á við og i fullu ósam- ræmi við fjárhagsmátt fram- leiðslunnar og alls almennings í landinu. A þessu þingi, eins og undan- farið hefir fjárveitinganefnd lagt í það mikla vinnu að kynna sér rikisreksturinn og allar þær kröfur, sem til þingsins berast. Menn undrast að vonum, að af þessu skuli ekki leiða víðtækar tillögur um niðurskurð af fjár- lögum, en til þess liggja tvær aðalástæður. Sú fyrst, að allar ónauðsynlegustu greiðslur rík- isins eru föstum samningum bundnar milli stjórnarflokk- anna og tillögur og frumvörp frá sjálfstæðismönnum um nið- urfellingu þeirra mundu að eins leiða af sér rifrildi, meiri tíma- eyðslu og lengra þing ár eftir ár. Hin ástæðan er sú, að þing- menn horfast ár eftir ár í augu við þá aðferð rikisstjórnarinn- ar, að taka fjárlögin alls ekki til greina í framkvæmdinni, nema á vissum sviðum. Verður slíkt eðlilega til að lama við- leitni þingmanna i öllum flokk- um i þvi, að leggja sig fram um nauðsynlegar endurbætur. Fjárlögin eru árlega ljót og á- kveða miklu hærri fjárframlög en þjóðin er fær um, en reynsl- an hjá hæstv. stjórn er þó miklu verri. Hæstv. fjármálaráðherra hefir ár eftir ár þverbrotið það Jón Pálmason. loforð, sem hann alloft hefir hrópað út til þjóðarinnar, að fylgja fjárlögum, og skal eg færa að því, nokkuru frekari rök en hv. þingm. Snæfellinga gerði áðan. Árið 1937 segir hæstv. fjár- málaráðherra að ríkisgjöldin hafi farið 2.3 milj. fram úr á- ætlun fjárlaga, og er það allrif- leg upphæð, en það er meira blóð í kúnni, þvi þar til viðbót- ar hafa gjöld ríkisstofnananna orðið miklu hærri en fjárlög á- kveða. Þannig hafa gjöldin hjá pósti og síma farið fram úr á- ætlun um 383 þús. kr. Hjá út- varpi, tóbakseinkasölu og á- fengisverslun um 65 þús. kr., eða samtals 448 þús. kr. Hvað gjöldin hjá öðrum stofnunum hafa orðið hærri en heimildir, er ekki hægt að sjá til hlítar, af því að þær eru ekki færðar upp j. fjárlögin. Þó er ljóst, að hjá Viðtækjaversluninni, Landssmiðjunni, Bifreiðasöl- unni og Raftækjasölunni hefir verið greitt samtals rúmlega 48 þús. kr. í laun umfram það, sem ákveðið er í starfsmannaskrá ríkisins. Það liggur þvi fyrir, að bjá stofnunum ríkisins hefir verið eytt til gjalda nærri hálfri miljón króna umfram það, sem fjárlög ársins 1937 heimila. En þetta kemur ekki fram í skýrslu fjármálaráðherra og er hulið almenningi, því reikningsfyrir- komulagið er þannig, að tekj- urnar, skv. 3. gr. fjárlaga, eru nærri 500 þús. kr. minni en ella mundi. Umframgreiðslurnar 1937 eru því yz milj. kr. hærri að minsta kosti en f jármálarað- herra gaf upp. I allri upphæð- inni, 2.8 milj., eru að visu all- stórir póstar, sem greiddir eru ei'tir öðrum lögum en f járl., svo sem til pestarv.^rnanna o. fl., og auk þess er alt af eitthvað, sem fer fram úr áætlun og er óvið- ráðanlegt; en þrátt fyrir það er eyðslan hóflaus, sem þarna kemur í ljós. Eins og kunnugt er, fer mest upphæð af gjöldum ríkisins og stofnana þess í laun allskonar og þær f járhæðir fara ört vaxandi ár frá ári. Síðan byrjað var af fjárveitinganefnd að selja starfsmannaskrá ríkis- ins, þá hefir ætlunin verið sú, að ríkisstjórnin fylgdi skránni, að minsta kosti þannig, að greiða ekki hærra. Þetta hefir þó alt af verið þverbrotið af bæstv. stjórn, og skal eg þvi til sönnunar sýna fram á hvernig þetta hefir verið s. 1. ár. Eg hefi sem sé reynt að gera upp hve miklu munar á starfsmannskrá og raunverulegri eyðslu i laun allskonar í allri ríkisstarfræksl- unni. Alveg nakvæmt er þetta ekki, því ötl kurl koma ekki til grafar. Þar sem f járlögin eru hærri en starfsmannaskrá, hefi eg farið eftir fjárlög- um. Niðurstaða þessara rann- sókna er sú að í laun hefir tek- •ist aö eyða árið iyiJ7 T££.biH) kr. samt.umtiamþað.sem heimilað er í fjárlögum eða starísskrá. bvo einstok liefir eyðslan verið á árinu ly«í7 jafnhtiða því sem iramleiðsia iandsmanna til sjós og sveita er rekm með stórum haila. Eg gat þess í vetur, þegar eg gerði grein fyrir fjárstjórn- inm i útvarpinu, að eg tæki þá stolnun sem sýnishorn, enaa kvartaði Jónas útvarpsstjóri undan því, að eg skyidi vera að finna að hjá honum einum. Eg ætia nú ekki að taia um útvarp- ið sérstakiega nú, en staðfesta þau ummæri útvarpsstjórans, að það.er víðar ófagurt um að litast. Það getið þið öll lika gert ykkur hugmynd um af þvi sem þegar er sagt. Eg skal þá fyrst minnast á þá stofnun sem stendur hæstv. ráðherrum næst, stjórnarráðið. Þar hefir verið greitt í starfs- mannalaun árið iy37 45.439 kr. uinfram fjárlagaáætlun. Það er vel að verið, enda koma þar fram ýmsir furðulegir póstar. 1 þessu er t. d. upphæð sem heit- ir launabót samtals 24.233 kr. og fyrir aukavinnu 5415 kr. Undir annan kostnað er fært kr. 11.429 sem eru bein til ýmsra manna. T. d. eru 2.500 til Ölaís Friðrikssonar þó ekki sé vitað að hann hafi starfað neitt í stjórnarnáðinu, 2.750 kr. til Guðm. Péturssonar simritara, 970 kr. til Einars Magnússonar fyrir að þýða dósentsritgerðirn- ar frægu og margt fleira. Bóndi norðan úr Skagafirði, Gisli i Eyhildarh., fær þar 300 kr. o. s. frv. Þegar nú er borið saman við fyrri ár hvað fer í laun og ann- an kostnað í stjórnarráðinu auk ráðherralauna má t. d. geta þess, að árið 1928 var aiiur kostnaður við stjórnarráðið auk ráðherralauna tæp 127 þús. kr., en 1937 er þessi kostnaður full- ar 200 þús. kr. Um 73 þús. kr. hefir þessi hður hækkað siðan 1928. Hjá póststjórninni hér í Reykjavík hefir kostnaðurinn aukist all ríflega síðustu árin og þykir mér rétt að geta nokkuð um það. Árið 1937 fóru launa- greiðslur að eins i pósthúsinu í Reykjavík og póslstjórnar skrifstofum 52.905 þús. kr. fram úr heimild fjárlaga. Siðan 1930 hafa launin i pósthúsinu í Reykjavík hækkað um 65 þús. kr., en á sama tíma hafa launin í öllum öðrum póstafgreiðslum og bréfhirðingum í landinu hækkað um ein 4 þús. Að hækka laun á einu ári á'n f járlagaheim- ildar í ekki stærri stofnun en pósthúsinu og póstmálaskrif- stofunni hér i Reykjavik um nærri 53 þús. kr. hygg eg að sé nokkuð einstakt stjórnarfar og þetta er því ljótara sem lengra er skygnst undir yfirborðið, því á sama tíma sem mest hefir orðið hækkun á launum hjá póststjórninni hafa tekjurnar minkað og er einn fyrirhafnar- mesti þáttur starfseminnar næstum horfinn út úr vegna haftanna, en það er erlendur böglapóstur. Nettó hagnaður ríkisins af póstmálaslarfsem- inni hefir líka minkað úr 182 þús. kr. 1933 í 24 þús. kr. 1937. Viðtal við söngkonuna Irma Weile Barkany Tíðindamaður Vísis hefir átt viðtal við söngkonuna Irma Weile Barkany, sem hér hefir dvalist nokkurar vikur, til þess að kynnast landi og þjóð, og skrifa greinar um Island fyrir Trans-Europa Press, sem lætur um 800 blöðum í tuttugu lönd- um í té fréttir. „En þetta er að eins auka- starf, sem eg geri af áhuga, og vel getur samrýmst söngstarf- semi minni", segir söngkonan við tíðindamann Visis. „Og nú efni eg til söngskemtunar hér á miðvikudaginn kemur i Gamla Bió." „Þér hafið viða sungið, eftir blaðaummælum að dæma." „Eg hefi sungið í helstu tón- listaborgum álfunnar, Buda- pest, París, Brússel, Varsjá, Ber- lin, Milano og víðar, — eg hefi lagt mig eftir að túlka nútíma- tónlist ýmissa landa — við á- gætar undirtektir. Við að kynn- ast Eggert Guðmundssyni list- málara og frú hans og fleiri Islendingum, varð eg hrifin af Islandi og íslendingum — og ákvað að fara hingað — og er stórhrifin af landinu og þjóð- inni og hlakka til að fara víðar um, er kemur fram á sumar". „Eruð þér af dönskum ætt- um?" „Faðir minn var þýskur rik- isborgari — af kunnri danskri ætt — en móðir min var ung- versk. Faðir minn var forn- menjafræðingur við háskólann í Pisa og akademíið í Florenz og samtímis þýskur konsúll. Puccini var góður kunningi for- eldra minna og hann veitti bæfileikum mínum á sviði tón- listarinnar fyrstur eftirtekt — er eg var barn að aldri. Tón- listarmentun hlaut eg hjábinum kunna þýska píanókennara pro- fessor Martin Krause, sem var lærisveinn Franz Listz, en það var fyrir áhrif hljómsveitar- stj*órans Arthurs Nikischa, að eg fór að stunda söngnám". „Og hvað æilið þér að syngja fyrir Reykvíkinga á miðviku- daginn?" „Italska, ungverska, spanska söngva og margt fleira". Blaðaummæli þau, sem Irma Weile Barkany hefir fengið, eru hin Iofsamlegustu. Hefir tíð- indamaður Vísis átt kost á að sjá mörg þeirra, en rúm leyfir eigi að birta þau í heild. Til þess að gefa þó lesendum blaðsins nokkura hugmynd um dóma þá, sem söngkonan hefir feng- ið, skal hér tekið upp það, sem Kaupmannahafnarblaðið Ber- lingske Tidende segir: „Irma Weile — Barkany er ekki einungis ein af hinum merkustu söngkonum Evrópu, beldur einnig hefir hún óvenju- lega málakunnáttu og hæf ileika. Það var vinur fjölskyldu henn- ar, hið mikla tónskáld Puccini, sem á sinum tima uppgötvaði hæfileika hennar. Irma Weile Barkany hefir ferðast viða og hefir kynt ung- verska hljómlist víða um heim, m. a. hið fræga tónskáld Zoltan Kodali. Áður en ópera hans, „Ungverska spunakonan", var sýnd i Milano Scala, var hún fengin til að syngja í Scala fyr- ir stærstu hljómsveitarstjóra og músik-útgefendur í Italíu og Ameríku, hin ungversku lög hans." En 1937 er greitt i eftirvinnu, aukalaun og frímerkjauppbót hjá póststjórninni hér hvorki meira né minna en kr. 66.000. Þar af fyrír ef tirvinnu og nætur- vinnu 40 þús. kr. Eitt dæmi um stjórnina að öðru leyti á þess- um stað er það, að póstmeistari hefir að undanförnu haft á kostnað póstmálanna dýran luxusbíl, einn þann finasta í bænum og að mestu til eigin af- nota. 1936 var kostnaðurinn við hann kr. 3.215 kr., en 1937 3.364 kr. og þá voru höfð bila- kaup og gefið í milli 1.800 kr. svo kostnaðurinn árið 1937 varð 5.164 kr. Það hefir á þessu sviði sem mörgum öðrum komið i ljós hver áhrif það hefir að skifta um menn og margt leiðir hæstv. stjórn góðum flokks- mönnum. Hjá Landsímanum hafa laun- in farið fram úr ákvörðun Al- þingis á árinu 1937 um 92.800 krónur, en þar með eru allar I. fl. stöðvar á landinu. Þetta er nú óneitanlega allríflegt þó það komist ekki neitt í námunda við póstinn. En svona gæti eg haldið áfram að telja upp stofnun eftir stofnvm þvi þær eru tiltölulega fáar hjá hæstvirtri stjórn sem i launagreiðslum hafa haldið sig við starfsmannaskrá og fjárlög ríkisins. Þrátt fyrir alt þetta fer það ekki dult að ýmsir stjórnar- bðarnir hér á þingi telja á því mikla nauðsyn, að hækka laun- in hj'á starfsmönnum ríkisins. T. d. hélt háttv. 1. þm. Skagfirð- inga, Pálmi Hannesson, mikla iæðu hér við aðra umræðu fjárlaganna um það, hvi- lík ósvífni og lýðskrum það væri, af mér sem er bara fá- tækur bóndi, að beimta lækkun á láunagreiðslum ríkisins. Það hefir líka tekist að fá hæstv. fjármálaráðherra til að hækka ¦ laun mentaskólakennara um 15 þús. kr. að eins með f jórlaga ákvæði og þannig eru góðar lik- ur á að áfram haldi. Hvernig háttað er launagreiðslum og aukagreiðslum hjá ýmsum gæð- ingum stjórnarinnar er mál sem er næstum ótæmandi og eg sleppi þvi að sinni. Ef til vill gefst færi á að drepa á fáein atriði áður en þessum umræð- um lýkur, ef tilefni gefst til. En það er fleira en laun sem stofnanir ríkisins eyða að ó- þörfu í og mætti margt til tína. Það má t. d. nefna það að 5 stofnanir hafa 1937 borgað til tækifærisgjafa 5694 kr. Þá hafa 5 stofnanir, raftækjasalan, land- smiðjan, útvarpið, prentsmiðj- an og tóbakseinkasalan greitt fyrir skemtiferðir starfsmanna kr. 4020 og til risnvi hafa sex stofnanir greitt kr. 5429. Mætti þar og viðar nefna ýmsa furðu- lega liði. Þetta eru þó smámun- ir einir hjá öllu því óhemju fé sem borgað hefir verið í auka- laun allskonar og sem eg hefi drepið nokkuð á. Þá skal eg fara fáeinum orð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.