Vísir - 01.06.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 01.06.1938, Blaðsíða 2
V í S III Erlendir eftirlitsmenn verða ekki sendir til Sudeten-liéraðanna. Horfup eru fpiðvænlegaF, og liefÍF lieplid Tékka verið flutt t&é. landamæpuimm. EINKASKEYTI TIL VÍSIS London, í morgun. illiam Strong, fulltrúi utanríkismálaráðuneytis- ins, er kominn heim úr ferðalagi sínu til Prag, Berlín og París. Stjórnmálafréttaritari Times telur, að mikill stjórn- málaárangur sé af förinni og hafi Strong aflað sér mjög mikilvægra upplýsinga, sem bresku stjórninni muni verða mikil stoð í. Auk þess hafði för hans þýðingu að því Ieyti, að hann ræddi ítarlega við sendiherra Breta í fyrrnefndum þremur höfuðborgum, og lagði áherslu á, að kynna þeim sem alira ítarlegast afstöðu bresku stjórnarinnar til deilumálanna í Mið-Evrópu. Þá bendir stjórnmálafréttaritari Times á, að það hafi haft mjög góð áhrif, að nokkur hluti herliðs þess, sem tékkneska stjórnin bauð út, hefir verið kallað heim. Muni skref það, sem tékkneska stjórnin hafi tekið með þessu, bæta samkomulagshorfurnar, því að ella hefði varaherliðsútboðið verið notað áfram af Sudeten-Þjóð- verjum til þess að tefja fyrir frekari umræðum Hodza og Henleins. Fréttaritarinn segir, að litlu hafi þokast um það, að hafa erlenda eftirlitsmenn í Sudetenhéruðunum,en bæt- ir því við, að þess sé minni þörf en ætlað var, þar sem æsingar sé hjaðnandi og góður agi og regla á öllu á báð- ar hliðar. United Press. Friðrik ríkiserfingi og Xngrid krónprinsessa væntanleg til íslands. í ráði er að Friðrik ríkiserfingi og Ingrid krónprinsessa komi hingað í sumar. Hefir stjórnarráðinu borist skeyti frá konungs- ritara, þar sem spurt er um hvort lieppilegra væri að þau kæmi í lok júli eða um miðbik ágústmánaðar. Mun nú í ráði, að þau leggi af stað frá Kaupmannahöfn 20. júlí á Dronning Alexandrine, er kemur liingað þ. 24. s. m. Munu þau fara heim aftur með skipinu 1. ágúst. Ingrid krónprinsessa er að læra íslensku og er kennari henn- ar frú Hildur Blöndal, kona Sigfúsar Blöndal bókavarðar. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Til athugunar [ Tímadagblaðinu var í gær lýst eftir „ýmsum merki- legum umbótamálum", sem blaðið segir að bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins hafi flutt tillögur um í bæjarstjórninni í vetur. En svo „merkileg“ segir blaðið, að þessi mál liafi verið, og „þannig vaxin“, að þrátt fyrir „sinn mikla kyrstöðubug“ hafi bæjarstjórnar meirihlutirm „ekki opinberlega þorað að ganga á móti þeim“, og þess vegna valið þá leið, að vísa þeim til bæjarráðs „undir því yfirskyni, að þau yrðu athuguð þar nánar og framkvæmdir undirbúnar“, en í rauninni i þeim tilgangi einum, að „svæfa“ þau þar um tíma og eilífð! Af öllum jressum „merki- legu umbótamiálum“ Fram- sóknarflokksins í bæjarstjórn- inni, nefnir blaðið nú að eins eitt, en það er með eigin orðum blaðsins: „atliugun á einni fisk- sölumiðstöð fyrir allan bæinn.“ Það er nú kunnugt, að „fisk- sölumiðstöð fyrir allan bæinn“ hefir um alllangt skeið verið til. Þessari -fisksölumiðstöð hefir í ýmsu verið ábótavant, og enginn ágreiningur verið um, að úr því þyrfti að bæta. Og nú er verið að bæta úr því, að minsta kosti til bráðabirgða, með því að flytja fisksölunai„verbúðirnar“. En það virðist svo sem Tíma- dagblaðinu sé ókunnugt um þetta, eða þá að því þykir of litlu til kostað með þeim hætti. Blaðið virðist telja „alt ó- nýtt“ í þessu efni, ef ekki verði komið upp „sæmilega stórri byggingu“, þar sem allir fislc- salar í bænum geti fengið „leigðar búðir, sem fullnægðu ströngustu kröfum“. Það virðist þannig telja hina brýnustu nauðsyn á því, að öll fisksalan í bænum sé á einum og sama stað. Og það verður umfram alt að „koma upp“ nýrri byggingu, og nógu dýrri, í þessu skyni, með þeim hætti, segir blaðið, að fiskverðið hlyti að geta lækkað að miklum mun, en nú sé fisk- urinn „miklu dýrari en Iiann þyrfti að vera“. Og þessu fylgi sá höfuðkostur, að „neytend- urnir gætu síðan gengið þarna um og valið á milli, líkt og tíðk- ast á markaðstorgum erlendis“. En þá er líka bersýnilegt, að byggingin, sem þyrfti að „koma upp“, yrði að vera allstór og þá einnig alldýr. En það virðist blaðið lika telja höfuðskilyrði fyrir því, að fiskverðið geti lækkað. Það er að sjálfsögðu misskiln- ingur, að í borgum „erlendis“ sé öll fisksala á einum og sama stað. Og með þeim hætti væri líka hætta á að „dreifingin“ yrði nokkuð dýr, eða að það yrði erfiðleikum bundið fyrir mikinn þorra borgarbúa, að afla sér soðningarinnar, ef gera þyrfti út mann, frá bverju heimili í bænum, til þess að „ganga um“ í miðstöðinni og „velja á milli“. Það er því áreið- anlega engin vanþörf á því, að athuga þessa tillögu Framsókn- arflokksins nokkuru „nánar“. Og það virðist líka hafa verið tilætlun bæjarfulltrúa flokksins, að tillagan yrði „athuguð nán- ar“, því að sögn blaðsins var það atbugun á „einni fisksamsölu- miðstöð fyrir allan bæinn“ sem hann bar fram tillögu um að gerð yi'ði., En hvernig skyldi blaðið þá liugsa sér, að slík „at- hugun“ gæti farið fram, ef bæj- arstjórn mátti ekki með nokk- uru móti „vísa“ málinu lil ein- bvers, t. d. bæjarráðs, til alhug- unar? Keppni f ssnd- knattleik. Meistarakepni í sundknattleik hefir staðið yfir í Sundhöll Reykjavíkur í síðastliðinni viku að tilhlutun Sundráðs Reykja- víkur. Kept var um nýjan bik- ar, sem íþróttasamband fslands gaf til þessa. Bikarinn, sem er stór og fagur, er gerður af Rík- harði Jónsssyni. í kepninni tóku þátt tvær sveitir úr Sundfélag- inu Ægi og ein úr Ármanni. Fyrsti kappleikurinn fór fram á þriðjudaginn var milli A- og B-Iiðs Ægis og vann A- liðið með 4 mörkum gegn 1. Næsti kappleikur fór fram á föstudaginn og keptu þá Ár- mann og B-lið Ægis. Vann Ár- mann með 5 mörkum gegn 0. lÚrslitakepni fór svo fram á sunnudag milli Ármanns og A- liðs Ægis. Lauk þeim leik með jafntefli (1 mark gegn 1), og var hann því framlengdur um hálfleik. Fóru leikar þá þannig, að Ægir skoraði 1 mark. Vann Ægir því með 2 mörkum gegn 1. —- A-lið Ægis vann mótið með 4 stigum og bikarinn í 1. sinn. Ármann hlaut 2 stig og B-lið Ægis 0 stig. í ráði var að liafa opið fyrir almenning að úrvalskappleikn- um, en vegna ófyrirsjáanlegra atvika varð að hverfa frá því að þessu sinni. 30 ára starfsafmæli Þórðar Geirssonar. Þórður Geirsson lögreglu- þjónn á 30 ára starfsafmæli í dag, því að hann gerðist lög- regluþjónn hér í bæ 1. júní 1908, en þá var Þórður þrítugur. Þórður Geirsson hefir gegnt vandasömu og erfiðu starfi sínu af mestu prýði. Mun óhætt mega fullyrða, að Þórður hafi flesta þá kosti, sem góðan lög- regluþjón mega prýða. Með- al þeirra eru drenglyndi, prúð- menska og stilling, en þeim er hann búinn í ríkum mæli. Á Þórður miklum vinsældum að fagna meðal stéttarbræðra sinna og annara og er vel að þeim kominn. Höfnin. Max Pemberton kom af veiðum í nótt með 114 tn. lifrar. Togar- arnir eru nú hver af öörum dregn- ir upp í slipp til málunar og botn- hreinsunar. — Esja var dregin Upp í slipp í gær. Á að fara að búa hana un-dir Glasgow-ferðirnar. Skipafregnir. Gullfoss fer til BreiSafjarðar og Vestfjaröa kl. 8 í kvöld. Goðafoss kemur tíl SiglufjaríSar kl. 10 f. h. Búrarfoss er í Leith. Dettifoss er á leiö til Hull frá Hamborg. Lag- arfoss er á Austfjöröum. Selfoss er í Grimsby. Berlín í morgun. FÚ. Eitt blaðið í Belgrad flytur grein frá fréttaritara sínum um stríðsviðbúnað Tékkóslóvaldu í Súdetenhéruðunum. Segir það, að 15 km. frá Prag lief jist þegar reglulegt hernaðarsvæði. Þar sé hvarvetna á ferli fjöldi her- manna með alvæpni. Víða hafi verið útbúnar dulbúnar athug- unarstöðvar, þaðan sem fylgj- ast megi með því, sem gerist hinumegin landamæranna. Neð- anjarðargöng hafa verið graf- in handa hermönnum, til varn- ar fyrir gasárásum. Á mörgum stöðum hefir verið komið fyr- ið kjmlegustu tálmunum úr stálbitum. Miklar birgðir mat- væla og skotfæra hafa verið dregnar saman. Vormðtl 2. flokks lank á langarðaginn. Víkingur 3 (2) — Valur 3 (1). K. R. 3 (0) — Fram 1 (1). Úrslit mótsins urðu því þau, að K. R...........fékk 6 stig Fram ........... — 4 — Víkingur..... — 1 — Valur .......... — 1 — Fyrri leikurinn, milli Vals og Víkings var mjög daufur og leiðinlegur. Valsmenn mættu að eins 8 til leiks, en urðu þó brátt 11. — Seinni leikurinn, milli K.R. og Fram um bikarinn var hæði fjörugur og skemtilegur. K. R. liðið var alment álitið sterkara og bjuggust því flestir við glæsilegum sigri þess, en strax í byrjun leiksins mátti sjá að Fram ætlaði ekki að láta sig fyr en í fulla hnefana. f fyrri hálfleik lék Fram betur og skoraði eitt mark. Útfram- herjar og innframh. Fram gerðu í þessum hálfleik mörg góð upphlaup, en miðframh. þeirra var frekar lélegur og mátti sín lítið móti hinni sterlcu vörn K. R. í seinni hálfleik liafði K. R. aftur á móti yfirhöndina en náði þó ekki góðum leik. Hér á eftir koina nokkrir drættir úr seinni leiknum sem byrjaði kl. 6,25. 6.28. Vinstri útframh. K. R. hleypur upp með boltann og gefur hann vel inn fyrir markið. Mikið þóf á vítateig, sem lýkur með að vinstri framv. Fram nær boltanum og gefur hann langt fram. 6.33. Hægri innframh. Fram hefir boltann, leikur með hann fram hjá vinstri framv. K. R. og gefur hann hægri útframh. (en ekki til miðframh. sem hafði góða aðstöðu til að taka á móti boltanum). Hægri útframh. gefur boltann til vinstri inn- framh. Skot á markið, sem er örugglega tekið af markmanni. 6.40. Nú er mikil sókn á K. R. og stendur í þófi á vítateig þeirra, sem endar með að bolt- inn fer til vinstri útframh. Fram. Hann gefur háan, góðan holta inn fyrir markið, mark K. R. er í mikilli liættu, en mark- vörður bjargar. 6.43. Markvörður Fram hefír hlaupið of langt með boltann og K. R. fær fríspark fyrir innan vítateig, sem getur orðið mjög hættulegt, þó eigi megi sparka beint á markið. Frísparkið er tekið, hægri innframh. K. R. fær boltann og er í „dauða- færi“, en sparkar beint á mark manninn og markinu er borgið í svip. Litlu síðar fær hægri út- framh. K. R. boltann og gefur liann til miðframh. K. R. sem er fyrir opnu marki, en skallar langt yfir. 6.50. Hinn sterki vinstri út- framh. Fram hleypur með bolt- ann nærri upp að endamörkum og gefur hann inn að markinu, 2 K. R.-ingar ætla að taka bolt- ann, en alt fer í handaskolum. Boltinn fer til vinstri innframh., sem skorar fallega mark, með vinstri fæti á stuttu færi. Seinni hálfleikur hefst með mikilli sókn K. R. sem strandar á vörn Fram. 7.10. K. R. fær horn á Fram vinstra- inegin og strax á eftir hægra megin. Boltinn lendir í þvögu fyrir framan mark Fram, hægri innframh. K. R. skallar boltann laust á markið, mark- maður Fram átti auðveldlega að geta tekið boltann, en hann missir hann inn í markið. Annað markið var mjög svip- að því fyrsta. 3. markið var úr skoti frá hægri útframh. K. R., sem stóð mjög oft „frír“ í Ieiknum. Án þess að heppnin hefði verið Fram hliðholl, hefði þessi leikur getað endað 1:1. B. Gullbrúðkaupsdag eiga í dag Ágúst Helgason ó®- alsbóndi í Birtingaholti 0g kona hans Móeiður Skúladóttir. Muntt fjölda margir minnast þessara vinsælu merkishjóna á gullbrúö- kaupsdegi þeirra í dag, með heilla- skeytum og á annan hátt. Molninggr iHaliði iii Spáni Iié niin Uið i I neð sér. London í morgun. FÚ. Hlutleysisnefndin kom sam- an á fund í gær í London, til þess að ræða um ráðstafanir varðandi brottflutning erlendra sjálfboðaliða frá Spáni. Flutn- ingur þeirra til hafna, frá víg- vellinum, er áætlað að muni kosta eina miljón sterlings- punda, og var stungið upp á þvi, að Bretar, Frakkar, Þjóð- verjar, ítalir og Rússar skiftu þeim kostnaði jafnt á milli sín. Fulltrúar Þjóðverja og ítala sögðust skyldi ráðgast um þetta við stjórnir sínar, en fulltrúi Sovét-Rússlands sagði, að sov- étstjórnin myndi ekki við því búin að samþykkja það, þar eð ekki væru neinir sjáflboðaliðar frá Sovét-Rússlandi á Spáni. Nefndin áætlaði, að kostnað- urinn við að senda sjálfboðalið- ana heim til sín frá spönskum höfnum, myndi kosta 750.000 sterlingspunda. Berlín i morgun. FÚ. Uppreistarmenn á Spáni segj- ast sækja fram á allri viglín- unni frá Teruel til strandar. Snemma í gærmorgun gerðu flugvélar þeirra miklar árásir á stöðvar stjórnarhersins. Hef- ir liann nú gert sér varnarstöðv- ar til viðbótar 20 km. bak við víglínuna. Flugvélar hafa enn á ný gert árásir á höfnina í Va- lencia. Söktu þær einu spönsku og einu ensku skipi. Þá hafa flugvélar gert stórfeldar árásir á Barcelona og umhverfi henn- ar. Tilraunir lýðveldishersins til þess að ná raforkustöðvunum við Tremp aftur, hafa mistekist, og segja uppreistarmenn, að stöðvar hans þama séu komn- ar í algerða upplausn. FLUGFERÐIR TIL ÍSLANDS OG NORSKA FLUGFÉLAGIÐ. Flugstjóri norska flugfélags- ins, Bernt Balchen, skýrir fréttaritara útvarpsins í Kaup- mannahöfn frá því, að félagið muni ekki á þessu sumri láta fara neinar flugferðir til ís- lands. Hann segist og ekkert þekkja til þeirra fyrirætlana sem Niclasen landsþingsmaður hafi nýlega gert að umtalsefni í dönskum blöðum um þátt- töku Norðmanna í fyrirhugaðri flugleið yfir Danmörku, Noreg, Shetlandseyjar, Færeyjar og Is- Iand. (FÚ).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.