Vísir - 22.06.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 22.06.1938, Blaðsíða 3
VlSIR Mótið í Hraungeröi 250 meam búa þar þrja daga í 50 tjöldum. Um þetta leyti árs er verið að halda fjölmenna kristilega fundi „um landt alt" hjá ná- grannaþjóðum vorum. Þykja það lítil tíðindi, vegna vanans, nema um stórfundi alþjóðafé- laga sé að ræða, og venjuíegast sitja Islendingar heima, þótt hoðað sé til kristilegra „Norð- urlandafunda". Hérlendis hefjast eiginlega engir slíkir fundir fyr en eftir 1920, þegar frá er talin presta- stefnan og nokkrir prestafund- ir. En síðan hafa verið haldnir 11 sóknarnefnda- og presta- fundir i Reykjavík, almennur kirkjufundur, sá næsti verður nú um mánaðamótin, og ýmsir trúmálafundir í sambandi við prestafélög. Við alla þessa fundi hafa farið fram meiri eða minni umræður um trúmál eða kirkjumál. Hitt er alveg nýtt hérlendis, að fjöldi fólks sæki þriggja daga kristilegt mót upp i sveit, til að hlýða á ræður og taka þátt í sambæn, söng og vitnis- burðum. En svo var þessu varið um mótið í Hraun^erði 18.—20. þ. m. — í rigningu lagði „síðasti hóp- urinn" af stað frá Reykjavik laugardaginn þ. 18. kl. 4 siðd., og skuggalegt var veðurútlitið, er vér, þessir 90, stigum út úr bifreiðunum á hlaðinu i Hraun- gerði. En það var enga skugga né kviða að sjá á yfirbragði stóra hópsins, sem á undan var kominn, og bauð oss velkomin. Undirbúningur hafði sýnilega verið mikill — og reyndist prýðilega. Tjold stóðu tugjum saman i hring á túninu og „stóra tjaldið frá Gufunesi" ut- an hrings, ætlað til máltiða. Langar snúrur með smáfánum og borðar tveir með^ kristileg- um áletrunum, blöstu við aug- um, og búið að draga að vistir handa 250 manns. Hvernig verður unt að elda mat handa öllum þeim fjölda í ekki stærri húsakynnum, en eru í Hraungerði? hugsaði sá, sem þetta ritar, og líklega fleiri, og eg verð að játa, að mér er það enn óljóst, en hitt veit eg, að alt gekk það ótrúlega vel, enda þótt bærinn væri fullur af næturgestum, til mikillar tafar fyrir húsmóðurina, frú Stefan- íu, sem hafði yfirumsjón með allri framreiðslu. Þótt margir sjálfboðaliðar væru til hjálp- ar, þá kom öllum saman um, að prestsfrúin sýndi framúr- skarandi dugnað, engu síður en sira Sigurður Pálsson og rit- stjórar Bjarma með Bjarna Eyjólfsson i fararbroddi, sýndu „á sínu sviði", sem forgöngu- menn alls mótsins. Mótið hófst með guðsþjón- ustu í Hraungerðiskirkju, sira Friðrik Friðriksson steig i stól en sira Sigurður Pálsson var fyrir altari, og var bæði þá og daginn eftir notað lengra og veglegra „ritiial" en venja er til hérlendis. Um kvöldið kl. 9 flutti sira Sigurjón Árnason eríndi. Sambænastundir voru í kirkj- uríni báða næstu morgn» kl. 9, biblíulestrar kl. 10, messa með altarisgöngu kl. 12 á sunnudag- irih, og erindi, hugleiðingar og söngur til kvölds nema rétt um máltíðir. Að skilnaði, á mánudag kl. 5 síðd., gengu nálega 160 til alt- Á sunnudaginrí kom margt fólk bæði úr Reykjavík og úr nágrenninu,, þrátt fyrir rigning- una. Voru þá taldir um 150 út úr kirkju, en margir stóðu við gluggana, er ekki komust inn. Mánudagurinní var „perla mótsins". „Blessað sólskinið" og „blessuð börnin", um 70, — er komu þá til barnaguðsþjón- ustu, — altarisgangan og lof- söngurinn úti og inni átti alt sinn þátt í því. Sá, sem þetta ritar, hefir sótt marga kristilega fundi erlend- is, fjölmennari, við miklu betri ytri skilyrði og með heimskunn- um ræðumönnum, svo sem Torrey og Kagava, en aldrei farið heimleiðis með meira þakklæti til Guðs fyrir góðar samverustundir, — sérstaklega vegna þess að trúaðir æsku- menn voru þarna í meiri hluta, og þá um leið bjartar vonir um framtiðina, og eins vegna þess, að allmargir „einstæðingar i trúarefnum", víðsvegar af land- inu, gátu nú loks notið gleði samfélagsins við systkini sín í Drotni, — og þeirra gleði er allra gleði, sem skilja þá. S. Á. Gíslason. Gagnfræðaskóli Reykvíkinga var sagt upp 16. þ. m. kl. 2 e.- h. í Baðstofu iðnaðarmanna. I skólanum voru á þessu ári, 10. skólaári hans, 137 nemend- ur. Fyrir ári hafði skólanum þegar verið breytt þannig, að hann gæti útskrifað gagnfræð- inga úr II. og III. bekkjum. Var gagnfræðapróf því að þessu sinni háð úr báðum þessum deildum skólans, II. bekk A og B og III. bekk A og B. Prófúr- lausnir og prófdómendur voru hinir sömu og i Mentaskólanum i Reykjavík. Undir gagnfræðapróf hið minna gengu 48 nemendur. Hæstar einkunnir i því prófi fengu: Valtýr Bjarnason, II. bekk B................... 8.67 og Garðar Pétur Jónsson, II. bekk B........... 8.15 en 4 stóðust ekki prófið. Undir gagnf ræðapróf hið meira gengu einnig 48 nemend- ur. Hæstar einkunnir hlulu: Guðmundur Sveinsson, III. bekk B........... 8.75 og Guðm. Vignir Jóseps- son, III. bekk B....... 8.49 Hlutu báðir verðlaun fyrir á- gætar framfarir. Allir þriðju bekkingar stóðust prófið, einn hlaut þó 3. einkunn. Á komandi hausti getur skól- inn aðeins tekið við 50 nýnem- um í báða I. bekki og er þvi ráðlegast að sækja serii fyrst. Þeir sitja fyrir, er þegar hafa tekið inntökupróf við Menta- skólann, en ekki komist þar að. Einkunnir verða að ráða um inntöku. Annars er i ráði, að breyta skólanum þannig á komandi hausti, að hann verði 4 ára realskóli og geti þannig tekið við tveggja ára gagnfræðirígum i III. bekk, en þriggja ára gagn- Kveðja fra Reumeitshjónunum 19, júní 1938, Reykjavík. Kæri, herra ritstjóri! Við getum ekki farið héðan af landi burt án þess að færa þjóðinni okkar síðustu þakkir fyrir þessa yndislegu Islandsför. Sú alúð og ástsemd, sem alstaðar hefir streymt á móti okkur, knýtir hjörtu okkar enn fastari böndum við Island. Bestu árnaðaróskir og ástarþakkir frá ÖNNU BORG og POUL REUMERT. Nokkrir aðdáendur frú Stefaníu Guðmundsdóttur stofna minn- ingarsjóð hennar. Sundmeisfaratnótinu lokið Atta ný íslandsmet. Sundmeistaramótinu lauk í gærkveldi með því að Jónas; setti tvö met en Ingi eitt. Alls hafa því á þessu mófi verið sett átta fslandsmet og munu aldrei hafa falliS jafnmörg met á einu móti hjá okkur. Rétt eftir miðjan næsta mánuð munu sundgarpar okkar fara utan og taka þátt í Wembley-mótinu. Mun ekki fullráðið hverjir fari, nema þeir Jónas og Ingi, en svo hefir Vísi verla> ságt frá bestu heimildum, að um 6. júlí n. k. muni fara fram. sundmót, sem eigi að skera úr því, hverjir aðrir fari. Hitt er víst, að hvar sem Jónas Halldórsson kemur fram fyrir vorai hönd, mun hann auka hróður íslendinga. Stefanía Guðmundsdóttir sem Magda í „Heimilið". 400 m. bringusund, karlar: 1. Ingi Sveinsson (Æ) 6:23,7 2. Jóh. Björnsson <Á) 6:41,8 3. Esra Pétursson (Æ) 7:25,6 Gamla metið: 6:33,2 200 m. bringusund, konur: Þar voru fimm keppendur á skrá, en ein stúlkan mætti ekki til leiks og sund tveggja þeirra urðu ógild. Hætti önnur sund- inu, er hún átti 50 m. eftir, en hin notaði ekki báðar hendur, er hún tók i bakkann og snéri við, eins og skylda er í bringu- sundi, þó ekki sé það i skrið- sundi. 1. Þorbj. Guðjónsd. (Æ) 3:39,3 2. Brynja Guðm.d. (Æ) 3:54,6 100 m. bringusund, drengir innan 16 ára: 1. Jón Baldvinsson (Æ) 1:37,7 2. Einar Steinarss. (Æ) 1:41,5 3. Guðm. Þórarinss. (Æ) 1:46,4 Ekkert met stáðfest. Þegar hér var komið var tek- inn burtu pallur sá, er tak- markar laugina við 25 m„ þvf að þegar synt eru lengri sund en 400 m., verður laugín v3$> vera lengri en 25 m., ta þess að met fáist staðfest, en nú átti að þreyta , 1500 m. frjáls aðferð og var Jónas einn keppandí, ear 5 piltar úr Ægi, Halld. Baldvins- son, Einar Kristjánsson, Logí Einarsson, Hörður Sigurjóns- son og Hafsteinn Halldórssolt, syntu með honum til skiftls. Jónas fór hægt af staði, efc; herti smám saman ferðina eft- ir því sem á leið. Þegar 1000 m. voru búnir, var hann búintt alS setja nýtt met á þeirri vega- len,gd. % A 1000 m. var metið 14:41,C en er nú 14:39,8. Á 1500 m. varð met Jónasar enn glæsilegra. Það var áðar 22 mín. 6,2 sek., en er nú 21 mín., 30,2 sek., og hefír haius því lækkað það um 36 sefc. í fyrrakvöld var okkur af- hentur sjóður, tengdur við nafn móður okkar, Stefaníu Guð- mundsdóttur, að upphæð kr. 1000.00 og skjal, sem hljóðar þannig: „Nokkurir vinir frú Stef- aníu sálugu Guðmundsdótt- ur, leikkonu, gangast fyrir því, að stofnaður verði sjóð- ur, er beri nafn hennar og notaður verði til að efla leik- ment hér á landi, eftir því sem nánar verður ákveðið i samráði við eftirlifandi börn hennar. Vér undirrituð teljum mjög vel viðeigandi, að minning frú Stefaníu verði á þenna hátt tengd við leik- mentina í framtíðinni og leyfum oss að mæla með þvi við alla, sem unnu og möttu leiklist hinnar látnu lista- konu, að þeir leggi sinn skerf til þess, að sjóðurinn geti orðið samboðinn hinni fram- liðnu." 25 undirskriftir. Viljum við færa stofnendum þessa sjóðs okkar bestu þakkir fyrir þá virðingu, er þeir sýna minningu móður okkar og von- um að hin fagra hugmynd vina hennar'og okkar megi ná tak- marki sínu. Laufásvegi 5, 20. júní 1938. Systkinin Borg. Ka*lakóF iðnaðapmanna á ferdlagi um NorduFlaiicl, Frá fréttaritara Vísis. Almreyri í morgun. Karlakór iðnaðarmanna i Beykjavík ef hingað kominn á söngferðalagi og lætur hið besta af för sinni og viðtökum hvar- vetna. Kórinn lagði af stað frá Reykjavík á laugardagskvöld á Brúarfossi. Á Flateyri var við- koma, en eklii nægur tími til þess að halda söngskemtun. Kórinn var kvaddur með söng við brottförina, en hinn ágæti músíkant Theódór Árnason, á- varpaði kórinn, sem þakkaði viðtökurnar með söng. Þegar til ísafjarðar kom var Karlakór ísafjarðar á bryggju Kappleikípnip við Þjódvepjana. Sú breyting hefir verið gerð, að fyrsti kappléikurinn milli úrvalsliðsins og Þjóðverjanna verður á mánudaginn kemur, en ekki sunnudag. Er þessi frestun af því, að Goðafoss er ekki væntanlegur fyrri en síð- ari hluta dags á laugardag og ekki þykir rétt að byrja kapp- leikina þegar næstu daga. Við Val keppa þeir svo á miðvikudag, við Víking á föstu- dag og við úrvalsliðið nokkuð breytt á mánudag. Meðan Þjóðverjarnir dvelja hér mun þeim verða boðið til Þingvalla, Gullfoss og Geysis og ef til vill víðar. fræðingum í IV. bekk og út- skrifað þá síðan með nægilegri undirbúningsmentun til er- lendra tekniskra skóla, verslun- arháskóla o. s. frv. Með þessu nýja skipulagi hefur skólinn væntanlega hiðll. starfsár sitt, 15. sept. i haust. Varðskipid I»ór fór i Faxaflóaleiðangup í nótt og fer bráðlega í annan meiri. vest- up undir Græniand. Varðskipið Þór fór í nýjan hafrannsóknaleiðangur i nótt sem Ieið. Rannsóknirnar hefir Árni Friðriksson, förstöðumað- ur fiskirannsókna atvinnudeild- ar Háskólans, með höndum; Að þessu sinni verður að eins farið um Faxaflóa, og er varðskipið væntanlegt inn af tur ef tir nokk- ura daga. En það fer brátt út aftúr í annan meiri leiðangur, vestur fyrir land og alt vestur undir Grænland. Eins og áður hefir verið get- ið i Vísi f ór Þór i hafrannsókna- leiðangur á pálmasunnudag en óhagstæðs veðurs vegna varð þá alls ekki fullreynt um fiski- leit út af Vestfjörðunl — en i þessum Ieiðangri fundust nýjar hrygningarstöðvar karfans. Var það djúpt undan Breiða- firði. Benti Árni Friðriksson á það, í viðtali, sem Vísi birti, að með þessari uppgöhom sé gefin bending um hvar leita megi hrygnandi kai-fa og á því verk- efni megi nú taka með meiri festu en áður, vegna þessarar uppgötvunar. Mun þetta verða rannsakað frekara i hinum meira leið- angri, en í sambandi við Faxa- flóaleiðangurinn, sem yfir stendur má minna á það, að fiskideildin starfar að rann- sóknum viðvíkjandi Faxaflöa, sem standa í sambandi við frið- nn flóans, en það mál hefir al- þjóða hafrannsóknarráðið til og heilsaði með söng, og svar* aði ltór iðnaðarmanna meS söng. Um kvöldið var haldm fjölsótt söngskemtun við ágæt- ar viðtökur, en samsæti hélt Karlakór Isafjarðar kórauns um kvöldið. Fylgdi svo allur skarinn kórnum til skips á miðnætti á sunnudagskvöldL Var kórinn kvaddur með söng og þakkaði í sömu mynt. Á mánudag kom kórinn til Siglufjarðar. Þar biðu sömis viðtökur. Karlakórinn Visnr beið á bryggjunni og heiIsaM með söng. Var kórnum því næsl sýndur bærinn. Samsöngur ^ar haldinn mjög fjölmennur og samsæti að honum loknum, og margar ræður fluttar. Vísir fygdi kórnum til skips og; vaT enn sungið á vixl. Var mi hald- . ið til Akureyrar og komið þang-. að kl. 8 i gærmorgun. Þar bið'u; kórarnir Geysir og: Karlafcor Akurej'rar á bi^yggju. f gaei?- kveldi var haldin söngskemtuiii við sérstaklega góðar undirtekt- ir, en að henni lokinni samsætL,, sem Geysir, Karlakór Alcureyr- ar og Iðnaðarmannafélag Akukv cyrar stóðu að. Sömu aðflar hafa boðið kórnum í Vaglaskóg,. en þar skilja leiðir, fer Ge^sÍE- íil Austf jarða í söngferðalag, ens Karlakór iðnaðarmanna til Mý- vatnssveitar og syngur þar. Að> svo búnu verður haldið tíl Skagafjarðar og sungið á heúu- leið á Sauðárkróki, Blöndudsi|, Borgarnesi og Akranesi og komið heim á sunnudagskvðldL Öllum farar-þátttakendun* h'ður vel. Eru þeir i sjöunda. liimni yfir viðtökunum hvar- vetna, en stöku maður hás oroV inn. meðf erðar. Var um þetta rætt I; Vísi 9. þ. m. í viðtali við Áiuss Friðriksson, sem þá var ný~ kominn frát Danmörku af fundi: alþjóða hafrannsóluiaráosins £L Kaupmannahöfn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.