Vísir - 23.05.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 23.05.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Sk-rifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverf isgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Sí m ar : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Tveir ráðgjafar. IjEGAR öll sund eru að lok- ast og erfiðleikarnir fara dagvaxandi vegna hinnar sér- plægnu, óviturlegu og óheilu stjórnmálastefnu Framsóknar- flokksins undanfarin ár, risa tveir aðalmenn flokksins upp og tilkynna bjargráðin. Annar þeirra, Jón Árnason, vill ráða bót á afleiðingum óstjórnarinn- ar með því, að svifta þá mann- réttindum, sem vegna báginda verða að þiggja af sveit. Hinn, Jónas Jónsson, vill fullkomna skipulagsóskapnaðinn, sem sprottið hefir hér upp á vegum stjórnarflokkanna, með því að banna landsfólkinu að flytjast úr einni bygð í aðra. Svo ger- samlega ráðþrota eru þessir menn gegn þeim erfiðleikum, sem þeir sjálfir hafa hjálpað til að skapa, að þeir hafa ekkert annað að bera á borð fyrir þjóðina. Svo gersamlega utan við sig er Framsóknarflokkur- inn orðinn i hinum pólitíska hagsmunadansi sínum við Al- þýðuflokkinn, að hann leitar aftur i miðaldirnar eftir bjarg- ráðum. Með þeirri óstjórn, sem hinn tækifærissinnaði Framsóknar- flokkur hefir leitt yfir þetta land, hefir hann að mestu skap- að grundvöllinn fyrir þeim erf- iðleikum, sem ofangreindar til- lögur eiga að ráða bót á. En þessar tillögur eru engin lækn- ing. Þær mundu enga bót ráða á meininu. Þær ganga í berhögg við mannúðar og mannréttinda- hugmyndir tuttugustu aldarinn- ar. En hin „milda hönd" Fram- sóknarflokksins getur Ieyft sér margt. Hin vanhugsaða og stórgall- aða framfærslulöggjöf á mik- inn þátt í vandræðunum. Þau lög eru ein af hinum svoköll- uðu ,hrossakaupa-lögum' Fram- sóknar og Alþýðuflokksins, lög sem urðu til í deiglu stjórnar- samvinnunnar. Óheilindi Fram- sóknarflokksins urðu þá, sem oftar, þjóðinni æði dýr. Flokk- urihn hélt að hann sæi sér leik á borði að vinna atkvæði bænd- anna. Hann ætlaði að létta fá- tækrabyrði sveitanna með því að koma henni allri yfir á kaup- staðina, en það var gert með þvi að afnema alla erfiðleika um sveitfesti. Framsóknar- mönnunum var ósárt um að ó- magarnir kæmist á framfæri kaupstaðanna. En hér sannast hið fornkveðna, að sér grefur gröf þótt grafi. Hin nýju fram- færslulög, eins og þau eru úr garði gerð, hafa orðið að bjarn- argreiða fyrir bændurna. Fólk- ið streymir úr sveitunum og bændur eiga erfitt með að fá kaupafólk eða vinnuhjú. Bú- skapurinn er víða að verða ein- yrkjahokur af þessum sökum. Svoha gefast lög og fram- kvæmdir flokka, eins og Fram- sóknarflokksins, sem miðar alt við pólitíska hagsmuni flokks- ins og einstakra fylgismanna án tillits til þess hvert afhroð þjóð- in verður að gjalda þess vegna. Erfiðleikarnir við fátækra- framfærslunar er það mál, sem nú er mest áhyggjuefni Reykja- vikur og annara kaupstaða. En það verður seint leyst með ráð- um, sem renna undan rifjum Framsóknarflokksins. Frá hon- um er einskis góðs að vænta. Frá honum stafar mikið af þeirri óhamingju, sem þjóðin hefir nú við að stríða. Lands- menn eru ekki enn búnir að súpa seyðið af ráðsmensku þessa flokks, sem meginhluti lands- manna ber ekkert traust til. Umferðarvikan UMFERDARVIKAN byrjaði i gær. Tuttugu skátar og tíu lögregluþjónar dreifðu sér um Austurstræti og gáfu fólki umferðarleiðbeiningar. Var þar þa margt um mann- inn og tóku menn þessu vel. Myndirnar í búðargluggunum (umferðarmyndir) vöktu mikla athygli. Fest voru upp þrjú skilti á gatnamótum í miðbænum, sem sýndu um- ferðarslys þar á staðnum s.l. ár. Eitt skiltið vakti sérstaka at- hygli. Var það skiltið við Lækj- artorg, en á skiltinu stendur, að við þessi gatnamót hefði orðið 111 umferðarslys árið sem leið. Sýnir ekkert betur hversu brýn þörf er á, að koma bíl- unum burt af Lækjartorgi. UMFERÐARVIKAN. ANNAR DAGUR. 1. Umferðarmyndir til sýnis í gluggum við Austurstræti. 2. Skilti á þremur gatnamót- um i miðbænum, sem sýna fjölda umferðarslysa, er þar urðu árið 1937. 3. Leiðarvísir í umferð fyrir gangandi fólk og hjólreiða- menn er gefinn á lögreglu- stöðinni og skrif stof u Slysa- varnafélagsins. 4. Guðlaugur Jónsson lögreglu þjónn flytur erindi í' út- varpið kl. 7.20 um umferð- arslys í Reykjavík og ná- grenni. r lelliir al toni FÚ. 22. mai. Kristján Rafnsson bóndi í Flatey á Skjálfanda druknaði 19. þ. h. Fór Kristján þennan dag að sækja hest og hey vestur að Látrum á Látraströnd, — en það gerði hann fyrir mann, sem var að flytja þaðan til Flateyjar. — Hesturinn og hey- ið var sett í uppskipunarbát og átti Kristján að gæta hestsins, en vélbáturinn ætlaði að draga uppskipunarbátinn til Flateyj- ar. Þegar þeir voru komnir nokkuð á leið, sjá þeir, sem á vélbátnum voru, að uppskip- unarbáturinn hallast skyndi- lega, og i sama vetfangi eru rfst ekkl út venna Tékkóslovakío. Horfumar í álfunni kafa stórleg'a batnað frá því á lang'ardag'. Kosning'ar i Tékkóslóvakiu fóru frid samlegka fram. Togaranjósnirnar; Hæstiréttur sýknap Geir Zoéga lítgm. í Mafnapfiæði og Aðalstein Pálsson skipstjóra af kæram va IdLst j órnapinnap. BENES. HENLEIN. EINKASKEYTI TIL VlSIS London, í morgun. Fyrir helgina óttuðust menn um alla álfuna, að til ófriðar mundi koma út af deilumálunum í Tékkóslóvakíu, er fregnir bárust um, að stjórn landsins hefði neyðst til þess að bjóða út herliði, þar sem Þjóðverjar og Pólverjar hefði sent lið til landa- mæra Tékkóslóvakíu. Það var að vísu látið uppi, að þetta væri ekki gert til annars en að æfa umrætt her- lið, en Tékkum fanst lítt á það að treysta, að annað byggi ekki undir. Hver alvara hér var á ferðum sést glöggast á því, að Bretar lögðu hina mestu áherslu á, að fylgjast með öllu, sem gerðist, og kröfðust þeir svars um það hjá Þjóðverjum tvívegis, hver tilgangur- inn væri með herflutningunum. Nú eru sveitar- og bæjarstjórnarkosningarnar í Tékk- óslóvakíu um garð gengnar, án þess að til blóðsúthell- inga eða friðslita kæmi, enda hafa horfurnar um varð- veitslu f riðarins í álf unni af tur batnað að miklum mun. Lundúnardagblöðin í morgun leggja öll áherslu á það, að fagna yfir því, að friðurinn hélst. — „Það kemur ekki til styrjaldar út af Tékkó- slóvakíu", segja þau. Og blöðin fagna yfir því, að Bretar lögðu sig fram til þess að bera ^Jfriðarorð í milli og telja, að það hafi borið mikilvægan árangur. Blöðin segja, að nú virðist brátt svo komið, að æs- ingar spilli ekki samkomulagsumleitunum um framtíð Tékkóslóvakíu. Telja þau heppilegast, að Henlein og flokkur hans semji milliliðalaust við stjórn Tékkósló- vakíu, en aðrir styðji eftir megni friðsamlega lausn vandamálanna. Símfregnir frá Prag herma, að í Tékkóslóvakíu sé nú miklu minni æsingar — yfirleitt megi segja, að alt sé með kyrrum kjörum í Iandinu. Kosningarnar fóru fram, án þess til alvarlegra óeirða kæmi. Samkvæmt seinustu fregnum fengu Sudeten-Þjóð- yerjar yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í Sudeten- héruðunum. Fengu þeir, í 48 bæjum, har sem megin- 'poiri íbúanna er þýskur milli 75—95% greiddra at- kvæða. Hægfara tékknesku vinstriflokkarnir unnu á í tékknesku og slóvakísku héruðunum, einkanlega flokk- ur Benes ríkisf orseta. Hægri f lokkarnir, sem eru í and- stöðu við ríkisstjórnina, mistu fylgi. Fregnir haf a borist um, að Henlein, leiðtogi Sudeten- Þjóðverja, sé Iagður af stað heimleiðis, en meðan kosn- ingarnar stóðu yfir dvaldist hann í austurrísku Ölpun- um. Mun hann bráðlega hef ja umræður við tékknesku stjórnina. United Press. þeir Kristján og hesturinn fallnir útbyrðis. Virtist þeim Kristján halda sér á floti að- eins örskamma stund, en hest- urinn synti til lands. Þegar Kristjáni skaut aftur upp, náðu bátverjar i hann og gerðu þeg- ar lifgunartilraunir, og lengi á eftir, -— en árangurslaust. Kristján sálugi var 55 ára, — kvæntur og átti mörg börn, vel látinp atorkumaður. Flestum mun enn í fersku minni alt það, sem á gekk er upp komst um njösnir íslenskra manna í þágu enskra botn- vörpunga. Fjöldi manna flækt- ist inn í málið og yfirheyrslur og rannsóknir stóðu yfir mán- uðum saman. Flestir þeir menn, sem við mál þessi voru riðnir fengu þungar sektir og þungan dóm almenningsálitsins. Mál þessara manna eru nú komin áleiðis til Hæstaréttar og hafa nokkur þegar verið flutt. Hæstiréttur kvað í morgun upp dóm í málinu valdstjórnin gegn Geir Zoé'ga útgerðarmanni í Hafnarfirði, og var Geir sýkn- aður með öllu, en málskostnað- ur greiðist af almanna fé. 1 lög- regluréttinum hafði Geir verið dæmdur til að greiða kr.3.000.0O í sekt og allan málskostnað, að sínum hlut, en sá kostnaður hafði numið æði miklu, með því að rannsókn málsins haf ði verið mjög umsvifamikil, og hafði m. a. verið unnið úr íjölda skeyta, og fastráðnir menn starfað að því verki mánuðum saman. Aðalsteinn Pálsson skipstjóri var einnig sýknaður með öllu af kærum valdstjórnarinnar, og málskostnaður greiðist af al- mannafé. Sekt hans í lögreglu- réttinum nam kr. 6,000.00, og skyldi hann einnig greiða máls- kostnað að sínum hlut. Skemdaverk unnin á spnsku togurunum í Frederikshavn Kalundborg 22. maí. FÚ. Sprengjuárás var i nótt gerð á spönsku togarana tvo, sem liggja í Frederikshavn. Eru togararnir löngu fullsmíðaðir og eru taldir stærstu togarar í heimi. En í málaferlum hefir staðið -um eignarréttinn yfir þessum togurum, og vilja bæði spánska stjórnin og stjórn Francos telja sér þá, en þeir voru smíðaðir fyrir firma eitt í San-Sebastian. Sprengjan, sem notuð var, sýnist hafa ver- ið útbúin með úrverki, sem afmarkaði, hvenær hún skyldi springa, og virðist henni hafa verið komið fyrir milli stefna skipanna. En aðeins annar togarinn skemdist. Kom á hann eins meters stórt gat á kinnunginn, og allar plötur í annari hliðinni beygluðust. Er talið vafalaust, að skipið hefði gereyðilagst, ef sprengjan hefði sprungið miðskips. En skaðinn er metinn á 20 þús. krónur. Lögreglustjórinn í Frede- rikshavn kvaddi sér þegar til hjálpar sérfræðinga frá Kaup- mannahöfn, og komu þeir til Frederikshavn 2 stundum eftir að sprengingin varð. Spreng- ingin var svo mikill, að allar rúður nötruðu i bænum. — Væntir lögreglan að vera búin að fá yfirlit um það, hvernig sprengjunni hefir .verið fyrir komið og árásinni hagað, í kvöld. Tveir menn fengu sér leigða bifreið í Frederikshavn í nótt kl. 2, og óku til Aalborg. Vænt- ir lögreglan þess, að þeir geti gefið einhvejar upplýsingar um þenna atburð, og skorar á þá að gefa sig fram. Lýsingu á þeim var útvarpað. Lögreglu- stjórinn á staðnum hefir lofað 500 kr. þóknun þeim, sem gætu gefið upplýsingar, sem leitt gætu . til þess að verknaður þessi upplýstist og sökudólg- arnir væru teknir fastir. Smygl- tilraun. Við leit i Dronning Alexan- drine, sem kom frá útlöndum í gærkveldi, fundu tollverðir 282 hálfflöskur af öli, sem voru vandlega faldar milli þilja i vélarrúminu. Málið er í rannsókn. Uppreistar- tilrami í Mexico* Kalundborg, 22. maí. FÚ. Vopnuð uppreistartilraun hefir brotist út í Mexikó. Gerðu uppreistarmenn loftárás á flugflotastæðinu San Louis á vesturströnd Mexico. Stjórnin telur, að ekki sé um hættulega uppreist að ræða, og hafi hún þegar í öllum höndum við upp- reistarmenn. Býður hún þó út miklu liði og lætur vígbúa loft- flotann. London 23. maí. FÚ. I opinberri tilkynningu, sem gefin var út i Mexíkóborg í gær, segir, að Pedelio hershöfð- ingi, sem nýlega var vikið úr> embætti sem fylkisstjóra í San Luis Pontoni, hafi staðið fyrir uppreistartilraun, sem þar átti sér stað í gær. Hafi 15 sprengj- um verið varpað yfir flugvöll- inn þar, en þær ekki valdið neinu tjóni. Auk þess hafi nokkrir hermenn Pedelios ráð- ist úr launsátri á herdeild mexi- kanska liðsins og 15 menn f allið. Elsa Sigfúss heldur hljómleika í Dómkirkj- unni þriSjudaginn 24. maí kl. 8% síSdegis, með aðstoð Páls ísólfs- sonar, sem einnig mun leika tvö einleikslög (eftir Cesar Franck og Frescobaldi) á orgel. Á efnis- skránni eru lög m. a. eftir: Bach, Hándel, Schubert, Sigf. Einarsson o. fl. — aðeins Loftup.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.