Vísir - 24.05.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 24.05.1938, Blaðsíða 3
VtSIR Íslandsglíman verður háð i. júní. Hún verður f jölmennari en nokkuru sinni frá því árið 1930. Sjö Vestmannaeyingar taka þátt í henni og væntanlega koma íleiri keppendur utan af landi. i t i ! ISLANDSGLÍMAN verður 1 liáð á íþróUavellinum mið- vikudag 1. júní. Er þaS allmiklu fyrr en vanalega, því að vana- lega fer glírnan ekld fram fyrr en um mánaðamótin júní—júlí, enda eru sérstákar ástæður fyr- ir hendi, að liún er lialdin svona snemma að þessu sinni. Tíðindamaður Vísis átti tal við Jens Guðbjörnsson, for- mann Glímufélagsins Ármanns í morgun, og fékk þær upplýs- ingar, að orsökin væri sú, að eindregnar óskir hefði komið fram um það frá Vestmanna- eyingum, sem ætla að taka þátt í glímunni, að hún yrði haldin snemma. „Þátttakan í glímunni verður að líkindum alveg óvanaleg“, sagði Jens Guðbjörnsson. „Frá Vestmannaeyjum koma sjö keppendur og væntanlega koma fleiri keppendur utan af landi. En svo er ástatt um Vestmanna- eyingana, sem eru sjómenn, að þeir ætla norður til síldveiða og fara hrátt að búa sig undir það. Væri kept seinna en nú hefir á- kveðið verið, niundu þeir ekki geta tekið þátt í glímunni“. „IJafa þeir fengið góða æf- ingu?“ „Það þori eg að fullyrða, því að það er hinn góðkunni glímu- maður Þorsteinn Einarsson, gamall Ármenningur, sem hefir þjálfað þá. Þorsteinn hefir sem kunnugt er, tekið þátt í mörg- um kappglímum, og unnið sæmdarheitið glímusnillingur Islands“. „Þetta verður sennilega mjög fjölmenn glíma?“ „Ef vonir okkar rætast um það, að keppendur komi víðar að utan af landi en úr Vest- mannaeyjum verður þetta sennilega fjölmennasta íslands- glíma frá því árið 1930. Ekki efa eg, að þátttaka reykvískra glímumanna verður góð. Það hefir einmitt þótt á skorta und- - anfarin ár, að keppendur væri nógu margir — og menn liafa alment saknað þess hve fáir keppendur hafa komið utan af . landi. Nú horfir svo, að menn fái þessar óskir sínar uppfylt- ar“. — Kept verður um glímubelti í. S. í. og er handliafi þess Skúli Þorleifsson úr Ármanni. Ennfremur verður kept um feg- urðarglímuskjöld í. S. I., en hapdliafi hans er Sigurður Hall- hjörnsson úr Ármanni. Öllum glímumönnum innan íþrótta- sambands íslands er heimil þátttaka í glímunni. Keppendur eiga að gefa sig fram við for- mann Ármanns eigi síðar en föstudagskvöld 27. þ. m. Póstferðir á niorgun. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Þingvellir. Fagra- nes til Akraness. Póstbíll til Garðs- auka, Víkur og Laugarvatns. Brú- arfoss norður til Akureyrar. — Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, Kjalar- . uiess-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa- I póstar, Þingvellir. Fagranes frá SKULI ÞORLEIFSSON. Akranesi. Súðin austur um land. Styrjöldin á Spáni. Frh. Afskifti eða afskiftaleysi Þjóðabandalagsins af Spánar- styrjöldinni leiddi til þess, að virðing manna fyrir Þjóða- bandalaginu fór enn minkandi. Illutleysisnefnd var skipuð til þess að hafa eftirlit með þvi, að aðrar þjóðir tæki ek'lci þátt i styrjöldinni. Nefndin stofnaði til eftirlits á sjó og landi i þessu augnamiði, en það bar ekki þann árangur, að hætt væri að senda sjálfboðaliða, vopn og skotfæri til Spánar. Páfaváldið studdi Franco og páfi sjálfur veitti Franco bless- un sina. Iiinsvegar er þess að geta að kaþólskir menn í tug- þúsundatali börðust með stjórn- arhernum, m. a. Baskar. Framan af voru kirkjubrenn- ur tíðar í þeim liluta Spánar, sein stjórnin réði yfir, eða kirkj- ur og klaustur voru tekin til annara notkunar en þeim var í upphafi ætlað.. í Madrid urðu klerkar, munkar og nunnur að flýja. Margt af þessu fólki var grátt leikið. í Baskahéruðunum gekk yfirleitt alt sinn vana gang í trúar- og kirkjulegum efnum. Aðsetur Franco-stjórnarinnar er í Bnrgos. Hann hafði sjálfur yfirstjórn liers síns á hendi. Hversu víðtækt einræði hans verður i reyndinni, ef liann vinnur fullnaðarsigur, verður cnn ekki um sagt. Skoðanir þeirra, sem fylgja honum að málum, eru i ýmsu ólikar. Og það getur reynst erfitt að skapa þá nauðsynlegu einingu, sem tryggir honum einræðisvald í landinu áfram. Meðal fylgis- manna lians eru Carlistarnir, sem vilja konungsstjórn og svo eru „traditionál“-istar, sem vilja konungsstjórn, en eru mótfalln- ir Alfons fyrrveraildi konungi eða að sonur hans verði settur á konungsstól. Þá eru fascistarnir •—■ falangístarnir — og Bænda- flokkurínn, sem í eru kaþólilck- ar, þjóðernissinnar og íhalds- menn aðrir. Ýmsir spá því, að erfitt verði Frú Nanna Egilsdóttir: Næstkomandi miðvikudags- kvöld eiga Reykvikingar kost á að hlusta á unga, íslenska söng- konu, sem nú lætur í fyrsta skifti til sín heyra hér heima. Það er frú Nanna Egilsdóttir, kona Þórlialls Árnasonar cello- leikara. Frúin hefir stundað söngnám í Hamborg í 1 y2 ár undir handleiðslu eins frægasta söngkennara þar, Martha Polil- mann-Tiimmler, sem lengi söng við óperuna í Hamborg við rnikinn orðstír, en hefir nú ein- göngu gefið sig að söngkenslu. Þess má geta til fróðleiks og gamans, að kennari Pholmann- Tumler var íslenskur óperu- söngvari (tenor), Ari Jónsson, er um all-langt skeið söng í öll- um stærri borgum Þýskalands og víðar í álfunni. Lætur hún mikið af list þessa kennara síns. (Hann mun hafa látist um alda- mótin, eða þar um bil, þá gam- all maður). Frú Nanna Egilsdóttir hefir komið fram opinberlega í Þýskalandi (á nemendahljóm- leikum píanókennarans Otto Stöterau), og er hvarvetna lát- ið mikið yfir söng hennar. Frú- in hefir háa sópran-rödd og segja þýsk ummæli, að röddin sé í senn bæði mjúk og þjálfuð og gefi hinar bestu vonir. Láta blöðin af því, hve hrífandi flutningur frúarinnar á hinum íslensku þjóðlögum hafi verið í einfaldleik sínum. En meira virði en öll lilaða- ummæli er þó, að frú Nanna liefir, ásamt manni sínum, verið ráðin við þýska ríkisútvarpið, til þess að flytja íslenska tónlist. Mun Otto Stöterau píanóleikari aðstoða þau hjónin. (Stöterau er kunnur Reykvikingum frá því er hann kom hingað með marini frú Nönnu, Þórhalli Árnasyni celloleikara, þegar liann kom hér í fyrsta sinni til að lialda hljómleika). Það má segja, að þessi samn- ingur við ríkisútvarpið þýska setji „kvalitets-stimpilinn“ á list frú Nönnn, því það er víst, að þar kemst ekki að hver sem vera skal. Söngskrá frúarinnar í þetta sinn er all-fjölhreytt. Þar eru bæði íslensk, þýsk og itölsk lög. Má nefna til dæmis Vögguvisu eftirEmil Thoroddsen og Caro mio hen (Larglietto) eftir T. Giordani, hvorttveggja lög, sem Reykvíkingar þekkja vel og að góðu einu. Ættu menn ekki að láta þetta tækifæri, lil að lilusta á söng frú Nönnu, ónotað. Þeir verða margir hér heima, sem munu fylgjast af áhuga með listaferli jiessarar ungu, efnilegu söngkonu, er hún kem- ur fram erlendis, og óska henni að sá ferill megi verða glæsi- legur, henni sjálfri, landi og þjóð til sóma. Sonur minn, Einar Karl, verður jarðsunginn frá dómkirkjunni á morgun, miðviku- dag, og liefst jarðarförin með húskveðju kl. 2 að heimili hins látna, Marargötu 2. Jarðað verður i gamla kirkjugarðinum. Fyrir liönd dóttur og systkina. Magnús Einarsson, Framnesvegi 12. StjÓFn t. S. í. svarai* fyi»ip- spum. Fyrirspurnum hr. Frímanns Helgasonar i blaði yðar 16. þ. m., leyfum vér oss að svara þannig: 1. í. S. í. hefir leyft K. R. R., ásamt liinum 4 knattspyrnu- félögum í Reykjavík, að taka á móti þýskum knattspyrnuflokki i lok næsta mánaðar. 2. Á milli í. S. í. og D. F. B. (þýska knattspyrnusambands- ins) hafa engir samningar farið fram um að síðari úrvalsleikinn B (Btar fréííír Veðrið í morgnn. Hitinn í morgun. Mestur hiti i Rvik io st., minstur i st. (Skálar á Langanesi, Gjögur, Horn, Gríms- ey). Mestur hiti hér i gær io st., minstur í nótt 5 st. Sólskin í gær 12.2 st. — Yfirlit: Lægð suðvestur af Reykjanesi á hægri hreyfingu norðaustur eftir. — Veðurútlit: SuSvesturland, Faxaflói: Vaxandi Suðaustanátt. Sumstaðar rigning með kvöldinu. Skipafregnir. Gullfoss fer frá Leith i dag. GoSafoss kemur til Vestm.eyja kl. 7 í kvöld, en hinga'S í fyrramáli'S. Brúarfoss fer til Akureyrar kl. 6 í kvöld. Dettifoss kom til Grimsby í morgun. Lagarfoss er á leið til Leith frá Khöfn. Selfoss er í Vest- mannaeyjum. Óskar Jónsson, Viggó Sígurðsson og frú, Jóhann Þ. Jósefsson alþm. o. fl. Knattspyrnumót 2. flokks hefst í kvöld kl. 7%, á íþrótta- vellinum. Fyrst keppa K.R. og Vík- ingur og síðan Fram og Valur. AS- gangur er ókeypis að þessum leikj- um. Mun aðeins verða selt á úrslita- kappleikinn, sem að öllum líkíndum fer fram á sunnudaginn kemur. Leiðrétting. 1 niðurlagi greinarinnar „Alger skortur á grænmeti í bænum“, senr birtist á þriðju siðu í blaðinu í gær, hafði síðasta setningin brenglast ó- þægilega. Hún átti að hljóða svo: „Grænmetisverslun ríkisins hefir gerst sek um alvarlega vanrækslc! í þessu efni, hverju sem um er a5 kenna. Sýnir þetta hinsvegar þái hliðina á ríkiseinkasölunum og starfsmönnum þeirra, að þeir líta svo á, að þeir láti almenníngí í té nauðsynjavörur af einskærri náð, en hitt fá þeir ekki skilið, að þeina beri skylda til þess.“ bæri að skoða sem milliríkja- keppni, og eigi heldur hafa far- ið fram nein bréfaviðskifti milli I. S. í. og F. í. F. A. um þetía. 3. Vér höfum borið þessar fyrirspurnir hr. F. H. undir formann K. R. R. og hefir hann tjáð oss að engir slíkir samn- ingar hafi farið fram milli K. R. R. og D. F. B. Reykjavík, 18. maí 1938. Stjórn í. S. í. Úvenjulega mikil síld á Yestfjðrðum Fréttaritari Vísis á ísafirði skýrir svo frá, að millisíld sé nú svo mikil á Önundarfirði og á Vestfjörðum yfirleitt, að slíks munu engin dæmi frá því 1905. Hafa menn aflað mikla síld í lása og selja hana til beitu og hagnast vel á veiðinni. Síra Friðrik Hallgrímsson hefir tekið sér sumarfrí, og verð- ur fjarverandi úr bænum um mán- aðar tíma. Elsa Sigfúss syngur í kvöld kl. 8jý í dóm- kirkjunni, með aðstoð Páls ísólfs- sonar. Á söngskránni eru íslensk lög og erlend kirkjusöngslög. Þetta verður siðasta tækifæri hinna mörgu aðdáenda ungfrúarinnar til þess að heyra til hennar að þessu sinni, þar sem hún hverfur innan skamms aftur til útlanda. Eftir kl. 7 verða aðgöngumiðar seldir i and- dyri -dómkirkjunnar. Súðin var í gær síðdegis á leið til Stöðvarfjarðar frá Fáskrúðsfirði. Meðal farþega á Drotningunni vestur og norð- ur um land í gærkv., voru: Krist- ín Ebeneserdóttir, Eggert Krist- jánsson stórkaupm., Lúðvik Guð- mundsson skólastj., Ólöf Vilmund- ardóttir, Sveinbjörg Blöndal, KUst- ján H. Jónsson, Þorsteinn Eyfirð- ingur og frú, Aðalsteinn Eiríksson og frú, Axel Gunnarsson, Elín Magnúsdóttir, Oddgeir Jóhannsson, Guido Bernhöft, hr. Rönning, hr. Christensen, Ásgeir Bjarnason, Trúlofun. Á sunnudaginn var opinberuðu trúlofun sína ungfrú AÖalheiður Vilbergsdóttir frá Breiðdalsvík og Hjalti Gunnarsson, Réyðarfirði, — nú Laufásveg 23. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 2 frá Jóhönnu, kr. 10 fra bónda í Dalasýslu, kr. 10 frá Þ. S., kr. 2 frá Jónasi, kr. 10 frá N. Ó., kr. 3 frá Casanova, kr. 5 gamalt áheit frá Z, kr. 1 frá ónefndunSi K.F.U.M. heldur samkomu annað kvöld, 25. maí, kl. 8)4, í húsi sínu við Amt- mannsstíg. Samkoman er haldin I tilefni af sjötugs-afmæli síra Frið- riks Friðrikssonar og er búist við að eldri deildir og unglingadeildir K.F.U.M. og K.F.U.K. fjölmenni þangað. Annars eru allir velkomnir á meðan húsrúmið leyfir. Til athugunar fyrir skattgreiðendur í Reykja- vík. Þeiin, sem kæra vilja skatt eða útsvar eða hvorttveggja, skal bent á að hafa hugfast: 1. Að skattkærur skulu stilaðar til skatt- stjórans í Reykjavík. 2. Að út- svarskærur skulu stilaðar til iúð- urj öfnunarnefndar Reykjavíkur. 3. AS kæra ekki skatt og útsvar f a að gera alla þessa fylgismenn ánægða, en framtíð Franco sem einræðisherra er úndir því kom- in, að honum takist það. Styrjöldin byrjaði 17. júlí 1936. Styrjöldin — eða uppreistin gegn stjórninni — byrjaði að- faranótt 17. júlí 1936 — i bæki- stöðvum setuliðsins í spánska Marokko. En fjórum dögum áður liafði sá atburður gerst i Madrid sem kom þar öllu í upp- náni, og var í rauninni ræistinn, sem kom bálinu af stað. Jose MOLA í LIÐSKÖNNUN. Calvo Sotelo fyrrverandi kon- ungssinni var myrtur þar og varð hann Horst Wessel hinna spænsku fascista. Miklar æsing- ar voru um gervalt landið. Stjórnarbyltingar höfðu verið tíðar í landinu alt frá því í april 1931, er Alfonso var steypt af stóli, og lýðveldið stofnað. Rót- tæku flokkarnir héldu uppi stöð- ugri sókn og æsingum og í fe- brúar 1936 sendu þeir 295 full- trúa á þing, én hægri flokkarnir að eins 177. Samfylkingarstj órn róttæku flokkanna komst á laggirnar, Niceto Alcala Zamora, forseti lýðveldisins, fór frá. Sotelo, sem liafði verið fjármálaráð- herra í stjórnartíð Miguel Primo de Rivera einræðislierra, barðist ótrauður gegn samfylkingar- stjórninni. Götubardagar milli fascista og kommúnista voru daglega háðir í Madrid. Yerkföll voru að eyðileggja iðnaðinn í Iandinu. Kirkjur voru brendar og klerkar grátt leiknir. Framh. adeins Loftui*. sömu kæru, heldur send'a skatt- kæru og útsvarskæru sitt í hvora . lagi. — Skattkærau innihaldi all- ar upplýsingar og rök, sem kær- andi óskar að bera fram, en í út- svarskærunni er þá nægilegt a® vísa til skattkærunnar. 4. Aí*. gleyma ekki að rita nafn sitt og" heimilisfang undir kærmia. FJ maður ritar kæru fyrír annarr,. verður nafn og heimilafang þess,. sem kært er fyrir, að vera gremi- legt. Með „heimilisfáng“ er hér~ átt við heimilisfang samlcvæmÁ síðasta manntali. Hafi flutníhgirir átt sér stað síðar' verður aS tíl— greina i svigum; nýja heimilisfang-r ið. 5. Að draga ekki til síðustú stundar að senda kæru, þvi oft géta komið fyrir atvik, sem gera. þá ómögulegt að kæra rétttímis, en þeirri reglu hefir ætíð verÚS fylgt stranglega, að of seint fraim komnar kærur eru ekki teknar tií greina. Útvai'pið í kvöld. Kl. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Eir- indi umferðaráðsins: Umferðar- menning (Árni Péturssbn læknirjL 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: T.eikir og leikföng, I (dr. Símon Ágústs- son). 20.40 Svmfóníutónleikar: (a) Tónleikar , Tónlistarskólans: b) (21.20) Þriðja symfónían eftir Beethoven (Het j uhl j ómkviðan) (plötur). 22.00 Dagskrárlok. Næturlæknir. er í nótt Karl S. Jónasson, Sóí- eyjargötu 13. Sími 3925. — Nætur- vörður í Laugavegs apóteki og Tng- ólfs apóteki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.