Vísir - 16.06.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 16.06.1938, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgbtu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Sí m ar : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 VerS 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Af ávöxtun- um þekkjast þeir. Kommúnistablaðið lét svo nm mælt á dögunum, að „út- gefendur Vísis og þeir, sem i það blað rita, væri alræmdir fyrir hatur sittáverkalýðshreyf- ingunni". Tilenið til þessara ummæla blaðsins var það, að kommúnistum fanst anda heldur kalt frá Vísi til starfsemi þeirra innan verklýðssamtak- anna. En þó að kommúnistar kalli þá starfsemi sina að visu „sameiningarstarfsemi", þá hef- ir hún hins vegar engan annan ávöxt borið en sundrungu verk- lýðssamtakanna, og virðist því svo sem hatursmenn verkalýðs- hreyfingarinnar mættu vel við una og þyrftu síður en svo að amast við þeirri starfsemi. Forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar hafa jafnan talið verkamannafélagið Dagsbrún „öflugasta baráttutækið", sem verkalýðurinn hefir fyrir sig að bera í hagsmunabaráttu sinni. En nú er svo ástatt orðið um þetta baráttutæki verkalýðsins, að vafasamt er, að það sé nokk- urs nýtt, svo að jafnvel megi einu gilda „hvoru megin hryggj- ar" það liggur í baráttunni. Fé- lagið er klofið í tvo því sem næst jafna hluta, sem fullur fjandskapur ríkir í milli, en stjórn þess þó i minni hluta og alveg á öndverðum meið við yf- irstjórn verkalýðssamtakanna. Og þannig er komið högum fé- lagsins fyrir atbeina kommún- ista og þeirra manna annara, sem tekið hafa upp „sameining- arstarfsemina" innan verka- Iýðshreyfingarinnar. Það er auðvelt að gera sér hugmynd um það, hvers árang- urs muni að vænta af f ramhald- andi starfsemi „sameiningar- mannanna", ef rifjuð er upp sagan um vinnudeiluna i Djúpa- vík og endalok þeirrar deilu. Verkalýðsfélagið í Djúpuvík hafði falið stjórn Alþýðusam- bandsins að binda enda á samn- inga við atvinnurekendur. „Sameiningarmennirnir" réru að þvi öllum árum, að Djúpvík- ingarnir hefðu samning þann, sam gerður var, að engu, og ó- merktu þannig gerðir sam- bandsstjórnarinnar. Ef það hefði tekist. má gera náð fyrir þvi, að í Djúpuvík hefði dregið til svipaðra atburða eins og á Sigluf irði, þegar kommún- istar stofnuðu þar til verkfalls- ins um árið í trássi við Alþýðu- sambandið og verkamenn börð- ust þar innbyrðis. En það varð Djúpvíkingum til bjargar að þessu sinni, að þeir fengu í tæka tíð fregnir af því, i hvert niðurlægingarástand „samein- ingarmönnum" hefir tekist að koma öflugasta verkalýðsfélagi landsins. Þeir mistu trúna á handleiðslu slíkra manna og hurfu algerlega frá því ráði, að fela þeim nokkura forsjá þeirra mála. En það stóð ekki á „sam- einingarmönnunum" að taka að sér málið, því að þeir sáu sér þarna „leik á borði" til þess að auka á vandræði manna, þeg- ar sem verst gengdi. En ef það eru „hatursmenn" verkalýðshreyfingarinnar, sem kjósa henni annað hlutskifti en að verða leiksoppar i höndum slíkra manna, þá væri það að vonum, að hún teldi sér ekki stafa minni hættu af „vinum" sínum. Treg sildveiði fyrir NorSnrlandí. Fréttaritari Vísis á Siglufirði skýrði blaðinu svo frá i morg- un, að nokkur skip hefðu kom- ið inn með síld í nótt, og væru allar verksmiðjurnar teknar til starfa, þótt þær hefðu enn ekki úr miklu að vinna. Síldar- bræðsla Sigurðar Kristjánsson- ar fékk fyrstu síld sína í nótt, rösk 400 mál, en aðrar verk- smiðjur hafa 1—2 daga forða. í gærmorgun var nokkur veiði, en hinsvegar engin i gær- kveldi. Nokkur skip fóru aust- ur að Langanesi, en sneru þar við, þar eð þau urðu ekki síldar vör. Á Húnaflóa var versta veð- ur og því ekki unnt að fást við veiðar þar. Sigulfjörður er nú að klæð- ast i sumarskrúðann og fólk streymir þangað að úr öllum áttum og setur alla von sína á síldveiðarnar, eins og ríkis- stjórnin. lolWirn a Spani ilð t e viB a EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Fregnir frá Valencia herma, að fIugvélar uppreistar- manna hafi í gærkveldi gert loftárásir á bresku skipin Seafarer og Thurston. Fregnir þessar valda bresku stjórninni hinum mestu áhyggjum og er það spá ýmsra, að ef svo haldi áfram sé yafasamt, að Chamberlain geti látið sér nægja að mótmæla loftárásunum, en breska stjórnin verður stöðugt fyrir harðvítugum árásum fyrir hversu linum tökum hún taki á þessum málum. Almenningur í Bret- landi sannfærist æ betur um, að mótmælin ein duga ekki og grípa verður til gagnráðstaf ana. David Lloyd George, sem fyrir nokkuru réðist hvass- lega á stefnu stjórnarinnar í Spánarmálunum, vegna árásanna á bresk skip, sagði að um allan heim hefði menn mótmæli bresku stjórnarinnar að háði og spotti. Var hörð sókn í garð stjórnarinnar um þetta leyti og var búist við, að til heitra umræðna mundi koma í neðri málstofunni, en Chamberlain tókst í bili að lægja þær öldur óánægjunnar, sem svo háreistar voru orðnar, en ræða hans og stefna sætti þó mikilli en yfirleitt hóg- værri gagnrýni. Hinar endúrteknu árásir uppreistarmanna gera stjórninni æ erfiðara fyrir, óg þannig er búist við því nú, vegna árásanna í gærkveldi, að stjórnin verði fyrir ákafri gagnrýni í neðri málstofunni í dag. Stjórnin mun koma saman á fund í dag til þess að ræða málið og taka ákvörðun um yfirlýsingu út af árás- unum, sem farið mun verða fram á, að hún gefi. — United Press.- Slys á NanstE- götu í gær. I gærmorgun meiddist 15 ára stúlka á götu hér í bænum á ó- vanalejgan hátt. Var hún flutt á spítala og kom þar í ljós, að hún hafði brákast um öklann. Slysið varð á Naustagötu, en sú gata er lokuð þar.sem slysið varð, þannig að tré var lagt yf- ir götuna. Hvíldi það á tunnu öðru megin, en hinn endinn lá á götunni hinum megin. Bifreið fór um götuna þeim megin og kom við tréð, sem féll þá af tunnunni, en stúlkan, sem var þarna á gangi varð fyrir því. Var hún f lutt á Landspitalann. Slys þetta gefur bendingu um að búa þyrfti betur um, þar sem vegum er lokað vegna viðgerð- ar. i Borgar- firdi eystra. Kona og baru farast í eldinum. 15. júni. FÚ. Kona og barn í Borgarfirði eystra fórust í húsbruna í gær. — Fréttaritari útvarpsins að Hallormsstað lýsir atburðinum þannig: í gær kl. 6 kviknaði í húsinu Bakkagerðiseyri í Borgarfirði. — Ikviknunin varð mjög skyndilega. Eldurinn læsti sig í f öt aldraðrar konu og stóðu þau í ljósum loga er hún kom út úr eldinum, og var hún þá næst- um meðvitundarlaus. Hafði hún reynt að bjarga ársgömlu barni Vatnsflóðin í Kína. Margar borgii* í tiættu. EINKASKEYTI TIL VÍSIS London, í morgun. Shanghaifregnir herma, að Japanir haldi því fram, að kínverskir herflokkar hafi eyðilagt flóðgarða í norðurhluta Honan, við Gulafljót, og hefir vatnið fIætt yfir feikna flæmi. Eru borgirnar Tsinyang, Wensien og Wensien í hættu og f jöld iþorpa á sextíu fermílna svæði fyrir norðvestan Chengchow. United Press. Gyðingaofsóknii* i Þýskalandi. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Ný barátta af hálfu yfirvalda Þýskalands í garð Gyð- inga er haf in og er búist við, að hún verði brátt all um- fangsmikil. I fregnum frá Berlín í morgun er talað um þetta sem „framhald á Kurfiirstendamm-handtökun- um". Seint í gær gerði lögreglan húsrannsókn í tveimur veitingahúsum í vesturhluta borgarinanr. Ennfremur fóru árásarliðsmenn í einkennisbúningum í tvö kvik- myndahús. Kröfðust þeir þess af forstjórum kvik- myndahúsanna, að öll ljós væri kveikt. Þar næst var þess krafist, að allir Gyðingar meðal áhorfenda færi þegar út. Urðu Gyðingar þeir, sem viðstaddir voru að hypja sig á brott. United Press. en mist það. Barnið og konan brunnu til bana. Konan hét Ragnheiður Sigurbjörg Isaks- dóttir frá Seljamýri. En barnið átti Sigurður sonur hennar. — Húsinu varð bjargað. Oslo, 15. júní. Meiri hluti stjórnarskrár- nefndar Stórþingsins (verka- lýðsfl. þingmenn og vinstrifl. þingm.) Ieggj'a til, að kosning- arréttur miðist við 21 árs aldur, en kjörgengi til Stórþingsins 25 ár. NRP. —¦ FB. MÓTORSKIPIÐ „STOCKHOEM", sem verið er að smíða á Italíu fyrir Sænsku Ameríkulinuna, er því var hleypt af stokkunum. Það verður í förum milliSvi- þjóðar og Ameríku. 15. júní. FÚ. Gufuskipaféagið „Svenska Amerískalinjen" hefir látið smíða 28 þúsund tonna farþega- skip, sem er það stærsta á Norð- urlöndum. Það nefnist „Stock- holm" og var bygt í Monfalcone í Italíu. Skipið hljóp af stokk- unum 29. maí að viðstöddum 50 þúsund manns. Fór fram kirkjuleg athöfn og ítalski erki- biskupinn Margotti tók til máls. Skipið tekur 1300 farþega og skipsmenn verða 600. Borðsalur skipsins verður 60 metra lang- ur. Þar er og bókasafn, sam- komusalir og sundhöll. Stærstu skip félagsins voru áður „Gripsholm" og „Kungs- holm". Gústav V. Svíakonangur á áttræðisafmæli í dag. Mikil háííðatiöld I Sviftjöð Khöfn, 15. jan. FÚ. 100.000 manns eru nú komn- ir til Stokkhólms í tilefni af há- tíðahöldunum í sambandi við áttræðisafmæli Gústavs Svía- konungs. Er borgin öll flöggum skreytt í dag og undirbúningur undir hátíðahöld i öllum borg- um og bæjum Svíþjóðar. Þegar tekið var á móti konungum Noregs og Danmerkur og for- seta Finnlands, blakti islenski fáninn á stöng með fánum hinna Norðurlandarikjanna. Konungarnir þrír og Finnlands forseti, neyttu hádegisverðar saman á konungshöllinni í dag, og er það í fyrsta sinn sem æðstu menn allra Norðurlanda- ríkjanna eru saman komnir í einu. Kl. 22 í kvöld (ísl. tími) flyt- ur sænski ríkiserfinginn þjóð- inni kveðju frá föður sínum og verður ræðunni endurvarpað i Danmörku. Verður þá skotið 254 fallbyssuskotum og síðan skotið flugeldum og á flugelda- sýníngin að standa yfir í 20 mínútur. Sjálfur afmælisdagurinn er á morgun og hefjast þá hátíða- höldin með guðsþjónustu í Stor-kyrkan í Stokkhólmi. Síð- ar um daginn tekur Gustav kon- ungur á móti fulltrúum frá öU- um héruðum Svíþjóðar. Eftir það gengur hann á þingfund og veitir viðtöku gjöf hinnar sænsku þjóðar, en það er f jár- upphæð, sem nemur miljónum króna, og hefir konungur þegar ákveðið að fé þetta skuli gefið til styrktar .starfsemi handa sjúkum mönnum. Síðdegis á morgun fara fram allskónar hátíðahöld í Stokkhólmi, her- sýningar og blysfarir. Þá verður einnig opnuð stór sýning í Stokkhólmi, sem iá að lýsa allri ævi Gustavs konungs fram á þennan dag. Annað kvöld held- vir konungur veislu í konungs- höllinni. Oslo, 15. júní. Hákon konungur og Ólafur ríkiserfingi eru farnir til Stokkhólms til þess að taka þátt i hátíðahöldunum í sam- bandi við áttatíu ára afmæli Gústavs Sviakonungs. NRP. — FB. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.