Vísir - 25.05.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 25.05.1938, Blaðsíða 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guölaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgréiðsla: Hverfisgötu 12. (GengiS inn frá Ingólfsstræti). Sí m ar : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Alvarleg síaðreynd. BLÖÐUM framsóknarmanna og socialista ætlar að verða furðu lítill „matur" úr útsvör- unum i bænum að þessu sinni. Það hefir verið föst venja þess- ara blaða um nokkurt skeið, að gera eldhúsdag að bæjarstjórn- inni, eða minnihluta hennar, tvisvar á ári fyrir fjármála- stjórn bæjarins, i sambandi við útsvörin, þegar fjárhagsáætlun bæjarins er gerð og þegar út- svarsskráin kemur út. Eldsneyt- ið var litið i vetur, þegar fjár- hagsáætlunin var birt og erfitt að koma suðunni upp í pottin- um, af því hve hækkunin varð litil á upphæðinni sem átti að jafna niður. En þá fóru bæjar- stjórnarkosningarnar í hönd, og var því blásið svo sem unt var í glæðurnar, en með litlum ár- angri. Nú er útsvarsskráin kom- in út, en svo virðist sem allur „vindurinn sé úr" þeim, sem eiga að blása, enda hef ir sú orð- ið niðurstaðan, að útsvörin hafa ekkert hækkað, miðað við tekj- ur gjaldendanna, svo sem sjá má af því að þrátt fyrir hækk- unina á heildarupphæð útsvar- anna og fækkun gjaldendanna, hefir niðurjöfnunarnefndin get- að notað sama skattstiga og i fyrra. En þrátt fyrir þetta, hefir dagblað framsóknarmanna, eða fjármálaráðherrans, þó komið auga á nokkurar „athyglisverð- ar staðreyndir" i sambandi við útsvarsskrána. Raunar virðist þó ekki um nema eina verulega at- hyglisverða staðreynd að ræða, en hún er sú, að því er blaðið segir, að „álögur ríkisins hækka um 9 kr. á mann á sama tíma og álögur Reykjavikurbæjar hækka um 35 krónur". Blað fjármálaráðherrans hef- ir jafnan lagt mikla stund á það, að leiða almenningi það fyrir sjónir, hve dæmalaust vel stjórn ríkisfjármálanna hafi tekist i höndum núverandi f jár- málaráðherra. Og með ýmis- konar talnavisindum hefir blað- ið þóst færa sönnur á það, að einkum beri þó fjármálastjórn rikisins mjög af fjárstjórn Reykjavíkurbæjar. Og fjármála- ráðherrann sjálfur er öllum stundum að láta reikna það út, og „sanna" það með nýjum og nýjum tölum, að i rauninni hafi útgjöld ríkisins staðið í stað, ekki að eins alla sína ráð- herratíð, heldur alla stjórnar- tíð Framsóknarflokksins, „á sama tíma og" útgjöld Reykja- víkurbæjar hafi margfaldast. En síðustu tölurnar, sem þetta eiga að sanna eru þessar: „Á- lögur ríkisins hækka um 9 kr. á sama tíma og álögur Reykja- víkurbæjar hækka um 35 krónur". Árin 1925—1934 námu tollar og skattar ríkissjóðs að meðal- tali á mann kr. 100.48, en árin 1935—37 kr. 109.74, og mis- munurinn er kr. 9.26. En út- svör og skattur Reykjavíkur- bæjar námu fyrra tímabilið kr. 88,00 á mann segir blað fjár- málaráðherrans, en síðara tíma- bilið kr. 123.00. Og mismunur- inn á þeim tölum er 35 kr., um það er ekkert að villast! Ein athyglisverð staðreynd og all alvarleg kemur hinsvegar til greina í sambandi við þenn- an samanburð. Og sú staðreynd er það, að fjarlagaútgjöld ríkis- ins námu árið 1925 að eins 10— 11 milj. króna, en árið 1937, með sömu reikningsfærslu, lík- lega 20—22 miljónum. Og sú staðreynd verður ekki skýrð með því, að fólksf jöldinn í land- inu hafi nálega tvöfaldast á þessu tímabili. Hann hefir ná- lega staðið i stað. Nær mun liggja sú skýring, að þó að skatt- ar og tollar ríkisins hafi numið kr. 100,48 að meðaltali á mann árin 1925—1934, þá var því ekki varið öllu til reksturs ríkis- ins, heldur varð stórkostlegur tekjuafgangur hjá ríkissjóði fyrstu ár þess tímabils, og þeim tekjuafgangi varið til greiðslu, á skuldum ríkissjóðs, svo mil- jónum króna skifti. En síðara tímabilið fóru allar álögurnar til rekstursins. Og þetta gerir sam- anburðinn nokkuru óhagstæðari fjármálastjórn ríkisins. Umferðarvikan Á morgun: 1. Myndir og skílti verða til sýnis við Austurstræti eins og áður. 2. Skrúðganga barna fer fram í tilefni umferðarvikunn- ar, í miðbænum. Hefst skrúð- gangan k'l. 2% frá Miðbæjar- barnaskólanum. 3. Kensla í umferðarregl- um á götum úti. Barnaveiki á Siglufiröi. Norska skipið Heilo, sem kom nýlega til Siglufjarðar með kolafarm til Sigurðar Krístjáns- sonar, hafði 6 dögum áður sett á land i Englandi mann, talinn sýktan af barnaveiki. — Nú er annar maður þar lasinn, og ekki grunlaust um sömu veiki. — Ef tir skipun landlæknis er skip- ið afgreitt á Siglufirði undir ströngu lögreglueftirliti. — FÚ. Góðup afli við Bjaraarey. Osló, 24. maí. Mikill afli er nú við Bjarnar- eyju. Norski togarinn Nordhavn er nú á leið heim frá miðunum þar nyrðra með fullfermieða330 smálestir, en Svalbard to er einnig á leið þaðan með full- fermi. Þýskir, enskir, franskir, ítalskir og finskir togarar eru nú á miðunum við eyjuna. — NRP.-FB. Útför hinna Sudeíen-Þjóðverja fer fram í EINKASKEYTI TIL ylSIS London, í morgun. Horf urnar eru enn hinar alvarlegustu vegna mál- efna Tékkóslóvakíu. Eru æsingar miklar í Berlín út af þessum málum. Blása þýsku blöð- in í glæðurnar og er hætt við, að það haf i slæmar af leið- ingar. Eru blöðin afar harðorð í garð Tékka. Þau saka og Breta um að auka erfiðleikana í álfunni, með afskiftum sínum af málum Tékkóslóvakíu. Er fullyrt, að þýska stjórnin hafi ráðlagt Bretum að beita áhrifum sínum til þess aðjf á tékknesku stjórnina til að yerða við kröfum Sudeten-Þjóðverja. Útför Sudeten-Þjóðverjanna tveggja, sem drepnir voru síðastliðinn laugardag, af tékkneskum varðmönn- um, fer fram í Eger í dag. Fregnir haf a borist um, að Henlein ætli að nota þetta tækifæri til andróðurs gegn stjórninni í Prag. Hitler hefir sent blómsveig á kistur hinna látnu. United Press. Ofbeldisseggir reyna að ræna NuBield lávarði, en eru teknir höndum af lögreglunni. LIÐSKÖNNUN í ÞÝSKA HERNUM. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Tilraun var gerð til þess í gærkveldi, að nema Nuffield lávarð á brott, en tilraunin mistókst. Mannrán eða tilraunir til mannrána eru ótíð- ar í Bretlandi, enda verður blöðunum mjög tíðrætt um þetta. Nuffield lávarður var í skrifstofu sinni í Cowley- bílaverksmiðjunum í gærkveldi, er tveir menn komu inn til hans. Er inn kom tóku þeir upp skammbyssur og kröf ðust þess, að hann f æri með þeim í bíl þeirra, sem beið fyrir utan. Starfsmaður nokkur í næsta herbergi heyrði hvaða kröfur mennirnir báru fram. Hringdi starfsmaðurinn til lögreglunnar, sem brá við og sendi lögreglulið á vettvang og umkringdi verksmiðjuna. Ræningjarnir voru handteknir. — Það hefir vitnast, að Nuffield lávarður hefir fengið mörg hótunarbréf að undanförnu. United Press. ÞÝSKIR SÉRFRÆÐINGAR KVADDIR HEIM. Osló, 23. maí. Þýsku sérfræðingarnir, sem áttu að vera með í fyrstu ferð Oslofjord, hafa allir verið kvaddir heim, vegna þess hversu horfur í alþjóðamálum eru ótryggar. Að eins þrír af þeim Þjóðverjum, sem áttu að vera í skipinu í fyrstu ferð þess (það var smíðað i Þýska- landi) fengu að fara á því. — NRP.-FB. adeins Loftur. Oanada öbnndið af sátí- rnála Uóðabaidalagsins og lætnr ekki teyma sig út í styrjðld. London 25. maí. F|Ú. McKenzie-King, forsætisráð- herra Canada, sagði i ræðu sem hann flutti í kanadiska þing- inu í gær, að Canada myndi ekki láta ákvæðin um refsiáðgerðir í sáttmála Þjóðabandalagsins, verða til þess, að draga þjóðina út i stríð. Það væri alment við- urkent, sagði hann, og i raun og.veru orðið að þegjandi sam- komulagi milli meðlima Þjóða- bandalagsins, að ákvæðin um refsiaðgerðir væru úrelt og kæmu því ekki til framkvæmda, 'þótt til styrjaldar kæmi. MacKenzie-King sagði, að Canada væri engum samning- um bundið neinu öðru riki, um að fara út i stríð eða sitja hjá, ef til styrjaldar kæmi. Stjórnin myndi á hverjum tíma, undir slíkum kringumstæðum, á- kveða, hvort hún gripi til vopna eða ekki. Útgerðarmál Nordmanna. Osló, 24. maí. Á aðalfundi norska útgerðar- mannasambandsins, sem hald- inn var í gær í skipinu Vega, flutti forseti sambandsins, Haa- land útgerðarmaður, erindi um útgerðarmélin — núverandi ásigkomulag þeirra. Hann hélt því fram, að rekstrarskilyrðin hefði tekið miklum breytingum síðastliðið ár. Hann kvað skipa- útgerðina allvel undir það búna að mæta erfiðleikum um skeið, en aðrir aðilar yrði einnig að búa sig undir að vera viðbúnir, er tímar og skilyrði öll breytt- ist. Gagnrýndi hann harðlega skattamálastefnu stjórnarinar og lagafrumvarpið um vinnu- tíma á skipum. Ríkið, útgerðar-, mennirnir og sjómennirnir verða að vinna saman, ef sigrast verður á erfiðleikunum, sagði Haaland að lokum. - NRP.-FB. fpróttamótin í Reykjavík sumariö 1938 verSa sem hér seg- ir: 17. júní: íþróttamót. Allshei-j- ármót í. S. í. dag-ana 10., n. og 12. júli. ÁlafosshlaupiS 31. júlí. Drengjamót Armanns 3.—5. ágúst. Meistaramót f. S. í. 27.—28. ágúst. HafnarfjarSarhlaupiS 31. ágúst. — Glímufélagi'S Ármann sér um öll íþróttamótin í sumar. RanSiiðar á Spáni Oytja málma úr landL London 25. maí. F|Ú. 25 milj. dollara virði af silfri og gulli frá stjórninni á Spáni var sent í gær með hafskipinu Normandie frá Havre til New York. Gull þetta er greiðsla fyrir hergögn sem spánska stjórniri hefir keypt i Bandarikjunum. Stjórnin á Spáni viðurkennir, að uppreistarmenn hafi mikinn liðstyrk á austurvígstöðvunum og að henni veitist erfitt að verj- ast, annarsstaðar en á vígstöðv- unum norðan við Lerida, þar sem hún segir að hersveitir hennar hafi sótt fram, en á móti þvi bera uppreistarmenn. Lík Baldurs Hagnús- sonar cand. juris fanst í gærkveldi' 1 gær fanst lík Baldurs Magn- ússonar cand. juris. í Skerja- firði. Bendir alt til, að hann hafi druknað, er hann var að baða sig. Samkvæmt þeim upplýsing- um, er Vísir hefir fengið frá rannsóknarlögreglunni, fór Baldur að heiman á þriðjudags- kvöld 17. þ. m. Lögreglan fékk áreiðanlegar upplýsingar um það, að hann var í bænum fram á föstudagskvöld. Hitti hann þá maður, sem þekti hann vel, og hafði hann tal af honum. í fyrradag var hafin leit, i samráði við aðstandendur, og auglýst eftir Baldri í útvarpinu. Skátar aðstoðuðu lögregluna i leitinni, en hún bar eigi árang- ur. Var leitað i gær og f yrradág. En í gær síðdegis fékk lögregl- an vitneskju um, að á mánudag liefði fundist skyrta í fjörunni suður af Görðum á Grimsstaða- holti. Reyndist það vera skyrta Baldurs. Var nú ákveðið að leita betur og um f jöruna í gær, kl. 6 síðdegis, sást líkið i botni f jarð- arins, um 80 metra frá landi. Likið lá á grúfu og í þeim stell- ingum, sem Baldur hefði synt bringusund. Var líkið allsnakið. Það er þvi álitið, að pilturinn hafi fengið sér sjóbað, en orðið kalt og fengið krampa og drulcnað. m Baldur var sonur Magnúsar Jónssonar fyrverandi bæjarfó- geta í Hafnarfirði. Sundhollin verSur opin til kl. 4 e. h. á morg- un, uppstigningardag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.