Vísir - 27.05.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 27.05.1938, Blaðsíða 2
msaák V(SIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Refurinn skottlausi. r RAMSÓKNARFLOKIÍURINN *■ ætlaði að gera margt fyrir Reykjavík, ef svo tækist til í bæjarstjórnarkosningunuin, að honum hlotnaðist sú eftirþráða aðstaða í bæjarstjórninni, að geta ráðið þar úrslitum mála. Þá ætlaði flokkurinn, í sem fæstum orðum sagt: að „setja nýtt andlit á bæinn“. Og þó að ekki tækist nú þannig til, og það sé því umfram alla verð- leika kjósendanna í bænum, þá virðist svo sem bæjgrfulltrúi flokksins muni góðfúslega vilja gera bænum kost á aðstoð sinni til þess að breyta að nokkuru um svip. Kemur þessi góðfýsi bæjarfulltrúans m. a. fram í tillögu hans um „bygðarleyfin“. En þó að þess hafi ekki verið vænst, að „nýja andlitið á bæn- um“ væri fyrirhugað með slík- um miðaldasvip, sem ráða mætti af þeirri tillögu, þá varð að vísu engan veginn fyrir það synjað, að svo kynni að verða. „Góðfýsi“ Framsóknarflokks- ins í garð Reykjavíkur er nú al- kunn frá fornu fari. Og fram- sóknarmenn liafa löngum verið þess fúsir, að leggja á ráðin um það, hverjum tökum Reykvik- ingar ættu að taka á stjórn bæjarmiálanna. Einkum hafa þeir lagt mikla slund á að leið- beina bæjarstjórninni, eða meirihluta hennar um það, hvernig fátækramálum bæjar- ins yrði best stjórnað. Og af því að nú er svo komið hag allra bæjar og sveitarfélaga á land- inu, sem framsóknarmenn og socialistar liafa stjórn á, að þau eiga þess engan kost, að sjá þurfamönnum sinum farborða á annan hátt en þann, að skamta þeim fæði og klæði eða gefa þeim ávísanir á vörur hjá kaupfélögum eða öðrum versl- unum, þá á það nú að vera „einasta lijálpræðið“ fyrir Reykjavík í fátækramálunum að fara eins að. Og umfram allt, að láta þurfamennina enga pen- inga fá, og lielst af öllu að elda ofan í þá matinn og sauma og bæta á þá leppana! Ef menn sökum atvinnuleysis, eða af öðrum ósjálfráðum orsökum, þurfa að leita aðstoðar jiess op- inbera, þá á það þannig að liafa í för með sér sviftingu alls frjálsræðis og sjálfræðis, þó að það fyrirsjáanlega hlyti að verða til þess að draga úr mönnum allan vilja og mátt til þess að sjá sér farborða sjálfir. Þetta „hjálpræði“ Framsókn- arflolcksins er af alveg sama toga spunnið eins og „bygðar- leyfin“. Og með alveg saina hætti hefir að sjálfsögðu verið séð fyrir þurfamönnunum, á þeim tímum, þegar „bygðar- bandið“ var í lögum. Það er því sami forneskju-bragurinn-ábáð- um þessum heilræðum Fram- sóknarflokksins Reykvíkingum til lianda. En úrræðið í fátækra- málunum minnir lika á „refinn skottIausa“. Refurinn varð fyrir því óhappi, að missa af sér skotlið. Hann undi því illa, þeg- ar liann kom í lióp félaga sinna, að vera einn skottlaus, og ráð- lagði því hinum að fara að sínu dæmi, og losa sig við jjennan óþarfa dindil. Það varð hins- vegar enginn refurinn við orð- um lians. En því má geta nærri, hvort refurinn skottlausi liefði ekki fagnað því, ef einhver héfði orðið lil þess að fallast á „úr- ræði“ hans, þó að aðeins hefði verið í orði kveðnu, og ekkert orðið úr því í framkvæmdinni. Eftiriitið við SpáP. London 26. maí. FÚ. Á fundi hlutleysisnefndarinn- ar í London í gær var samþykt að skipa tvær nefndir, hvora þriggja manna, til þess að fara til Spánar og hafa umsjón með brottflutningi erlendra sjálf- boðaliða úr liði livors um sig. Um leið og talning erlendra sjálfboðaliða hefst, verður tek- ið upp aftur gæslustarfið við landamæri Spánar og Frakk- lands og við landamæri Spánar og Portugal, en það skal vera eigi síðar en 15 dögum eftir að endanleg ákvörðun um þessa hluti er tekin á fundi lilutleysis- nefndar. Ennfremur verður tek- ið upp gæslustarfið á sjó. Full- trúi Sovét-Rússlands samþykti enga af tillögum þeim, sem bornar voru fram á fundinum, að undantekinni einni, en það var tillagan um það, hve langt skuli vera komið brottflutningi sjálfboðaliða áður en hemaðar- réttindi eru veitt stríðsaðilum. Varð samkomulag um, að það skyldu vera 1000 sjálfboðaliðar úr liði þess aðila, sem reyndist að hafa færri erlenda sjálfboða- liða í þjónstu sinni, en lilutfalls- lega meira úr liði hins. Kostn- aðurinn við alt þetta starf er áætlaður um tvær miljónir ste- lingspunda. Bretar og Frakkar liafa borgað allar skuldir sínar við sjóð hlutleysisnefndar og Þjóðverjar og Italir liafa lofast til að gera slíkt hið sama. Enn- fremur liafa Bretar og Frakkar lofað mánaðarlegum greiðslum, ef aðrir meðlimir geri það einn- ig- — FÚ. 25. maí. BÆJARBRBUNI Á HVAMMSTAN GA. Bær Ilalldórs Ólafssonar á Hvammstanga brann i dag, og misti eigandinn þar næstum alt sitt óvátrygt. Ókunnugt er um eldsupptök. K. R. vinnur III. fl. mótið. Mótinu lauk á miðvikudags- kvöldiö meS kappleik milli K. R. og Vals og sigra'Si K.R. meS 2: o. 3. flokkur K. R. hefir nú vakiS sérstaka athygli á þessu móti fyrir ágætan samleik og „teknik“ hjá næstum hverjum Ieikmanni liiSsins. Báru þeir mjög af keppi- nautum sínum á þessu móti, eins og leikslokin líka sýna. Geröu þeir 16 mörk á mótinu, en ekkert mark var gert hjá þeim. Þessa ungu og efnilegu knattspyrnumenn K. R. hefir hinn góðkunni knattspyrnu- maður Sigurður Halldórsson æft og er honum mikill heiður a'ð þess- um lærisveinum sínum. Sigurður Halldórsson var, eins og kunnugt er, einn af fremstu bakvörðum K. R. fyrir nokkrum árum, en er nú sjálfur hættur knattspyrnu. — Við áhorfendur þökkum þér, Sigurður, fyrir þennan ágæta flokk,og fram- koma hans sýnir, að meðal okkaf íslendinga sjálfra eru ágætir þjálf- arar. Áhorfandi. Deilnmálin í Tékkóslóvakíu eru aðalumræðuefni heimsblaðanua. Henleín og Krofta gera grein fyrir aðstödunni í Tékkósló- vakíu og telja keimsstyrjöld yíirvofandl , ef heppileg lausn næst ekki. EINKASKEYTI TIL VÍSIS London, í morgun. Lundúnadagblaðið Daily Mail birtir viðtal við Henlein, leiðtoga Sudeten-Þjóðverja. Sagði hann m. a.: „Fyrir næsta haust verður að leysa Sudeten vandamál- ið. Hinar pólitísku æsingar í Tékkóslóvakíu valda svo mikilli truflun og ókyrð í Mið-Evrópu yfirleitt, að það getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar. Haldi æsing- arnar áfram geta þær leitt til svo eyðileggjandi og víð- íækrar styrjaldar, að alt hryndi í rústir í mörgum lönd- um“. í „Eg geri alt, sem í mínu valdi stendur“, sagði Hen- Iein, „til þess að ná samkomulagi með því að ræða um málin af fullri einurð og hreinskilni við stjórnina í Prag“. Henlein kvaðst hafa lofað stjórninni samvinnu og hollustu, hinna þýskumælandi íbúa Tékkóslóvakíu, ef komið yrði á algerri sjálfstjórn í þeim héruðum, þar sem yfirgnæfandi hluti íbúanna er þýskur. Mundi þá verða trygt, að núverandi landmæri Tékkóslóvakíu héldist óbreytt. Henlein hefir varað Pragstjórnina við afleiðingun- um þess, ef haldið yrði áfram að neita Sudeten-Þjóð- verjum um sjálfsögð réttindi. Afleiðingarnar gæti hæg- lega orðið þær, sagði hann, að Þjóðverjar gripi til þess ráðs að senda her manns inn í Tékkóslóvakíu, til þess að koma í veg fyrir ofsóknir í garð Sudeten-Þjóðverja. Daily Herald birtir í morgun viðtal við Krofta, sem sagði: „Við erum ekki hernaðarsinnar, en við munum ekki láta svifta oss sjálfstæði voru eða neinum rétt- indum og munum verja frelsi vort til hinstu stundar“. Krofta sagði, að Prag stjórnin vildi um fram alt fá varanlega lausn á þessu vandamáli. Kvað hann Prag- stjórina geta fallist á, að Sudeten-Þjóðverjar fengi ráð- herra í stjórn Tékkóslóvakíu, að því tilskildu að þeir fylgdi stjórninni í öllum málum, sem mikilvæg væri fyrir Tékkóslóvakíu. Þannig yrði þeir að fallast á stefnu stjórnarinnar í utanríkismálum. Breska stjórnin er að þreifa fyrir sér í Prag og Ber- lín hverjar undirtektir það mundi fá, að sendir yrði fulltrúar til Tékkóslóvakíu til þess að hafa eftirlit með kosningunum næsta og næstnæsta sunnudag. Ætti nefnd sú, er þetta hlutverk fengi í hendur, að hafa þau áhrif, að draga mundi úr æsingum. Þýsltu blöðin halda áfram að gagnrýna stefnu bresku stjórnarinnar. Börzen Zeitung segir m. a., að Þjóð- verjar fái eigi skilið hvað liggi til grundvallar afskift- um Breta af þessum málum, þar sem þau varði ekki hagsmuni Bretaveldis. United Press. HALLESBY MÓTFALLINN ÞVÍ, AÐ KONUR GERIST PRESTAR. Osló, 23. maí. Hallesby prófessor hefir sagt í viðtali við Bergens avis, að hann muni liætta störfum sem kennari prestaefna, ef Stórþing- ið samþykki lagafrumvarpið um að veita konum aðgöngu að prestaembættum ríkiskirkj- unnar. — NRP.-FB. aðeins Loftup. BRETAR UNDIRBÚA FÓLKS- FLUTNINGA FRÁ BORGUM TIL SVEITA. London 25. maí. F|Ú. Breska stjórnin liefir skipað nefnd, sem á að gera ráðstafanir um flutning fólks úr þéttbýlustu borgarhverfunum út í sveitirn- ar, ef til ófriðar kæmi, en i þéttbýlustu borgárhverfunum er álitin mest hætta á manntjóni af völdum loftárása. Formaður nefndarinnar heitir Jolin Ander- son og var áður fylkisstjóri í einu af fylkjum Indlands. Ásmundur P. Jóhannsson skýrir frá hag Vestur-íslendinga. Engir gestir frá öðrum löndum eru oss íslendingum meiri aufúsugestir en landar vorir vestra. Ekkert mundi knýta ís- lendinga vestan hafs og austan traustari böndum en tíðar heimsóknir þeirra milli, en fjarlægðin er mikil og því erfiðleik- um bundið fyrir þá að sækja hverir aðra heim. En sem betur fer er það oft svo, að þeir sem milli fara eru í reyndinni full- trúar þeirra, sem heima sitja, segja fregnir af þeim og bera þeim fregnir, og treysta með því þær ósýnilegu taugar, sem liggja milli þess hluta þjóðarinnar, sem vestra býr, og heima- þjóðarinnar. Einn hinna ágætu Vestur-íslendinga, sem þannig liefir margsinnis borið góð orð landa milli, er Ásmundur P. Jóhannsson, sem nýlega er hingað kominn ásamt frú sinni, og er þetta níunda ferð Ásmundar hingað til lands. Kemur hann hingað meðfram til þess að sitja aðalfund Eimskipafélags Is- lands'sem fulltrúi Vestur-Islendinga, og er það í áttunda sinni, sem hann situr aðalfund félagsins. En einnig ætlar hann að ferðast á æskustöðvar sínar, í Húnavatnssýslu, að vanda, og kona hans, og ef til vill fara þau alt til Ásbyrgis, en einnig munu þau ferðast um Borgarf jarðarhérað og Mýrar vestur, þar sem eru æskustöðvar frúarinnar. Fann tíðindamaður Vísis þau hjón að máli í gær og spurði Ásmund tíðinda af Vestur-íslend- ingum. — AFKOMA VESTUR-ISLENDIN G A. „Hver er afkoma landa vestra um þessar mundir?“ spyr tíð- indamaðurinn. „Afkoma almennings vestra hefir yfirleitt verið heldur slæm og eiga erfiðleikarnir rót sína að rekja til kreppunnar miklu, sem skall á árið 1929, en nokk- uð liefir úr ræst s.l. ár. Afkoma íslendinga vestra er þó síst verri en manna af öðrum þjóðum, enda hafa þeir öll skilyrði til að standast samkepni annara. Þeir voru aldir upp við fremur þröngan lcost og erfið lifsbar- átta vestra stælti þá og jók þol þeirra og þeir eru vanir þvi að móti blási. Síðastliðið ár var hagstætt mörgum i Manitoba, einkum bændum og fiskimönn- um. Kornuppskera varð ágæt í fylkinu og verðlag hátt á hveiti, alt að einn dollar og 35 cents mælirinn (60 pund), og flest- ir seldu meðan verðið var hæst og liöfðu fyrsta flokks hveiti til þess að senda á markaðinn. IJeyskapur gekk líka ágætlega i Manitoba og varð nýting liin besta. Fiskveiðar eru mjög stundaðar í Winnipegvatni og Manitobavatni, nálega eingöngu af íslendingum, og var aflinn óvanalega góður og- verðlag liátt, en það fer sjaldan saman. En í Saskatchewan-fylki og Al- berta-fylki, þar sem Islendingar eru einnig allfjölmennir, eink- anlega í Saskatclicwan, varð nærri alger uppskerubrestur, vegna þurka. Gátu bændur i Manitoba selt þangað mikið af lieyi, sem keypt var góðu verði með aðstoð hins opinbera. HÁTT VERÐLAG. ATVINNULEYSISSTYRKIR. „Verðlag á nauðsynjum hefir hækkað og fer enn hækkandi og liefir það vitanlega bitnað á þeim, sem í borgunum búa og eiga við atvinnuleysi að stríða. Stjómir fylkjanna og sam- bandsstjórnin eru að verða æ tregari til þess að veita atvinnu- leysisstyrki. Sambandsstjórnin liefir viljað færa þá niður, en geta fylkisstjórnanna og borg- anna er takmörkuð, ef stuðn- ings sambandsstjórnarinnar nýtur ekki í þessum efnum“. WINNIPEG. „Er mikið aðstreymi fólks til Winnipeg?“ „Vestra sem viða annarsstað- ar er þá söniu sögu að segja, að fólk streymir til bæjanna. íbúa- tala Winnipegborgar er nú hátt á þriðja hundrað þúsund og mun ibúatalan standa nokkuð i stað, enda reynt að stemma stigu við innflutningi fólks i borgina“. SKÓLAMÁL, FÉLAGSLÍF OG FLEIRA. „Hvað er um félagslíf íslend- inga i Winnipeg og annarsstað- ar vestra að segja nú?“ „Þegar skólamálin ber á góma, er vert að geta þess, að Jóns Bjarnasonar skóli starfar áfram og dafnar vel. Hann hef- ir starfað í nærri fjórðung ald- ar. Aðsókn að honum hefir alt- af verið sæmilega góð. Við skól- ann starfa hinir ágætustu kenn- Frh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.