Vísir - 23.06.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 23.06.1938, Blaðsíða 3
V I S I R Rarátta gegn áfengi og tóbaki. Stórstúkuþing íslands, hið 38. í röðinni, stendur nú yf- ir i Reykjavík og hófst laugar- daginn 18. júní ineð guðsþjón- ustu í fríkirkjunni. Síra Sveinn Ogmundsson í Kálfholti sté í stólinn, en síra Árni Sigurðsson þjónaði fyrir altari. Að guðs- þjónustunni lokinni var þingið sett í Góðtemplaraliúsinu. Fór þar fyrst fram stigveiting> og tóku 27 stig þann dag og 4 næsta dag. Alls sátu á þingi 77 fulltrúar. Voru þeir frá 3 um- dæmisstúkum, 3 þingstúkum, 33 undirstúkum og 14 barna- stúkum. Alls eru nú í landinu 51 undirstúka og 47 barnastúk- ur. Á ái’inu sem leið, eða fram til 1. febrúar voru stofnaðar 4 nýjar stúlcur, allar iá Suður- landi, og síðan 1. febrúar hafa verið stofnaðar 2 nýjar stúkur. 1 hinum eldri stúkum hefir fé- lögum fjölgað að mun á árinu, og ber þetta vott um vaxandi áhuga á bindindismálum meðal landsmanna. Fjárhagur Stórstúkunnar. Hann hefir jafnan verið þröngur, en á þessu ári batnaði hann nokkuð með hækkuðum styrk frá Alþingi. Þó eru mörg útgjöld svo aðkallandi að Regl- an á í vök að verjast með að fá tekjur og gjöld til að standast á. Þetta ár var kr. 10.719.45 var- ið til útbreiðslustarfs, og auk þess kr, 3500,00 til styrktar þindindisfélögum i skólum, og fór það Iangt fram úr áætlun. Samkvæmt þeirri fjárhags- áætlun, sem samþykt var fyrir næsta ár, iá að verja heldur minna fé til þessa nú, eða kr. 12.500.00, veghá annara aðkall- andi útgjalda, sem segja má að sé einnig i þágu utbreiðslu- starfsins. Og eins er reynt að spara á öllum sviðum til þess að koma fjárliag reglunnar í betra horf en verið hefir, þann- ig, að tekjum verði ekki eytt áður en þær fást. Frá störfum þingsins. Mikið af tima þingsins fór i það, að ræða lagabreytingar. Hafði milliþinganefnd, sem það mál var falið, gert gagngerða endurskoðun á lögum Regl- unnar og komið fram með fjöldamargar breytingartillög- ur. Voru þær flestar samþ., og verður Löghók Templara, þannig breytt, prentuð innan skamms, eflir að breytingarnar liafa hlotið staðfestingu. Áfengismálið. Eftir tillögu áfengislaga- nefndar samþykti Stórstúkan að fela framkvæmdanefnd að beita sér fyrir því, að frumvarp Péturs Ottesens, er hann flutti á siðasta Alþingi um hreytingar á áfengislögunum, verði sam- þykt á næsta Alþingi, með þeirri breytingu, að 5. gr. þar falli niður, en sú grein er um skömtun láfengis og áfengis- skýrteini. Þá var samþykt svohljóðandi ályktun: Jafnframt því sem Stórstúku- þingið væntir þess, að allir fé- lagar Reglunnar beiti áhrifum sinum eftir getu fyrir fram- gangi þessara lagabreytinga, þá lýsir þingið því yfir, að stefna Reglunnar er jafn eindregin og nokkuru sinni fyr: alger útrým- ing áfengis úr landinu, með fullkomnu banni, svo fljótt sem verða má. Regluboðun. Þingið samþykkir að fela framkvæmdanefndinni að ráða fastan regluboða fyrir Stór- stúkuna á komandi ári, og að haga útbreiðslustarfinu að öðru leyti á svipaðan hátt og á síðastliðnu ári. Baráttan gegn tóbaksnautn. í því máli voru samþyktar eftirfarandi tillögur: Stórstúkan lítur svo á, að tó- baksnautn, og þó einkum síg- arettureykingar, sé mjög hættu- legt hinni uppvaxandi kynslóð, og felur þvi framkvæmdanefnd sinni, að fá lögleitt bann við tó- baksauglýsing'um og hverskon- ar verðlaunasamkepni í sam- bandi við sölu tóbaks. Stór- stúkan telur æskilegt, að hafin sé þegar barátta með því mark- miði, að útrýma með öllu síg- arettureykingum úr landinu og felur framkvæmdanefndinni að athuga gaumgæfilega, á hvern hátt slíkri baráttu yrði best hagað. Jafnframt skorar þingið á fræðslumálastjóra að sjá um, að út verði gefinn bæklingur um skaðsemi tóbaks, og sé hann sendur ókeypis inn á hvert heimili í landinu með hvatn- ingu til foreldra til að vinna á móti tóbaksnautn barna sinna. Þingið skorar á bæjarstjórn- ir og hreppsnefndir, þar sem kauptún eru innan sveitarfé- lagsjns, að samþykkja og fá staðfesta reglugerð um bann við sölu og afhendingu á tó- haksvörum til. barna og ung- linga ínnail 16 ára aldurs. Stórstúkan skorar á fræðslu- málastjóra og áfengismála- ráðunaut að ganga ríkt eftir þvi, að jafnframt fræðslu í skólum um áhrif áfengis, fari einnig fram rækileg fræðsla um skaðsemi tóbaksnautnar. (Sbr. Reglugerð um bindindis- fræðslu, 7. gr.). Stórstúkan ályklar að fela regluboða sínum að leggja ríka áherslu á stofnun barnastúkna og (þar sem það þykir heppi- legra) tóbaksbindindisfélaga meðal barna og unglinga. Sé engu síður að þessu unnið á þeim stöðum, þar sem undir- stúkur eru starfandi. — Á þeim svæðum, sem hinn fasti regluboði ferðast ekki um í ár, eða af öðrum ástæðum getur ekki sint þessu starfi, fái Stór- stúkan, eða umdæmisstúkurn- ar aðra áhugamenn til að vinna að þessu málefni, á árinu, enda sé fé til þess ætlað. Kosning framkvæmdanefndar fór fram á fundi í gærkveldi. Þessir hlutu kosningu: Stórtemplar: Friðrik Ás- mundsson Brekkan (endurkos- inn). Stórkanslari: Jón Bergsveins son (endurkosinn). Stórvaratemplar: Jensína Eg- ilsdóttir. Stórritari: Jóhann Ögmund- ur Oddsson (endurkosinn). Stórgjaldkeri: Guðgeir Jóns- son (endurkosinn). Stórkapelán: Gísli Sigurgeirs- son (endurkosinn). Stórgæslumaður ungtempl- ara: Steindór Björnsson (end- urkosinn). Stórfræðslustjóri: Einar Björnsson (endurkosinn). Stórfregnritari: Sira Björn Magnússon. Stórgæslumaður löggjafar- starfsins: Felix Guðmundsson (endurkosinn). Umboðsmaður Hátemplars: Helgi Helgason. Ákveðið hefir verið að næsta þing Stórstúkunnar verði hald- ið í Reykjavík. I blaðafregnanefnd, 26. júni ’38 Kr. A. Kristjánsson. Ámi Óla. Merkileg sýjang á sviði húsabygginga. Byggingapkostnaður lækkap um tæpan helming. Tíðindamanni Visis var í gær boðið að skoða nýstárlega bygg- ingu, sem verið er að reisa við Nýbýlaveg i Fossvogi. Aðalefni liússins er torf og eftir öllu útliti að dæma og áliti þeirra manna, sem hafa vit á byggingum, þá er hér á ferðinni nýung, sem mun eiga mikla framtíð fyrir sér. Ekki eingöngu í bæjum, heldur einnig og e. t. v. miklu fremur í sveitum landsins. Lýsing hússins er á þessa leið: Það er kjallari, ein hæð og ris. Stærð þess er 11.50x9 m. Steinsteyptur kjallari er undir húsinu að tveim þriðju hlutum, en þriðji hlutinn er fyltur upp. í kjallaranum er þvottahús, geymsla og þurkhús. Á 1. hæðinni eru 5 herbergi, tvö eldhús og baðherbergi. Er þar ætlunin að verði tvær ibúð- ir, önnur 2 herb. og eldliús, en hin 3 herb. og eldhús, en bað- herbergi sameiginlegt. Útveggir eru tvöfaldir. Yst er ca. 3 sm. þykk múrhúðun, en þá kemur trégrind úr 2x4” plönkum með ca. 45 sm. milli- bili og þar inní eru feldar þölc- ur af reiðingstorfi, en á milli torfsins og múrliúðunarinnar er sterkur tjörupappi. Síðan kemur tómt liol á milli ysta veggs og innra veggs, en torf- þökurnar eru 5 sm. á þykt. Þess er rétt að geta, að 3 sm. þykt reiðingstorf einangrar jafnvel og 5 sm. þykkur ítalskur kork- ur. Útveggir eru 25 sm. á þykt, pússaðir. í milliveggjum er torflagið einfalt og til styrktar er notað sterkt, gróft virnet, sams konar og á útveggjum. Gangaveggir og veggir milli íbúða eru hinsvegar tvöfaldir eins og útveggurinn, en loftr rúmslausir. Innan á veggina er síðan fest vírnet, sem er smá- riðnara og síðan eru þeir „púss- aðir“ að innan, alveg eins og gert er við venjulega steinveggi. Fnágangur glugga er þannig, að utanum þá er steyptur 10 sm. breiður rammi úr járn- bentri steinsteypu og ganga jafnlangt út og torflagið að ut- an. Vatnsbretti er steypt, svo að útlit er sama og á steinhúsi. Loftið fyrir ofan er ca. 3ý2 sm. á þykt, úr steinsteypu, en grindin er bygð á líkan liátt. Einangrunarefni verður þar úr sagarspónum, en í þakinu er ; einnig 5 sm. þykt torflag á sama hátt og i veggjum, en síð- an kemur múrhúðun og ofan á hana sterkur strigi. Ofan á þetta alt saman kemur síðan 8—10 mm. asfaltlag. Sá sem á hugmyndina að þessu húsi og hefir bygt það við annan mann, nema múrunina, heitir Kristján Gunnarsson, Þverveg 14. Múrverk hefir Er- lendur Einarsson múrarameist- ari unnið. Krislján sýndi mörgum fag- ' Móðir mín, Guðlaug Fjeldsted, andaðist 22. þ. m. Katrín Fjelsted. lærðum byggingamönnum teikningar af liúsinu áður en liann hóf smíði þess í mars s. 1. og luku þeir upp einum munni um það, að hér væri mikilsverð nýung á ferðinni, sem vafalaust ætli mikla framtið fyrir sér. Auk þess sem slíkar byggingar, sem þessi, spara geysimikinn erl. gjaldeyri, eru þau alt að helmingi ódýrari en timburhús af sömu stærð og helmingi ódýrari en steinhús. Fullgert kostar liúsið 14—15 þús. krónur og sjá menn að hér er um geysimikinn verðmun að ræða. Þó verður þess að gæta, að þetta er í fyrsta skifti, sem slík bygging, sem þessi, er reist, og allir, sein að henni vinna eru þvi óvanir öllum handtökum. En þegar menn f|á æfinguna ætti að vera liægt að færa kostn- aðinn enn niður. Munu allir menn fagna þess- ari nýung á sviði byggingarlist- arinnar og má telja víst, að hún eigi framtið fyrir sér. Stefán Guðmundsson. Vafalaust hefir ráðning hans að konunglega söngleikhúsinu í Kaupmannahöfn í vor orðið lionum til vegsauka því á þeim vettvangi vann hann sigur sem söngvari þar í landi. Dönslc blaðaummæli um söng lians voru lofsamleg, en fundið var að leiksviðsframkomu hans. Hann hefir verið ráðinn aftur að söngleikhúsinu í lxaust. Er það og sigur fyrir liann sem söngmann, þvi ekki getur hann þakkað leikarahæfileikum sín- um þetta, eftir dönsku blöðun- um að dæma, heldur fyrst og fremst sinni hljómfögru i’ödd og glæsilega söng. Það er svo oft búið að lýsa rödd lians, að engin þörf er á að endurtaka það líér. Allir vita, að hann er glæsilegur tenór, með viðhafnarmilda og hljóm- fagra rödd. Hér á söngpallinum í Reykjavík lieyrum við hann á því sviði, sem hann ef til vill er sterkastur, þ. e. sem söngv- ara, er túlkar ljóðræn lög og ljóðsöngva (aríur) úr söngleik- um. Með öðrum orðum: hér í Reykjavílc gerum við af eðli- legum áslæðum engar kröfur til leíksviðsframkomu, heldur cingöngtl til söngsins. Eg býst við, að eitthvað mesta lof, sem um song lians ér liægt að segja, er það, að haft er eftir islensk- um tónskáldum, sem hann hef- ir sungið lög eftir, að hann hitti einmitt á ,,tóninn“ í lögunum þeirra. Eg var samt fyrir vonbrigð- um á söngskemtun hans í gær að tvennu leyti; fyrst var það, að efnisskráin var undantelcn- ingarlítið sú sama og í fyrra sumar („Donna vorrei morir“ eftir Tosti er að verða „of oft kveðin vísa“ o. fl.), en hitt var það, að söngur lians var öllu daufari en áður. Honum tókst fyrst verulega upp í síðustu ljóðsöngvunum (aríunum) eftir Bizet og Massenet, en þessi lög voru einnig áður hæstu tromp- in, sem hann liafði á hendinni. I þeim nær liinn ítalski söng- máti Iians fyllilega rétti sinum. fslensku lögin voru: „Kirkju- livoll“ eftir Árna Thorsteinson, „í rökkurró“ eftir Björgvin Guðmundsson, sem bæði hafa hlotið innlífgari meðferð hjá honum áður, og „Eg Iit í anda liðna tið“ eftir Kaldalóns og. „Sáuð þið hana systir mína“» eftir Pál ísólfsson, en þau vom líka sungin af fullkominni lisL Einhver miður góðgjarn, danskur blaðamaður gat þess» að Stefán hefði „ikke en altbe- sejrende Stemme“. Eg vil eng- an dóm leggja á þetta. En eitt er víst, að eitthvað er í söng hans, sem er sömu ættar og söngmannanna, sem frægír liafa orðið. Hann syngur slórar óperuaríur með miklum tU- þrifum og glæsileik. En hann eE einnig konsertsöngvari, er get- ur sungið smálög lilýtt og inui- lega. Hann lirifur fólkið meS söng sínum af því að náttúxaaB hefir gefið honum undurfagjra söngrödd og ljóðræna gáfn. Þess vegna er lilýjan í söng lians. Eg hefi heyrt þaS íiaff eftir einum „kollega“ hans^ sem furðaði sig á liinni miklis aðsókn að söng Stefáns í fyrra sumar: hann er í tisku núna, Einu sinni var eg Iíka í tískm Hann gat drjúgt úr liorni tal- að. En meðan Stefán syngur, eins og liann gerir núna, er varla hætt við að liann fari úr tísku. Haraldur Sigurðsson aðstofí- aði söngmanninn og mun varla annar geta skipað það sæti bet- ur. Húsfyllir var og ágætar við- tökur og hlaut söngmaSurima marga blómvendi. R A. í vidjum ástap og örlaga. nefnist hugðnæm kvikmyncí, sem nú er sýnd í Nýja Bíó. —- Aðalhlutverkið leikur Charles Boyer, sem nú er kallaður vítt- sælasti kvikmyndaleikarí i lieimi. Móti honunr Iefloir heimsfræg leikkona, Gaby Mor- lay. Kvikmyndin byggist á Mk- ritinu „Le Bonheur“ eftir hinn kunna franska leikritahöfund Henry Bernstein. — UmmæE danskra blaða um þessa myndl eru öll á sömu lund, að hún sé með afbrigðum góð aS öllia leyti. Politiken segir jafnvel, aS gagnrýnandinn gtandi orSIaus — svo lifandi sé leikur Charles Boyer. Bæjap Veðrið í morgun. í Reykjavík 8 st., heitast í gær' 12 st., kaldast i nótt 6 st. Sólskiia í gær ió st. Heitast á landinu i morgun 13 st., Hólum i HórnafirðL Kaldast 6 st., Fagradal og Grímsey. — Yfirlit: Háþrýstisvæði yfír Is- landi, en grunn læg'Ö um 1000 km_ suðvestur af Reykjanesi, á hægri hreyfingu í norðaustur. — Horfurr Faxaflói: Hægviðri. Úrkomulaust og víða léttskýjað. Tvö ný sundmet. Sundgarpar Ægis settu tvö met ennþá í gær, og var annað í 4X5® m. boðsundi, en hitt setti Jónas í 50 m. sundi með frjálsri a'ðferð. Boðsundsmetið er nú 1 mín. 5'J.'j sek., en var áður 1 mín. 58.2 sek., sett á mótinu á dögunum. Met Jón- asar í 50 m. sundi frj. a., er 27.8* sek., en var 28.3 sek. Aðalfundur f. S. f. hefst i kvöld kl. 8V2 í Oddfellow- húsinu. Fulltrúar eiga að mæta með* kjörbréf. — Þau félög, sem em meðlimir í í. S. í. eru 98 að tölrn. með um 12 þús. meðlimum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.