Vísir - 18.06.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 18.06.1938, Blaðsíða 3
V I S IR Próf. Ólafur Lárasson: Stúdeníar eiga ónumin | •• J Verkefni eru mörg og eng- lUilOð in þöri á fækkun þeiira. — Heiðruðu áheyrendur. Undirbúniugsnefnd þessa móts hefir heðið mig að hefja hér umræður um hagsmunamál stúdenta. Stúdentar eru öll hin akademiska stétt, jafnt eldri menn sem yngri, jafnt þeir, sem enn stunda nám, sem hinir, sem lokið hafa námi eða hætt því. Ef ræða ætti um öll hagsmuna- mál þessarar stéttar eða ein- stakar greinar hennar, þá myndi það vera miklu meira efni en svo, að hægt væri að gera því skil að nokkru gagni á þeim tíma, sem mér er ætl- aður til þessa inngangserindis, og það jafnvel þótt stiklað væri á helstu höfuðatriðum þess máls. Það er því sjálfgefið fyr- ir mig, að takmarka umræðu- efni mitt. Hin akademiska stétt er eins og alkunnugt er ærið sundurleit og skiftist í margar greinar. En sú greining, sem þar skiftir mestu máli, er að- greining sú milli stúdenta, sem eru i'við hxéém annarsvegar og annara stúdenta hinsvegar. Það eru hagsmunamál hinna fyr- nefndu, stúdentanna, sem enn eru við nám, sem eg ætla að gera að umtalsefni, og þó að eins nbkkur þeirra. Um sum önnur af hagsmunamálum þeirra munu aðrir hér tala á mótinu, t. d. um félagsmál þeiira og fram hjá þeim málum mun eg þess vegna ganga. ¦ : Á fyrsta áratug þessarar ald- ar, árunum 1905—1910, luku 151 maður stúdentsprófi hér á landi. Það komu með öðrum orðum 15 nýir stúdentai- á ári. Þessi viðkoma mun þá alment hafa verið talin hæfileg. Hún var ekki of mikil. Menn gátu á þeim tímum verið nokkurn- veginn vissir um að þeir mundu fljótlega fá atvinnu að loknu námi, en á hinn bóginn bar ekki á því, að þessi viðkoma væri of litil. Það heyrðist ekki, á það minnst, að neinn tilfinnanleg- ur hörgull væri á akademiskt mentuðum mönnum í þær stöð,- ur og þau störf, sem þeim þurfti að fela. Á síðastliðnum 10 ár- um, 1928—1937, hafa hinsvegar 586 marins orðið stúdentar, að því er mér telst til, eða liðl. 58 til jafnaðar ár hvert. Þetta er nál. ferf öld hækkun frá þvi, sem var fyrir 30—40 árum, og ef vér tökum 5 síðustu árin ein, þá er hækkunin meira en fer- föld, 65 manns á ári til jafnaðar. Stúdentatalan fór að hækka upp úr árinu 1910. Hækkunar- innar fór fljótlega að verðavart, eftir að breytingin á latínuskól- anum gamla í hinn almenna menntaskóla komst í fram- kvæmd, og hún hefir svo vax- ið jafnt og þétt síðan og aldrei orðið hærri en nú hin síðustu ár. Það er orðið nokkuð langt síðan að farið var að hafa orð á því, að þessi mikla stúdenta- viðkoma væri iskyggilegt fyrir- brigði og að vér værum þar komnir út á hættulegar brautir. Og vissulega er þetta málefni, sem athugunar er vert. Það er um framleiðslu menntamanna eins og svo margt annað í fé- lagslífinu, að það er heilnæm- legast bæði fyrir þjóðfélagið og fyrir menntámennina sjálfa, að hún sé hæfileg, hvorki of mik- il né of lítil, að hún sé sniðin við það tvent, þarfir þjóðfélags- ins fyrir fólk með þeirri ment- un og við þá afkomumöguleika, sem þjóðfélagið getur boðið þeim. Það hefir verið sagt, að það væru of margir menn við báskólanám í hverju því landi, þar sem þeir væru fleiri en einn af hverju þúsundi landsbúa. Eg fyrir mitt leyti efast um, að hægt sé að gefa alm. formúlur um þetta, enda er ekki liklegt, að sama talan henti öllum lönd- um, og eg veit ekki á hvaða rök- um þessi regla er reist, og sel hana þvi ekki dýrari en eg keypti, en ef hún væri nærri lagi, þá myndi menntamanna- viðkoman hjá oss vera nærri þrefalt hærri en hún ætti að vera, því samkv. upplýsingum frá upplýsingaskrifstofu Stú- dentaráðsins hafa 320—330 isl. stúdentar verið við framhalds- nám hér á landi og erlendis s.l. vetur og eru þó ekki meðtaldir kandidatar, sem voru við fram- haldsnám. Eins og sagt var, er langt síð- an farið var að ræða um það, að stúdentaviðkoman væri of há og það hafa komið fram til- Iögur um ýmsar ráðstafanir til þess að draga úr henni. Þær til- lögur hafa fæstar verið fram- kvæmdar. Eina ráðstöfunin í þessa átt, sem komist hefir til framkvæmda og vert er að nefna, er takmörkunin sem gerð hefir verið síðan 1927 á aðgang- inum að gagnfræðadeild menta- skólans í Reykjavík. Þessi tak- mörkun hefir orðið óvinsæl, enda er það og sennilega nokk- uð mikið efamál, hvort rétta tækifærið til úrvals úr nem- endahópnum sé við inngönguna í gagnfræðaskólann. Og þessi takmörkun hefir reynst áhrifa- laus eða áhrifalitil um stúdenta- íjölg'unina, því stúdentatalan hefir hækkað jafnt og þétt sið- an farið var að beita henni. Þegar um það er að tala, hvort þessi mikla stúdentavið- koma sé óheppileg eða ekki, þá er þar i rauninni um 2 spurn- ingar að ræða og það hefir að minni hyggju ekki verið gerður nógu glöggur munur á þeim í umræðunum um þetta mál. Annað er stúdentaviðkoman sjálf. Hitt ér kandidataviðkom- an, það, hversu margir ljúka embættisprófi og hversu margir ljuka þvi i hverrieinstakrigrein. Þetta er tvent ólikt. Þjóðfélagið þarf ekki á að halda og getur ekki tekið við nema takmark- aðri tölu t. d. lögfræðinga eða lækna, og svo er um alla aðra ílokka sérmentaðra manna. En eru nokkur takmörk fyrir hve marga menn og konur með stúdentsmentun rúm sé í þjóð- félaginu? Sérmentunin er ein- hæf. Hún miðast við að búa menn undir tiltekið lífsstarf, hennar er aflað í því skyni, að hlutaðeigandi maður stundi það starf í framtíðinni og hún kem- ur honum oftast að tiltölulega J litlu gagni við önnur störf. Stú- dentsmentunin er almenn, hún á að geta komið mönnum jafnt að haldi hvaða stétt eða stöðu sem þeir lenda í síðar í lífinu. j Hvert sem starf mannsins verð- i ur, þá á hann að vera betur j settur við það fyrir það aS hafa fengið stúdentsmentun en þeir eru, sem ekki haf a f engið hana. Fólki með stúdentsmentun ætti þvi áldrei að vera ofaukið og það er í rauninni engin ástæða til að harma það, út af fyrir sig, þótt margir taki stúdents- próf. Það er þvi tvent ólikt, hvort margir taka stúdentspróf eða hvort of margir taka em- bættispróf. 1 því efni má enn benda á eitt atriði. Stúdents- prófi lúka flestir um tvitugt. Til þess náms nota menn árin fyrir tvítugsaldurinn. Embætt- isprófi lúka flestir ekki yngri en hálfþrítugir. Árin, sem til há- skólanámsins ganga, fyrri helm- ingur þriðja tugsins, eru næsta þýðingarmikið timabil af mannsæfinni og það varðar miklu um framtíðina, hversu þau eru notuð. Það er þvi illa farið, ef menn kasta þeim ár- um á glæ í nám, sem þeim síð- an verður að litlu eða engu haldi. Eg hygg að vér stúdentar höf- um enga ástæðu til þess að am- ast við því, að sem flestir taki stúdentspróf og mætti miklu frekar vera það ánægjuefni, að sem flestum ungum stúlkum og mönnum geti tekist það, að afla sér þeirrar almennu mentunar, sem til þess prófs er heimtað. Hitt varðar oss aftur „á móti miklu, bæði yngri stúdenta og eldri, hvað af stúdentunum verður eftir prófið og einkum það, hvaða framhaldsnám þeir stunda og hversu þeir skiftast á framhaldsnámsgreinarnar. Og þessu máli er nú komið í það horf, að eg tel það tvimælalaust vera lang mikilvægasta hags- munamál stúdenta nú og um langa framtíð,að heppileg lausn fáist á því. Niðurl. Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Guðrúnap ITJnnscI.óttui*, fer fram frá fríkirkjunni mánudaginn 20. þ. ,m. og hefst með bæn á Elliheimiiinu Grund kl. 1. — Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. — Aihöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Börn, tengdabörn og baraabörn. Um iieigina. Eitt af þvi nauðsynlegasta til þess að hafa skemtun af ferða- Iagi, hvort sem er gönguför eða á annan hátt er að eiga kort, af þeim landshluta sem ferðast er um. Yfirhtskort 1:250.000 eru góð til þess að byrja með, og svo er hægt að afla sér annara i stærri mælikvarða síðar. Kortið af Suðvesturlandi, frá Skóga- sandi vestur um að Hvalfirði — ætti að vera til á hverju heimili. Af þvi korti má hafa mikla skemtun og fróðleik, jafnvel þó lítið sé ferðast. Við skulum lita á kortið áður en við förum að ákveða hvert fara á um næstu helgi. Við för- um eftir veginum sem liggur til Hafnarf jarðar og snúum af honum eftir afleggjaranum til Vífilsstaða, skamt austan við vegamótin; á vinstri hönd eru Hofstaðir, þar mun hafa verið til forna, hof ættingja Ingólfs Arnarsonar, við erum nú rétt við takmörk þess lands er Ing- ólfur ætlaði sér til eigin nota, því rétt til hægri handar er Hraunsholtslækur, sem markaði það land i þessa átt. Við höld- um ef tir veginum að Heilsuhæl- inu, en beygjum af leið vestan við það, eftir göngustíg, fram hjá, Ieifum af Vífilsstaðabæn- um, þar sem Vífill þræll Ing- ólfs bjó, og yfir Hraunsholts- læk á göngubrú og erum nú ! komin í Hafnarfjarðarhraun. Við höldum upp með hrauninu og vestan við Vifilsstaðahlíð og þar komum við brátt á troðn- inga. Við höldum nú suð-austur með hlíðinni, sem er vaxin kjarri og eins er hraunið til hægri, er hér viða mjög vínalegf og fallegt. Vert er að athuga, afl skömmu ef tir að koniið er fyriór endann á Vífilsstaðahliðina er götuslóði til hægri út í hraimiSS* ef haldið er ef tir honum, kom- um við i Maríuhelli, og vel vert að skoða hann, gatan heldur á- fram fram hjá hellinum afj Urriðakoti og síðan um Setberg í Hafnarfjörð, en við förum ekki þá leið í dag. Við höldum áfram ínn meS Vífilsstaðahliðinni, þar heitír hraunið til hægri handar Urr- iðakotshraun. Þegar komiS er" móts við enda hlíðarinnar opnt- ast vítt útsýni til Bláf jaUa og Lönguhlíðar, næst ber mest á Húsfelli og Helgafelli og mflli þeirra er Búrf ellsgigur og þang- að förum við. Á leiðinni er Gjáarrétt. Á leiðinní þangaS förum við fram hjá þröngrí gjö er troðningar margir liggja aS» Ef farið er niður í hana má, þar ná i vatn að drekka. Við höld- um nú eftir Búrfellsgjá og alla leið i gíginn. Al gigbaiTninum er allgott útsýni yfir næsfa ná- igrenni og er nú um ma^gaE, leiðir að velja. í norðausfm" fram með Hjöllum, að EllISa- vatni; ganga á Helgafell og fara um Kaldársel til Hafnarf jarSar, en við förum um Helgadal á Selvogsveg, göngum yfír hæS- ina að Kaldárupptökum. Svo förum við sömu leið aftur á Selvogsveginn og eftir honum í Hafnarfjörð um SmirlabúS- arhraun. Á þessari leið, eru á einum stað margar vörSur vinstra megin við veginn, þar eru hellar og gömul selstæfSi. Einn þeirra kvosliellir (opiS er alveg við veginn) er alllangur uppsögninni. Svo vér verðum að falla frá uppsögninni? Hvaða breytingar? Þungur efnahagur? Verður efnahagurinn betri, ef önnur þjóð á landið með okk- ur? Hver trúir því? Eða óróin í veröldinni? Hin- ir miklu herbúnaðir. — Miss- um vér einhverja vernd með uppsögninni? I fyrsta lagi höfum vér enn enga ástæðu til að ætla annað en að stórveldi þau, sem áhrifa- mest eru i heiminum, munu sýna þessu litla varnarlausa riki vinsemd áfram eins og hingað til. Og i öðru lagi er það Ijóst, að vér stöndum ekki ver að vígi, þó sambandinu við Dan- mörku sé sagt upp — því eg geri ráð fyrir, að á eftir stönd- um vér i öruggu vináttusam- bandi, ekki aðeins við Dan- mörku, heldur öll Norðurlönd. Vér verðum að gæta þess, að vér stöndum i engu stríði við Danmörku. Uppsögnin er fyrir- fram samþykt af Dönum. Spurningin hvort vér eigum að segja upp sambandslaga- samningnum er spursmál, sem vér eigum við vora eigin sam- visku. Uppsögnin gefur ekki ástæðu til nokkurrar deilu við Dan- mörku. Það var einn af sigrunum, sem vér unnum 1918 — að hin gamla íslensk-danska deila, sem fól i sér svo mörg eldkveikju- efni — var leyst á þann hátt, að Danir gáfu fyi'irfram sam- þykki sitt til þess, að eftir 25 ár yrði það alveg á okkar valdi, hvort við vildum taka öll okkar mál og landið sjálft i vorar hendur. Eg held það væri hlægilegt að ræða meira um það, hvort það væri betrá fyrir oss að aðr- ir ættu landið með oss. Ef vér segðumst heldur vilja láta aðra þjóð eiga landið með oss —; þá mundi veröldin hlæja. En þó liggur við, að það sé ekki síður hlægilegt, að vér teldum að það væri betra, að fela annari þjóð en sjálfum oss, að f ai-a með það mál, sem skif t- ir þjóð vora, éins og allar aðr- ar þjóðir, mest allra mála. Sérstaklega nú, eftir þvi horfi sem viðskif tamál veraldarinnar eru í, þá er oss hin allra mesta nauðsyn að hafa þessi mál sjálfir. Og i þessu sambandi vil eg taka það fram, að það er lífs- spursmál hvaða stjórn sem fer með völdin í þessu landi og hvernig sem þeim innri málum verður stjórnað — að i stöðurn- ar, sem út, á við vita, verði altaf teknir færustu mennirnir — og ekkert verði látið ráða þar ann- að en það, hverjir eru færastir. --------Því eftir þeim mönn- um, sem fara með utanríkismál vor, verður þjóðin dæmd. Og ef vér erum hepnir með þá menn, sem i þær stöður velj- ast, — þá má vera að þau kraftaverk verði unnin, sem skifti alt atvinriulíf vort meiru, en nokkurn grunar. Svo eg aðeins viki nokkuð að samvinnunni á Norðurlöndum, þá stöndum vér, eins og utan- ríkisniálum vorum nú er kom- ið, að sumu leyti fyrir utan þá samvinnu. Þannig eigum vér nú ekki aðgang að þeirri ráðstefnu, sem utanríkisráðherrar Norður- landa koma á til að tala um ýms stefnumál landa sinna. Vér tökum eigi þátt i þeirri æðstu samvinnu. Að því er að öðru leyti snert- ir utanríkismál vor, vil eg að- eins taka fram, þá hefir eini sendiherrann sem vér eigum, til skamms tíma ekki verið í Corps Diplomatic i Danmörku. Stúdentar — eg veit, að vér ráðúiri ekki úrslitum stóraiála vorra. En þegar stúdentaheimurinn mætist hér í fyrsta sinn á þess- um stað, þessum fornhelga stað, þá hljótum vér með djúpri alvöru, hvar og hvernig sem vér stöndum i flokkum, að i- huga höfuðmál þjóðar vorrar — sjálfstæðlsriiálin. Og þessi dagur hefði ekki verið vaíinriT ef tilætlunin hef ði ekki verið að vinna í anda Jóns Sigurðssonar. Stúdentarnir lögðu fánamál- inu lið á sínum tima. Þeir kveiktu hinn eldlega á- huga hjá þjóðinni — það var aðalatriðið. Nú komum vér tetúdentar úr öllum áttum i dag á Þingvöll. Vér höldum fyrsta allsherj- arriiótið hér. Vér kynnumsti hér — ungir og gamlir. Ný vináttubönd verða hnýtt hér á þessu móti, — gömul styrkjast — það er gott. En það er ekki nóg. Ekkert er eðlilegra en vér at- hugrim hvernig hin andlegu verðmæti þjóðar vorrar standi i dag. Engum ber framar oss að vera á verði um þau verðmæti. Er trúin á hin andlegu verð- mæti eins mikil og þau verð- skulda? Stundum finst manni, að það sé að verða allsherjar trú, að maðurinn lifi á einu saman brauði. En þetta er ekki rétt.-------- Barattan um brauðið er auð- vitað hörð — er ef til vill að verða harðari og harðari. — En hin andlegu verðmæti eru þó .aðalatriðið. Þjóð, sem á háar hugsjónir og ti-úir á þær, verður svo sterk í gegnum hugsjónirnar — að einnig baráttan fyrir brauðinu -verður henni léttari. .Trúin á hugsjónirnar gerir menn einbeittari, gerir menn djarfari, gerir menn betri. Trú- in á hugsjónirnar er móðir drengskaparins. En enginn þáttur í lífi þjóðar- innar er eins máttugur fyrir alla framtíð hennar eins og drengskapurinn. Það eignast enginn varanlegt óskift fylgi þjóðarinnai', nema sá, sem leitar að hugsjónum hennar og finnur þær — og tignar þær. Ef þér viljið láta þetta fyrsta allsherjarmót stúdenta verða að nýjum, voldugum þætti í lífi þjóðarinnar — þá íhugið tímamótin, sem vér stöndum á. Ihugið það, sem að baki er, en sérstaklega þó það, sem er fyrir stafni. Það er og Verður aðalatriðið. Það þarf að kveikja binn eldlega áhuga hjá þjóðinni. Það þarf að blása hinum heil- aga anda ættjarðarástarinnar inn í baráttu þjóðarinnar, að þvi stóra marki, sem fyrir framan stendur. Múrar þagnarinnar eiga að hrynja.-------Þeir skulu hrynja. Eftir 5 ár verðum vér að eiga landið kvaðalaust — einir. Eft- ir 5 ár verðum vér að ráða yfir öllum málum vorum. Alt þetta getur orðið eftir 5 ár — en þessi 5 ár — hvert ein- asta augnablik þessara 5 ára verður að vera helgað þeim undirbúningi sem gera þarf. Hugsjónin mikla verður að sitja i öndvegi. Frá henni kem- ur birtan yfir þjóðlífið. Það er gott að mætast á þess- um fornhelga stað. Minningar standa hér um- hverfis oss i þéttum röðum^ Og hér frá þessum fornhelga stað, Þingvöllum, blasir ætt- jörðiri við oss í allri sinni dýrS» Sannarlega — sannaiiega eíg- um vér meira en vér vitum^ Vér eigum viðáttumikiS q- unnið land. Vér eigum afl i.. fossunum. . Vér eigum bestu fisMmiíf: veraldarinnar. — Alt þetta Mð— ur eftir hinni skapandi höndL Hinni miklu skapandi höndL i Ef þær hendur, semi vutnsfcr hver gegn annari, ynnu.samaa* að einu stóru marki. — Ef hinn skapandi þróttur" færðist í þær allar, þá myndi rísa nýtt ísland, ísland Mmm miklu athafna, undír Mmni l>eirra hugsjóna, sem vakaSÍ hafa yfir oss, er mest reyndi-á. Vér erum á fjörtánda hundiv að stúdenta í þessu Iandi. f bæj- unum, í sveitunum, út viS Mra ystu annes. Skerum upp hertnr í stúdentaheiminum. Herjum á máttleysið, úrtöl- urnar, hinn eilífa ótta viS a® gera það, sem stórt er. Blásuna hinum heilaga anda sjálfsfæSi& inn í brjóst þjóðarinnar. Gefum henni trúna á sig, —-r trúna á framtíðina. Island lengi lifí-1 ¦éHflm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.