Vísir - 24.05.1938, Page 2

Vísir - 24.05.1938, Page 2
VlSIR Afskifti Breta af sldvakíu bjarga Þjóðevnis mtnnililntaflokk' ap í Tékkóslóvakíu fá aukin réttindi. EINKASKEYTI TIL VÍSIS London, í morgun. Parísarbiöðin í morgun lofa mjög framkomu bresku stjórnarinnar út af deilunum um mál- efni Tékkóslóvakíu undangengna sólarhringa. Eru blöðin eindregið þeirrar skoðunar, að horfurnar hafi verið hinar ískyggilegustu og litlu hafi munað, að til árekstra kæmi, sem heimsstyrjöld hefði leitt af, en vegna hinnar ákveðnu stefnu, sem Bretar tóku, hafi ekki til þess komið — það hafi dregið úr þeim kjark, sem viidu koma fram með ofsa, að Bretar tóku þá stefnu sem reyndin varð. Berlínarfregnir herma, að það komi skýrt fram í blöðum þar, að menn sé óánægðir yfir afskiftum Breta af Tékkóslóvakíu. Blöðin saka Breta um að draga taum Tékka, Bretar séu hér í algerðu heimildarleysi að skifta sér af máium, sem ekki komi Bretum neitt við, þar sem þau hafi engin áhrif á hagsmuni Bretaveldis. En, þótt horfurnar hafi batnað, vegna ákveðinnar framkomu Breta, er enn uggur í mönnum, og er þess beðið með mikilli óþreyju hver árangur verður af við- ræðum þeirra dr. Hodza, forsætisráðherra Tékkósló- vakíu, og Henieins, leiðtoga Sudeten-þýska flokksins, um framtíðarskipulag Tékkóslóvakíu. Að því er United Press hefir fregnað frá Prag mun stjórnin fallast á ýmsar tilslakanir í garð þjóðernis- legra minnihluta, en til þess mun ekki koma, að stjórn- in fallist á neitt, sem af leiðir skerðingu eða tvístringu hins tékkóslavneska ríkis. Þótt sjálfstjórn í innanhér- aðsmálum verði veitt ákveðnum landshlutum mun öll öryggis- og landvarnastarfsemi verða i höndum stjórn- arinnar í Prag og hún mun gæta þess, að haldið verði uppi lögum og reglum hvarvetna í Tékkóslóvakíu. Frekari fundir eru haldnir, sem þeir taka þátt í, Hodza og Henlein. Hodza mun og ræða við leiðtoga annara þjóðernislegra minnihluta. United Press. Flugmaður úr gamla rússneska keisarahernum, Kapt. Victor Dibovsky, sem gat sér mikinn orðstír í styrjöldinni miklu, hef- ir fundið upp nýtt farartæki, sem hann fullyrðir að fari 25 hnúta á sjó, 60 mílur á einni klukkustund á vegunum og 120 mílur á klst. í lofti. VÍSIR I ÐAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgiitu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Samstarf? ÖNNUM liefir skilist, að blöð Framsóknarflokksins þættist ekki alllítið af því, þegar þau liafa verið að deila á social- isla og kommúnista, að Fram- sóknarflokkurinn væri alger- lega andvígur öllu reiptogi milli „stéttanna“ í þjóðfélaginu, og hefði megnustu óbeit á slétta- baráttum.Það mætti því ætla, að Framsóknarflokkurinn þættist vera flokkur, sem allar stétlir þjóðfélagsins gætu sameinast um að fylgja, eða þá að slikur flokkur gæti átt einhvern til- verurétt. Þessu fer hinsvegar mjög fjarri. í forystugrein, sem nýlega birtist í Timadagblaðinu, er það fundið Sjálfstæðisflokknuin mjög til foráttu, að liann liafi „heitið öllum stéttum gulli og grænum skógum“. En sam- kvæmt stefnuskrá sinni, er Sjálfstæðisflokkurinn flokkur allra stétta jafnt, og liann liefir valið sér kjörorðið: „stélt með stétt“. Með þvi er að visu ekki öllum stéttum heitið „gulli og grænum skógum“, og því einu yfir lýst, að hagsmuni engrar stéttar megi bera fyrir borð, vegna hagsmuna annarar, en svo sé best gætt hagsmuna allra stétta, að sem best sé búið að hverri einstakri þeirra. En þetta segir Tímadagblaðið að sé „tak- markalaust lýðskrum“, eða með öðrum orðum, að hverri stétt sé það lífsnauðsyn, að skara sem mest eld að sinni köku, og því sé í rauninni ekki um það að ræða, að nokkur stjórnmála- flokkur geti verið flokkur allra stétta. Og samkvæmt þeirri kenningu hefir Framsóknar- flokkui’inn lika starfað frá upp- hafi, og hann virðist ekki enn hafa látið sér skiljast það, að velmegun hverrar einstakrar stéttar hljóti að byggjast á vel- megun hinna. Og nú gerir Tímadagblaðið ráð fyrir því, að Sjálfstæðis- flokkurinn, eða einhver hluti lians, sé i þann veginn að láta sannfærast „um þann raun- veruleika“, að þetta sé hin „eina sáluhjálplega trú“ í síjórn- málunum“. Ýmsir af „foringj- um flokksins“ muni nú vera horfnir frá því að reyna „að ná svo öflugu múgfylgi, að flokk- urinn fengi meirihluta þingsæt- anna“, láta sér nægja fylgi þeirra stétta, sem hann sé fyrst og fremst fulltrúi fyrir, „lieild- sala“, stórútgerðarmanna og fjáreignamanna“ og leita sam- vinnu við Framsóknarflokkinn „í ábyrgu samstarfi“. Og' svo virðist sem blaðið sjái enga meinbaugi á því samstarfi, enda þótt „hagsmunir þess fólks“, sem Sjálfstæðisflokkur- inn sé fulltrúi fyrir, séu „and- vígir“ hagsmunum bænda og verkamanna!! „Bændur og verkamenn“ — það voru einu stéttirnar, sem kommúnistarnir í Rússlandi töldu að ættu rétt á sér, þegar þeir liófu byltinguna þar á ár- unum. „Bændur og verkamcnn“ eru einu stéttirnar, sem Fram- sóknarflokkurinn telur að eigi rétl á sér liér á landi. Tímadag- blaðið ætlast til þess, að öllum geti skilist það, að það hljóti að vera hin mesta fásinna, að sami flokkurinn geti verið fulltrúi kaupsýslumanna og neytenda, útgerðarmanna og sjómanna, atvinnurekenda og verkamanna. Það var einmitt þessi skilningur á innbyrðis afstöðu þjóðfélags- stéttanna, sem var undirrót þjóðfélagsbyltingarinnar í Rúss- landi. — En meðan sá skilning- ur er ríkjandi i Framsóknar- flokknum, er áreiðanlega eng- inn „jarðvegur fyrir“ samstarf lians við Sjálfstæðisflokkinn. Umferðarvikan I DAG. Lögreglan liefir sérstakt eft- irlit með ökuhraða bifreiða. Umferðarmyndir eru til sýn- is í búðargluggum við Austur- stræti. Nýjum myndum bætt við. Skilti eru áfram á þremur gatnamótum, þar sem umferð- arslys hafa verið tíðust. Leiðarvísi í umferð verður útldutað á götunum. 1 kvöld kl. 19,20 flytur Árni Pétursson læknir erindi um um- ferðarmenningu. Á MORGUN verður svipuð tilhögun, en annað kvöld flytur erindi i út- varpið Ólafur Mattliíasson vá- tryggingafulltrúi, um umferðar- slys og tryggingar. — Á fimtu- dag (uppstigningardag) verður ýmislegt fleira á „dagski’á“ en í dag og í gær. ADalfondnr bysg- ingarféiagsins. Byggingarfélag alþýðu liélt aðalfund sinn í gær og gætti þar sömu úlfúðar og að undanfömu milli sociahstanna og Héðins Valdimarssonar. Héðinn stjómaði fundi, og hafði hann og kommúnistar safnað liði og munu hafa átt % hluta fundarins á sínu bandi. Til máls tóku þessir: Hannes Jónsson, Guðjón B.Baldvinsson, Guðmundur H. Guðmundsson, Erlendur Vilhjálmsson, Iléðinn Valdimarsson og Hafliði .Tóns- son. Erlendur Vilhjálmsson deildi allfast á Héðinn og hafði í frammi ýmsar dylgjur í hans garð, og hélt sig að litlu leyti við þau dagskrármál, sem fyrir lágu. Hafliði Jónsson sjómaður hélt þar kommúnistiska æsinga- ræðu utan dagskrár, en er Guð- jón B. Baklvinsson ællaði að taka aftur til máls og svara Ilaf- liða og Héðni, neitaði Iléðinn honuin um orðið og samþykti fundurinn að Guðjóni skyldi ekki leyft að tala. Lá þá við uppnámi á fundinum. Voru dagskrármál því næst afgreidd og fundi slitið, og hafði Héð- inn verið þar einráður um alla hluti. Farartæki þetta er þríhjóla- vagn á landi, mótorbátur á sjó, en sem flugvél lyftir það sér beint upp án tilrenslis — er svo- kölluð „hehcopter“-flugvél. Tíðindamaður Daily Tele- graph skoðaði fyrirmynd að farartæki þessu og nokkurn hluta vélarinnar. Farartæki þetta er 12% fet á Iengd og gæti auðveldlega haft kafbát án flugþilfars sem móð- urskip, með því að það getur lent á venjulegu þilfari slíkra skipa, eða þá á sjónum í ná- munda við þau. Ef farartækið er notað á land- vegunum er það ekki rúmfrek- ara en vcnjuleg bifreið, en ef með þarf er unt að hemla vél- inni frá lijólunum og setja liana í samband við tvo lárétta flug- spaða, sem hefja vélina á löft, en samtímis eru hjól farartæk- isins dregin inn. Farartæki þetta getur bæði farið aftur á bak og áfram og er auðvelt í meðförum. Dibovsky er kunnur upp- findingamaður og hefir þrá- vegis fengið verðlaun fyrir upp- findingar sínar. Breskir her- miálasérfræðingar haf a farartæki þetta til athugunar, en sam- kvæmt þeirri reynslu, sem þeg- ar er fengin, er talið víst að hér sé um þýðingarmikla upp- götvun að ræða. Minning Einars H. Hvaran. Einkaskeyti frá Kaupm.höfn 23. maí. F|0. Kaupmannahafnarblaðið Na- tionaltidende flytur í gær minn- ingargrein um Einar H. Kvar- an rithöfund. Skýrir blaðið frá starfsemi lians sem blaðamanns og rithöfundar og fer um hann lofsamlegum orðum sem skáld og merkilegan rithöfund. Kaup- mannahafnarblaðið Politiken skrifar einnig um Einar H. Kvaran og segir meðal annars að hann sé einn allra snjallasti smásagnahöfundur sem nokkru sinni liafi verið uppi á íslandi og auk þess skrifað fjölda ann- ara mætra verka. deilunum friðinum Fréttaritari Vísis á Siglufirði skýrði blaðinu svo frá i viðtali í morgun: Fyrir siðustu helgi hélt stjóm Síldarverksmiðja ríkisins fund á Siglufirði og ræddi þar um, livaða stefna skyldi ríkjandi í framtiðinni um kaup á sild til bræðslu og greiðslukjör, eða hvort síldin skyldi tekin til vinslu og greidd að nokki-um hluta. Var samþykt með 4 atkvæð- um samhljóða að verksmiðjan skyldi leita heimildar atvinnu- málaráðherra til þess að kaupa síldina föstu verði á komandi síldarvertíð, eins og að undan- förnu, en ef viðskiftamenn verksmiðjunnar kysi heldur, skyldi verksm. taka síldina til vinslu, gegn því, að greiða 85% af andvirði við afhendingu og uppbót síðar, eftir því sem unt væri. Útgerðarmenn eiga því sjálf- ir ákvörðunarréttinn i þvi efni, hvort þeir vilja heldur selja síldina til verlcsmiðjanna, eða hvort þær taka síldina til vinslu samkvæmt ofansögðu. Stjórn síldarverksmiðjanna liefir enga samninga gert, enn sem komið er, um fyrirfram- sölu á síldarlýsi. Verðið á lýsinu mun nú vera £ 12-10-0, miðað við 2% feitisýru, en lægra eftir því sem sýrumagnið er meira. Mikill kuldi er nú norðan- lands og á Siglufirði snjóaði i gær niður í sjó, en í morgun hafði snjó tekið upp á láglendi, en f jöll voru livit niður í miðjar hlíðar. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Kr. 5 frá J. B. Aheit á Slysavarnafélagið. Kr. 5 frá ónefndum. í Tékkó- í álfunni. Hlaup í Skeiðará* 23. maí. — FÚ. Slceiðará hefir vaxið ákaflega mikið í dag og búast menn við jökullilaupi. — Frá Fagurhóls- mýri í Öræfum var símað: Um kl. 730 i morgun var Skeiðará enn lítil, en tveimur stundum síðar — eða kl. 9.30 — var liún tekin að vaxa og orðin mórauð. I allan dag liefir hún svo haldið áfram að vaxa jafnt og þétt, og var laust fyrir miðnætti orðin meiri en nokk- uru sinni í allrít mestu sumar- leysingum. Allar líkur eru til þess að jökulhlaup sé í aðsigi, en Öræfingar telja hugsanlegt að það stafi af framhlaupi jök- ullóns á vatnasviði árinnar, en ekki af eldgosi — enda Iiefir að ,svo komnu ekkert orðið vart við eldsumbrot í jöldinum. — Vísir átti tal við Hannes Jóns- son bónda að Núpsstað í morg- un, og sagði hann að alveg væri óvíst, að hér væri um venjulegt jökulhlaup að ræða eins og t. d. árið 1934. Árið 1920 og 1929 hefðu hlaup svipað þessu komið í Skeiðará og varað alt að þremur vikum. Á þessu hlaupi hefði engin veruleg breyting orðið frá því í gær og símalín- an austur yfir sandinn væri ennþá í lagi. Skeiðará er þó far- in að brjóta sér nýjan farveg undan jökulröndinni og er all- mikið vatnsrensli þaðan. — 1 Núpsvötnum hefir vatn ekkert aukist frá því í gær og yfirleitt engin breyting orðið, sem bent geti til verulegs hlaups í Skeið- ará. MUSSOLINI OG HITLER í RÓMABORG. Stjópn síldarveFksmidja ríkisins ákveður kjör viðskiftamanna verk- smiðjanna.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.