Vísir - 31.05.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 31.05.1938, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson; Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Útlendingar í bænum. I HVERJU einasta landi eru 1 nú hafðar strangar gætur á því, að útlendingar taki sér ekki bólfestu í atvinnuskyni, nema með sérstöku leyfi yfir- valdanna. Víðast fá útlendir menn ekki dvalarleyfi ef grun- ur leikur á að þeir ætli að leita sér atvinnu, enda hefir lögregl- an nákvæmar gætur í þeim sök- um. Hér á landi hefir mjög á þvi borið síðustu þrjú árin, að út- lendingar hafi komið hingað í atvinnuleit eða lil að ná hér bólfestu. Talsverður hluti þess fólks er Gyðingar, sem af ein- hverjum ástæðum hafa yfir- gefið sinn fyrri dvalarstað. Mun flestum virðast svo, að þjóðinni sé lítill fengur í komu þessa fólks hingað enda er hugsunar- háttur þess að öllu gerólíkur hugsun og skapi íslendinga. Margir líta svo á, að fóllc þetta hafi flúið land sitt vegna pólitískra ofsókna og þessvegna sé mannúðarskylda að veita því landvist. íslendingar geta yfir- leitt ekki sætt sig við að menn séu ofsótlir vegna trúar sinnar eða þjóðernis. En menn mega ekki láta þelta villa sér sýn. I fyrsta lagi er engin ástæða til að ætla að þeir sem hingað koina eigi einskis úrkosta þótt þeim sé neitað hér um dvalarleyfi. I öðru lagi er þjóðin ekki aflögu- fær um atvinnu handa aðkomu- mönnum, I þriðja lagi er þjóð- inni enginn fengur í þessum „landnemum“. Félagsskapur mun hafa verið stofnaður hér af nokkrum alþjóðlega sinnuð- um persónum, sem í alt vilja blanda sér, til þess að greiða fyrir landnemanum. Slíkt þekk- ist í hverju landi en af engum tekið alvarlega. Niðurjöfnunarskráin fyrir Reykjavík, sem er nýkomin út sýnir glögt, að ýmsir útlend- ingar eru þegar búnir að taka sér bólfestu hér, menn sem stunda hér atvinnu og greiða út- svar. Maður verður forviða að sjá öll hin útlendu nöfn sem koma fyrir í skránni. Hér skal aðeins gefið lítið sýnishorn af þessum nöfnum: Jozorski, Hoiriis, • Halblaub, Fahning, Dehnow, Dettloff, Blumenstein, Bloik, Hirst, Aminorr, Schlither. Þetta eru aðeins nokkur nöfn tekin á víð og dreif í skránni. Erlendu nöfnin eru miklu fleiri. Allir greiða þessir menn lítið út- svar en ekki verður sagt hvort það er nokkur mælikvarði á eignir þeirra eða afkomu. Marg- ir hafa heyrt getið um Gyðing- inn, sem visað var úr landi hér fyrir skömmu og hafði breytt eignum sínum í gullpeninga sem hann lél konu sína bera í breiðum festum um háls og arma. Slík djásn komast oftast framhjá tolli og gjaldeyris- hindrunum. Þess eru ekki fá dæmi hér að þessir útlendingar liafa trygt sér landsvist hér með þvi að gerast eiginmenn innJendra kvenna. Ganga sumir þcirra hér alt árið með hendur í vösum og lifa á vinnu konu sinnar. Við þeim hefir ekki verið hróflað þótt vafasamt sé hvort slíkt eigi að tryggja þessum mönnum ævilangt dvalarlevfi. Gætu út- lendar landeyður með því móti sest hér að í stórhópum. Eftirlit hér með útlendingum virðist ekki vera nærri nógu strangt. Þéss verður eindregið að kref jast af yfirvöldum lands- ins, að dreggjum útlends lands- hornalýðs sé ekki veitt hér landsvist. Atvinnan í landinu verður að vera fyrir landsmenn sjálfa. Með þessu máli mun verða fylgst hér í blaðinu og frá því skýrt livort yfirvöldin geri skyldu sína í þessum efn- um. Tékknesknm flugfor- ingja refsað fyrlr al fljnga Inn yfir landa- mæri Þýskalanð LRP 30. maí. FÚ. Formaður hinnar pólitísku deildar utanríkismálaráðuneyt- isins í Prag tilkynti sendiherra Þjóðverja þar í þorg, að rann- sókn tékknesku herstjórnarinn- ar á kærum þýsku stjómarinn- ar um að tékkneskar hernaðar- flugvélar liefðu flogið inn yfir þýskt land, hefðu leitt í ljós, að einn af flugforingjum Tékka hefði gert sig sekan um slíkt at- hæfi, og liefði honum þegar verið stranglega hegnt. Tékk- neskum hernaðarflugvélum hef- ir nú verið boðið að halda sig í minst sex mílna fjarlægð frá landamærunum. Víðtæk lier— skylda í Bretlandi. London 31. mai. FÚ. Inskip, landvarnamálaráð- herra Breta, skýrði frá því i neðri málstofu breska þingsins í gær, að landvarnaráðuneytið hefði á döfinni fyrirætlanir um, að úthluta hverjum borgara sínu álcveðna starfi, ef til ófrið- ar kæm.i Þegar einn af þingmönnum verkamannaflokksins gerði þá athugasemd, að þetta væri i raun og veru herskylda á hæsta stigi, sagði landvarnamálaráð- herranna, að ráðuneytið myndi leita samþykkis þingsins á þess- um fyrirætlúnum, og þær myndu ekki koma til fram- kvæmda nema þingið samþykti þær. Berlín 31. maí. FÚ. Butler, aðstoðar-utanríkis- málaráðherra Breta, lýsti yfir því í neðri málstofu breska þingsins í gær, að starfi hlut- leysisnefndarinnar til undirbún- ings brottflutningí erlendra sjálfboðaliða á Spáni miðaði vel áfram. Hafa allar ríkisstjómir, nema sú rússneska, samþykt tillögur bresku stjómarinnar um þetta efni, og fer nú árang- urinn héðan af eftir afstöðu stjórnarinnar í Moskva. Þjóderxiissinnar heija sókn Teruel vígstóðvuimm. • Loftárásir á Barcelona ogf adrar borgir á hersvædinu. SL EINRASKEYTI TIL VÍSIS London, í morgun. Ondanfarið hefir verið frekar hljótt um styrjöld- ina á Spáni, en svo virðist nú sem þjóðernis- sinnar hafi loltið undirbúningi sínum að úr- slitabaráttunni. Stjórnarhernum hafa borist miklar vopnasendingar undanfarið frá Rússum, Frökkum og Tékkum bæði sjóleiðis og að því er talið er yfir landa- mæri Frakklands, og hefir það valdið mikilli gremju á ítalíu, eins og Mússólíni lét í ljós í ræðu sinni, er hann tók afstöðuna til Frakklands til meðferðar. Telja ítalir og Þjóðverjar að þessi stuðningur annara ríkja við rauðliða á Spáni sé til þess eins að draga styrjöldina á langinn, en ráði engum úrslitum, með því að þau séu þegar auðsæ. Þjóðernissinnar hafa gert margar loft- árásir á Barcelona og Valencia síðustu dagana og vald- ið miklu tjóni á mönnum og eignum, einkum í miðhluta Barcelona og í nánd við höfnina. Hafa þeir einnig styrkt víglínur sínar og undirbúið hina stórfeldu sókn, sem nú virðist vera hafin. Telja þjóðernissinnar, að sér hafi tekist að ná ýmsum mikilvægum stöðum frá hern- aðarsjónarmiði, nú þegar á sitt vald. United Press. Berlin 31. maí. FÚ. Frá stöövum uppreistar- manna 1 Bilbao er símað, að þeir haldi nú uppi stöðugum á- lilaupum á allri viglínunni frá Teruel til strandar, og hafi þeir náð á vald sitt bænum Mora de Rubielos og fleiri stöðum, en lialdi uppi árásum á bæinn Al- bocacer, sem er 25 mílur frá Miðjarðarhafsströnd. Þar með segjast uppreistarmenn nálgast það. takmark, að geta hafið á- rásir á Castellon. Fjórar stór- kostlegar loftárá'sir, sem gerð- ar voru á Barcelona í fyrrinótt, ollu þar miklum skemdum, t. d. við höfnina. ítalska blaðið Popolo di Ro- ma segir, að Franeo myndi fyr- ir löngu liafa borið sigur úr hýtum, ef Frakkland og Sovét- ríkin liefðu ekki veitt spánska lýðveldinu stuðning. Þó segir blaðið, að Frakkland skuli ekki telja sér trú um, að það geti bjargað lýðveldinu. Frakkland vilji aðeins koma Spáni Francos á kné til þess, að geta notað landið í þágu hagsmuna sinna. Franskt skip, sem lá á höfn- inni í Valencia, varð fyrir sprengju, er flugvélar uppreist- armanna gerðu árás á borgina i gær. Skipið varð fyrir skemd- um. Leyndarráfl bresko rikis- stjórnarinnar, Síp Maurice Hankey lætur af störfum EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Sir Maurice Hankey, sem um tuttugu ára skeið hefir varðveitt leyndarmál ríkisstjórnarinnar, eins og Lundúnablöðin segja í morgun, hefir beðist lausnar frá störfum, en hann hafði þrjú mikil- væg embætti með höndum, þar sem hann var skrifari ríkisstjórnarinnar, skrifari landvarnaráðs breska alrík- isins og ritari einkaráðs konungs. Sir Maurice hefir beðist lausnar fyrir aldurs sakir. Búist er við, að Chamberlain skipi þrjá menn til þess að taka við störfum þeim, sem Sir Maurice Hankey hafði með höndum. United Press. Henlein fær yíirgnæfandi meiri liluta í Sndeten- hépuðunum. Fullnaðarúrslit í bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingunum eru enn ekki kunn, en fullvíst er tal- ið að Sudetenþýski flokkurinn hafi fengið 85—92% af atkvæðum þýskumælandi kjósenda. Horfurnar eru nú miklu friðvænlegri og er augljós- asti votturinn um það, að ríkisstjórnin í Prag er byrj- uð að senda heim varalið það, sem kallað var saman, er mestar æsingarnar voru á dögunum og menn óttuðust að styrjöld værí yfirvofandi. Einnig hefir herliði verið fækkað að mun á öllum Iandamærastöðvum. United Press. iTALlUFÖR HITLERS. Efst: Frá flotaæfingunum við Neapel. I miðju: Hersýning i Róm. Neðst: Fasistasveitir hylla Hitler. 17. júni verður íslendinga- dagur á heimssýningunni í New CINS og- vikið er að í viðtal- ^ inu við Vilhjálm Þór hér í blaðinu, var fundur haldinn í gær í sýningarráði íslandssýn- ingarinnar í New York. Hefir Vísir átt tal við Ragnar E. Kvar- an landkynni um ákvarðanir fundarins, en hann á, sem kunn- ugt er, sæti í framkvæmdar- stjórn sýningarinnar. — Hinir stjórnarmennirnir eru: Vilhj, Þór, form., og Haraldur Árna- son kaupm. Um ákvarðanir fundar sýn- ingarráðs í gær sagðist Ragnari E. Kvaran frá á þessa leið: „Á fundinum voru gerðar á- lyktanir samkvæmt tilmælum f ramkvæmdas t j órnar innar. Samþykt var, að 17. júní skyldi valinn sem sérstalcur ís- landsdagur á sýningunni, en hver þjóð, sem tekur þátt í henni, fær sinn dag og er þá m. a. útvarpið tekið í þjónustu hlutaðeigandi þjóðar, sem þann- ig fær stórkostleg tækifæri til þess að vekja athygli á sér. Þ. 17. júní, á Islandsdegi heims- sýningarinnar, fær ísland þann- ig tækifæri til þess að tala við allar þjóðir Vesturálfu — og raunar má segja allar þjóðir heims, því að endurútvarp mun verða frá sýningunni á slíkum dögum út um allan heim. Það liggur svo i augum uppi hvers vegna 17. júní er sérstaklega vel til þess fallinn að vera valinn sem íslandsdagur, að ekki þarf að fjölyrða um, en auk þess, að hér er um fæðingardag þjóð- hetju Islands að ræða og þjóð- York hátíðardag, er þess að geta, að landar vorir vestra munu fjöl- menna á sýninguna. Má gera ráð fyrir því, að þeir verði mjög fjölmennir á sýningunni í júní. Ilugsa þeir landar vorir vestra til heimfarar í stórum stíl og eru þeir að þreifa fyrir sér hvernig þeir gæti hagað ferðum sínum. Eimskipafélag íslands liefir einnig þetta mál til athug- unar. Á fundi sýningarráðs var á- kveðið að ráða sérstakan sýn- ingarsérfræðing til aðstoðar framkvæmdarstjórninni í New York. Nafn lians er Mr. Leonard Outwaite. I samráði við for- mann framkvæmdarstjórnar sýningarinnar og Vestur-ís- lendingana þrjá, sem eru oss til aðstoðar vestra, hefir verið gerður bráðahirgðauppdráttur að fyrirkomulagi sýningarinnar i höfuðatriðum og verður nú farið að vinna að þessu í smærri atriðum. Á fundi sýningarráðsins í gær var loks samþykt, að hafa efri hæð skálans svalir, en ekki heilt gólf, þannig, að séð er fyrir því, að aðalsýningarsalurinn verður mjög bjartur og hátt undir loft. Er ástæða til að ætla, að skál- inn geti orðið mjög vistlegur og jafnvel glæsilegur, ef vel tekst. '7 fyjlmýjotCL? aðeins Loftur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.