Vísir - 03.06.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 03.06.1938, Blaðsíða 2
Ví SIR *mwmiú&tose**r, \ ■■■ •»*.: -'-•&&■. _ FriOarumleitunum Chamberlains tekið dauflega af ófriOaraðilum á Spáni. Hvað gerip Hitler og Mussolini ? EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Isambandi við þær fregnir, að Chamberlain for- sætisráðherra Breta sé að gera tilraunir til til þess að miðla málum í styrjöldinni á Spáni, skýrir Lundúnadagblaðið IDaily Express frá því, að ítalir og Þjóðverjar séu beðnir að styðja málamiðlun- aráform Chamberlains, sem Frakkar eru þegar sagðir hafa fallist á. Enda þótt tilmælunum um, að styrjaldaraðilar fall- ist á vopnahlé, hafi ve'rið kuldalega tekið af þeim báð- um, er þess vænst, að Hitler og Mussolini kunni að geta haft þau áhrif á Franco, að hann fallist á vopna- hlé, meðan samkomulagsumleitanir fara fram. News Chronicle telur þó litlar líkur til þess að málamiðlunartillögur Chamberlains beri árangur, þar sem Barcelonastjórnin muni undir engum kringumstæðum geta fallist á skilmála Franco. United Press. Á að lima Tékkóslðvakln í snndur? Uppástnnga Lnndnnablaðsins ,.Times“. EINKASKEYTI TIL VlSIS London, í morun. Iritstjórnargrein í Times í morgun er stungið upp á því, að þjóðaratkvæði verði látið fram fara í Sudetenhéruðunum, um framtíðar- stjórnskipulag þeirra. Fengi þá íbúarnir sjálfir tækifæri til þess að láta í Ijós hvernig stjórnarfyrirkomulag þeir eigi við að búa í framtíðinni, þ. e. hvort þeir kjósi að fá sjálfstjórn að svissneskri fyrirmynd, algert sjálfstæði eða sameinast Þýskalandi. Líkt yrði farið að í þeim landamærahér- uðum Tékkóslóvakíu, sem bygð eru Ungverjum og Pólverjum nálega eingöngu. Times telur, að þetta mundi besta lausnin á þessu vandamáli, jafnvel þótt Sudetenhéruðin lýsti yfir, að þau vildi skilja við Tékkóslóvakíu, því að ef vandamál- in leysist ekki bráðlega muni þau leiða til styrjaldar. United Press. Japanip verða vlð kröfum Bandapíkj astj óFnar. London, 3, júní. FÚ. Á VÍGSTÖÐVUNUM í SHANTUNG. Japanskir hermenn í þann veginn að gera árás á kínverska varnarstöð. Er eldur uppi i V atnaj ökli ? Fréttaritari Vísis á Eyrarbakka símaði blaðinu í morgun, afr þaðan hefði sést mikill bjarmi í gærkveldi, sem menn teldu að stafað gæti af gosi í Vatnajökli á sömu slóðum og árið 1934. Bifreiðarstjórar, sem komu austan af Rangárvöllum skýrðu svo frá að þar hefði orðið vart við all-snarpa jarðskjálftakippi, sem menn settu í samband við eldsumbrot í Vatnajökli, þótt ekki sé enn þá nein vissa fyrir slíku. Vísir átti tal við Hannes Jónsson í Núpstað og hafði hann hvorki orðið eldsbjarma var né jarðskjálfta. Skýrði hann svo frá, að ekki sæist til jökulsins vegna dimmviðris, og yrði því ekki um það sagt hvort eldur væri þar uppi. Skeiðará fjarar enn þá og hefir dregið allverulega úr vatns- magni hennar frá því í gær. Vísir náði ennfremur um hádegi í dag tali af Birni Fr. Björns- syni sýslumanni í Rangárvallasýslu, en hann var staddur að Efra-Hvoli. Hafði ekki orðið jarðskjálfta vart þar efra og eng- in eldbjarmi sést, enda veður dimmt og skygni mjög slæmt. — VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Sárt leikinn. að þykir nokkurum tíðind- uin sæta, að svo liefir tek- ist til í einum af kaupstöðum landsins, að nýkosin bæjarstjórn hefir neyðst til þess að leysa sjálfa sig frá störfum og beiðast þess, að nýjar bæjarstjórnar- kosningar .verði látnar fara fram. En það er Neskaupstaður i Norðfirði eystra, helsta höfuð- vígi „samfylkingarinnar“ í bæjarstjórnarkosningunum í vetur, sem í þetta öngþveiti hef- ir komist. Hvergi á landinu þótti „sam- fylkingin“ liafa barist sigursælli baráttu, eða „einingin“ orðið fullkomnari en í Neskaupstað, í bæjarstjórnarkosningunum í janúar s. I. Þar voru Alþýðu- flokkurinn og Kommúnista- flokkurinn runnir algerlega saman í eina „lijörð“. Að eins eitt virðist hafa skort ú, að alt væri fullkomnað. Hirðinn vant- aði, til að gæta hjarðarinnar, ef hún átti ekki að eiga það fyrir höndum að tvístrast aftur jafn- harðan. Það varð að fá bæjar- stjóra, til þess að framkvæma „fyrirheitin“, sem gefin höfðu verið i kosningunum, um skjót- ar ráðstafanir til þess að leysa hvers manns vandræði í kaup- staðnum, svo að þar mætti verða snögg og blessunarrík umskifti í þeim efnum, og full- nægt yrði ölluni kröfum, sem gerðar yrði til sannrar sam- fylkingar bæjarstjórnar. Það er nú ekki svo að skilja, að enginn bæjarstjóri hafi verið í Neskaupstað áður. En það þótti ekki verða hjá þyí komist, að fá annan nýjan, þvi að sá mikli ljóður var á ráði manns þess, er þessu ábyrgðarmikla starfi gegndi, að hann treystist ekki til þess að „gera alt af engu“, svo sem hverjum sönn- um samfylkingar-bæjarstjóra á þó að vera bæði Ijúft og skylt. Og hversu strengilega sem sam- fylkingin lagði fyl-ir hann, að Iáta nú alla fá nóga vinnu og nóga peninga, þá þverskallaðist hann og neitaði að láta þann „rangláta mammon“ af hendi, sem enginn var til í hirslum bæjarins og hann kunni engin ráð til að grípa upp úr grjótinu. En af þessu mega allir sjá, að ekki muni hafa orðið komist hjá þvi að skifta um bæjar- stjóra. Hins vegar eru nú ekki „á hverju strái“ bæjarstjórár, sem geta gert kraftaverk, eðá skapað allsnægtir þar sem alt ér i auðn og var það því fyrirsjá- anlegt, að það mundi verða nokkurum örðugleikum bundið að finna mann, sem fullnægði kröfum „samfylkingarinnar“. Og sú varð líka raunin á, að þegar bæjarstjórakosningin átti að fara fram, þá „sprakk“ sam- fylkingin — og enginn bæjar- stjórinn var kosinn. En sá, sem komst na^t því að ná kosningu var þó utanbæjarmaður og gamall Reykvíkingur, Árni Ágústsson að nafni, sem að visu er kunnari hér í bænum að öðru en því, að „gera alt af engu“, þó að litlu muni að vísu, eða „ekki nema einum staf“, eins og ein- hverntíma var að orði komist um annan mann. Blað kommúnista hér í bæn- um skýrir svo frá, að af þrem- ur umsækjendum um bæjar- stjórastöðuna hafi Árni Ágústs- son fengið flest atkvæði, eða 4. Og blaðið átelur mjög; „svilc“ „klofnings“ eða liægri-manna Alþýðuflokksins við samfylk- inguna í Neskaupstað, og harm- ar það bersýnilega sáran, að hún skyldi ekki geta horið gæfu til þess að fá sér svo samboðinn og glæsilegan fyrirsvarsmann, sem liún hafi átt kost á, þar sem Á. Á. var. Og undir þau harmakvein blaðsins má fyllilega taka. Sala matjesíldar. Síldarútvegsnefndarmennirn- ir Jóhann Þ. Jósefsson alþm. og Erlendur Þorsteinsson, fóru ut- an í gær. Fóru þeir í erindum sildarútvegsnefndar til Þýska- lands, Danmerkur og Póllands, til þess að athuga horfur um sölu á matjessíld. Verður reynt að selja sem mest af matjessíld í ár, þar sem verð á bræðslu- síld er lágt. í vesturför sinni samdi Vil- hjálmur Þór um sölu á 30.000 tn. af matjesverkaðri síld í Ameríku fyrir gott verð. I utanför sinni munu þeir Jó- liann Þ. Jósefsson og Erl. Þor- steinsson athuga markaðshorf- ur fyrir sallaða Faxflóasíld. Kvlknar I Kexverk- smlSjnnni Esjn. SLÖKKVILIÐIÐ var kvatt inn í kexverksmiðjuna „Esju“ við Þverveg árdegis í dag. Hafði kviknað milli þilja, fyrir aftan kyntan ofn. Talsverður eldur var í þiljunum, er slökkviliðið kom á vettvang, en því tókst fljótlega að kæfa hann. Skemdir urðu litlar. Bændaförint Fararjátttakendur rerða npp undir 200. Eins og getið var í Vísi fyr- ir nokkurum vikum, stendur til fjölmenn bændaför norður. Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarfélagi íslands mun nú mega gera ráð fyrir, að farar- þátttakendur verði Uttl 180, karlar og konur. Safnast verð- ur sattiatt við Ölfúsá þ. 15. þ. m. og ekið í bílum að Hvann- eyri í Borgarfírði fyrstá dag- ínn. Þar næst verður farið víð- 'ár urn Éörgárfjarð, farið norð- ur í land og skoðaðirmerkustu búnaðarframkVæmda og sögu- staðir, svo og ýmsir fagrir og sérkennilegir staðír. Ferðir slikar sem þessar eru til fróðleiks og gagns öllum þátttakendum og ætti að vera farnar tíðar. Til verknámsfara bændaefna, sem nám stunda í bændaskólum, og nú eru farn- ar árlega, er stofnað í sama tilgangi. Japanska stjórnin hefur lof- að að verða við næslum því öll- um þeim kröfum, sem Banda- ríkjastjórn setti fram í mót- mælaskjali því, sertt sendiherra Bandaríkjanna í Tokio lagði fram í japánska utanríkis- Inálaráðuneytinu í fyrradag. japanska stjórnin segist liafa gefið fyrirskipanir um að Shanghai-háskólanum skuli skilað til eigenda hans, en það eru amerisk^ trúboðsfélög, og ennfremur ætla Japanir að leyfa ameriskuin trúboðum að liverfa aflur til Nanking. Kínverjar eru að búa sig undir að verja Cheng-chow, en sú borg stendur þar sem járn- brautin frá Peipingi til Han- kow sker Lung-hai-járnbraut- ina og hefir afar mikla hern- aðarlega þýðingu. Er nú send- ur þangað mikill liðsauki. Bandarikjastjórn tilkynti í gær, að hún hefði endurnýjað samninga sina við Kína um að kaupa þaðan silfur. Árásir á ðTíggirtar borgir taldar hafa hernaðarlega þýðlngn. Þjóðerni88lnnar á Spáni sækja fram. London, 3. júní. FÚ. Uppreistarmenn hafa engu svarað mótmælum Breta og annara þjóða út af árásinni, sem gerð var á Alicante um daginn. í einu málgagni upp- reistarmanna birtist þó í gær grein, þar sem loftárásirnar á borgir í austurliluta Spánar eru varðar með þeim rökum, að þær hafi allar hernaðar- lega þýðingu. Uppreistarmenn segja að hinum nýju áhlaupum stjórn- arhersins á Kataloníuvígstöðv- unum hafi hvarvetna verið hrundið. Á Castellonvígstöðv- unum segjast þeir hafa sótt fram um 5 km. að meðaltali á 16 km. breiðu svæði. í nánd við Albocacer segjast þeir hafa tekið tvo smábæi. aðeins Loftur. 1300 manos bandteknir 1 París sem grnnsam- leglr. Berlín, 3. júní. FÚ Parísar lögreglan lætur nú fara fram „hreingerningu“ mikla að því er snertir grunsam- legt fólk, og er þetta vegna væntanlegrar komu ensku kon- ungshjónanna til Parísar í lok þessa mánaðar. Fór lögreglan ,veiðiferðir‘ á 30 gistihús borg- arinnar og handtók 1300 manns og var þetta fólk flutt á aðal- lögreglustöðina. Var 50 lialdið eftir í varðhaldi. Lögreglan hefir í hyggju að halda þessu starfi áfram. Bresku konungslijónin hafa áformað að fara í opinbera heimsókn til Frakklands síðari hluta þessa mánaðar. Er mikill' undirbúningur undir konungs- komuna í París og er ákveðið að konungurinn fái til afnota herbergi Napoleons mikla, en drotningin býr í herbergjum Mariu Antoniette í fornu keis- arahöllinni. Herbergjaskipanin er söm og áður og öll húsgögn hafa verið varðveitt til minning- ar um hinar sögufrægu persón- ur og foreldrar Bretakonungs hafa ein fengið herbergi þessi til afnota áður. NÝR HERMÁLARÁÐ- HERRA í JAPAN. London f morgutt. Tokiofregnir hermá, áð Itagaki hafi verið skipaður hermálaráðherra. United Préss. j FISKAFLI Á ÖLLU LANDINU I var 31. f. m. — samkvæmt heimildum Fiskifélags íslands — 28910 smálestir, én var 23.333 um sama íeyti í fyrra og 23.735 um sama leyti í hitteð fyrrá — ált miðað Við fuÍÍVerk- áðátt fisk-.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.