Vísir - 15.06.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 15.06.1938, Blaðsíða 2
V I S IR VfSIR DAGBLA9 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Ósigur Héðins. Déðinn Valdimarsson og fé- 1 lagar hans, kommúnistarn- ir, reyna að breiða yfir ósigur sinn í atkvæðagreiðslunni í Dagsbrún, með þeirri firru, að það hafi í rauninni verið ein- göngu hinir „óvirku“ félags- menn í Dagsbrún, sem greiddu atkvæði á móti tillögum Dags- brúnarstjórnarinnar, eða þeirra Héðins og kommúnista. Allir starfandi verkamenn, sem í fé- laginu eru, segja þeir að hafi hinsvegar fylgt sér að málum. En í Dagsbrún verða að vera allir þeir verkamenn í bænum, sem daglaunavinnu stunda, og ekki vilja eiga á hættu að verða bolað frá vinnunni hvenær sem er, auk fjölmargra starfsmanna í ýmsum starfsgreinum, sem í félaginu eru ýmist af nauðsyn eða frjálsum vilja, og má því nærri geta, hvort tala „starfandi verkamanna“ i Dagsbrún muni ekki allmiklu fleiri en atkvæð- in, sem greidd voru með tillög um þeirra Héðins, þessum sem styrinn stóð um í atkvæða- greiðslunn^ Hinsvegar skiftir það ekki miklu máli, hvort það voru „stárfandi“ eða „óvirkir“ félagar Dagshrúnar, sem feldu tillögurnar, ef þeir að eins hafa verið löglegir félagsmenn með fullum félagsréttindum. Öðru máli er að gegna um það, liversu viðurhlutamikil úr- slit atkvæðagreiðslunnar geti talist, þegar þess er gætt, hve lítill atkvæðamunurinn var. Og ef ekkert annað kæmi sérstak- lega til greina, í sambandi við þessa atkvæðagreiðslu, sem neom og lelögum hans í Dags- brúnarstjórninni, mætti verða til hnekkis, en það eitt, að til- lögur þeirra voru feldar með svo litlum atkvæðamun, þá væri í rauninni ekki um mikið að sakast. En eins og alt var í pottinn búið“, verður að telja úrslit atkvæðagreiðslunnar ger- samlega óviðunandi fyrir stjórn Dagsbrúnar, eða meiri hluta hennar, því að í þeim felst ótví- rætt vantraust til stjórnarinnar. Á atkvæðaseðlana var prent- uð yfirlýsing frá stjórn félags- ins um það, að hún „mælti með því“, að tillögurnar, sem at- kvæði ætti að greiða um, yrðu samþyktar. En með því varð at- kvæðagreiðslan um þessar til- lögur jafnframt atkvæða- greiðsla um afstöðuna til stjórn- ar félagsins, og úrslit hennar yfirlýsing um traust eða van- traust á stjórninni. Og van- traustið sigraði. En í þvi sam- bandi skiftir það engu, hversu mikill eða lítill atkvæðamunur- inn varð. Það er þannig alveg óhjá- kvæmileg lýðræðisleg afleiðing af úrslitum atkvæðagreiðslunn- ar, að Dagsbrúnarstjórnin segi af sér og láti fara fram nýja stjórnarkosningu. Eins og nú er komið, er félagið óstarfliæft, og hlýtur að verða „óvirkur" liður í verkalýðslireyfingunni, meðan við svo búið er látið standa. Fyrst og fremst tekur þetta að sjálfsögðu lil formannsins, Héðins Valdimarssonar. Hann var kosinn formaður s. 1. haust, en með svo fáum atkvæðum, að einsdæmi mun vera í sögu fé- lagsins, miðað við félagatölu á hverjum tíma. Atkvæðatala hans í þeirri kosningu mun að vísu liafa verið nokkurum at- kvæðum liærri en atkvæðalala minni hlutans í þessari at- kvæðagreiðslu. En þá var liann heldur ekki kominn á svo önd- verðan meið við félagið eða flokk sinn eins og nú. Það er þó auðsætt, að þá, eins og nú hefir liann aðallega stuðst við at- kvæði kommúnistanna í félag- inu. Af þessum um 600 atkvæð- um,sem greidd voru með tillögu Dagsbrúnarstjórnarinnar við allsherjaratkvæðagreiðsluna á dögunum, virðast kommúnistar hafa átt alt að 400. Það er sem næst sú atkvæðatala, sem full- trúi kommúnista í stjórn Dags- brúnar hlaut í stjórnarkosning- unni í haust, og greidd hafði verið áður gegn breytingum þeim á lögum félagsins um stofnun trúnaðarmannaráðs, sem Héðinn beitti sér fyrir og kom fram með atfylgi alþýðu- flokksmanna, fyrir að eins rúm- lega einu ári, og liann ætlaði nú að fella aftur úr gildi, með til- styrk kommúnista, en tókst ekki. Þannig er auðsætt, að Héð- inn sjálfur er að heita má ger- samlega fylgislaus í félaginu, og getur ekki haldið áfraiu að vera formaður þess. VinonsteðvnniDnl á Djnpavlk aflétt. Verkfallsmenn treysta ekki á stuðning Héðins eftir ósigur hans í Dagsbrún. Verkfall það, sem Verklýðsfé- lag Árneshrepps stofnaði til á Djúpavík, er nú leyst. H.f. Djúpavík gerði samning við Alþýðusambandið þ. 3. júní s.l. um lcaup og kjör verkafóllcs á Djúpavík og gildir samning- urinn til 31. des. 1939. Þennan samning neitaði yerklýðsfélagið að samþykkja og hótaði vinnu- stöðvun, sem hófst s. 1. mánu- dag. Var ágreiningur milli verk- lýðsfélagsins og Alþýðusam- bandsins, sem eingöngu snerti lágmarkslölu þeirra manna úr verklýðsfélaginu, sem vinnu skyldu fá hjá h. f. Djúpavik, ytfir starfstíma verksmiðjúnn- ar. Alþýðusambandið vildi ekki hafa þá tölu mjög háa, svo að utanhéraðsmenn gæti einnig orðið vinnunnar aðnjótandi. — Náðist að lokum samkomulag um það milli Alþýðusamhands- ins og félagsins, að það sam- þykti óbreyttan þann samning, sem Alþýðusambandið hafði gert. Að sögn leituðu þeir, sem stóðu að „uppreist“ þessari gegn Alþýðusambandinu, stuðn- ings Héðins og Dagsbrúnar og hét Héðinn fullum stuðningi, en eftir að kunnugt var um ósigur Héðins í Dagsbrún mun þeim þar nyrðra liafa þótt valt að treysta á stuðning hans og sam- þyktu gerðir Alþýðusambands- ins. Stefna Chamberlains í Spánarmálunum talin viturleg af breskum blöðum. Socialistar einir vilja grípa til örþrifaráda. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Chamberlain gerSi Spánarmálin að umtalsefni í neðri málstofunni í gær og svaraði fyrir- spurnum lútandi að þeim, einkanlega ræddi hann stefnu stjórnarinnar út af því, að árásir úr lofti á bresk skip eru að verða æ tíðari og nokkurum bresk- um skipum hefir verið sökt, en allmargir breskir sjó- menn látið lífið. Chamberlain vill fara sem varlegast og fylgja hlutleysisstefnunni meðan unt er. Lundúnadagblöðin, að verkamannablaðinu Daily Herald og News Chronicle undanteknum, telja stefnu Chamberlains hina einu réttu. Times telur stefnu Chamberlains viturlega, því að ef Bretar yrði til þess að slíta þeirri samvinnu sem ver- ið hefir um hlutleysi í Spánarstyrjöldinni og taka upp aðra stefnu, gæti það haft alvarlegar afleiðingar, og svo mætti þá virðast, sem Bretar hefði þá tekið afstöðu í Spánarstyrjöldinni. i Daily Telegraph segir, að það sé komið í ljós, að skipum og sjómönnum við Spán sé ekki full vernd að hlutleysisstefnunni — en miklu meiri hætta væri á ferðum — fleiri skip verða skotin í kaf og fleiri sjó- menn drepnir, ef tekin yrði upp önnur stefna. United Press. 40 stunda vinnuvika samþykt í U. S. A. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Báðar deildir þjóðþings Bandaríkjanna, fulltrúa- deildin og öldungadeildin, hafa samþykt laga- frumvarp það um kaup og kjör verkamanna, sem kaupsýslu- og framleiðendastéttirnar hafa lýst sig mótfallnar, en verkalýðurinn aðhylst. Lögin koma til framkvæmda 120 dögum eftir að Roosevelt undirskrif- ar þau. Frá lögunum er þannig gengið, að sótt verður að því marki stig af stigi, að koma á 40 klst. vinnuviku í iðn- aðinum á næstu 7 árum. Tímakaup verður 25 cents í þeim iðngreinum, sem hlut eiga að máli, og hækka upp í 40 cents á næstu þremur árum. United Press. Loilðrásif lerðar i Kanioa. Járnbrantarslys í Japan. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Fregnir frá Okayama (borg í suðurhluta Japan) hermir, að miklir vatnavextir hafi orðið sum- staðar í suðurhluta landsins. Víða hefir orðið jarðhrun af völdum flóðanna og skemdir orðið á veg- um og járnbrautum. Tvær járnbrautarlestir fóru af teinunum og var orsökin sú, að flóðin höfðu grafið undan járnbrautinni. Voru þetta farþegalestir og var margt barna í þeim, sem voru að koma heim úr sumar- ferðalagi. Tuttugu manns létu lífið, en tala þeirra, sem meiddust skiftir hundruðum. Það voru aðalleg börn, sem biðu bana. Miklar úrkomur hafa verið að undanförnu og vöxt- ur mikill hefir hlaupið í öll straumvötn. United Press. isafmæli M Noregskonungur og ríkiserf- ingjalijónin. Ennfremur forseti Finnlands. Hátíðahöldin i til- efni af áttræðisafmælis Gustavs Svíakonungs eiga að standa í eina viku. (FÚ.). Norræna verkfræíirga- mfitið. GÚSTAV V. Svíakonungur, sem á áttræðis- afmæli í næsta mánuði. Kaupmannahöfn 14. júní. Kristján konungur X, Friðrik ríkiserfingi og Ingrid krónprin- sessa o. fl. fólk úr lconungsf jöl- skyldunni kom til Stockhólms í dag. Á morgun kemur Hákon Kaupmannahöfn, 14. júní. Norræna verkfræðingamótið var opnað í gær í Oslo í viður- vist konungs, ríkiserfingjahjón- anna, stjórnarinnar og þing- manna. Formaður norska verk- fræðingafélagsins bauð gesti velkomna. Finnbogi Rútur Þor- valdsson, verkfræðingur flutti kveðju frá íslandi og mælti á íslensku og norsku. Síðar halda þeir fyrirlestra á mótinu, Val- geir Björnsson, bæjarverkfræð- ingur um hveraliitun á íslandi, Trausti Ólafsson, efnafræðing- ur, um sildarverksmiðjur og Geir Zoega, vegamálastjóri, um vegagerð og vegaviðhald á Is- landi. Þáttlakendur á mótinu eru um 1600. (FÚ.). EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Hong kong fregnir í morgun skýra frá því, að Japanir sé aftur byrjaðir á loftárásum á Kanton. Hefir orðið nokkurt hlé á þeim, en nú er búist við að haldið verði áfram að reyna að lama viðnámsþrek íbúanna með sí-endurteknum loftárás- um. Tvær loftárásir voru gerðar á borgina í morgun. United Press. FISKVEIÐAR FÆREYINGA VIÐ GRÆNLAND. Kaupmannahöfn, 14. júní. Hundrað og tíu færeysk skip hafa tilkynt þátttöku sína í fisk- veiðum við Grænland i sumar. (FÚ.). — • ' •/•:'ý;' - ■■■■•■■ "'■'■■■: % /• KANTON, hin mikla kínverska borg, sem Japanar að undanförnu liafa gert fjölda margar loftárásir á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.