Vísir - 28.05.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 28.05.1938, Blaðsíða 3
Ví SIR Einar Hjörleifsson Kvaran fæddist 6. desember 1859 að Vallanesi í Múlaþingi. Voru for- eldrar lians Hjörleifur Einars- son (fl910), siðar prestur og prófastur um langt skeið, og fyrri kona hans Guðlaug (f 1881) Eyjólfsdóttir bónda á Gísiastöðum á Völlum Jóns- sonar. Síra Hjörleifur vígðist 1860 að Blöndudalshólum í Húna- vatnssýslu, fekk Goðdali 1869 og loks Undirfell í Vatnsdal 1876. Hann var mætur maður, gáfaður og áliugasamur um margt, skyldurækinn embættis- maður, góður búhöldur, víkiug- ur til allra verka, örlyndur nokkuð og kappsfullur, sátlfús og góðviljaður. Þótti Vatnsdæl- ingum liann æ vaxa með aldri og lífsreynslu. Einar hóf skólanám liaustið 1875 og lauk stúdentsprófi 1881. Sigldi þá til háskólans í Kaupmannaliöfn og mun hafa ætlað að lesa liagfræði og stjórn- fræði. Eii svo er að sjá, sem litið hafi orðið úr þeim lestri, Hann hafði kunnað illa skólavistinni liér i Reykjavík og sloppið úr prísundinni „kalinn á lijarta“. Örgeðja mun hann hafa ver- ið á þessum árum og miklu viðkvæmari en alment gerist. Og nú var hann sloppinn undan okinu og orðinn frjáls maður. Hann sökti sér niður í leslur hinna ágætuslu skáldrita, en skemti sér annað veifið og naut lífsins í fullum mæli. Þegar til Hafnar kom, kyntist Einar fljótlega skáldbræðrum sínum liinum íslensku er þar voru fyrir, þeim Gesti Pálssyni, Bertel E. Ó. Þorleifssyni og Hannesi Hafstein. Fylgdu þeir allir kenningum Braudesar og dáðust mjög að honum. Hann var þá tekinn að boða hið nýja „frelsi andans“, og flutti kenn- ingar sínar af mikilli snild. Hann varpaði hiklaust fyrir borð mörgu þvi, er mönnum hafði verið heilagt, reif niður vægðarlaust, lijó og lagði tveim höndum og gætti þess lítt hvað fyrir varð. Hann kvaðst hafa kosið sér það hlutskifti, að berj- ast undir merkjum „sannleik- ans“, en sumum þótti ekki liggja í augum uppi, að hann hefði fundið neinn nýjan sannleika. Kenningum Brandesar var ekki allskostar vel tekið með Dönum, en skáldin íslensku, þau er áður voru nefnd, settust að fótskör méistarans. Löngu síðar lét íslenskur rithöfundur og visindamaður svo um mælt, að kenningar Brandesar hefði orð- ið að daunillum forarpollum á danska sléttlendinu. Menn vita ekki til þess, að Einar hafi kynst Brandesi per- sónulega. Hitt er víst að hann hlýddi á fyrirlestra lians og mun vafalausl hafa þótt mikið til koma. Þess þykja og sjást nokkur merki í skáldskap Ein- ars frá Hafnar-árunum, að hann hafi orðið fyrir nokkurum áhrif- um af kenningum Brandesar, þó að ekki hafi þau staðíð djúpt eða fest rætur í sál lians. Hann- es Hafsteiu og Bertel urðu per- sónulega kunnugir Brandesi, og þó eínkum Hannes. Einar dvaldist fjögur ár í Kaupmannahöfn, en liélt þá vestur um haf (1885). Enga at- vinnu mun liann þó hafa átt vísa, er vestur kæmi, en heim hingað í fásinnið hefir hann ekki viljað fara. Hann var þá kvongaður fyrir nokkuru danskri konu, Matliilde Peter- sen, og fór hún með honum vestur. Þau eignuðust tvo drengi og dóu báðir á fyrsta ári. Kon- an varð og skammlif og andað- ist skömrnu eftir að þau komu vestur. Ifann kvongaðist öðru sinni ‘22. seplember 1888 og gekk að eiga ungfrú Gíslínu Gísladótlur frá Reykjakoti i Mosfellssvcit, hina mestu mætiskonu. Hefir hjónaband þeirra verið liið ást- úðlegasta alla tíð og frú Gislína reynst manni sínum ómetanleg- ur förunautur, staðið örugg við hlið lians, jafnt í blíðu sem stríðu,og tekið þátt í öllum hans kjörum. Þeim varð fimm barna auðið, fjögurra sona og einnar dóttur. Elsti drengurinn, Sig- urður að nafni, yndislegur pilt- ur, andaðist á fermingaraldri, en hin eru þessi: frú Matthildur Matthíasson, Einar bankabókari, sira Ragnar landkynnir og Gunnar stórkaupmaður. E. H. Kv. dvaldist vestan liafs um tíu ára skeið, 1885—1895. Hann varð ritstjóri „Heims- kringlu“ í Winnipeg, er það blað bóf göngu sína (1886), en lét af því starfi mjög bráðlega. Síðar varð liann ritstjóri „Lögbergs“ frá stofnun blaðsins (1888) og til þess tíma, er hann fluttist heim hingað (1895) og gerðist meðritstjóri „ísafoldar“. Árið 1901 fluttist Iiann til Akureyrar, stofnaði með öðrum blaðið „Norðurland“ og var ritstjóri þess fyrstu árin. Fluttist liingað 1904 og var ritstjóri „Fjallkon- unnar“ 1904—1907. Ritstjóri „Skírnis“ var hann um tveggja ára bil og ritstjórn „Sunnan- fara“ bafði hann á hendi um tíma, eftir að blaðið fluttist hingað frá Kaupmannahöfn. Ritstjóri „Morguns“, tímarits Sálarrannsóknafélagsins, hefir hann ver'ið frá upphafi. Það ímm ljóst af þvi, sem nú var sagt, að Einar hefir oftast nær verið ritstjóri eða meira og mínna riðinn við rit- stjórn og útgáfu blaða og tíma- rita um rúmlega hálfrar aldar skeið, eða frá 1886 til dánar- dægurs. Ræður því að líkurn, að ekki muni það neitt smáræði að vöxtum sem eftir liann ligg- ur á þessu sviði. Mun og sanni nær, að hann hafi skrifað meíra en nokkur annar Islendingur um hans daga. Greinar hans í blöðum og tímaritum eru ótelj- andi, en auk þess liefir hann samíð ógrynni af fyrirjestrum og erindum um ýmisleg efni, ritað skáldsögur, leikrit og ljóð eg snúið á vora tungu geysi- miklu úr erlendum málum. Þess er vilanlega enginn kost- ur i stuttri blaðagrein, að lýsa afstöðu E. H. K. til liinna ýmsu málefna, sem uppi hafa verið með þjóð vorri, síðan er hann fluttist lieim hingað og gerðist samverkamaður Björns rit- stjóra Jónssonar. Hitt fær ekki dulist, að liann hafði áratugum saman mikil áhrif á hugsunar- hátt þjóðarinnar, sem blaða- maður og stjórnmálamaður. Hann var áií alls efa einliver allra ritsljmgasti og snjallasti maðurinn, sem við blaðamensku hefir fengist á þessu landi. Hann skorti að vísu kraft og kyngi og orðgnótt Bjarnar Jóns- sonar. Hann notaði sjaldan stór- yrði, en skrifaði þannig, að jafnvel grimmustu andstæðing- ar urðu að kannast við yfir- burði lians. Sumir virtust bein- línis kveinka sér við því, að leggja til orustu við hann. Hann var hinn mikli meistari í þvi, að gera málstað sinn sennilegan og snúa öllu í villu fyrir and- stæðingunum. Sumar blaða- greinar lians voru ósvikin lista- verk, og allar liöfðu þær þann ómetanlega kost, að vera skemtilegar. Einhverju sinni lieyrði eg mikilsmetinn and- stæðing Einars lýsa yfir því við kunningja sinn, að flestar stjórnmálagreinar hans væri „báskalega vel skrifaðar“. —0— Einar var bindindismaður hálfa ævina eða lengur og vann bindindismálinu mikið gagn í ræðu og riti. Honum þótti liver mannleg vera of góð til þess, að hvoma í sig áfengi, spilla með þvi heilsu sinni, liryggja vini og vandamenn og sóa fjármunum i vitleysu. Flutti hann mörg er- indi um skaðsemi áfengisins og livatti menn til bindindissemi. Stórtemplar var liann um eitt skeið og mun þá sem ella liafa unnið gott starf í þágu „Regl- unnar“. —• Meðal rita E. H. K., sem ekki eru skáldrit, má nefna þessi: „Trú og sannanir“ og „Lif og dauði“, livort tveggja um sálar- rannsóknir. Um stjórnmál eru þessi rit hans: „Tildrög stjórn- arbótarinnar“ og „Frjálst sam- bandsland“. Siðara ritinu sneri Jón Sveinbjörnsson á dönsku og kallaði „Danmörk og Island“. Ferðasögu emni man eg eftir, er nefnist „Vesturför“, en vel má vera, að rit hans af þessu tæi sé fleiri. Hann liefir og snúið á íslensku fjölmörgum ritum er- lendum og sumum liarla merk- um. —o— Skáldrit Einars H. Kvaian eru mörg og merkileg og munu lengi bera höfundi sínum fagurt vitni. Hann liefir fengist við flestar eða allar greinir skáld- skaparins, skrifað langar skáld- sögur, smásögur, æfintýr, leik- rit og ljóð. Og alls staðar hefir honum vel tekist. Hann er eitt- livert allra ástúðlegasta skáldið, sem þjóð vor hefir alið að fornu og nýju, snillingur í efnis-með- ferð og óhvikull boðberi um- burðarlyndis og kærleika. Hann elskar alla smælingja, breiðir faðminn móti öllu, sem er und- irokað, umkomulítið, hrakið og smáð. Hann veit að „alt af er einhver að gráta“, og að alt af er þörf á liuggun og skilningi. Hann veit að allir eru bræður og allir „á lieimleið“, þrált fyrir alt þroskaleysið og hrottaskap- ínn, þrátt fyrir margvislega króka og tafir, margvísleg vandræði, margvísleg slys og syndir, Hann trúir því, að allir komist lieim um siðir — hcim iil föðurhúsanna, þó að leiðin lcunni að verða nokkuð löng. Og vafalaust mundi liann liafa getað tekið undir með Bólu- Hjálmari, er liann segir: Rima-margur mun oss stigi sá •—• frá duftinu til heilagleikans hæða hljótum taka margföld skifti klæða, verðugir þar ti. verðum guð að sjá. Menn viia ekki til þess nú, að Einar hafi byrjað að yrkja fyrr en í Latínuskólanum. En þar skrifaði liann eitt leikrit, „Brandmajórinn“, og tvær sög- ur: „Orgelið“ og „Hvorn eiðinn á eg að rjúfa“. Siðari sagan var prentuð 1880, árið áður en hann varð stúdent. Á Hafnar-árum sínum skrif- aði hann þrjár sögur, svo að vit- að sé með vissu: „Upp og nið- ur“ (Verðandi) og „Sveinn káti“ og „You are a liumbug, Sir“ (báðar í Heimdalli). Engu þessara æskuverka sinna hefir hann viljað halda til liaga, nema sögunni af „Sveini káta“. Yestan hafs skrifaði hann liina frábæru og frægu sögu sína „Vonir“, og vafalaust sitt livað fleira, þó að eg kunni ekki frá því að greina. Þar vestra mun hann og liafa orkt meiri hluta ljóða sinna, þeirra er út Voru gefin hér í Reyk javík tveim árum áður en liann kom heim úr útlegðinni (Ljóðmæli. — Reykjavík 1893). Skáldsögur Einars hinar mestu eru þessar og munu hafa komið út í þeirri röð, sem hér er talið: „Ofurefli", „Gull“, „Siálin vaknar“, „Sambýli“, „Sögur Rannveigar“ og „Gæfu- maður“. — En smásögusöfnin eru sem hér segir: „Yestan liafs og austan“, „Smælingjar“, „Frá ýmsum liliðum“ og „Sveitasög- ur“. Síðustu árin liafa birst í tímaritum smásögurnar „Reyk- ur“ og „Hallgrimur” og ef til vill fleiri. Alls munu smásögur Einars vera nær þrem tugum, flestar hinn yndislegasti skáld- skapur og margar ógleymanleg- ar, svo sem „Marjas“, „Góð boð“, „Vistaskifti“, „Anderson“ o. fl. — Leikrit lians eru þessi: „Lénharður fógeti“, „Syndir annara“, „Hallsteinn og Dóra“ og „Jósafat“. I smiðum mun hann liafa átt, er hann féll frá, leikrit og stóra skáldsögu, en ekld er mér kunnugt, hversu langt þeim verkum muni liafa verið komið. Ljóð hans voru gefin út öðru sinni, nokkuð auk- in, á 75 ára afrnæli hans (1934). Var mjög til þeirrar útgáfu vandað af hálfu útgefanda. Kveðskapur Einars er ekki mikill að vöxtum. Og svo er að sjá, sem hann liafi ekki lagt mikla rækt við ljöðgáfu sína, hvorki fyrr né siðar, og metið meira annað form skáldskapar- ins. En öll eru Ijóð lians fáguð og mæta vel kveðiu. —o— Þess er að vænta, að ekki líði á löngu, að ritað verði itarlega um Einar H. Kvaran, skáldskap hans og áhrif á liugsunarhátt þjóðarinnar. Hann var einn liinn áhrifarikasti maður sinnar sam- tíðar hér á landi og markaði vafalaust dýpri spor í þjóðlifi voru en flestir aðrir, og þó einkum að þvi, er tekur ti hinna andlegu málefna. Páll Steingrímsson. Sumarstarfsenai FeríafélagsiHS. I fyrradag fór Ferðafélag Is- lands skemtiför austur á Ing- ólfsfjall eins og til stóð. Á f jall- ið var gengið frá Alftavatni og um hábunguna suður á Suður- landsbraut. Síðan var farið um Hveragerði, Svaði og fleiri liver- ir skoðaðir og beðið eftir gosi úr Grýlu. Snjókoma var á fjallinu svo að útsýnis naut ekki, en. veður að öðru leyti gott og förin öll liin skemtilegasta þvi altaf er gainan að vera úti, einkum ef menn komast liátl upp, þ. e. a s. á fjöllum. Næsta för félagsins á sunnu- daginn (29. þ. m.) er ákveðin í Jaufarhólslielli í Eldborgar- hrauni. Það mun verða farið í jílum austur undir Hveradali, en síðan um Þrengslin í hellinn. Aeið þessi, sem var mjög fjöl- farin áður en akbraut var lögð um Hellisheiði, er mjög hæg og skemtileg yfirferðar. Einu sinni þótti enginn mað- ur með mönnum sem ekki hafði íomið í hellana í Borgarfirði — Surlsliclli og aðra. Frægð þeirra 'ór víða og komu ferðamenn úr fjarlægum löndum til þess að skoða þá. Þá var saga Raufar- hólshellis ekki liafin, þvi það er tiltölulega stutt síðan menn tóku eftir stærð lians, það er einkum eftir að F. í. hóf starf- semi sína og árlegar ferðir þangað, að rnenn eru farnir að kynnast honum. Þegar sá, sem þetta ritar kom í hellinn i fyrsta sinn fyrir nolckurum ár- um, var inst í honum miði með undirskrift Guðmundar lieitins Bárðarsonar, prófessors, livar á stóð að við mælingu liefði hell- irinn reynst 1000 metra langur. Hellirinn er nokkuð ógreiður yfirferðar, einkum fremst, en batnar þegar innar dregur. Hátt er til lofts alstaðar og vítt til veggja. Einn hluti hans er sér- staklega fallegur og það er is- liöllin. Þar myndast á vetrum langir klakadrönglar við dropa- fall úr lofti liellisins. Þegar birt- an fná opinu í liellinum brolnar í kristalstærum ísnum er þetta mjög falleg sjón. Raufarhólsliellir er lang- stærstur allra hella í nágrenni Reykjavíkur. Ættu mennaðnota tækifæri það sem nú gefst til þess að skoða liann. Jafnframt má benda fólki á að nota sem mest skemtiferðir F. í. Þær eru mjög ódýrar og fararstjór- arnir eru altaf reiðubúnir til þess að veita fræðslu um það sem fyrir augu ber. Outsider. STEPHAN STROBL. Frh. af 2. síðu. að skýra, en árangur sá, sem náðst liefir á þessu sviði, er mjög mikill óg eftirtektarverð- ur, og rannsóknum á þessu sviði er stöðugt haldið áfram í öllum menningarlöndum. Þið íslend- ingar eruð hepnir með að hér er sára lítið um glæpi, en hjá öðr- 'um Norðurlandaþjóðum er þetta hreinasta böl.“ „Hvað getið þér sagt mér um teiknimyndir yðar?“ „Sérkenni þeirra eru ýkjur, — en ef menn hafa opið auga fyrir sérkennum og lyntlisein- kunum náungans getur maður i rauninni aldrei ýkt. En einmitt í því, að finna sérkennin, er list- in fólgin, — og þá eiginleika hafa ekki allir. Upp á síðkastið hefi eg aðallega lagt stund á að teikna glæpamenn og rannsaka sérkenni þeirra. Nú þarfnast eg hvildar og loftbreytingar, og þess vegna hefi eg komið hing- að til íslands og nú langar mig „Tovaritch' Leik8ýning ReumertS' bjónanna í kvelð. Allir þeir, sem séð hafa Ieik- ritið „Það er kominn dagur“ og meðferð Reumerts-hjónanna a liinum vandasömu blutverkum, verður það ógleymanlegur vi5- burður. í kveld verður leikritið „To- varitch“ sýnt i fyrsta skifti, en það er síðara leikritið, sem þau lijónin sýna liér að þessu sinnL Þessi tvö leikrit eru mjög ólik í eðli sínu og gefst bæjarbúuns þvi kostur á að sjá meðferð þeirra Reumerts-hjónanna á hinum ólíkustu hlutverkum. Leikritið „Tovaritch“ er eft- ir kunnan franskan leikritahöf- und, Jacques Deval, en hann er nútímarithöfundur og hafa mörg af leikritum hans náS miklum vinsældum viða um heim. Um leikritið segir svo í leik- endaskrá: „Tovaritch“ er með síðustu verkum Devals. Þegar þetta leikrit var fyrst sýnt, þótti það bera vitni um nærri því tak- markalausa margbreytni hans sem leikritaliöfundar. Leikrit lians ná sem sé frá kátlegustia skopleikjum til alvarlegustis viðfangsefna. Hann hefir frá- bært lag á að draga upp marg- breytilegar mannamyndir, — kýmni lians og kátína er nxjög smitandi, innsæi hans í mann- legar sálir er djúpt og orðbragð hans létt og leikandL „Tovaritch“ fer fram í Parls* en þó mun ýmsum verða eins mikið hugsað til íöðurlands aíS- alpersónanna — Rússlands — eins og til Frakklands. Orðið „Tovaritch“, sem þótt undarlegt megi virðast, er borið fram Ta- varitcli, þýðir félagi, og er það orðið, sem Rússar hins nýja skipulags nota sem ávarp manna á meðal i daglegu talL Sennilega er það algengasta orðið i Rússlandi í dag, og er það notað á sama liátt og orðiS „borgari“ var notað i frönsku stjórnarbyltingunni. Því segja menn Tovaritch ráðstjórnar- maður Stalin. Tovaritcli leikarí., Tovaritch verkamaður o. s. frv. Höfuðpersónur leikritsins era algerðar mótsetningar hins nýja Rússlands. Þær eru fulltrúar höfðingjastéttar þeirrar, sem nú virðist hvergi eiga friðland, eiE flakkar milli liöfuðborga álf- unnar og fleytir fram lífinu eins og best gengur. Þungamiðja leikritsins er teikningin af þess- um persónum, sem Reykvíking- ar hafa nú tækifæri til þess að sjá í framsctningu Reumerts- lijónanna“. Að endingu þetta. Það er ekkí oft að Reykvíkingum gefst kostur á að sjá sanna og þrótt- mikla list -— lisf sem lætur menn gleyma stað og stundu, en lirifur þá með sér inn í.uýja heima, en þegar slik tækifærii gefast mega menn ekki láta þauf ganga sér úr greipum. Leiksýningar Reumerts-hjön- anna er stórviðburður í fá- breyttu listalífi þessa bæjar, og það er viðburður sem verður minnisstæður og ánægjulegur þeim, er séð hafa, um alla framtíð. til að snúa mér að sljórnmála- mönnum, listamönnum og öðr- um góðum mönnum og vona a<5 eg fái góðar undirtektir hjá þeim. Mætti eg fá leyfi til aS teikna yður?“ IJjá því varð ekki komist og eftir augnablik var glannaleg mynd komin á pappírínn, —• furðu ljót, en liarla góð, eia huggunin var, að fleiri fá sömia útreið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.