Vísir - 02.06.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 02.06.1938, Blaðsíða 3
VtSIR Fiskveiðar þar virðast arðvænlegri en síldveiðarnar með Jivi verði, sem er nú á síidinni. íslendingar fundu Grænland. Margar fjölskyldur héðan af landi, fluttu þangað búferlum og reistu þar bygðir og bú, en nutu þess skamma stund, að eins um 500 ár. Islendingabygðin eyddist og íslenski þjóðflokkurinn hvarf með öllu. Enginn veit með vissu, með hverjum hætti hann hvarf. Þar er e n g i n n eftir til frásagna. Norðmenn slógu eign sinni á Grænland um leið og þeir náðu yfirráðum á Islandi, seinast komst það, ásamt Noregi og íslandi, undir yfirráð Dana og hefir lotið þeim síðan. Danir hafa haldið Grænlandi lokuðu fyrir öllum erlendum þjóðum, líka fyrir sínum eigin þegnum. Stjórn Dana á land inu, hefir aðallega verið í því fólgin, að einoka alla verslun íbúanna við sjálfa sig, eins og þeir gjörðu um skeið hér á landi, sællar minningar. — GRÆNLAND. Danir halda því fram, enn í dag, að grænlenski þjóðflokkur- inn, skrælingjarnir, muni líða undir lok, ef útlendingum verði leyfð þar ótakmörkuð lands- vist og að lífs- og afkomuskil- yrði þeirra, séu svo fábreytt og léleg, að samkeppni úllendinga mundi þegar ríða þeim að fullu. Það er ekkert ólíklegt, að svo hefði farið, ef landið yrði alt i einu opnað fyrir innstreymi út- lendinga, en sennilega hýður tortímingin þeirra hvort eð er, þó Danir vilji tefja hana og vilji geyma skrælingja flekklausa af heiminUm, sem frumstæðan þjóðflokk, eins og dýrin i Yellowstone Park. Það hroslega við þessa lilið málsins er, að það munu fyrst og fremst vera Danir sjálfir, sem vinna að út- rýmingu skrælingjanna, hægt og hægt, en markvist, og sú að- ferð þeirra er sjálfsagt auðveld- ust og áferðar fallegust, því það mun tæplega vera álitamál, hvort réttara væri, að græn- lensku skrælingjarnir væru látn ir halda áfram að draga fram lífið, gjörsneyddir allri menn- ingu, eða fá leyfi lil að kynnast menningunni og læra af henni. Þó Danir hafi lialdið þessari stefnu í stjórn sinni á Grænlandi „teoretiskt“ hefir stefnunni,sem betur fer, ekki verið svo fast fylgt í rauninni og hún er líka orðin all ólík stefnunni, þvi grænlensku skrælingjarnir eru þrátt fyrir alt og ]iað fyrir all- mörgum árum, óviðáðanlega smitaðir af menningunni. Þeir eru ekki lengur frumstæður skrælingja þjóðflokkur. Fyrir liðugum 200 árum, byrjaði kristniboð í Grænlandi, nú eru allir Grænlendingar kristnir. Kristni og ómenning, þrífst ekki hlið við hlið, um langan aldur. Fyrir tæpum 90 árurn, voru Grænlendingar tald- ir hðug 9000, en 1935 voru þeír taldir að vera um 18000, að mestu leyti blandaður kynstofn. Evrópublóðið rennur i æðum þeirra, það Iosna þeir aldrei framar við. Þráin eftir að lifa menningarlífi er vöknuð. Menn- ingarþráin hlýtur að ryðja sér til rúms, smátt og smátt. Það virðíst þá líka koma úr hörð ustu átt, að Danir haldi öllu lengur fast rið þá stefnu, að fela menningarstraumana fyrir sínum eigin afkvæmum. Vegna þessarar innilokunar, hefir verið ókunnugt alt fram yfir aíðnstu aldamót, hvaða lífs- skilyrði fyrir útlendinga, Græn- land kynni að hafa upp á að bjóða, til lands og sjávar. Menn þóttust, að vísu vita, að þar mundu vera mjög auðug fiski- mið, einkum höfðu menn álit á lúðuveiðum þar. Færeyiskur út- gerðarmaður og skipstjóri Napoleon Andreasen, sem eg þekti mjög vel um mörg ár, hafði mikinn áhuga fyrir þorsk- og lúðuveiðum við Grænland. Hann sólti hvað eftir annað um styrk úr ríkissjóðnum danska, til fiskveiðatilrauna þar. Undir- tektirnar urðu daufar. Það var óspart gjört háð að lionum, fyrir að vilja sækja fiskinn langt yfir skamt. En eitthvað fékk hann ] )ó á endanum, því hann fór með tvo kúttera og tilraunin lieppnaðist vel eftir vonum. En svo vildi til það sorg- lega slys, að liann fórst, liér við ísland, með skipi sínu og allri áhöfn, vorið 1911. Fráfall hans var stórtjón fyrir Færeyinga, því hann var með þeirra ötul- ustu útgerðarmönnum og skip stjórum og drengur góður, virt- ur og dáður af öllum sem hon- um kyntust þar og hér á landi. Með fráfalli hans mun mikið hafa dregið úr áhuga Færeyinga fyrir fiskveiðum við Grænland, enda skall þá yfir ófriðurinn mikli þremur árum seinna. Það mun því eklcert hafa orðið fyrir um, nýja Grænlandsleiðangra, fyr en eftir 1920. Laust eftir 1920 gjörðu Fær- eyingar út nokkra kúttera til Grænlandsveiða, sem fyltu sig þar á stuttum tíma, og urðu að fara heim, því landið var lokað og ómögulegt að Iosna við fengna veiði fyr en heim kom, var þó ekki svo áliðið sumri, að ekki liefðu fengist gæftir til, að fá aðra hleðslu. 1925 sóttu Færeyingar um opnun grænlenskrar hafnar niálægt fiskimiðunum, þar sem þeir mættu leggja fiskinn á land og verka hann, með græn- Iensku verkafólki. Umsókn þeirra var lögð fyrir Landsráð Suður-Grænlands, sem synjaði um leyfið. En Færeyingar gáf- usf ekki upp. Þeir sóttu aftur með þeím árangri, að loks 1927 opnuðu Danir Færeyingahöfn, sem verstöð fyrir þá og aðra, sem þegnrétt eiga i danska rík- inu. Nú mega vist Norðmenn og fleiri þjóðir, njóta þar góðs af líka. Jafnframt voru Ieyfðar fiskiveiðar, á svæðinu sunnan frá Stóru Hrafnseyju norður að Sykurtopp. Færeyingahöfn Kgg- ur nálægt miðju þessa svæði, ur nálægt miðju þessa svæðis, Godthaab. Þótt aðstaðan í landi í Fær- eyingahöfn, sé ekki svo góð sem æskilegt væri er mikið fengið með opnun hennar. — í fyrra sumar stunduðu 88 færey- ísk skip fiskveiðar frá þessari liöfn og tvíhlóðu flest eða öll, yfir sumarmánuðina, frá fyrri- part júní til seinnipart ágúst. Flutningaskip færðu þeim salt, olíu, matvæli og veiðarfæri og tóku við fiskinum. Undanfarin 4—5 ár, munu Færeyingar hafa lifað á Grænlandsveiðunum, að miklu leyti. Niðurl. Eggert Stefánsson. íslenskt tðaskáldakvöld í kvöld heldur Eggert Stefáns- son islenskt tónskiáldakvöld og syngur lög eftir ýmsa íslenska liöfunda t. d. Þórarinn Jónsson, Jón Leifs, Pál Isólfsson, Iíarl Runólfsson, Markús Kristjáns- son og Sigvalda Ivaldalóns. Vísir hitti Eggert að máli i gær og spurði hann um fyrir- ætlanir hans og áhugamál. „Aðal áhugamál mitt er að reyna að vekja þjóðina. og kenna henni að meta íslenska list og það starf, sem listamenn vorir vinna henni til frægðar og frama. Þegar eg var ungur kom það stundum fyrir að útlendir söngvarar komu hingað, héldu söngskemtanir og fóru þar m. a. með islensk lög. Blöðin ætl- uðu þá að rifna af hrifningu og fullyrtu, að aldrei liefði verið betur farið með islenska tungu og blæbrigði hennar, og enn vill það brenna við að liið útlenda þyki fínna en liið innlenda, þólt við höfum nægu að ausa af og næga krafta til að gera það.“ Þér eigið langan listaferil að baki og liafið margs að minnast, og hvað getið þér sagt mér um listasmekk þjóðarinnar og list- þroska ? „Það liafa orðið stórfeldar breytingar til batnaðar lijá ís- lendingum á sviði sönglistarinn- ar, frá því er eg var að alast upp. Þá óð Skandinavisminn uppi og allir sóttu allan sinn fróðleik til Norðurlanda. Nú er þetta breytt, íslenskir söngvarar leita til annara Evrópulanda til að afla sér mentunar og það setur sinn svip á tónlistarlíf okkar, og eykur möguleika okk- ar til að komast áfram á þessu sviði. Stefano Islandi hefir t. d. verið ráðinn að konunglega leik- húsinu i Kaupmannahöfn, en þvi hefði liann aldrei náð, ef hanrt hefði unnið eingöngu á Norðurlöndum. Eg fyrir mitt leyti tel listabraut mína hefjast árið 1920 er eg fór til Milano, en þar hafði enginn Islendingur stundað nám áður, en nokkrir síðar.'* „Hvað segið þér um áheyr- endurna? „Söngsmekkur fólks er allur annar en hann var ofl menn kunna nú að meta það, sem vel er gert og skilningur áheyrend- anna er betri og viðari en áður var. En einmitt þessvegna meg- um við ekki glevma liinni þjóð- Iegu list. Hún á sér mikla fram- tið og með þessari söngskemtan minni vil eg vekja athygli á nokkuru af því, sem gert héíir verið.“ Ilvað er yður minnisstæðast frá söngferli yðar? „Söngferðir minar til Parísar, London — og svo hér lieima á Islandi. Svíar hafa altaf verið okkur vinveittir og velviljaðir og liaft mikinn áhuga fyrir ís- landi og rslenskum listum. Pró- fessor Noren í Uppsölum vakti eitt sinn athj'gli mína á því, að eg væri annar íslenski listamað- urinn, sem þangað liefði komið. —- Hinn var Gunnlaugur Orm- stunga. íslendingar hafa þvi ekki lagt sérstaka rækt við Sví- þjóð fyrr en nú í seinni tíð — þegar lánbeiðnir liafa komið til sögunnar." Hvað hyggist þér fyrir að af- loknum söngskemtunum yðar hér í bænum? Þá fer eg norður í land og sjmg þar og í för með mér verð- ur Carl Billich, liinn ágæti pi- anóleikari, sem einnig leikur undir á söngskemtunum mín- um liér í bænum. Seinna í sum- ar fer eg til útlanda“. Franski seníikenB- arinn M. Hanpt er á fðrnm. Alliaict Franqaise liélt samsæti í gærkveldi að Hó- tel Borg til heiðurs franska sendikennaranum lir. Jean Haupt. Hann hefir nú dvalið liér í 4 mánuði en fer utan í dag. Auk þess sem hann hefir kent við Iiáskóla íslands hefir hann einnig kent á vegum Alli- ance Francaise. Björn L. Jónsson setti sam- sætið og stýrði því. Magnús G. Jónsson liélt ræðu fyrir minni heiðursgestsins og þakkaði hon- um fyrir margvíslegt starf í þágu félagsins. Næstur talaði ræðismaður Frakka, hr. Voill- ery. Beindi liann fyrst orðum sínum til sendikennarans, en síðan kom hann að starfsemi Alliance Francaise yfirleitt og samhandi Islands og Frakk- lands. Þá talaði sendikennarinn og þakkaði ræðumönnum vin- gjarnleg orð i sinn garð, en lét síðan i ljós þakklæti sitt við Alliance Francaise fyrir þá vel- vild, sem félagið hefði ætíð sýnt honum. Að lokum talaði frk. Thora Friðriksson, heiðursfor- seti félagsins, en hún ásamt ræðismanni Fraklca hafði sér- staklega verið boðin. Þakkaði hún félaginu fyrst fyrir þá rirð- ingu, sem það «tíð sýndi henni, en siðan beindi hún orðum sín- um til hins unga sendikennara, sem liún óslcaði til hamingju með vel unnið starf. —• AW þvi loknu var stiginn dans fram eftir kveldi, en um miðnætti var hófinu slitið. Elsku sonur okkar, Bjarni Sigurdur, andaðist fimtudaginn 26. maí. Jarðarförin liefst með húskveðju að lieimili hans, Þors- götu 15, föstudaginn 3. júni kl. 1V2 e. li. Ragnheiður og Einar Jónsson. Innilegar þakkir minar og barna minna, fyrir samúð og hluttekningu í tilefni af fráfalli og jarðarför, manns- ins mins, Einars Hjöpleifssonap Kvaran, rithöfundar. Gíslína Kvaran. Kærar þakkir fyrir samúð og hluttekningu i tilefni af fráfalli og jarðarför konu minnar og móður okkar, Ragnheidar Sumarlidadóttur. Ludvig C. Magnússon og synir. Veðrið. Hitinn í morgun: Mestur hiti io stig (Rvík), minstur 2 st. (Horn). Mestur hiti hér í gær 15 st., minst- ur hiti í nótt 5 stig. Sólskin 3,5 st. Veðurútlit: Suðvesturland, Faxa- flói, Breiðafjörður: SA. og S. kaldi. Dálítil riguing. — Yfirlit: Grunn lægð yfir S.-Grænlandi og Grænlandshafi og austur yfir ís- land. Skipfregnir. Gullfoss var á Sandi í níorgun. Goðafoss kemur að vestan og norðan kl. 5)4 í kvöld. Brúarfoss er á leið til Kaupm.hafnar frá Leith. Dettifoss er í Hull. Selfoss er á leið til Antwerpen frá Grims- by. Stranidferðaskipin. Súðin er á Hornafirði í dag. — Esja er í Reykjavík. Eggert Stefánsson heldur söngskemtun í kvöld kl. 7,15 í Gamla Bíó og syngur lög eftir íslensk tónskáld eingöngu. Ef eitthvað verður óselt af aðgöngu- miðum, verða þeir seldir við inn- ganginn. Tímaritið Þjóðin kemur út sex sinnum á ári en kostar aðeins þrjár krónur ár- gangurinn. Sjálfstæðismenn ættu sem flestir að kaupa ritið og gefa sig fram við afgreiðslumann þess, Þórð Þorsteinsson á afgreiðslu Vísis. Sími 3400. Höfnin. Olíuskipið, sem kom til Shell á sunnudaginn, fór aftur í morgun. Hekla var tekin af Kleppsvík í gær. Á að lesta fisk til Englands. Spegillinn kemur út á morgfun. Hjúskapur. Siðastliðinn laugardag voru gef- in sarnan af lögmanni Valgerður H. Sigurðardóttir og Guðlaugur Eyjólfsson. Heimili þeirra verður á Njálsgötu 32. Næturlæknir er í nótt Jón G. Nikulásson, Freyjugötu 42. Sími 3003. Nætur- vörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjalamess-, Reykjaness-, ölfuss- 0 g Flóapóstar. Þrastalundur. Laugarvatn. Vestanpóstur. Breiða- fjarðarpóstar. Norðanpóstur. — Dalapóstur. A.-Barðastrandapóst- ur. Fagránes til Akraness. Aust- anpóstur. Til Rvíkur: Mosfells- sveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, ölfuss- og Flóapóst- ar. Þrastalundur. Laugarvatn. — Sagranes frá Akranesi. Norðan-, Breiðafjarðar-, Stranda-, Au,- Barðastranda- og Þykkvabæjár- póstar. Kirkjubæjarklausur. Goða- foss frá Akureyri. Innanfélagsmót K. R. hefst í kvöld. Verður þá kept í kúluvarpi og 3000 m. hlaupi hvort tveggja fyrir fullorðna. Kepnin hefst kl. 7. Fjölmennið, K.R.-ing- ar. — Hvítasunnuför F. f. Ferðafélag íslands ráðgerir a® fara skemtiför til Snæfellsness unt hvítasunnuna ef þátttaka og veður leyfir. Farið verður á e.s. Elcfborg- á laugardags-eftirmiðdag 4. júní °g siglt til Arnarstapa. Til baksi verður farið seinni hluta armars dags og komið til Reykjavíkur ntn kvöldið, og er þetta því tveggja sólarhringa ferð. Á Snæfellsnesi er margt að sjá. Þeir sem Icoma þangað einu sinni hafa löngun til' að koma þangað aftur. Þetta er ágætt tækifæri að kynnast hxnts einkennilega og trölíslega Snæ- fellsnesi t. d. Búðum, Búðahrauní, |Breiðuvik, Arnarstapa, Hellnunr, Lóndröngum og Dritvík og þá ekki síst að ganga á Snæfellsjök- ul: Fýrir skíðafólk er þetta etn- stakt tækifæri. Austan í jöklinttml eru ágætar skíðabrekkur, og enrt er jökullinn að mestu sprungulaus. Tjöld, viðléguútbúnað og mat þarf fólk að hafa með sér. Ferðin verður ódýr. Áskriftarlisti liggttr frammi á skrifstofu Kristjáns Ó, Sliagfjörðs, Túngötu 5 og gefur hann frekari upplýsingar. Leifs Eiríkssonar frímerkí. Á minningardegi Leifs hepná Eiríkssonar, sem Bandaríkin halcfa hátiðlegan 9. október næstkom- andi, áformar íslenska póststjóm- in að gefa út ný frimerkt me® mynd af Leifs-styttunni, er Banda- ríki Norður-Ameríku gáfu íslandl á Alþingshátíðinni 1930. Út verða gefin 3 frímerki: 30, 40 og 60 ati. Merkin verða sennlega á frí- merkjablaði, og gengur ágóði þeirra í Pósthúsbyggingarsjóð.. Farsóttatilfelli í apríl. voru 1804 talsins, þar af 726 í Revkiavík, 405 á Suðurlandi. 175- á Vesturlandi, 458 á NorðurTandt og 130 á Austurlandi. — Farsótta- tilfellin voru sem bér segir (tölur' frá Rvík í svigum nema annars ,sé getið): Kverkabólga 459 (242}. Kvefsótt 1173 (423). Gigtsótt 7’ (o). Iðrakvef 1221 (30). Inflúensa'- 1 (NL). Kveflungnabólga 41 (iii)i Taksótt 18 (2). Rauðir hundar 5 (o). Skarlatssótt 16 (9 NT. og ,7" Rvk.). Heimakoma 2 (o). Umferð argulá 3 (o). Munnangur 11 (jJ^ HÍaupabóla 34 (1). RistiII 3 (o). — Landlæknisskrifstofan. (FjB). KULDATlÐ í DÖLUML. TíH er, segir fréttaritarúire,. mjög köld. Aðfaranótt sunnre- dags geriSi álilaupsbyl unr alt héraðið og i gær var enn snjó- koma um mest alt héraðið. — (F(0 i gær). aðeins Loftur..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.