Vísir - 01.06.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 01.06.1938, Blaðsíða 3
VlSIR ÍSLANDSGLÍMAN Hérð keppi. — Úrslit ófyrirsjáanleg. Íslandsglíman er altaf við- burður í íþróttalífi Reykjavik- ur. Að þessu sinni verður hún liáð á íþróttavellinuin í kvöld. Auk hinna gamalkunnu glímumanna okkar liér í Reykjavík, sækja nú margir u lanbæj ar-glímumenn kepnina og er það vel, því hingað til hef- ir glíman verið mestmegnis eða svo að segja eingöngu liáð milli Reykvíkinga innbyrðis, en sár- fáir utanbæjarmenn tekið þátt i lienni. Nú bregður aftur á móti svo við að Reylcvíkingar eru i miklum minnihluta. Stærstur er flokkurinn frá Yestmanna- eyjum, 7 menn. ÁGÚST KRISTJÁNSSON. Hafa Veslmannaeyingar kom- ið upp þessum flokki af sínum alkunna áhuga og dugnaði. Hefir liann, að því er blaðið best veit, notið kenslu Þorsteins fréftír Veðrið. Hitinn í morgun. Rvík 8 stig. Mestur hiti 9 stig (Fagurhólsmýri, Reykjanes), minstur o stig (Horn) Mestur hiti hétr í gær 11 stig, minstur hiti í nótt 4 stig. Sólskin sí'ð'an kl. 6 í gænnorgun, 9 st. — Veðurútlit: Suövesturland, Faxa- f lói: N.-gola. Þurt og víða bjart veður. Yfirlit: Grunn lægð fyrir suðvestan og austan land. Blindravinafélag íslands heldur aðalfund annað kvöld kl. 9 í Oddfellowhúsinu uppi. Ungbamavemd Líknar í Templarasundi 3 er opin hvern þriðjudag og föstudag kl. 3—4. Ráðleggingarstö ð fyrir barnshafandi konur opin fyrsta miðvikudag í hverjum mán- uði kl. 3—4 í Templarasundi 3. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturv. í Reykjavíkur apóteki og Lyfja- búðinni Iðunni. Jarðarför frú Ragnheiðar Sumarliðadótt- ur fór fram í gær, að viðstöddu fjölmenni. Síra Friðrik Friðriks-> son hélt húskveðjuna, en sira (Bjami Jónsson ræðu í kirkjunni. Pétur Ingjaldsson, cand. theol., flutti þar kveðju frá stúkunni Frón, nr. 227. Auk blóma og kransa var á kistunni silfurskjöld- ur frá stúkunni Frón. Póstferðir á morgun. Frá Reykjavík: Mosfellssveit- ar-, Kjalamess-, Kjósar-, Reykja- ness-, ölfuss- og Flóapóstar. Þing- vellir. Nýibær. Laxfoss til Akra- ness. Norðanpóstur. Fagranes til Akraness. Til Rvíkur: Mosfells- sveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóst- ar. Þingvellir. Nýibær. Laxfoss frá Akranesi. Norðanpóstur. — Fagranes tíl Akraness. Einarssonar, liins afbragðs- drengilega, glæsilega og snjalla glímumanns, sem Reykvíkingar þekkja vel frá þvi áður fyr. Var það vissulega mikill missir fyrir þjóðaríþrótt okkar íslendinga, er liann varð að liætta að iðka hana, því vart mun liafa lcomið glæsilegri eða drengilegri glímu- maður fram í Íslandsglímunni. Yæri þá vel, ef undir lians liand- leiðslu gætu vaxið upp glímu- menn honum líkir. 2 menn sækja glímuna úr Ár- nessýslu. Annar þeirra er Stein- dór Gíslason (U.M.F. Sanx- hygð) glímukappi Árnes- og Rangæinga. Glímumanna okkar Reykvík- inga þarf ekki að gela nánar. Það eru alt vel þelctir menn: Ágúst Kristjánsson, Lárus Saló- monsson, Sigurður Hallbjörns- son, Skúli Þorleifsson og Vagn Jóhannsson. Hinn siðasttaldi liefir ekki um all-langt skeið komið opinberlega fram á glímupallinum, en er gamal- þektur sem snjall og afar lið- ugur glímumaður. Var það meiðsli, sem orsakaði, að hann varð að hætta æfingum og er það gleðilegt, að hann skuli liafa náð sér svo, að hann geti á ný farið að iðka íþróttina. Við berum gott traust til glímumannanna liéðan úr Reykjavík og er áreiðanlega ó- hætt að fullyrða, að fyrirhafn- arlaust sækja utanbæjarmenn- irnir éklci gull i greipar þeim, livað sem annars verður. Reykvíkingar, látið ekki und- ir höfuð Ieggjast að fylgjast með, livernig fulltrúar ykkar standa sig á glímupallinum, —■ Sjón er sögu ríkari. — Allir, sem vellingi geta valdið, ættu að fara á völlinn í kvöld. d. Flugvélin fór til Borgarness i gær, og kom aftur stuttu síöar. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í kvöld kl. 8x/%, ef veiSur leyfir, á Arnarholtstúni. Hjónaband. Gefin veröa saman í hjónaband af lögmanni í. dag, ungfrú Ágústa Einarsdóttir og Gu'ölaugur Frank- lin Steindórsson Nikulássonar vél- stjóra. Heimili þeirra er í Páls- húsum á Bráöræöisholti. Útvarpið í kvöld. 19,10 Veðurfr. 19,20 Hljóm- plötur: Lög eftir Mozart og Cho- pin. 19,50 Fréttir. 20,15 Erindi: Indíánamenning í New-Mexico (Loftur Bjarnason magister —• dr. Einar Ól. Sveinsson) 20,40 Hljóm- plötur: a) Nýtísku tónlist. b) (21,15^ Islensk lög. c) (21,40) Lög leikin á ýms hljóðfæri. 22,00 Dagskrárlok. Leikfélag Reykjavíkur. Gestir: Anna Borg Poul Reumert .Tovaritch4 gamanleikur i 4 þáttum eftir Jaques Deval. 4. sýning í kveld kl. 8. Næst síðasta sinn. — Aðgöngum. seldir á 6 kr. eftir kl. 1 i dag. — Siðasta sýning er á morgun. — Forsala að þeirri sýningu er í dag. Ekki tekið á móti pönt- unum í síma. — Adalfandni* Blindravinafélags Islands verður haldinn fimtudaginn 2. júní í Oddfellow-húsinu, uppi, kl. 9 e. h. Dagskrá: Ven juleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Nýkomið: Rykfrakkar, f jölbreytt úrval frá 50 kr. — Stormjakkar. Stormblússur. Manchettskyrtur. Vinnuskyrtur. Bindi. Þverslaufur. Treflar. Húfur. Sokkar. Sundskýlur. Vinnuföt. Sjóklæði. Málningarvörur. Hreinlætisvörur. ViDnufata- og Sjóklæðabúðin Hafnarstræti 15. Einar Eiríksson. Elsku sonur okkar, Bjarni Siguröur, andaðist fimtudaginn 2. mai. Jarðarförin hefst með liúskveðju að heimili hans, Þors- götu 15, föstudaginn 3. júní kl. \y2 e. li. Ragnheiður og Einar Jónsson. Reknetaslðngur ÚTVEGAR HEILDVERSLUN Gapðars Gíslasonap. Við undirritaðir rekum saman málflutningsskrifstofu á Hverfisgötu 12 liér í bænum frá og með deginum i dag að telja. Önnumst öll lögfræðileg störf. Kristján Guðlangsson. Viðtalstími kl. 4—6 e. h. Freymóðnr Þorsteinsson. Viðtalstími kl. 1—4 e. h. ¥ísis-kaffið gei*ip alla glada A T T TTT ungir og gamlir vilja gera sér einhvern x~Yl JI ■JÍÍT^dagamun yfir hátíðina. Sumir fara í ferða- lög, aðrir dvelja heima, en eitt er sameiginlegt, allir vilja horða góðan mat hátíðisdagana. Þótt smekkurinn og þarfirnar séu misjafnar, uppfyll- ir KRON óskir allra á þessu sviði. BÖKUNARVÖRUR. m Nú eru eggin ódýr og því hagkvæmt að baka. Succat, möndlur, kokosmjöl, púðursykur, skrautsykur, syróp, lyfti- duft, eggjagult, hjartasalt, flórsykur, sultur, svínafeiti, hveiti í smápokum (pokana má nota fyrir diskaþúrku, eftir að búið er að tæma þá) o. m. fl. I HATIÐAMATINN. Vér mælum sérstaklega með nýslátruðu nautakjöti í steik, gullace, buff og súpu, en auk þess höfum vér dilka- kjöt, og sérstaklega ÓDÝRT hakkað ærkjöt, ennfremur allskonar ljúffeng salöt, áskurð á hrauð, agúrkur, asíur, rauðbeður og fjöldamargt annað. NESTIS VÖRUR. Soðin svið og hangikjöt, gosdrykkir, kex og kökur, niðursuðuvörur, sælgæti og margt fleira. Verzlið tímanlega, því mikið verður að gera. Gleðilega hátíð!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.