Vísir - 08.06.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 08.06.1938, Blaðsíða 2
V 1 S I R DAGBLAÖ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (GéngiS inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2634 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Miklir menn. MIKLIR menn erum við, Hrólfur minn!“ Þetta gamla oflátungs-máltæki hefir undanfarin ár verið viðkvæði þeirra, sem fremstir standa í Framsóknarflokknum. Þeim hefir þróast metnaður í ólíku hlutfalli við mannvit þeirra. Landsmenn eru nú flestir orðn- ir leiðir á lireystiyrðum og sjálf- hælni framsóknarleiðtoganna. — Enginn hefir gert nokkuð nema þeir. Alt er jæim að þakka. Þeir hafa vit fyrir öll- um. Varla líður svo nokkur mánuður að þeir þykist ekki hafa bjargað þjóðinni úr bein- um voða. Blöð flokksins eru rit- uð í þessum tón, hlaðin reml> ingi og oflátungshætti i garð annara flokka, sérstaklega Sjálfstæðisflokksins. Formaður Framsóknar- flokksins og fjármálaráðherra hafa einkuin látið sér títt uiil að bera lof á sjálfa sig og flokk sinn. Hefir þessi væmna iðja stundum gengið svo úr hófi, að ekki var annað sjáanlegt en að þeir þættist æði langt liafnir yf- ir aðra menn og flokka. En jiótt flysjungshátturinn gangi svona langt, mætti minna Framsókn- armennina á, að jörðin þolir enn að staðið sé á henni báð- um fótum. Þessir menn ganga svo drjúgt fram í dul, að því fleiri erfiðleika sem óstjórn þeirra færir i fang þjóðinni, því blindari verða þeir fyrir sínum eigin göllum og gæfuleysi. Slík- ir menn eru hættulegir í opin- berum inálum, sérstaklega þeg- ar stefna þeirra markast ein- göngu við flokkslega hagsmuni og pólitískt líf þeirra sjálfra. • — Miklir inenn éi*um við, Hrólfur minn! Þessir ménn munu komast að því fyrr en varir, að enguin flokki er það einhlítt til framdráttar, að hlaða undir sig með stóryrðum sjálfshóli og svívirðingum um aðra flokka. Á meðan tekst að hakla fast um stjómartaum- ana, má villa mörgum sýn. En þegar goðin verða hrotin af stalli mun koma í Ijós hvað leynist með saumunum. jÓheilt og görótt stjórnarfar leiðir af sér spillingu hjá mönnum, sem komnir eru í emhætti eingöngu fyrir stjórnmálaskoðanir sinar. Væri stjórninni nær að spara sjálfslofið og í stað þess gefa því gaum, sem gerist í kring um hana og gæla að hvort satt sé, sem er almannarómur, að flokkslegir embættismenn henn- ar valdi hneyksli í embættis- rekstri sínum. Yfirleitt er Framsóknar- mönnum meiri þörf á að gera lireint fyrir sínum eigin dyrum en að gera sig að siðameistara annara flokka. Þeir eru þess ekki um komnir þótt þeim hafi undanfarið látið vel sú iðja, að rægja og svívirða Sjálfstæðis- flokkinn og alla heslu menn hans. Að því liafa þeir starfað öllum stundum jafnframt lof- gerðum um sin eigin verk. Jafnframt hafa þeir látið í veðri vaka, að þeir þyrfti ekki annað en rétta upp einn fingur lil þess að fá liðsinni Sjálfstæðisnianna til stjórnarmyndunar, ef þeir þyrfti- á því að lialda. Ofmetn- aður þeirra er i senn broslegur og heimskulegur. Sjálfstæðis- menn eru yfirleitt þannig skapi farnir, að þeir munu ekki hugsa sér að horða ncitt náðar- brauð úr hendi Framsóknar, nú eða síðar. Og þótt þeir láti sér í léttu rúmi liggja róginn og ó- drengskapinn í sinn garð, þá er margt af því geymt en ekki gleymt. Það munu margir mæla, að tónninn í Framsókn- arherbúðunum þurfi mikið að breytast til þess að nokkrir aðrir en hinn sárþrengdi alþýðuflokk- ur fáist til að ganga til tals við þá. Framsóknarflokkurinn lofar þjóðinni gulli og grænum skóg- um þótt ætíð sé net erfiðleik- anna að dragast þéttar saman og sjálfir sjái þeir engin úrræði. Maðurinn lifir ekki á einu sám- an brauði. Þjóðin lifir ekki á sjálfsdýrkun hinna „miklu“ manna Framsóknarflokksins. Reiðhjól brotnar undir manni, sem var á leið til vinnu sinnar. Maðurinn meiddist og var flutt- ur í sjúkrahús. f morgun varð slys hér í hænum, á Freyjugötunni. Var maður að nafni Grímur Guð- mundssön þar, á leið til vinnu sinnar. Var liann á reiðhjóli. Brotnaði gaffallinn skyndilega og féll Grímur á götuna. Var liann fluttur á Landsspítalann og kom í ljós við athugun þar, að hann hafði hruflast nokkuð og fengið heilahristing. Grímur á lieima á Þórsgötu 8 B. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Mme. Tabouis, sem fræg er um heim allan fyrir stjórnmálaspádóma sína, skrifar grein í L’ Oeuvre, er vekur fádæma athygli. í grein þessari gerir hún að umtalsefni f járhagsástæð- ur og horfur á Ítalíu, en Madame Tabouis heldur því fram í grein sinni, að það sé komið í Ijós, að hið fjár- hagslega hrun þar í landi sé enn hraðara en búast mátti við, en það er alkunnugt að f járhagur ítala stendur á mjög ótraustum grundvelli, vegna hins gífurlega kostn aðar af Abessiniustyrjöldinni og vígbúnaðinum, sem stöðugt er haldið áfram af hinu mesta kappi. Af þess- um orsökum hefir orðið að skáttleggja þjóðina meira en nokkuru sinni og eyða miklu af gullforða ríkisins. Um alllangt skeið undanfarið hafa Italir verið að þreifa fyrir sér um lántöku í Englandi, en Bretar hafa gert sér Ijóst, að þeir höfðu þarna „trompspil“ á hendi og pullyrt hefir verið, að það hafi valdið miklu um, að bresk-ítalska samkomulagið var gert, að Mussolini þarfnast f járhagslegrar aðstoðar Breta. Mme. Tabouis segir, að fjárhagsmál ítala séu nú komin í svo mikið öngþveiti, að grípa verði til sérstakra ráðstafana þegar í stað til þess að halda ríkisfleyinu á réttum kili. Mme. Tabouis hyggur, að ítalir muni nú herða sókn- ina til þess að fá fé hjá Bretum og Grandi, sendiherra ítala í London muni verða kallaður heim frá London og muni hann taka við utaríkismálaráðherraembættinu af Ciano greifa. Þá hyggur Mme. Tabouis, að Thaon di Revel muni taka við sendiherraembætti Grandi í London. Bætir hún því við, að höfuðhlutverk di Revels í Lon- don muni verða, að útvega ítalska ríkinu lánsfé í Bret- landi. Er það spá margra, að ítalir muni neyðast til að slaka til í ýmsum málum, þar sem Mússólíni hefir verið ó- sveigjanlegur, til þess að fá fé það, sem þeir hafa svo sára þörf fyrir. United Press. Japani? ge*a ákafar loftárás- ir é Canton til þess ad liefta lierflixtiiiiiga Kínverfa. EINKASKEYTI TIL VÍSIS London í gær. Seinustu fregnir frá Canton herma, að Japanir haldi áfram af hinu mesta kappi hinum grimmilegu loftárásum sínum á Cantonborg. Svo sem getið hefir verið í skeytum að undanförnu hafa þeir gert hverja loftárásina á fætur annari á_borgina undanfarna 10 daga, en loftárásir þeirra síðastliðna nótt voru enn meiri en hinar fyrri, enda afleiðingarn- ar hinar hörmulegustu. Skilyrðin til þess að gera loft- árás á borgina voru hin bestu, því að glaðatunglsljós var. Mikill f elmtur greip íbúa borgarinnar, einkum fyrst í stað, er flugvélar Japana komu í flokkum með gný miklum, og vöktu menn af svefni. Flugvélarnar sveimuðu yfir borginni í 5 klukku- stundir samfleytt og vörpuðu niður sprengikúlum. Því næst hurfu þær á brott, en komu brátt aftur, og_er bú- ist við, að loftárásunum verði haldið áfram í dag og: næstu daga. Markmið Japana er að gera sem mestan usla í Can- ton, því að um hana fara fram aðalhergagnaflutningar til Chiangs Kai-sheks, frá Hongkong og Frakkneska Indo-Kína. Staðir þeir í Canton, er hernaðarlega þýð- ingu hafa og fyrir loftárásunum urðu skemdust mjög mikið, m. a. vatnsveitukerfi borgarinnar og raforku- ver, hinir nýju vatnsgeymar í Saishung eyðilögðust o. s. frv. Þrátt fyrir hinar áköfu loftárásir, voru íbúar borgar- innar furðu rólegir, þrátt fyrir það að loftárásirnar stæði svo lengi yfir sem reynd bar vitni. Eldur kom upp víða, fjöldi manna beið bana eða særðist, hroða- lega slasað fólk lá veinandi á götum og í húsarústum, uns því barst hjálp, en þrátt fyrir allar hörmungarnar varðveittu íbúarnir yfirleitt aðdáanlega jafnaðargeð sitt. — i United Press. Loftárásir á Barcelona. Rottugangur. Kvörtunum um rottugang er veitt vi'ðtaka á skrifstofu heil- brigSisfulltrúa, Vegamótastíg 4, frá 8.—15. þ. m. kl. 10—12 og 4—7. Simi 3210. Menn eru ámint- ir um að kvarta í tæka tíö. Skátar, sem ætla av hýsa erlendu skát- ana í sambandi viS landsmótiS, gefi sier fram í MíklagarSi í kvöld kl. 8,30—9,30. HERMDARVERK Á Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. Frá Calcutta er símað, að járnbrautarslys hafi orðið ná- lægt Madhupur á Indlandi. Eimreiðarstjórans, kyndara og varðmanns er saknað. — Einn maður beið bana, en 25 menn meiddust. Þetta var póst- og farþegalest á leið til INDLANDI. Punjab og varð slysið 180 mílur frá Calcutta. Eimreiðin og tveir vagnar fóru af spor- inu og ultu niður hlíðar- slakka. — Talið er líklegt, að orsök slyssins sé skemdar- verk — hróflað hafi verið ' við teinum með þeim afleið- ' ingum, sem að framan grein- S ir. United Press. | NICOLLET, FRAKKNESKUR HERSHÖFÐINGI, SKOÐAR VÍGGIPpiNGAR FRAKKA VIÐ MIÐJARÐARHAF. Loftvarnabyssup af nýpri gerð. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í gær. Samkvæmt fregnum frá Barcelona í morgun gerðu flugvélar Francos ákafar loftárásir á Barcelona í gærkveldi. Loftárásirnar voru tvær, klukkan 11.30 og 12.15 og stóðu báðar stutt yfir, hin síðari 8 mínútur; Tjón á mannvirkjum varð tals- vert. Fimmtán menn biðu bana í fyrri árásinni, en manntjón varð minna í hinni síðari, enda var þá skotið ákaft á flugvélarnar af öllum loftvarnabyssum borg- arinnar, með þeim árangri að árásarflugvélarnar flugu á brott fljótlega. Hafa loftvarnir Barcelona verið mjög auknar að undanförnu og er nú búið að koma fyrir þar mörgum loftvarnabyssum af nýrri gerð og eru þær fullkomnari en nokkurar aðrar byssur sömu tegundar. Er framleiðsla hinna nýju loftvarnabyssa talin einhver merkasta nýjung á sviði vígbúnaðarins á yfirstandandi tíma. United Press. Oslo 7. júní. Síðastliðinn fösludag fékk norska stjórnin boð frá bresku stjórninni uni að hafa fulltrúa í alþjóðanefnd þeirri, sem á að rannsaka loftárásir á Spáni. I nefndinni koma til með að eiga sæti fulltrúar frá Stóra Bret- landi, Svíþjóð, Bandarikjunum. Koht Utanrikismálaráðherra til- kynnir, að norslca sljórnin hafi svarað bresku stjórninni árdeg- is á laugardag og tilkynt, að bún sé fús til að hafa fulltrúa í nefndinni. Samskonar tilkynn- ing hefir borist frá Svíum. Sam- kvæmt simslceyti frá Reuter krefst málið nánari íhugun og rannsóknarfyrirætlunum verð- ur kannske að breyta áður en þær verða endanlega samþykt- ar. NRP—FB. Uppreistarmenn á Spáni hafa sótt fram um marga kílómetra á öllu svæðinu frá Teruel til hafs. Sóknin var vandlega und- irhúin af stórskotaliði og flug- vélum. (FÚ.). — I I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.