Vísir - 14.06.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 14.06.1938, Blaðsíða 2
V í S I R Castellon fallin i hendir þjóöernissinnom. Liðsveitir þeirra sækja til strandar EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Iíilkynningum Francos, útgefnum í Zaragossa, um orusturnar á Castellonvígstöðvunum, er því haldið fram, að þjóðernissinnar hafi náð Castellon á sitt vald og sendi þeir nú aukið lið í áttina til strandar í nánd við Almanzora, en þar búast þeir við, að stjórnarherinn muni gera tilraun til þess að hefja gagnsókn til þess að stemma stigu við framsókn her- sveita Francos. Mikill reykur berst í loft upp frá Cast- ellon og stafar hann frá olíubirgða- og hergagna- geymslustöðvum stjórnarhersins, sem kveikt var í áður en herinn yfirgaf borgina. Virðist svo, sem hin skyndi- lega árás Francohersins hafi komið stjórnarhernum á óvart, hann hafi búist við aðalárásinni á Castellon að sunnan og þar höfðu þeir komið sér upp öflugum víg- girðingum borginni til varnar. En hersveitir Francos höfðu veður af því og sóttu til borgarinnar með megin- her sínum úr norðri, eftir að hann hafði tekið Graon þar í fylkinu. United Press. Tim.es vitir þysk folöd fyrir skrifin um mál Sndeten-Þjóðverja. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Iritstjórnargrein í Times í morgun er látin í ljós mikil ánægja yfir því, að seinasti þáttur bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna í Tékkóslóv- akíu fór yfirleitt friðsamlega fram. En jafnframt átel- ur blaðið harðlega þýsk blöð fyrir æsingaskrif þeirra um Tékkóslóvakíu, en Times segir að blöð Þjóðverja skrifi óstjórnlega og heimskulega um þessi mál. Segir blaðið, að framkoma þýskra blaða í garð tékk- nesku stjórnarinnar sé mjög óprúðmannleg, þar sem hún hafi fallist á, af frjálsum vilja, að kosningar skyldi fram fara, í því skyni, að gera það, sem ógert var til þess að bæta úr því misrétti, sem Sudetenþjóðverjar hafa búið við, og leyfa þeim þannig, með friðsamlegu móti, að láta í Ijós skoðun sína á því, hvernig búa beri að þeim í framtíðinni. United Press. 5000 japanskir her- menn drukna í vatns- flóði, en 7000 hermenn nauðulega staddir. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Samkvæmt tilkynningum frákínversku herstjrón- inni í Hankow er því haldið fram, að um 5000 japanskir hermenn hafi druknað á Paishahs- svæðinu í nánd við Lunghaijárnbrautina. af völdum stórkostlegra flóða. Hafa komið stór skörð, sumstaðar 30 feta djúp, í flóðgarðana við Gulafljót. Kínverjar segja, að Japanir hafi eyðilagt flóðgarðana í loftárásum og sannist því hér, að „sér grefur gröf þó grafi“, en Japanir segja, að Kínverjar hafi eyðilagt flóðgarðana. Þá halda Kínverjar því einnig fram, að 7000 manna japanskur her sé króaður inni nálægt Kaifeng. United Press. Breskir sjómenn, af skipiim sem sökt iiafa veriö, fiuttir frá Spáni* EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgum Frá Marseille er símað, að breska beitiskipið, Penelope, sé komið þangað frá Spáni með 112 sjómenn af ýmsum þjóðum. Sjómenn þessir voru á skipum, sem sökt hefir verið í loftárásunum við Spán að undanförnu. Flestir eru sjómenn þessir af breskum skipum. Breski ræðismaðurinn er að gera ráðstafanir til þess að senda þá til Englands. — Gremja er stöðugt mikil í Bretlandi yfir árásunum á bresk skip og er búist við heitum umræðum um þetta mál í neðri málstofunni í yfirstandandi viku, en Chamberlain forsætisráðherra mun þá tilkynna að hvaða niðurstöðu stjórnin hafi komist, en hún hefir haft þessi mál til stöðugrar athug- unar frá því nokkuru fyrir síðustu helgi. United Press. Kvennaflokkur Ármanns kominn heim. Viðtal við Jón Þopsteinsson. DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (GengiS inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. » Skyldur og réttindi. Istjórnarbyltingunni frönsku voru tekin upp vígorðin: „Frelsi, jafnrétti og bræðralag“, en í hálfa aðra öld hafa kyn- slóðirnar tönlast á þessum orðum trúandi því að mann- kynið liafi fórnað blóði sinu fyrir þá hugsjón, sem orð þessi eiga að tákna, en ekki orðin tóm og út af fyrir sig. í eyrum okkar íslendinga láta orð þessi vel, ef til vill af því, að við höfum aldrei átt við bræðralag að búa, — höfum verið þrautpíndir og kúgaðir, undirokaðir og mergsognir, öld eftir öld, enda vék liugrekkið fyrir sinnuleysinu og dirfskan fyrir undirlægjuliættinum, þar til þjóðin varpaði af sér hel- grímunni og tók upp harðvít- uga baráttu fyrir lífi sínu. Sjálfstæði fékst að nafninu til, en samfara þvi bjuggust menn við „frelsi, jafnrétti og bræðralagi“. Þeim mun frekar mátti vænta þess, sem Iandið hrepti sjálfstæði sitt á liinum erfiðustu tímum, þegar dauði og tortiming höfðu leikið lausum hala 1 heiminum og loft alt var lævi blandið. Á slíkum tímum hefði verið eðlilegt að þjóðin hefði barist fyrir tilveru sinni af bróðurhug og í fullri einingu. Því láni átti þjóðin ekki að fagna, — eyðingaröflin voru þegar tekin til sinna starfa. Sér- réttindaklíkur höfðu þegar ris- ið upp í landinu, er sjálfstæðið fékst, en þessar klíkur heimt- uðu allan réttinn sér til lianda, en vörpuðu skyldunum yfir á lierðar annara. Nú er það að visu svo, að orðið jafnrétti felur ekki það í sér, að allir liafi rétt til alls, eða að almennt réttleysi ríki innan vébanda þjóðfélagsins, heldur hitt, að hver einstaklingur eigi þann rétt að mega beita orku sinni óáreittur af ríkisvaldinu, að svo miklu leyti, sem hags- munir l>ess leyfa. Ríkið veitir mönnum skilyrði til starfa og krefst af þeim fórna í réttu hlut- falli við getu þeirra og afrakst- ur. Þeir, sem afrakstursins njóta í rikum mæli verða að bera byrðar þjóðfélagsins, en hinir, sem litla getu hafa, bera einnig léttari skyldur. Hver sá einstaklingur, sem getuna hefir, en varpar skyld- unum gagnvart þjóðfélaginu af sínum herðum og á axlir liinna veikari, hann syndgar ekki ein- ungis gagnvart einstaklingun- um, heldur þjóðfélaginu í heild, er sníkjudýr á almenningi, sem almenningur er ekki fær um að ala. Sérréttindaklíkurnar láta sér ekki nægja að eignast allan rétt og forðast flestar skyldur, heldur ganga þær feti framar og svifta þá sem byrðarnar bera flestum réttindum, en sömu byrðar verða þeir að bera á- fram. Hér í landi eru skyldurnar að verða einstaklingunum ofur- efli, en sérréttindaklíkurnar dafna á órétlinum í skjóli lilut- drægra valdhafa, sem völd sín eiga að þakka sérréttindaklík- unum. Einstaklingnum eru flestar leiðir lokaðar, með þvi að fátt má hann gera vegnja banna, en alt er af lionum heimtað þrátt fyrir það. Meðan ríkisvaldið elur á ó- réttinum og almenningur þorir ekkert að gera af ótta við ráns- klær rikisvaldsins, er óhugsandi að atvinnuvegir landsins rétti við, en almenningur ræður þvi live lengi þetta ófremdarástand fær að ríkja i landinu. Þegar allir bera byi'ðar sínar í réttu hlutfalli við getu, er unt að tala um jafnrétti í land- inu, og þegar menn eru frjálsir athafna sinna skaparfrelsið heil- brigt atvinnulíf og heilbrigt þjóðlíf í landinu, sem leiðir til bræðralags, en þegar flestir eiga engan rétt en allar skyld- urnar og fáir hafa allan rétt og engar skyldur, getur það aldrei leitt til annars en bölvunar fyr- ir alda og óborna og er smánar- blettur, sem óhjákvæmilega verður að afmást. Um þá kröfu á almenningur i landinu að sameinast og beita lil þess öllu því afli, sem nú er sundrað í óréttlætinu, en mátt- ugt og sterkt er það sameinast í baráttunni fyrir réttlætinu. --------^msasaBB*—------- Umferðaslys á ákureyri. Fréttaritari Yísis á Akureyri skýrir svo frá, að nokkur um- ferðaslys hafi orðið þar í bæn- um undanfama daga og sum al- varleg. Ingibjörg Þorleifsdóttir, til heimilis á Glerárgötu 6 á Ak- ureyri, varð fyrir bifhjóli og klemdist annar fóturinn milli bifhjólsins og gangstéttarinnar og meiddist hún nokkuð. í fyrrakvöld varð Halldóra Sigurbjörnsdóttir frá Grímsey fyrir bifhjóli, er hún var á gangi í Brekkugötu, og brotnaði hægri liandleggur hennar illa. Maður- inn, sem var á hjólinu, Hafliði Guðmundsson að nafni, slöngv- aðist af hjólinu og féll á götuna. Fékk hann mikinn áverka á höfuð, og heilahristing. Allir Mn ir slösuðu voru fluttir á sjúkra- húsið og' er líðanin eftir vonum. Japanir taka liorg i Kina, en her pelrra tai- inn nanðnlegn staddnr. EINKASKEYTI TIL VlSIS London í morgun. APANIR hafa gefið út til- kynningu um það, að þeir hafi nú náð á vald sitt borginni Anking, sem er höfuðborg-in í Anwheifylki, en í árásinni á borgina notuðu þeir bæði flug- vélar og flota, en var lítil mót- staða veitt frá hendi Kínverja, þar eð hersveitir þeirra höfðu forðað sér út, úr borginni og leitað lengra inn í landið. Samkvæmt fregnum frá Kína er sigur þessi talinn þýðingar- lítill, enda eigi japanski herinn mjög í vök að ver jast og sé víða orðinn aðþrengdur ve,gna mat- vælaskorts. Kínverjar hefta alla aðflutninga með smáskæruhern- aði, og er talið að ástandið í Japan verði með hverjum degi sem líður viðsjárverðara vegna vaxandi óánægju meða.1 þjóðar- innar. United Press. Norskt skip, Rinda, á leið til Noregs fráyKalkutta, var tekið af vopnuðum togara Franco- stjórnarinnar á laugardag og flutt til Ceuta, en síðar Iátið laust. Skipið var tekið í Gibralt- arsundi. — NRP.-FB.). aðeixis Loftup. Meðal farþega á e.s. Lyru í morgun var Jón Þorsteinsson íþróttakennari og frú hans og stúlkur þær úr Ármanni, sem fóru utan fyrir nokkuru, til þess að sýna leikfimi á þrett- ánda fimleikamóti Noregs, sem haldið var í Osló dagana 26., 27. og 28. maí. Sýndu þær leikfimi þar undir stjórn kennara síns, Jóns Þorsteinssonar, er jafn- framt var fararstjóri, og hlaut flokkurinn mikið Iof fjTÍr leikni sína, svo sem hermt var í skeytum, er hingað bárust. Nú hefir tíðindamaður Yísis hitt Jón Þorsteinsson að máli og fengið hjá honum nokkuru nánari fregnir um förina. „Yið komum til Bergen þriðjudaginn 24. maí og var það sólarhring á eftir áætlun,“ segir Jón Þorsteinsson, „enda hrepti skipið mótvind alla leið frá Vestmannaeyjum til Fær- eyja. Tilgangurinn var að hafa sýningu í Bergen samdægurs, en sú sýning fórst fyrir vegna veðurs. Frá Bergen héldum við á miðvikudagsmorgun með aukalest, sem flutti fimleika- fólkið frá Bergen, sem þátt tók í mótinu. Var alls á áttunda hundrað manns í Iestinni. Til Osló komum við sama kvöld og hófst mótið næsta dag. Hófst það með árdegisverði fyrir alla kennara og fulltrúa, sem mótið sóttu, en kl. 2 um daginn söfn- uðust þátttakendur saman á Akerhus-vígi og fór þar fram sameiginleg guðsþjónusta undir beru lofti og var hún mjög há- tíðleg, ekki síst að heyra sálma- söng hins mikla skara ungs fólks er þarna var saman kom- inn. Var svo gengið í skrúð- göngu undir fánum um lielstu götur borgarinnar, að Bislet- íþróttavelli. Fyrstir fóru erlendu flokkarnir, eftir stafrófsröð, Danir, Færeyingar, íslendingar og Svíar. Gekk hver fylking, er á íþróttavöllinn kom, á sinn af- markaða reit, og var svo mótið sett af Hákoni konungj VII. Að þvi búnu hófust liópsýn- ingar i viðurvist hinna mörgu þúsunda áhorfenda, er þarna voru saman komnir, á að giska um 20.000 manns. Fyrst sýndu leikfimi um 200 menn á aldrin- um 40—70 ára, þá talsvert á annað þúsund norskra pilta og var það ágæt sýning — áreiðan- lega besta sýning karla, sem eg hefi séð, og mun það álit flestra, þar næst 2500 norskar stúlkur og var það mjög tilkomumikil sýning. Næsta dag sýndu aðallega úr- vals kvenflokkar úr Noregi, en síðdegis sýndu800 stúlkur úr fé- lögum íþróttasambands verka- manna, er í fyrsta sinn sýndu á slíku móti, þá tveir sænskir flokkar og síðan íslensku stúlk- urnar. Var þeim ákaflega vel tekið og vísa eg til blaða, um frannnistöðu þeirra. Siðasta dag mótsins, laugar- dag, fóru fram (árdegis) sýn- ingar úrvalsflokka karla (norskra), en síðdegis sýndu telpur úr ýmsum skólum í Os- ló, danskur stúlknaflokkur og tveir færeyskir floklcar. Mótinu lauk svo með því, að útbýtt var heiðursskjölum og minnispen- mgum til ýmissa félaga og þátt- íakenda, en um kvöldið var mikil veisla haldin í fimleika- liúsi Oslo Turnforening. Dvöld- um við svq i Oslo eina viku, en tvo daga vorum við á gömlum herragarði skamt frá Hönefoss, og er þar nú ferðamannagisti- hús. Dvöldum við þar i besta yf- irlæti og sýndum þar fyrir gesti (á livítasunnudag). Til Bergen komum við miðvikudag 8. þ. m., höfðum þar sýningu ásamt tveimur úrvalsflokkum fráBerg- en, rétt áður en við stigum á skipsfjöl. Ferðin heim gekk vel. Færeysku floklcarnir á mótinu tóku á móti okkur i Þórshöfn, óku okkur að Kirkjuhæ og héldu okkur veislu að þeirri ferð lokinni. Það sem eg tel að hafi átt mjög mikinn þátt í hversu ferð- in tókst vel, er sú mikla og góða aðstoð, sem Vilhjálmur Finsen sendisveitarfulltrúi veitti oklcur. Tók hann á móti oklcur í Berg- en og var með okkur í Oslo og kom fram fyrir landsins hönd, þar sem þess þurfti með, og fórst það sem vænta mátti afar vel úr liendi.“ Tiðindamaður Vísis hefir átt þesS kost, að kynna sér ummæli norskra hlaða um frammistöðu íslenska flokksins á mótinu, og eru þau á þá lund, að leikfimi sú, er liann sýndi, liafi verið mjög eftirtektarverð og vel gerð að öllu leyti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.