Vísir - 09.06.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 09.06.1938, Blaðsíða 2
V I S I R ÐAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstrœti). Sí m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hver á „æruna"? F ORSÆTISRÁÐHERRANN hefir „sest niður" og skrif- að bréf, til að senda blöðunum. í bréfi þessu eru blöðin ámint um það, að vera kurteis við er- lendar þjóðir og þjóðhöfðingja, meður því að ísland hafi „lýst yfir ævarandi hlutleysi", en um það nægi ekki „yfirlýsingin ein". Hlutleysið verði „jafn- framt að koma fram i verki, orðum og athöfnum gagnvart öðrum þjóðum", og þess vegna verði blöðin, eins og blað ráð- herrans orðaði það, að hverfa „frá hinum ruddalega rithætti, er ríkt hefir um erlendar þjóð- ir og forvigismenn þeirra" og varast allan „dónaskap" í þeirra garð. — En ef blöðin gæti þess ekki framvegis, að viðhafa ekki „óviðurkvæmilegt orðbragð um erlendar þjóðir eða forvígis- menn þeirra", þá segir ráðherr- ann, að lokum, að hér eftir muni ráðuneytið „láta beita við- eigandi hegningarlagaákvæði gegn hlutaðeigendum, þótt það hafi ekki verið venja undanfar- ið." Þessu „hirðbréfi" ráðherrans hefir verið tekið mjög misjafn- Iega af blöðunum. Eitt þeirra fagnar því, hve fljótt og vel ráð- herrann hafi brugðist við vin- samlegum tilmælum, sem það (blaðið sjálft) hafi alveg nýver- ið beint til hans um að hlutast til um það, að blöðin gættu betur „tungu" sinnar í garð annara þjóða en þau hefðu, að minsta kosti sum þeirra, og að ógleymdu Ríkisútvarpinu tamið sér til þessa. Annað blaðið vitir ráðherrann harðlega fyrir það, að hann hafi „brugðið við eins og auðmjúkur þjónn" þessa blaðs og hlaupið eftir „upp- skafningslegum" „áminning- um þess" um að hafa eftirlit með því „að þeir sem töluðu til þjóðarinnar" gættu hinnar fylstu varúðar gagnvart öðrum þjóðum í ræðu og riti". En blað ráðherrans sjálfs undrast mjög heimsku beggja þessara blaða, því að vel megi þau vita það, að slíkur maður, sem for- sætisráðherrann sé, muni ekki hafa þurft að „fara í smiðju" til annara, til þess að láta sér hugkvæmast að gefa út þessar viturlegu og tímabæru áminn- ingar um það, hversu nauðsyn- legt sé, að blöðin „stilli í hóf" stóryrðum sínum í garð annara þjóða. Og svo vel vilji til, ségir blaðið, að ráðherrann hafi „fyrir um mánuði síðan" vakið máls á því í nefnd, sem fulltrú- ar frá flokkum beggja þessara blaða eigi sæti í, „að orðbragð blaðanna um erlendar þjóðir og forvígismenn væri okkur til minkunar", og þess vegna æski- legt „að okkar ruddaskapur væri Iagður niður". Og þess vegna hafi blaðið, sem „hálfum mánuði síðar" gerði þetta að umtalsefni, í „rauninni bersýni- lega ætlað að hafa æruna" fyrir þetta af ráðherranum. En af þessu mega allir sjá, hve mikil f jarstæða það sé, að hann, ráð- herrann, hafi „hlaupið eftir" skrifum þessa blaðs, sem þess „auðmjúkur þjónn", og væntan- lega megi þetta, verða til fróun- ar hinu blaðinu, þegar þannig hafi verið færðar sönnur á það, að forsætisráðherranum einum beri öll „æran" af þessu tiltæki sínu. Hinsvegar er nú ekki með öllu séð fyrir endann á þessari deilu. Þó að það megi teljast upplýst, að forsætisráðherran- um hafi „fyrir um mánuði síð- an" hugkvæmst það, að ekki mætti við svo búið standa um „munnsöfnuð" blaðanna „um erlendar þjóðir og þjóðhöfð- ingja", þá virðist það hinsvegar játað af blaði hans, að hann haf i látið þar við sitja í hálfan mán- uð þar frá, og ekkert aðhafst, til að stemma stigu fyrir ósóm- ann, fyr en hann hafi verið á- mintur um það í áður umgetnu blaðaskrifi. Og leið þó ein vika enn, þar til bréf hans til blað- anna „hljóp af stokkunum", svo að Iíkindasönnun er fyrir hendi um það, að hann hafi ekki verið byrjaður á því, þegar skrif þetta birtist. Það er þannig nokkurt vafamál, hvort blað- inu, sem áminti ráðherrann, ber ekki, þrátt fyrir alt, eitthvað af „ærunni", sem blað ráðherr- ans telur sig verða að „taka" af þvi. Og mætti þá svo fara, að úr því yrði að fá skorið með gerð- ardómi, hvernig „ærunni" ætti að skifta milli „lysthafenda". Fjórða blaðið hefir látið svo um mælt, að það muni halda á- fram að „brúka munn" að minsta kosti við Hitler, Musso- lini og Franco, þrátt fyrir bréf forsætisráðherrans, rétt eins og ekkert hafi ískorist. Það gerir því áreiðanlega enga kröfu til hlutdeildar í „ærunni", og mætti því ef til vill fela því for- sæti í gerðardómnum, sem al- gerlega hlutlausan aðila. FánadagnrínD veríur hátíðlega Iiaítliim að Ála- fOSSÍ 12. jðDÍ. 25 ára afmæli dagsins. Sígurjón Pétursson, íþrótta- frömuðurinn góðkunni, hefir árlega efnt til samkomu á Ála- fossi mörg undangengin ár, til þess að sá sögulegi atburður gleymist eigi, er danskur varð- skipsforingi tók með valdi blá- hvíta fánann af ungum manni (Einari Péturssyni, nú stór- kaupmanni), sem var að skemta sér á bátskel hér á höfninni. En fánatakan leiddi til þess, að menn sameinuðust um fánann — jafnvel gamlir heimastjórnarmenn tóku að berjast fyrir því, að ísland fengi sinn eiginn fána. Sigurjón Pétursson á þakkir skilið fyrir, að fánadagurinn er í heiðri haldinn. Á fánadaginn er altaf margt um manninn á Álafossi, til þess að hlusta á snjallar ræður, söng o. fl.» horfa á bestu íþróttamenn landsins þreyía sund og aðrar íþróttir. Á 25 ára afmæli fánans verð- ur enn meira um að vera en vanalega á fánadeginum. Nú ber fánadaginn upp á réttan dag (fáninn var tekinn af E. P. 12. Bretaj? erw g:i?»ii*ir yjfilr arajsiinx þeim. sexx& Ibreslz skip liaJfa, ox*dið tyrix11 á, spöxxsskixxxx köixxixxxx. Eftirlit á Spáni verðup auk- id og ödniin þ{óðum gefinn kosíup á aö taka þátt í því. EINKASKEYTI TIL VlSIS London í gær. Hinar tíðu loftárásir flugmanna Francos á hafn- arborgir á austurströnd Spánar, Barcelona, Valencia og Alicante, vekja hina mestu gremju í Bretlandi, þar sem í seinni tíð virðist ekkert vera um það skeytt, hvort bresk skip í höfnum þessum verði fyrir sprengikúlum eða ekki. Því er jafnvel haldið fram, að sumir flugmannanna leggi sig beinlínis eftir því að hæfa bresk skip. Stjórnmálafréttaritari Daily Mail flytur fregn í morgun í sambandi við þetta mál og boðar stefnubreytingu, sem er engu ómikil- vægari en sú, er tekin var í Nyon á sinni tíð, til þess að koma í veg f yrir „árásir á kaupskip á Miðjarðarhafi að sjóræningja hætti". Blaðið talar um nýjan Nyonsáttmála í þessu sam- bandi og fullyrðir, að breska stjórnin ætli að boða til „nýrrar Nyonráðstefnu" til þess að ræða og taka ákvarðanir um eftirlit í lofti við Spán. Er í ráði, að hafa flugvélaflokka, sem hafi stöðugt eftirlit með ströndum fram og elti uppi þær flugvélar, sem gera árásir á skip hlutlausra þjóða, og fái þannig áreiðanlega vitneskju um hvaða flugvélar og hverra er að ræða. Blaðið segir, að í seinni tíð sé um árásir að yfirlögðu ráði á skip hlutlausra þjóða að ræða. Bretar og Frakkar munu bjóðast til að leggja fram flugvélar í þessu skyni, en ítölum og öðrum þjóðum verði einnig boðin þátttaka í þessu eftirliti, sem nú er í ráði að koma á f ót. United Press. Sex bresknm skipum sökt frá Jiví Spánar- stjrjðldin bófst, en Fáíist á 58. Osló, 8. júní. Símfregnir frá London til- kynna, að frá þvi styrjöldin á Spáni hófst, hafi verið ráðist á 58 bresk skip af flugvélum eða kafbátum. Sex af þessum skip- um var sökt, en 14 breskir sjó- menn létu lífið og um 50 særð- ust. Flugvélar vörpuðu sprengi- kúlum á breskt skip í Alicante í gær og skemdist það mikið. Hollenskt skip varð fyrir sprengikúlu i loftárásinni á Bar- celona í gær. Annar stýrimað- ur á skipinu særðist alvarlega, en breskur eftirlitsmaður, sem á skipinu var, særðist á auga. Breskt skip varð fyrir sprengi- kúlu í loftárás á Valencia i gær og var að því komið að sökkva, er fregnin var send. — NRP. - FB. HÓTANIR JAPANA. Nogura aðmíráll, yfirforingi japanska flotans í Shanghai, hefir sagt við blaðamenn, að loftárásunum á kínverskar borgir verði haldið áfram í full- um krafti til þess að leiða styrj- öldina til lykta hið allra fyrsta. — NRP. - FB. júní 1913). Ætti það að vera aukin hvatning til þátttöku. Allur ágóði að skemtununum á Álafossi á sunnudaginn renn- ur til íþróttaskólans á Álafossi. BRETAR SENDA HERSKIP TIL ALICANTE. London 9. júní. Ftí. Bretar hafa sent beitiskipið „Bannock" til Alicante. Það liggur nú við landfestar við hlið þeirra tveggja bresku skipa, sem urðu fyrir sprengjum úr flug- vélum uppreistarmanna í fyrra- dag. Höfnin í Gandia, sem upp- reistarmenn gerðu árás á í gær, hafa Bretar notað sem bæki- stöð fyrir þau herskip, sem hafa stundað gæslustarf við Spánar- slrendur. Þegar árásin var gerð, var þó ekkert herskip í höfn, en að eins botnskafa sú, sem eyði- lögð var. Sú frétt berst frá Spáni, að núna i vikunni hafi 1000 manna lið frá spanska Marokko verið sent frá Ceuta til Algeciras. NORSKT SKIP BJARGAR 41 SKIPBROTSMANNI. Osló, 8. júní. Norskt skip, Moldanger, á leið frá Rotterdam til Kyrra- hafsstranda, hefir bjargað á- höfninni — 41 manni — af portúgölsku fiskiskonnortunni, Bretanna, 40 sjómílur norðvest- ur af Azoreyjum. Skipið hélt áfram ferð sinni eftir að hafa skilað skipbrotsmönnunum af sér í portúgalskt beitiskip fjór- um mílum frá Flores NRP.-FB. Fjórir breskir flogmeim bíða bana at siysförum. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. F-egn frá Johannesburg í Suður-Afríku hermir, að leiðangursmennirnir, sem f óru að leita að flugvél þeirri, sem var á leið til Suður-Afríku f rá Englandi, en f ullvíst var talið, að f arist hef ði síðast- liðinn mánudag, hafi nú f undið flugvélina, mölbrotna, og Iík þeirra, sem í henni voru, en það voru 4 breskir flugmenn úr breska flughernum og tveir flugmenn frá Suður-Afríku. Leiðangursmenn fundu leifar flugvélarinnar nálægt stað, sem nefnist Evangelina. Urðu þeir að höggva sér leið gegnum skóginn til staðarins, þar sem hún fanst. United Press. Upplestnr Ponl Benmerts. Einstakur viðbupdup sem allir þyrftu ad njóta. — aðeins Loftup. Það er í kvöld, sem Poul Pveumert les upp hér í Gamla Bíó leikritið: „En Idealist" eft- ir Kaj Munk. Eg man eftir því í hitteðfyrra sumar i Kaupmannahöfn, þeg- ar Reumert boðaði til samskon- ar upplesturskvölds i Oddfell- ow-höllinni þar, hve eftirvænt- ingin var mikil. Sýningin á þessu leikriti á Konunglega leik- húsinu þá fyrir nokkrum árum hafði mistekist mjög vegna ým- iskonar misskilnings frá hendi leikhússins. Reumert vildi rétta við hlut skáldsins og sýna al- menningi það sem aðal-leikhúsi ríkisins, með öllum sínum út- búnaði og hjáhparmeðulum, hafði ekki tekist að sýna (hann var þá ekki starfandi við leik- húsið) — og honum tókst það. Aleinn, í kjól, án andlitsgerfis, með einglyrni og með bók í hendi, las hann fyrir agndofa áheyrendum af undrun og aðdá- un öll hin margvíslegu hlutverk leikritsins, svo að hver persóna naut sín til fulls, aðeins með fulltingi látæðis hans og mál- farstilbrigða. Það var upplest- ursþrekvirki, sem tók svo lang- samlega fram öllu því, sem eg hefi heyrt af því tagi fyr eða síðar, og aðeins á meðfæri Poul Reumerts. Eftirvænting og fögnuður áhorfendanna, sem skipuðu hvert einasta sæti í hin- um stóra sal, var svo mikill, að þeir klöppuðu í samfeldar 3 mínútur, þegar Reumert kom fram fyrir tjaldið, áður en hann byrjaði — 3 mínútur. Og þeg- ar upplestrinum var lokið ætl- uðu fagnaðarlæti þeirra og lófa- tak aldrei að sléppa honum. — Það var alveg ógleymanlegt kvöld. Seinna i fyrraveíur, þegar hrunið varð á Nýja leikhúsinu í Kaupmannahöfn og sýningar uiðsí að hætta þar, brá Reumert ¦ví'ð ug las aftur upp þettn leik- rit: „En Idealist" til ágóða fyrir leikarana þar, sem ekki höfðu fengið kaup sitt greitt. Það var höfðinglega og fallega gert eins og vænta matti af slíku stór- mcnni í listinni, sem Reumert er. — Eg veit ekki hvort Reykvík- ingar gera sér það fyllilega Ijóst — eða trúa því — að þeir eiga kost á að heyra í kvöld, hér í Reykjavik, svo einstæða og stór- felda snild i upplestursformi sem hér er um að ræða. Þeir, sem fara, munu sannfærast. P. J. Siidveiðarnar. Til Siglufjarðar kom i dag flutningaskipið Katla með 1000 smálestir matjessíldarsalts frá Þýskalandi og 15000 hálftunnur frá Skotlandi undir Ameriku- síld — hvorttveggja á vegum síldarútvegsnefndar. Fitumagn síldar þeirrar, er veiddist í fyrrinótt, 18. sjómíl- ur norðaustur af Siglunesi, leyndist þannig, að síldin var feitust 10 af hundraði, mögrust 9 af hundraði og meðalfeit 9,5 af hundraði. Meðalstærð var 36 sentimetrar. Þann 7. júní f. á. reyndist fitumagn 11.25 af hundraði og meðalstærð 35,5 sentimetrar. Þann 9. júní 1936 var meðalfita 9.125 af hundr^ aði og meðalstærð 34,39 senti- metrar. — Einn bátur úr Siglu- fcrði var á reknetaveiðum i nótt„ en hrepti vonskuveður og stór- sjó r- reif mjög netin og fékk 30 síldar. Reknetaveiðiferðirnar í fyrrínótt og nótt voru farnar á vegum Síldarútvegsnefndar ogsíldarverksmiðjanna. (FÚ.). Málverk af SigurÖi búnaðarmálastjóra SigurÖssyni, málað af Freymóði Jóhannssyni, er til sýnis í sýning- arskálanum við Austurstræti. Mál- verk af Björgvin Guðmundssynir tónskáldi, er til sýnis í glugga Kron í Alþýðuhúsinu. Það er málað af Eggert Guðmundssyni. Mentamála- ráð keypti málverk þessi, og mun í ráði að gera fleiri málverk af merkum samtíðarmönnum, með það fyrir augum, að þau verði eign rík- isins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.