Vísir - 20.05.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 20.05.1938, Blaðsíða 2
V í S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hvorir öðrum snjallari! £ bæjarstjórnarfundinum í ** gær var haldið áfram um- ræðunni um bygðarleyfa-tillögu Jónasar Jónssonar, sem frestað var á síðasta fundi. Var tillagan nú orðin „á eftir timanum“, fyrir þá sök, að Alþingi er nú slitið, en hún var þess efnis, að bæjarstjórn skoraði á þingmenn bæjarins að beita sér fyrir því, að lög um bygðarleyfi yrðu sett á því þingi. Sá flutningsmaður tillögunnar því það ráð vænst til að bjarga málinu við, að leggja það til, að tillögunni yrði nú visað til bæjarráðs, til undir- búnings undir næsta þing. Umræður urðu allmiklar um tillöguna af nýju. Kom það nú skýrt fram hjiá flutningsmanni, að tilgangur hans með því, að koma á löggjöf um bygðarleyfi, er ekki að eins sá, að reisa til bráðabirgða rönd við þeim sí- vaxandi fátækrakostnaði Reykjavíkur, er stafi af að- streymi öreiga atvinnuleysingja úr öðrum bygðarlögum lands- ins, meðan núverandi vand- ræðaástand ríkir í atvinnumál- um þjóðarinnar. Hann ætlast ekki til þess, að löggjöfin um bygðarleyfi verði nein bráða- birgðaráðstöfun, heldur varan- leg frambúðarlöggjöf, sem þjóðin eigi að búa við, kynslóð eftir kynslóð, hvernig sem árar, til sjávar eða sveita. Ef vel árar í Reykjavík eða við sjávarsíð- una yfirleitt, streymir fólkið úr sveitunum i atvinnuna segir Jónas, og þó að illa ári, þá streymir fólkið samt í kaupstað- ina, til að komast þar á sveit- arframfæri. Þess vegna verður að setja lög um það, að liver skuli vera þar, sem hann er kominn, um aldur og æfi. Það er um þetta eins og um inn- flutningshöftin, sem framsókn- armenn vilja nú láta verðaævar- andi, og álasa sjálfstæðismönn- um fyrir að hafa felt niður á árunum, þegar útflutningurinn nam tugum miljóna fram yfir innflutninginn. Socialistarnir í bæjarstjórn- inni eru enn jafn gallharðir á móti bygðarleyfunum og áður. Hinsvegar fluttu þeir tillögu um það á bæjarstjórnarfundinum í gær, að rannsaka hvar á land- inu mundi lielst vera þörf fyrir innflutning verkafólks, í því skyni, að síðan yrðu gerðar ráð- stafanir til þess, að fólkið flytt- ist þangað, þaðan sem atvinnu- skortur væri. Þeir eru þannig gersamlega andvígir því, að á nokkum hátt verði spornað við því, að fólkið geti flakkað fram og aftur um landið eins og það „lystir“. Hins vegar telja þeir það lieillaráð til varnar gegn at- vinnuleysisvandræðunum, að reka menn upp aftur, þaðan sem þeir kunna að vera sestir að, og flytja þá svo eitthvað annað — hvort sem þeim líkar betur eða ver? — En þessi til- laga soeialista er heldur ekki nóg, frekar en tillaga Jónasar um bygðarleyfin. Hún er einn þátturinn í skipulagningar- „plönum“ þeirra, og mun ein- hverntíma liafa verið borin fram á Alþingi. Jónas Jónsson gerði einnig nokkuru skýrari grein fyrir því en áður á þessum fundi, hvern- ig liann hugsaði sér að löggjöf- in um bygðaleyfin yrði fram- kvæmd. Það liefði mátt ætla, að tilgangurinn væri, að bæjar- og sveitarstjórnir hefðu úrslitaat- kvæðið um það, hvort ástæða væri til a beita lögunum eða ekki, og eins um liitt, liverjum yrðu veitt bygðaleyfi og hverj- um ekki. En J. J. kvað slíkt elcki geta komið til mála, heldur yrði það að vera stórnskipuð nefnd, sem þessu réði. Og ekki þótti honum líklegt, að slík nefnd myndi synja þeirn mönnum um bygðaleyfi, sem ættu vísa at- vinnu þar sem þeir ætluðu að setjast að. Þyrfti þá væntanlega heldur ekki að, koma til þess fyrst um sinn, að góðum og gegnum framsóknarmönnum, utan af landi, yrði synjað um bygðarleyfi í Reykjavík, ef þeir ættu vísa atvinnu hjá einhverri ríkisstofnuninni jafnvel þó að reka þyrfti búsetta Reykvíkinga úr stöðunum fyrir þá. En þá væri það lika hentugt, að geta gripið til þess „heillaráðs“ soci- alistanna, að flytja Reylcjvík- ingana eitthvað út á landsbygð- ina i staðinn! Og það er þá „af, sem áður var“, um samvinnu socialista og framsóknarmanna, ef þeir geta ekki komið sér saman um að gera einlivern bræðing úr þess- 'um „bjargráðum“ sínum, svo að báðir geti við unað, þó að „ílialdið“ i bæjarstjórn Reykja- víkur kunni lítt að meta þau. Grúðarsetning trjá- plantna. Þessa dagana stendur yfir gróðursetning trjáplantna í ná- grenni Reykjavíkur, en að henni vinna skólabörn og fleiri sjálf- boðaliðar. Árni G. Eylands hefir m. a. beitt sér fyrir störfum þessum. Útvarpið liafði í dag tal af lion- um og segir hann: í fyrra byrjuðu skólabörn úr efstu •bekkjum barnaskólaúna að gróðursetja trjáplöntur hér í nágrenninu og víðar. Böm úr Reykjavík gróðursettu i Foss- vogi, á Þingvöllum og við Rauðavatn. Ungmennafélögin gróðursettu í Þrastarskógi, garð- yrkjunemar við Laugarvatn og börn úr Hafnarfirði, Akureyri og ísafirði gróðursettu í ná- grenni við sína staði. Alls voru þá gróðursettar um 20 þúsund írjáplöntur. Nú er ætlast til að gróðursett verði viðlíka mikið og með svipuðum hætti. í sam- bandi við það er nýkominn liingað norskur skógfræðingur, Storm-Grieg, sem er vanur að stjórna slíkri skógargræðslu. — Gróðursetningin fer fram undir stjórn hans og Hákonar Bjarna- sonar, skógræktarstjóra. Skóg- ræktarfélag Islands leggur til plönturnar og leiðbeiningar. — Bæjarstjórn Reykjavíkur kostar bila handa börnunum, sem vinna liér í nágrenninu. — Skólabörn i Hafnarfirði byrj- — ef Frakkar halda átram liðs- og vopnasendirgnm tll Spánar. EINK.ASKEYTI TIL VlSIS London, í morgun. Reynaud, frakkneski dómsmálaráðherrann, er væntanlegur til London. Það er eigi Iátið ann- að uppi en að hann fari þangað í einkaerind- um, en það er „opinbert leyndarmál“, að för hans stend- ur í sambandi við þá stjórnmálaerfiðleika, sem komnir eru til sögunnar, varðandi samkomulagsumleitanir Itala og Frakka, afskiftin af Spánarstyrjöldinni o. s. frv. United Press hefir fregnað frá áreiðanlegum heim- ildum, að Reynaud muni eiga viðræður í dag við Hali- fax utanríkismálaráðherra. Munu þeir ræða samkomu- lagserfiðleika ítala og Frakka. Daily Express skýrir frá því, að Mússólíni muni hafa gefið bresku stjórninni bendingu um það, að bresk- ííalska samkomulagið komi ekki til framkvæmda, ef Frakkar haldi áfram að senda Barcelonastjórninni menn, vopn og skotfæri í stórum stíl. Daily Telegraph segir, að það sé að koma æ berara í ljós, að ítalir og Þjóðverjar vilja nota sér Spánarmálin til þess að knýja Frakka og Tékka (Barcelonastjórnin hefir fengið mikið af hergögnum frá Tékkóslóvakíu) til þess að hafna allri samvinnu við Rússa og segja upp samningum sínum við þá. Bretar gera það, sem þeir geta, til þess að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar, ef til vill Evrópustyrjöld, út af þessu. Hefir breska stjórnin hinar mestu áhyggj- ur af þessum málum, þar sem, ef samkomulag næst ekki, ekki verður um deilt, að utanríkismálastefna Chamberlains hefir reynst óheppileg. United Press. Einn af fóægnstu flugmðnn- um Rússa bídui* bana í filugslysi. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Frá Moskva er símað, að Babuschkin flúgmaður og þrír menn aðrir hafi beðið bana í fyrradag, er flugvél hans hrapaði til jarðar nálægt Ark- angel. Var hún á leið frá Franz Josefslandi með 16 far- þega. — Babuschkin var einn af frægustu flugmönnum Rússa og tók þátt í norðurheimskautsflugferðunum, sem vöktu alheimsathygli. Lauge Kech á iieimleið. Leiðangur Lauge Kodi kom aftur til Tromsö frá Svalbarða siðdegis í gær. Flogið var þang- að frá Svalbarða á 6 klukku- stundum.'—'Koch komst svo að orði við komuna til Tromsö, að hann væri prýðilega ánægður með árangurinn af leiðangrin- um. Höfuðmarkmið leiðangurs- ins var að taka myndir úr lofti af Peai-y-landi, með það fyrir augum, að gera uppdrátt af því, og hepnaðist það ágætlega. — Kocli kvaðst geta sagt ineð fullri vissu, að ekkert benti til þess, að nokkursstaðar væri land milli Svalbarða og Grænlands, þar sem flogið var yfir. Skygni var óvenjulega gott meðan flogið var þar yfir. — í næstum allri flugferðinni sást uðu í gær gróðursetningu í Und- irhlíðum, en fyrst var gróður- sett þar 1930. Skátar úr Reykja- vík gróðursettu i dag í Vífils- staðalilíðum og á morgun byrja skólabörn úr Reykjavik að gróðursetja. (FÚ.). United Press. 50 km. í hvaða átt sem litið var. Ferðin gekk svo vel sem best varð kosið. Meðvindur var og veður liagstætt til Grænland en á heimleiðinni logn. Þegar til Svalbarða kom var nægilegt bensín í flugvólinni til tveggja klukkustunda flugs. NRP. FB. London 20. maí. FÚ. Hin árlega slcýrsla alþjóða- verkamálaskrifstofunnar í Genf var gefin út í gær. Samkepnin á heimsmarkaðinum milli Aust- urlanda- og Vesturlandaþjóða, segir formaður skrifstofunnar, Harold Butler, í þessari skýrslu, lilýtur að halda áfram, meðan atvinnu- og lifsskilyrði haldast eins ólík i þessum tveimur heimshlutum, eins og þau eru Elsa Sigfúss syngur í dómkirkjunni á þri'Sju- daginn kemur (ekki í frikirkjunni, eins og missagt var í fyrradag). Á söngskránni veröa m. a. gömul kirkjusöngslög, Aria eftir Bach, lög eftir Carl Nielsen, Koral eftir Sigried Salomon, Nú til hvíldar halla eg mér, með lagi eftir Mall- ing, Hátt eg kalla, eftir Sigfús Einarsson o. fl. Páll ísólfsson aS- stoöar. uir ti H! fnm- Belgiska skólaskipið ,Mercator4 kom hingað til Reykjavíkur í fyrradag. Viötal vid José Gers. Hið fagra, belgiska skólaskip „Mercator“ kom hingað í fyrra- dag á hádegi og verður hér framyfir helgina. Skip þetta kom hingað í fyrrasumar og vakti mikla athygli, enda er skipið nýtt og fagurt. Það er smíðað í Leith 1932. Héðan fer skipið til Norð- ur-Noregs. — Tíðindamaður Vísis hefir fundið að máli belgiska rithöfundinn og íslandsvininn José Gers, sem nú er fastur starfsmaður á skipinu, skipsfulltrúi og skrifari skipstjórans. José Gers, sem lætur í Ijós mikla gleði yfir að vera kominn til fslands enn einu sinni, segir svo tíðindamanninum frá ferðum skipsins: „Við komum liingað frá Ant- werpen, í Belgíu, þar sem aðset- ur skips okkar er. Höfðum við áður verið í fjögurra mánaða leiðangri um Suður-Atlantshaf — heimsóttum nýlendur Frakka og Portúgalsmanna í Vestur- Afríku og Belgiska Kongo, enn- fremur ætluðum við til St. Hel- ena, en oss til mikilla leiðinda gat ekki orðið af þvi, þar sem skipið varð að snúa við vegna alvarlegra veikinda eins skip- verja, er varð að flytja til lands til uppskurðar. — Mercator er skólaskip, sem kunnugt er, og þess vegna er lögð á hersla á að fara sem víðast. Tilgangur- inn með að fara norður á bóg- inn, að aflokinni ferðinni til Suður-Atlantshafs, er að venja sjómannaefnin við mismunandi loftslag. Plér liöfum við nú skamma viðdvöl og förurn til Norður-Noregs, en upphaflega var ráðgért að fara til Spitz- bergen og jafnvel Ilvitahafs, en af því getur ekki orðið, þar sem við þurfum að vera komnir til Belgíu í júnílok.“ „Hvers vegna hafið þið svo liraðan á?“ „M. a. af því að liingað kom með okkur sem farþegi belgisk- ur próf. Verður hann hér eft- ir og sækjum við hann aftur. er við höfum verið i Norður- Noregi, en prófessorinn þarf að vera kominn heim þ. 26. júní.“ RANNSÓKNIR van OYE PRÓFESSORS. „Viljið þér segja mér nánar frá prófessornum og fyrirætl- urium lians?“ „Vísindamaður sá, sem hér er um að ræða, prófessor van Oye, er mjög kunnur fyrir rannsókn- ir sínar. Hann er líffræðingur við háskólann i Ghent og liefir aðallega lagt stund á smásjár- rannsóknir á smáverum, mikro- skopiskar rannsóknir. Hefir liann stundað slíkar rannsóknir í Kongo, Batavia, Indlandi, Suð- ur-Ameriku og víðar. Tilgang- urinn með för lians liingað er 'svifrannsóknir og aðallega, meðan liann dvelst hér í landi, hverarannsóknir“. „Ilafa nokkurar breytingar orðið á skipshöfn Mercator frá i fyrra?“ „Skipherra er liinn sami, Remy van de Sande, og' yfirfor- ingjar aðrir hinir sömu“. „En þér eruð nú, er mér sagt, starfsmaður á skipinu“. „Já, eg var með sem farþegi í fyrrasumar, til þess að slcrifa um lifið á skólaskipinu og sjó- ferðalög, og eg mun nota fri- tíma minn áfram til til rit- starfa“. „Hvað eru skipsmenn marg- ir á Mercator?“ JOSÉ GERS. „Sextíu og tveir alls, þar af um 42 sjóliðsforingjaefni”. José Gers kom fyrst til ís- lands á belgiskum togara sum- arið 1925 og þar næst 1933 í belgiska kvikmyndatökuleið- angrinum. Gekk hann þá á Ileklu. José Gers hefir skrifað fjölda ritgerða og nokkrar bæk- ur. Verliaeren-skáldaverðlaun hlaut hann um sævar- og sjó- menskuljóðabólc sína. José Gers er íslendingum kunnur af því, sem eftir hann hefir birst í Eim- reiðinni og blöðum. Hann ber innilega aðdáun i brjósti til alls, sem íslenskt er, og er það ó- blandið gleðiefni í hvert skifti, sem hann fær tækifæri til að koma til íslands. Er liann að sjálfsögðu aufúsugestur hér og allir félagar hans á Mercator. MERKILEGT ATLANTSHAFS- FLUG. London 20. maí. FÚ. í Londoii var tilkynt í gær- kveldi, að í næstkoniandi mán- uði muni „Merkúr“, efri flug- vél samsettu Mayo-flugvélarinn- ar, fara í fyrsla tilraunaflug sitt yfir Allantsliaf. Munu hínar samsettu flugvélar fljuga noklc- urn spöl út yfir hafið, „Merkúr“ birgja sig upp að bensíni úr burðarflugvélinni, „Maia“, en síðan hefja sig til flugs, og „Maia“ snúa aftur til Englands. KÍNVERJAR BÚAST TIL VARNAR Á NÝJUM VÍGSTÖÐVUM. London 20. maí. FÚ. Kínverjar segja í sínum liern- aðartilkynningum, að Japanir liafi enn ekki tekið Su-cliow, en að aðalher Chiang Kai Sheks, sem var hluti af setuliði borg- arinnar , liafi dregið sig út úr borginni, án þess að tapa nokk- uru liði, og sé nú að búa um sig vestan við borgina, meðfram Lunghai-járnbrautinni, til þess að stemma stigu við framsókn Japana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.