Vísir - 18.06.1938, Page 2

Vísir - 18.06.1938, Page 2
VlSIR TÍSIB DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Fáheyrð frammistaða. Tímadagblaðið rómar mjög 4 frammistöðu vara-bæjar- fulltrúa Framsóknarflokksins á bæjarstjórnarfundinum í fyrra- dag. Á fundinum voru til um- ræðu reglugerðarfrumvörp fyr- ir Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Sogsvirkjunina, og segir blaðið, að vara-bæjarfulltrúinn hafi „deilt fast á“ ýms furðuleg ákvæði þessara frumvarpa og „fáheyrðu tillögur íhaldsins“ i rafmagnsmálunum sem í þeim felist. Og af frásögn blaðsins má öllum vera það Ijóst, að vara- bæjarfulltrúinn muni hafa tal- að eins og sá, sem valdið hefði og alt vitið, um þessi mál, að þess dómi. Rafmagnsveitan er, eins og allir vita, til þess gerð, að „framleiða afl það eða orku, sem rafmagn nefnist eða raf- orka, og „veita“ því um bæinn og híbýli bæjarmanna, til af- nota, til suðu, hitunar o. fl., og af því er hún látin draga nafnið „rafmagnsveita“. Nú „upplýsti“ varabæjarfulltrúinn það á fund- inum, að þetta nafn „rafmagns- veita“, væri löngu úrelt orðið, og hefði verið tekið upp í þess stað nafnið „rafveita“, og því gerði hann það að tillögu sinni, að það nafn yrði einnig notað í reglugerðinni um Rafmagns- veitu Reykjavíkur og hún köll- uð „Rafveita“. Samkvæmt þessu bæri þá væntanlega að breyta nafninu á rafmagninu sjálfu og kalla það „raf“, en það lúðist varabæjarfulltrúan- um þó að gera tillögu um að yrði gert í reglugerðinni. En þess má hinsvegar vænta, að hann bæti úr því síðar, og hlut- ist ennfremur til um það, að því verði einnig breytt í löggjöf landsins, svo að ekki verði t. d. látið viðgangast annað eins hneyksli og það, að ríkisstofn- un eins og „Rafmagnseftirlit ríkisins“ sé rangnefnt þannig, í stað þess að heita „rafeftirlit“. En þó að þetta rangnefni á „rafinu“ og „Rafveitunni" hneykslaði varabæjarfulltrúann að sjálfsögðu stórlega, þá er þess ekki að dyljast, að annað var það þó, sem honum þótti enn þá „furðulegra“ í reglu- gerðarfrumvarpinu um Raf- (magns)veituna, og „fáheyrð- ara“, að því er Tímadagblaðið segir. „Þannig er gert ráð fyrir því,“ segir blaðið, „að loka fyrir rafmagn (á að sjálfsögðu að vera: ,,raf“) „þegar bæjarráð óskar stöðvunar á rafmagnssölu til notanda, vegna ógreiddra bæjargjalda lians,“ „þegar Gas- stöð Reykjavíkur biður Raf- magnsveituna um að loka fyrir strauminn“ vegna vanskila o. s. frv. Með þessu segir blaðið að „væri gengið á rétt borgaranna i bænum á mjög ósæmilegan hátt“. Hinsvegar er þetta þó ekki „fáheyrðara“ en svo, að þessi ákvæði eru tekin upp eftir fordæmi frá að minsta kosti tveimur höfuðborgum Norður- landa, Kaupmannaliöfn og Osló. í reglugerðum um rafmagns- veitur þeirra borga beggja hefir um langt árabil verið mælt svo fyrir, að lieimilt skuli að „loka fyrir rafmagnsstraum til not- enda sem trassa að borga bæj- argjöld sín. En þó að slík „lieimild“ sé gefin, þá er það að sjálfsögðu ekki svo að skilja, að skylt sé að „hlaupa til“ að loka fyrir rafmagnsstraum til hvers manns, „sem ekki getur greitt útsvar eða önnur bæjar- gjöld á gjalddaga,“ eins og Tímadagblaðið og varabæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins láta í veðri vaka að muni verða gert hér. Að sjálfsögðu á þetta að eins að vera „þrautaúiræði“, sem heimilt sé að beita, ef um óhæfilegan trassaskap er að ræða af hálfu gjaldenda, um skil á greiðslum til bæjarins eða bæjarstofnana. Það er alkunnugt, að heimild er til þess að innheimta öll op- inber gjöld með lögtökum og neyðarsölu á eignum borgar- anna, ef þau eru ekki greidd „á gjalddaga“, og einnig má taka þau af launum manna og verka- kaupi. En þetta er ekki gert jafnskjótt og nokkur vanskil verða, en að eins gripið til þess ef vonlaust er talið um að gjöldin innheimtist á annan hátt. En mætti þá í rauninni ekki alveg eins mikla það fvrir almenningi, hve fráleitt það sé, „furðulegt" og „fáheyrt“, að heimila þannig að láta greipar sópa um nauðsynlegustu muni borgaranna og jafnvel naum- ustu þurftartekjur þeirra, til greiðslu á opinberum gjöldum, ef þau séu ekki greidd „á gjald- daga“, og engu síður er hitt, á hve „ósæmilegan hátt sé gengið á rétt borgaranna“, með því að loka fyrir raf- magnsstraum til þeirra? Mun- urinn á þessu tvennu er að eins sá, að annað er óþektur en hitt gamall siður. Hvorugur er sið- urinn ef til vill góður, en ekkert furðulegt eða fáheyrt í sam- bandi við þá, nema þá ef vera skyldi þvættingur varabæjar- fulltrúa Framsóknarflokksins. LÖMUN ARVEIKISF AR- ALDUR í PÖLLANDI. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Lömunarveiki, mjög skæð er komin upp í Póllandi og hefir orðið að grípa til þess •áðs, að loka öllum skólum í héraðinu Nowo Froedek í Austur-Póllandi, til þess að temma stigu við útbreiðslu hennar. Fjögur börn hafa dá- ið úr veikinni á skömmum tíma, en mörg íiggja þungt haldin og er lögreglan á verði ið hús þau, þar sem þau liggja rúmföst. United Press. SKEMTUN Á ÁLAFOSSI Framhald Fánadagsins verð- ur í kvöld og þá sýndur hinn skemtilegi sjónleikur „Eilífðar- bylgjurnar“, sem leikinn var í útvarpið í vetur. Leikendurnir verða hinir sömu: Valur, Al- freð, Ingibjörg Steinsd. og Hild- ur Kalman. Að leikritinu loknu verður dansað í tjaldinu og undir dansinum leikur fjögra manna hljómsveit., Án efa geta menn skemt sér vel á Álafossi í kveld. Flandin sakar frðnski stjárnina um at hafa rofið hlutleysis- sáttmálann. Hergöp sro milijfinum smálesíaskifti, send til Spánar frá Frakklandi Sigr- Eggerz. Undirbúningur undir uppsögn sambands- laganna verður aö byrja tafavlaust. FLANDIN. EINKASKEYTI TIL VlSIS London, í morgun. Flandin, fyrrverandi forsætisráðherra Frakk- lands, hefir á eigin ábyrgð en ekki floltks síns, birt grein, sem inniheldur upplýsingar, sem vekja fádæma athygli, því sé það rétt sem Flandin held- ur fram, hefir frakkneska stjórnin brotið hlutleysis- samkomulagið með því að koma ekki í veg fyrir stór- kostlega vopnaflutninga til stjórnarinnar á Spáni. Flandin heldur því fram, að í síðastliðnum mars og aprílmánuði hafi stjórninni á Spáni verið send her- gögn frá Frakklandi svo miljónum smálesta skifti. í maímánuði fóru einnig firnin öll af skotfærum til Spánar frá Frakklandi — til þeirra héraða að eins, sem stjórnin ræður yfir. Flandin segir, að þessir hergagnaflutningar hafi átt sér stað með vilja og vitund frakknesku stjórnarinnar — undir vernd og eftirliti opinberra starfsmanna við frakknesku járnbrautirnar, þrátt fyrir það, að Frakk- land 1936 tók þátt í að koma á hinum svokallaða hlut- leysissamningi. Enda þótt það hafi verið „opinbert leyndarmál“ um nokkurt skeið, að hergagnaflutningar hafi átt sér stað í stórum stíl til Spánar, vekur yfirlýsing Flandins, sem er áhrifamikill stjórnmálamaður, hina mestu athygli. United Press. Tilraunir gferdar til þess ad sætta þau Karl liúmenmkonutig’ og Helene CB-rikklandsprinsessu. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Orðrómur er kominn á kreik um það, að til standi, að gera tilraunir til þess að sætta þau Karl Rúmeníukonung og Helene, fyrrverandi drotningu Rúmeníu og eiginkonu hans, en sambúð þeirra var löngum erfið, sem kunnugt er, og lyktaði með skilnaði. Var því mjög um kent hversu fór, að Karl konungur átti vingott við Mme Lupescu, en vin- fengi hefir verið með henni og Karli konungi alt til þessa. í Orðrómurinn hefir komið á kreik í sambandi við ó- vænta komu Helenu til London í gærkveldi. Um leið bárust fregnir um það, að Tatarescu, fyrverandi for- sætisráðherra Rúmeníu væri á leið til London og er hann væntanlegur þangað í kvöld, en Karl konungur sjálfur er væntanlegur í heimsókn til bresku konungs- hjónanna í septembermánuði næstkomandi. Vitanlega er ekki annað látið uppi en Helena prins- essa sé komin til London í einkaerindum. Blöðin víkja að því, að seinast var rætt um möguleik- ana fyrir því, að þau sættust Karl konungur og Helena, er hertogafrúin af Kent, sem er frænka Helenu, var á ferðalagi á meginlandinu í apríl. Er ætlað, að hún hafi þá þreifað fyrir sér um hvort tiltækilegt mundi að koma á sættum. United Press. Miigupinn í Berlin veðui* inn í vepslanir Gyðinga og læt- up gpeipap sópa. Lögreglan horfip á. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Mikilla æsinga í garð Gyðinga varð enn vart í Ber- lín í gærkveldi. Æstur múgur gerði árásir á búðir Gyðinga, braut rúður og lét greipar sópa, án þess lögreglan gerði neitt til þess að koma í veg fyrir það. Andúðin gegn Gyðingum er nú víða orð- in svo mögnuð, að þeir þora ekki að yfirgefa heimili sín. United Press. Stúdentar ungir og gamlir — konur og menn — stúdentar! Þessi dagur er vígður minn- ingu Jóns Sigurðssonar, braut- ryðjandans, sem reyndist þjóð vorri því öflugri leiðtogi, því meir sem á reið. Dagurinn er fyrir löngu orð- inn helgur dagur í lífi þjóðar vorrar. Jón Sigurðsson kunni sögu þjóðar vorrar. Hann skildi sögu þjóðar vorrar. Hitt skifti þó meiru, að hann skapaði sögu þjóðarinnar um langt skeið. Ilann liafði þau einkenni for- ingjans, að hann hræddist ald- rei. Hann var öruggastur, er byssustingjum var raðað í kringum hann. „Vér mótmæl- um allir“ — þau orð frá þjóð- fundinum eru ódauðleg.-------- Þau hafa verið lifandi fáni yfir allri sjálfstæðisbaráttu vorri. 1. des. 1918 er runninn af þeim mótmælum. Margar óskir rættust þá. Fullveldi vort var viðurkent. Sem sýnilegt tákn þess var hinn klofni fáni vor einn dreginn við bún á stjórnarráðsbyggingunni 1. des. 1918. Samtímis voru fánar dregnir við hún á öðrum opinberum byggingum. Eg sagði: Fáni vor einn. Áður höfðum vér fána, eins- konar staðarfána. Hann mátti ekki draga upp á stjórnarráðs- byggingunni nema Dannebrog væri einnig dreginn þar upp. Dannebrog vakti yfir honum. í landhelginni mátti nota íslenska fánann. — En í erlendum höfn- um máttum vér ekki sýna liann. Þar lutum við Danne- brog. Stúdentar stóðu framarlega í fánabaráttunni. Þeir lögðu til hinn eldlega, áhuga. Það er hinn máttugi þáttur í allri þjóðernis- baráttu. 1918 máttum vér flytja æðsta dómsvaldið inn í landið. Eld- gömul íslensk krafa, sem jafnan var sagt nei við. Landvarnirnar gátum vér tekið að noklcru eða öllu í vor- ar liendur. Ríkisráðsbarátlunni var lokið. Ríkið var ekki eitt — danski málstaðurinn. — Rikin voru 2 — íslenski málstaðurinin. Það voru mörg gleðiefni 1. des. 1918. Dagurinn sjálfur var svip- mikill, hreinn, karlmannlegur, kaldur íslenskur vetrardagur. En gallar miklir voru i sam- bandslögunum. í 6. og 7. gr., eins og oft hefir verið tekið fram. í 6. gr. ábúðarréttindi Dana á landinu, eins og hann stundum liefir verið nefndur. Og réttur Dana til að fara með utanríkismálin í voru umboði, 7. gr. En í 18. gr. var einnig falinn Jykillinn að fullu sjálfstæði ís- lands — uppsagnarrétturinn. Eftir 25 ár gátum vér neytt hans. 1918 þótti það langur timi — 25 ár. Nú eru bráðum 20 ár liðin af þeim tima. % í sameinuðu alþingi verða að vera með uppsögninni. % atkvæðisbærra manna verða að greiða atkvæði — % þeirra, sem greiða atkvæði, verða að segja já. 1940 verðum vér að krefjast endurskoðunar á samningnum, eftir 2 ár. Þrem) árum þar á eft- ir getum vér sagt sambandslög- unum upp. Það eru enn 5 ár til stefnu. 1928 lýstu allir flokkar á AI- þingi yfir að þeir vildu segja upp sambandslögunum eins fljótt og unt væri. 1937 kom samskonar yfirlýsing fram á alþingi. Rikisstjórnin 1928 lofaði að vinna að því hjá þjóðinni að uppsögnin yrði trygð. En það var ekki gert. Og við síðustu kosningar rétt á eftir þinginu 1937, var varla minst á sambandslögin við kosningarnar. Eg er hræddur við þögnina. I voru landi eru múrar þagnar- innar stundum reistir um það sem á að deyja. En er nokkurt mál stærra en þetta hjá þjóðinni? Og á nokk- urt mál betur skilið að skipa öndvegi en þetta? Eg veit að ýmsir segja: Það er óþarfi að tala um málið. At- kvæðagreiðslan er viss. En atkvæðagreiðslan er ekki viss, nema þjóðinni sé gert skýrt hvað á að greiða atkvæði um. Atkvæðagreiðslan verður um það hvort vér eigum held- ur að eiga landið einir, eða láta aðra eiga það með oss. Atkvæðagreiðslan verður um það, livort vér trúum annari þjóð betur en sjálfum oss fyrir málum vorum. Verður nokkur Islendingur með þvi, að betra sé að láta aðra eiga landið með okkur? Verður nokkur íslendingur með þvi, að liann vilji heldur trúa öðrum en oss sjálfum fyr- ir málum vorum? En þó að málið sé svo einfalt í eðli sínu, og þó að öllum, sem eiga einhverja þjóðernistilfinn- ingu í brjósti sínu, hljóti að vera ljóst, að þeir segi já við uppsögninni, þá er þó nauðsyn- legt, að málinu sé skipað svo í öndvegi, að öllum íslending- um verði starsýnt á það. Þetta hefir ekki aðeins þýð- ingu fyrir sjálfa atlcvæða- greiðsluna — þetta hefir þýð- ingu fyrir alt innra líf vort. Ef þjóðinni — liverjum ein- stakling — er það ljóst, að vér, án þess að hilca, munum stíga það spor, sem leiðir til fulls sjálfstæðis vors, þá hlýtur þetta að hafa þau álirif á innra líf þjóðarinnar, að engin spor séu stigin þai’, sem séu ekki undir- búningur að því marld, sem vér liöfum sett oss. Forsjál þjóð hefði hrúkað öll 25 árin til undii’búnings þessu marki, sem vér liöfum sett oss. Eg fer ekki hér inn á það, hvernig þessunx 20 fullveldisár- um hefir verið varið í þessu efni. Hitt fullyrði eg að ekki veitir af að notfæra sér vel þessi 5 ái% sem eftir eru. I sann- leika megum vér eklci missa eitt augnablilc af þeirn tíma, sem eftir er frá þessum undir- húningi. -----Eða er eitthvað breytt orðið, svo að vér föllum frá

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.