Vísir - 04.06.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 04.06.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR VfSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vinnubrögð. Tímadagblaðið skýrir i gær 4 frá því að umræður nokk- urar hafi orðið á síðasta bæjar- stjórnarfundi um „vinnubrögð bæjarráðs". Það var vara-bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins, sem hóf þær umræður, og fann hann mjög að því, að sá háttur hefði verið tekinn upp i bæjar- stjórninni, að vísa ýmsum mál- um sem bæjarstjórnarmeiri- hlutinn væri andvígur, til bæjar- ráðs, i þvi skyni,, að þau væri „þar með úr sögunni“, eins og það er venjulega orðað t. d. á. Alþingi, þegar lýst er úrslitum mála, sem samþykt hefir verið að vísa til ríkisstjórnarinnar. Vara-fuIItrúi Framsóknar- flokksins i bæjarstjórninni taldi það skýlaust brot á „viðurkend- um lýðræðisreglum“, að vísa bæjarstjórnarmálum þannig til bæjarráðs. En skyldi hann hafa athugað það, hve mikið þær lýðræðisreglur, sem hann telur brotnar með þessu, muni metn- ar af flokksmönnum hans á Al- þingi? Annars fer þvi mjög fjarri að slík meðferð mála sé i nokkuru lýðræðislandi talin ósamrýmanleg lýðræði eða þingræði. Og það er þvi ekkert um að sakast, þó að flokksmenn vara-bæj ars t j órnarfulltr úans á Alþingi láti sér það ekki fyrir brjósti brenna, að visa málum, sem flutt eru af þingmönnum annara flokka, til ríkisstjórnar- innar. En því skylcþ ekki fara vel á þvi, að bæjarstjórnir taki sér „vinunbrögð“ sjálfs Alþing- is til eftirbreytni ? En vara-bæjarfulltrúinn reyndist nú harla ófróður um margt fleira á þessum bæjar- stjórnarfundi, en um „viður- kendar Iýðræðisreglur". Honum virtist t. d. jafnókunnugt um það eins og flokksblaði hans, að nokkuð liefði verið aðliafst i þvi skyni, að koma fyrirkomulaginu á fisksölunni i bænum i nýtt horf. En um það er ekkert að fiást, því að það er einkaréttur framsóknarmanna, að vera ó- kunnugir því, sem fram fer í bæjarmálunum. Og því er það líka, að „vinnubrögð“ bæjarfull- trúa Framsóknarflokksins í bæjarstjórninni eru að sjálf- sögðu með sérstökum hætti. Vara-bæjarfulltrúinn hefir t. d. ekki þóst þurfa að leggja það á sig, að lesa aðrar fundargerðir bæjarráðsins en þær, sem lagð- ar voru fyrir þennan bæjar- stjórnarfund, sem hann átti að sitja á, í forföllum aðalbæjar- fulltrúa Framsóknarflokksins, eða að' afla sér á annan hátt vitneskju um, hvar komið væri málum þeim, sem hann talaði um. Honum var þess vegna al- veg ókunnugt um það, að at- hugun fisksölumálsins liafði verið falin hafnarstjórn. Og þess var auðvitað ekki að vænta, að hann hefði nokkura hug- mynd um það, hvort hafnar- stjórn liefði aðhafst nokkuð í málinu. En af þvi að engin fundaregrð hafnarstjórnar var á dagskrá þessa bæjarstjórnar- fundar, má líka vel vera, að hann hafi ekkert munað eftir því, að hafanrstjórnin væri til! Menn kynnu nú að ætla, að vara-bæjarfulltrúanum hefði mátt vera það ljóst, að með slík- um „vinnubrögðum“ gæti liann ekki sjálfur felt neinn dóm um vinnubrögð bæjarstjórnar eða bæjarráðs. En framsóknar- mönnum er nú þannig farið, að þeir trúa því, að þeir hljóti af „brjóstviti“ sinu að vita alt um alla hluti, sem vitað verði, og það algerlega ián þess að gera nokkuð til þess. Og af því að vara-bæjarfulltrúinn vissi ekk- ert um það, sem hann var að tala um, þá trúði hann þvtf, að ekkert gæti verið um það að vita. En svo er sagt, að sá sé eng- inn alheimskur, sem þegja kann, eða veit að liann veit ekk- ert. ÞJska stjdroln vlll láta begna Tékknm fyrír ofbeldlsverk. London 4. júní. FÚ. Þýska stjórnin liefir krafist þess, af stjórninni í Tékkó- slóvakíu, að hún láti liegna þeim, sem liafa gert sig seka um ofbeldisverk gagnvart þýskum mönnum í Tékkósló- vakíu, og að hún geri ráðstaf- anir til þess að koma í veg fyrir frekari árekstra en orðið hafa, og að hún tilkynni þýsku stjórninni hverjar þær ráðstaf- anir séu. Þýska stjórnin legg- ur einnig til, að tékkneskum hermönnum og lögregluþjónum verði ekki leyft að bera hlað- in skotvopn, og að varalið það, sem kvatt var til herþjónustu fyrir hálfum mánuði, verði leyst upp. I sambandi við þessi síðustu tilmæli, lýsir tékkneska stjórnin því yfir, að helmingur varaliðsins hafi þegar verið sendur heim til sín. H vítasunnumessur. í dómkirkjunni hvítasunnudag ■kl. ii, sira Bjarni Jónsson, kl. 5, síra Garöar Svavarsson. Annan hvítasunnudag kl. 11, síra GarSar Svavarsson. f Laugarnesskóla á hvítasunnu- dag kl. 11 f. h., síra Garðar Svav- arsson. í fríkirkjunni á hvítasunnudag kl. 2 e. h., síra Árni Sigurösson, og á annan í hvítasunnu kl. 5 e. h., síra Árni SiguriSsson. í HafnarfjarSarkirkju á hvíta- sunnudag kl. 11. Á Kálfatjörn kl. 2 (ferming). Annan hvítasunnu- dag á Bessastööum kl. 2 (ferming) síra GarSar Þorsteinsson. í fríkirkjunni í HafnarfiriSi á hvítasunnudag kl. 2. Altarisganga. Síra Jón AuSuns. í Lágafellskirkju á hvítasunnu- dag kl. 1 (altarisganga). Síra Halfdán Llelgason. í Þingvallakirkju á annan hvíta- sunnudag lcl. 1, síra Hálfd'án Helgason. Útvarpið í kvöld, 19,10 VeSurfr. 19,20 Hlómplöt- ur: Skógarlög. 19,50 Fréttir. 20,15 Upplestur: „Fyrir miðja morgun- sól“, ævintýri eftir Huldu (Þor- steinn Ö. Stephensen leikari). 21,40 Srokkvartett útvarpsins Ieikur. — 21,05 Hljómplötur: Kirkjuleg tón- list. 22,00 Dagskrárlok. Sölubúðum er lokað kl. 6 í dag. Helgidagslæknir á morgun verSur Ölafur Þ. Þor- steinssoú, Landspitalanum.' Sími U74- Viðtal Ward Priee í Daily Mail við Hodza. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Hinn kunni breski blaSamaður, Word Price, hef- ir átt viðtal við Hodza, forsætisráðherra Tékkóslóvakíu. Vekur viðtal þetta mikla at- hygli. I því gefur Hodza í skyn, að hann hafi í hyggju að endurskiupleggja framtíðarstjórnskipulag Tékkóslóvakíu og verði tekið tillit til sanngjarnra krafa þjóðernislegra minnihluta í landinu. Ennfremur lét Hodza í Ijós von um, að Sudeten- deilurnar yrði brátt leiddar til Iykta á friðsamlegan hátt. „Sérfræðingar stjórnar Tékkóslóvakíu“, sagði Hodza, „hafa með höndum athuganir í þessum efnum, hvernig unt megi verða á hagkvæman hátt að afgreiða þetta mál. Hodza gaf í skyn, að Sudetenhéruðin mundu fá heimastjórn og að samið yrði um fyrirkomulag alt við leiðtoga Sudeten-Þjóðverja á þingi Tékkóslóvakíu. „Þótt eg vilji forðast að taka of djúpt í árinni vil eg segja, að eg er bjartsýnn um að málið verði endanlega leyst svo, að allir megi vel við una. Hér er vafalaust um mesta vandamál álfunnar að ræða. Mestu máli skiftir, að báðir aðilar leitist við að semja um málin af fylstu sanngirni og góðvild. Hodza gaf Ward Price upplýsingar um það, að und- anfarna fimm daga hefði 49.000 hermenn fengið heim- fararleyfi frá æfingastöðvum, en auk þess hefði fjölda mörgum varaliðsmönnum verið Ieyft að fara heim til sín. Loks hefði verið dregið úr ýmsum hernaðarlegum varúðarráðstöfunum, sem búið var að gera. Væri alt að komast í venjulegt horf. Hodza neitaði því eindreg- ið, að réttmætt væri að líkja því við herútboð í stórum stíl, er herlið var aukið í varúðarskyni um stundarsak- ir, vegna þess hversu hætt var við óeirðum. United Press. Bandarikin tjá* sig* fús til alþjód- legrar samvinnu. Ekkert öryggi í einangrun. Ræða Qordeli Hull. EINKASKEYTI TIL YlSIS London, í morgun. Frá Nashville í Tennessee er símað, að Cordell Hull utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna hafi haldið ræðu í lögfræðingafélagi í Nash- ville og gert alþjóðastjórnmál að umtalsefni. Cordell Hull sagði m. a., að Bandaríkin væri reiðu- búin til alþjóðlegrar samvinnu í stjórnmálum. Kvað hann Bandaríkjastjórn þeirrar skoðunar, að Banda- ríkjunum væri engin stoð í einangrunarstefnu. Örygg- ið væri fólgið í samvinnu lýðræðisríkjanna. Cordell Hull lofaði, fyrir hönd Bandaríkjastjórnar, að aðstoða eftir mætti við að koma viðskiftum í lag þjóða milli, ennfremur að vinna að alþjóðasamkomu- lagi um afvopnun, að meiri mannúðar verði gætt í styrjöldum og kröftuglega unnið gegn því, að loftárás- ir sé gerðar á óvíggirtar borgir. Loks vilja Bandaríkin leggja fram krafta sína til þess, að virt verði lög og réttur í alþjóða viðskiftum. United Press. 130 loftárásir á Segnnto. London 4. júní. FÚ. Flugvélar uppreistarmanna gerðu í gær loftárás á Tarra- gona, og fórust 10 menn, en 25 særðust. Bærinn Segunto, á áustur- strönd Spánar, hefir, síðan ó- friðurinn hófst, orðið fyrir alls 130 loftárásum. Hefir spanska lýðveldisstjórnin veitt bænum sérstaka heiðursviðurkenningu vegna hetjuskapar íbúanna. íkviliiiLUis. Eldur kom upp í húsinu nr. 9 við Aðalstræti um kl. 12 í dag og var brunaliðið kvatt á vettvang. Kviknaði í sóti í reyháfnum, en ehlurinn mun ekki hafa valdið neinum verulegum skemdum enda fljótlega slökktur. Kom yfirmaður rauða hersins rússneska til Prag? Stalln og Benes tala saman daglega Berlín 4. júni. FÚ. Frá Budapest er símað, að þar gangi orðrómur um það, að Benez, forseti Tékkósló- vakíu, eigi nú daglega löng símatöl við Stalin, frá Prag til Moskva, og taki við ráðlegg- ingum af honum. Þá segir einnig, að það fylgi sögunni, að margar herdeildir Rauða hers- ins standi vígbúnar við landa- mærin, og að flugvélar séu reiðubúnar til að flytja þús- undir mannaTékkum til hjálp- ar, sem látnar yrðu falla til jarðar með fallhlífum. Voro- shiloff marskálkur, á að hafa komið til Prag. Fregnir þessar eru sagðar hafa verið útbreiddar af ung- verskum kommúnistum, í þvi skyni, að auka Téklcum hug- rekki. íslandsmótid liefst 7« jiiní. K. R. og Vikingup keppa* Knattspyrnuáliugi hefir far- ið vaxandi hin síðari árin liér i Reykjavik. — Fleira rosk- ið fólk er farið að liorfa á kappleiki en áður, fleiri ungir menn farnir að iðka knatt- spyrnu, annaðhvort af áhuga fjrrir íþróttinni, eða sem holla hreyfingu (hollari heldur en að aka í bíl!), og enn fleiri drengir eru að fá, eða búnir að fá, „fótbolta-dellu“. Vegna þessa vaxandi áhuga fyrir knattspyrnunni, sem í eðli sínu er þess líka verð, að menn liafi áliuga fyrir henni, er það ekki nema eðlilegt, að Reykvíkingar bíði íslands- mótsins með óþreyju, því að öllu jöfnu er það stærsti við- burðurinn í knattspyrnulífinu á ári hverju. Nú er biðin farin að stytt- ast, þvi næstkomandi þriðju- dag, þann 7. þ. m., hefst mótið kl. 8V2 síðd., með kappleik milli Vikings og K. R. Lúðra- sveitin leikur álþróttavellinum ld. 8, til þess að skemmta fólki áður. en leikurinn hyrjar. Sömuleiðis mun liún leika í hálfleik. Væri óskandi, að áliorfend- ur vildu — með allri VirðiiigU sagt, — bregða út af þeim vaná sínum, að þjóta irtn á völlinrt í hálfleik, og eins i leikslok, í stað þess að halda sér utan grindanna. Það er engum vafa bundið, að íslandsmótið verður mjög spennandi að þessu sinni, þvi að öll félögin liafa stundað æf- ingar af kappi. Nú er bara eftir að vita hver vinnur. Um það vill blaðið engu spá. — Reykvíkingar! Komið og sjáið sjálfir, hverjum fram- förum knattspyrnumenn oldc- ar hafa tekið í vetur. d. Thor Jensen mesti athafnamaðup Islands hefip dvalið hér í 60 áp. Á morgun eru liðin 60 ár frá því er Thor Jensen steig hér í fyrsta sinni fæti á land, og er það viðburður, sem vert er að minnast, með því að enginn einstaklingur liefir unnið landi voru meira framfarastarf en hann. Thor Jensen kom ungur hingað til lands, eða um ferrn- ingu og hefir alið allan aldur sinn hér, og engin mun vera sannari íslendingur en hann i eðli sínu og atliöfnum. Tlior Jensen hefir verið braut- ryðjandi í athafnalífi voru til lands og sjávar, og hefir með stórhug sínum og áræði gefið okkur liið fegursla fordæmi og sönnun þess að mikið má hér gera ef viljinn er nægur. Þegar slcrifuð verður atvinnu- saga þessa lands á fyrri hluta þeirrar aldar, sem nú er að líða, er það saga Tlior Jensen, með því að þar á liann drýgstu spor- in. Allir þeir, sem kynst hafa Thor Jensen og Þorbjörgu konu hans munu á morgun senda þeim lilýjustu árnaðaróskir og votta þeim þakklæti fyrir liönd þjóðarinnar og sína eigin, og óska þess um leið að svo mætti hin íslenska þjóð að honum búa er aldurinn færist yfir hann, sem hann verðskuldar sem for- ystumaður og brautryðjandi á sviði atvinnulífsins. aðeins Loftup. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.