Vísir - 14.05.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 14.05.1938, Blaðsíða 2
V I S I R VÍSIR DAGBLAÐ Úígefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S f m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Sjálfstæðis- flokkurinn og þjóðin. PVGUM heilvita manni, sem fylgist með þjóðmál- unum og sér hvert stefnir, getur dulist að þess muni skamt að bíða, að straumhvörf verði á gengi stærstu stjórnmálaflokk- anna í landinu. Hjaðningavíg sósialistanna og gæfuleysi þeirra verður því meira sem óheilindi forystumannanna verða aug- Ijósari. Framsóknarmenn sem hafa að eins fjórðung lands- manna að baki sér, stjórna þjóð- inni með hlutdrægni og grunn- hygni, án nokkurs tillits til hvers helmingur landsmanna óskar. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að eins stærsti flokkurinn í landinu. Hann er lika heilsteypt- asti flokkurinn, sem mun, eftir 2—3 ár, verða sterkasta félags- heild og máttugustu samtök þjóðarinnar. Það er broslegt að sjá illa rit- færa og lítilsmegandi skutul- sveina framsóknarblaðanna, vera að gefa Sjálfstæðisflokkn- um ráðleggingar um það hvern- ig hann eigi að vera ,,ábyrgur“ stjórnmálaflokkur, eða að hlakka yfir því á fávíslegan hátt, að flokkurinn hafi tapað undan- förnum kosningum, það er að segja, hann hafi ekki unnið kosningarnar. Þeir eru lika farnir að tala uin, að allir „hin- ir hygnari menn“ flokksins séu orðnir fráhverfir stefnu hans. Alt þetta fávísa fimbulfamb er fram borið með þeim stór- mensku rembingi, að þar leynir sér ekki, að þeir þykjast nú standa öllum fótum í jötunni, framsóknarsveinarnir. Ekki er ólíklegt að hér sann- ist liið fornkveðna, að skannna stund verður hönd höggi fegin. Það er engin tilviljun að helm- ingur þjóðarinnar skipar sér á bak við Sjálfstæðisflokkinn. Það er engin tilviljun að hann er langstærsti stjórnmálaflokk- urinn í Iandinu. Stefna hans er sannfæring meginhluta þjóðar- innar. Þesa vegna þarf hann engra griða að biðja. Þess vegna þarfnast hann engra heil- ræða frá kögursveinum stjórn- arflokkanna. Þess vegna getur liann staðið einn og beðið þess rólegur að stjórnarflokkarnir uppskeri eftir því sem þeir hafa sáð. Fimmtíu þúsundir lands- manna byggja traust sitt á for- ustu Sjálfstæðisflokksins. Þessu trausli getur flokkur- inn ekki og mun ekki bregðast. Hann mundi bregðast því ef hann tæki höndum saman við þá, sem árum saman hafa rægt hann og svívirt. Hann mundi bregðast því trausti ef hann léti villa sér sýn með fagurgala ein- stakra manna annara flokka, sem vantar fátt jafn tilfinnan- lega og falslaust hugarfar. Það getur verið að segja megi um sjálfstæðismenn, eins og sagt var um Gunnar á Hlíðarenda, að hann væri seinþreyttur til vandræða. Og svo getur farið, að þeir reýnist ekki alveg skap- lausir þegar sorfið er til stáls- ins. Framsóknarmenn hafa mest §vívirt, rógborið og bak- nagað Sjálfstæðisflokkinn á undanförnum árum. Þessum mönnum munu því sjálfstæðis- menn aldrei trúa. Þeir munu hvorki gera sér hærri né lægri liugmyndir um Framsóknar- flokkinn en hann er og hefir verið: tækifærissinnaður sér- hagsmuna flokkur með lágan pólitiskan siðferðisþroska. Slík- um flokki er gott að berjast á móti. Siglingar fyrir Horn teptar. Hekla gerði margar árangurs- lausar tilraunir til þess að kom- ast gegn um ísinn. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk i morgun frá Jóni Eyþórssyni veðurfræðingi er alvarleg siglingateppa af völd- um liafíss við Horn. Línuveiðarinn Huginn reyndi árangurslaust að komast fyi-ir Horn í gær. En í morgun barst svoliljóðandi skeyti frá Heklu: Erum 25 sjómílur út af Horni. Ilöfum reynt að komast í gegn alt frá 66 gr. 35 m. n. upp und- ir Geirhólm. ísinn alstaðar þétt- ur. Hvcrgi hægt að komast í gegn. Frá Horni er símað, að liafís sé þar alhnikill úti fyi'ir en gis- inn. Óráðið mun, hvort Hekla bíð- ur og gerir frekari tilraunir til þess að komast í gegnum ísinn eða fer austur um. Veður er yfirleitt svalt um land alt, í morgun 2—4 stig. Mest 7 st. — Stilt veður. Snjó- slitringur sumstaðar, á Austur- landi og víðar. 13. maí. FÚ. Um hafis á siglingaleiðum úti fyrir Norðurlandi barst útvarp- inu í dag frá ísafirði svohljóð- andi símskeyti: Vélbáturinn Vébjörn kom í morgun frá Siglufirði. Skip- stjórinn Halldór Sigurðsson, segir þannig frá: 45 enskar milur norðvestur af Sauðanesvita komum við í ísbreiðu og urðum að halda 5 enskar mílur í suðvestur áður en við komumst inn í ísinn, Síð- an var haldið gegnum ís alla leið þangað til eftir voru 7 enskar mílur að Horni og mátti víða heita ófært fyrir vélbáta. Megn- ið er stórir flatir jakar og gisnar spengur en stórir borgarísjakar innan um. Sæsíminn sem liggur yfir mynni Reykjarfjarðar hefir orð- ið fyrir skemdum af völdum liafíss. — Póst- og símamála- sljóra barst í gærlcveldi svo- liljóðandi símskeyti: Reykjarf j arðarsæsíminn hefir skemst allmikið í landtökunni að sunnanverðu. Ekki er hægt að segja með vissu, hversu það er mikið þar eð hafísjaki liggur yfir klöppunum framanverðum. Sendiherra Mexico í London hefir verið ka.ll- aður keixxi. Líkindi eru til að stjórn— málasambandi milli ríkj- anna verði slitið vegna deilu olínfélaganna og stj órnarinnaF í Mexieo. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Frá Mexico City er símað, að sendiherra Mexico í í London hafi verið kallaður heim. Utanríkismálaráðuneytið hefir gefið í skyn, að þetta sé fyrirboði þess, að Mexico slíti stjórnmála- sambandi við Bretland. Fritz Kjartansson. Óskar Jónsson. Það, sem hér liggur til grundvallar, eru olíumálin. Skjöl og önnur plögg sendiherraskrifstofu Mexico í London verða falin í umsjá aðalræðismanns Mexico í London. Eins og kunnugt er af fyrri skeytum, notaði stjórnin í Mexico heimild þá, sem henni er gefin í lög- um, til þess að taka olíulindir breskra og amerískra fé- laga í Mexico eignarnámi, en það leiddi til stjórnmála- legra deilu milli stjórnarinnar í Mexico annars vegar og stjórnanna í Bandaríkjunum og Bretlandi hinsvegar. Horfir því mjög alvarlega um lausn þessarar deilu milli Breta og Mexico-búa, þar sem alt bendir nú til að stjórnmálasambandinu milli landanna verði slitið. United Press hefir átt viðtal um þetta við einn af em- bættismönnum bresku stjórnarinnar. Komst hann svo að orði, að heimköllun mexicanska sendiherrans bæri að svo stöddu ekki að skilja svo, að stjórnmálasam- bandinu milli Mexico og Bretlands væri slitið, þar sem ekki hefði verið farið fram á — á hvoruga hlið — neina afturköllun embættisskilríkja viðkomandi sendi- herra. United Press. Henlein iær danfar nndan tektir í Bretlandi. EINKASKEYTI TIL VlSIS London, í morgun. Henlein, leiðtogi Sudetenþýska f lokksins í Tékkó- slóvakíu, hefir átt viðtal við Sir Robert van Sittart, aðalráðunaut bresku stjórnarinnar í utanríkismálum, og ræðir við hann aftur í dag, áður en hann leggur af stað heimleiðis. Samkvæmt því, sem breskir stjórnmálamenn í á- byrgðarmiklum stöðum, hafa tjáð United Press, sagði van Sittart Henlein, að breska stjórnin mundi ekki styðja hinar víðtæku kröfur hans, sem væri þess eðlis, að þær gæti valdið hinni mestu truflun og æsingum í stjórnmálalífi álfunnar — og ef til vill leitt til styrjald- ar. Ef svo væri áfram haldið og leiddi til þess, að Tékk- ar sæi sig til neydda að grípa til vopna, og nyti stuðn- ings Frakka, yrði Bretar að ákveða afstöðu sína með tilliti til þess hver orsakaði friðslitin. United Press. beiðnisinni, að stjórn hans hefði nú lokið því starfi, sem henni var falið að gera. Ný stjórn var þegar mynduð og heitir hinn nýi forsætisráðlierra Imradi- an(?). Erlendir jblaðamenn í Ung- verjalandi gefa í skyn í frétta- skeytum sínum, að nazistar í Ungverjalandi hafi verið orðnir háværir um kröfur sínar, og að stjórnarskránni hafi verið hætta búin af þeirra völdum, en stjórn Daranyis andvig þeim. Ráðherr- arnir í liinni nýju stjórn hallast áftur á móti sumir hverjir að nasismanum og er einn þeirra a. m. k. yfirlýstur stuðnings- maður stefnunnar. Stjðrnarskifti í Ung- verjalandi. London 14. maí.FÚ. t gær urðu stjórnarskifti í Ungverjalandi. Daranyi baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í gærmorgun og bar það fram sem ástæðu fyrir lausnar- Lélegt ialsamband er ennþá frá Djúpuvík norður yfir fjörðinn - en aðeins hægt að koma skeyt- um. — Síðdegis hefir hafísinn þjappast upp að landinu svo að nánari athugun eða viðgerð er óframkvæmanleg í bili. Finnur Jónsson og félagar hans í síldarútvegsnefnd, þeír Óskar Jónsson útgm. í Hafnarfirði og Jakob Frímannsson skrif- stofustjóri K. E. A. á Akureyri hafa endurnýjað samninga síld- arútvegsnefndar við Fritz Kjartansson og gefið honum einka- umboð til síldarsölu í Póllandi, svo sem verið hefir undanfarire ár, en sjálfstæðismennirnir í nefndinni risu gegn þessari ráð- stöfun meirihlutans, með tilliti til þess að samstarf Síldarút- vegsnefndar og Fritz um síld til Póllands hefir gefist illa. Munu þeir Finnur & Co. hafa dregið nokkuð úr fyrri réttindum Fritz, og sett þau ákvæði í samninga við hann meðal annars að einka- umboðið megi taka af honum fyrirvaralaust og að síldarútvegs- nefnd megi sjálf selja síld beint til pólskra kaupenda, en selji hún í gegnum millilið skuli Fritz fá umboðslaun af þeirri sölu. Þegar matje-síldarsamlagið var stofnað árið 1934 fékk Fritz Kjartansson einkaumboð á matjesild fyrir Póllands-mark- aðinn. Samlagið starfaði í eitt ár, en Fritz tókst þó að þéna á því drjúgan skilding með því að taka tvöfalda þóknun sér til handa, þ. e. a. s. bæði frá sam- Iaginu og frá pólskum kaup- endum. Þegar síldarútvegsnefnd fékk matjesildarsöluna í sínar liend- ur gaf liún Fritz, þrátt fyrir þessi afrek hans einkaumboð áfram í Póllandi, og þótt henni liafi borist önnur sölulilboð Auðvelt að lækna krabbamein ef það er tekið í tíma. London 14. mai.FÚ. Aðalfundur breskku krabba- meinsstofnunarinnar, Royal- Cancer Hospital, var haldinn í gær. Formaður stofnunarinnar flutti ræðu og skýrði frá þeim framförum, sem orðið liefðu á síðastliðnu ári á meðferð og lækning krabbameins. Ilann sagði, að sérfræðingum í þess- ari grein væri nú ljóst, hverjar tegundir krabbameins yrðu best læknaðar með uppskurði og hverjar með radium og fullyrti, að krabbamein mætti lækna, bæði fljótlega og fyllilega, ef það væri tekið fyrir í tíma. Sókn þjóSernissinna heldnr áfram á Spáni. London 14. maí.FÚ. Á Teruelvígslöðvunum Iiafa geisað miklir bardagar að und- anförnu og segir svo í tilkynn- þaðan hefir hún ekki sint þeim. Nú er liinsvegar svo komið, að pólskir kaupendur telja sig eiga skaðabólakröfur á liendur síid- arútvegsnefnd sem nemur mörgum tugum þús. kr., og munu þegar hafa gert ráðslaf- anir til að koma fram ábyrgð á hendur nefndinni, vegna samn- ingsrofa, sem þeir telja að liún hafi gert sig seka um. Fritz Kjartansson mun einn- ig hafa leitað fyrir sér Iijá Fiskimálanefnd um einkaum- boð í Póllandi á ísiiðum fiski, en nefndin mun enga ákvörðun hafa tekið enn þá í því efni. Mokifli IM- mannaeyjiini. Fréttaritari Yísis í VesL mannaeyjum skýrði blaðiiiu svo frá í símtali í morgun, að þar væri enn þá mjög góður afli, bæði þorskur og koli. Allmargir bátar róa enn þá og fá frá 10 til 20 skpd. af vænum þorski í róðri, og aflast hann á Selvogs- grunni. Bátar, sem stunda kola- veiðar, afla mjög vel og er ísað- ur koli fluttur út með hverju skipi, sem unt er að fá. Þess eru dæmi, að hásetar, sem eru á hátum þeim, sem kolaveiðar stunda, fái í hlut kr. 200—300 yfir vilcuna. Róðrum verður lialdið áfram meðan afli er, en flestir bátar munu þó búast á kolaveiðar úr þessu. ingum uppreistarmanna, að þeir hafi siðustu 3 daga lagt undir sig 3000 ferkílómetra af landi, tekið 2000 fanga, 95 fallbyssur og 11 skriðdreka, en stytt víg- línu sína um 90 km., þannig að liún liggi nú beint í austur 120 km. leið, alt til Albocacer.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.