Vísir - 24.06.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 24.06.1938, Blaðsíða 2
VlSIR Bretar reiðnbúnir til að gripa inn i deilnmil Eínverja og Japana. Bresk hagsmunasvæði í Bína em í yftrvofandi liættu. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Samkvæmt opinberum heimildum er talið líklegt að Bretar muni bráðlega bera fram miðlun- artillögu eða eiga frumkvæði að friðarumleit- unum milli Kínverja og Japana. Er það talið upplýst að Halifax lávarður hafi rætt um þetta við utanríkismála- nefnd breska þingsins, þannig að undirbúningur sé þegar hafinn í þessu efni. í umræðunum um ófriðinn milli Kína og Japan, sem fram fóru í neðri deild breska þingsins í gærkveldi lýsti Halifax lávarður yfir því, að tíminn til að hefjast handa nálgaðist hröðum skrefum og skilyrðin fyrir afskiftum Breta af deilumálum þess- ara þjóða, ykjust með degi hverjum. Hagsmunir Breta í Kína eru miklir, — miklu meiri en flesta grunar, — og mun breska stjórnin leggja meg- ináherslu á að vernda þá, þótt hún hafi ekki séð sér fært enn sem komið er að blanda sér beinlínis í ófrið þann sem geysað hefir milli Kína og Japana. Þótt ófrið- urinn hafi þegar valdið Bretum miklu tjóni er viðbúið að enn meira og tilfinnanlegra tjón sé yfirvofandi þar eð bresk hagsmunasvæði eru í yfirvofandi hættu vegna árása Japana. Síðustu fregnir af ófriðinum eru þær, samkvæmt símskeyti frá Hongkong, að Japanir hafi reynt að setja lið á land í Hainan-eyju, en verið varnað það af vél- byssuskothríð Kínverja. Talið er að tíu frönsk herskip haldi sig nálægt eyjunni reiðubúin til að gæta franskra hagsmuna ef með þarf og grípa inn í. Tokiofregnir herma, að utanríkismálaráðherra Jap- ana, Otani, hafi sagt af sér ráðherrastöðu sinni en ver- ið skipaður í þess stað til að hafa með höndum og veita forstöðu framkvæmdum Japana í Norður-Kína. Ugaki mun gegna embætti Otani til bráðabirgða þar til stöð- unni verður endanlega ráðstafað. United Press. Hafnarborg Salomos og- höfud- borgf drotnmgfarinnar af Saba eru fundnar. Amerískir jarðfræðingar, sem voru að rannsóknum nálægt strönd Rauðahafsins hafa fundið hafnarborg Salomos kon- ungs, sem stóð í mestum blóma á árunum 1000 f. Kr. til 800 f. K. Hafa þeir jafnvel fundið landfestar skipanna grafnar í sandinn. Breska stjórnin tapar fylgi innan þingsins. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Neðri deild breska þingsins samþykti í gærkveldí traustsyfirlýsingu brésku stjórninni til handa með 275 atkv. gegn 141 atkv., en stjórnarand- stæðingar höfðu borið fram vantraust á stjórnina vegna afskiftaleysis hennar af Spánarmálunum. Töldu þeir að stjórnin, og þá sérstaklega Mr. Chamberlain, vanrækti svo óviðunandi væri, að gæta breskra hags- muna í sambandi við öryggisleysi breskra skipa í Mið- jarðarhafi, þar eð Franco-stjórninni væri látið haldast uppi að gera ítrekaðar árásir á bresk skip án þess að stjórn Bretlands beitti refsiaðgerðum þeirra hluta vegna gegn þjóðernissinnum á Spáni. Á köflum urðu deilurnar mjög harðar. Fylgi stjórnarinnar hefir hrakað allverulega frá því er áður var með því að meiri hluti hennar í neðri deild þingsins hefir venjulega verið 240 atkvæði en reyndist nú aðeins 134 atkvæði. United Press. Bresku konungshj ón- in fara til Frakklands 19. jiilí n. k. EENKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Opinber tilkynning hefir verið gefin út um það, að för bresku konungshjónanna verði frestað þangað til 19. júlí og lýsa öll frönsk blöð í dag gleði sinni yfir því að af förinni verður þrátt fyrir dauða Strathmore greifafrúar. Meðal almennings er mikill fögnuður ríkjandi vegna heimsóknarinnar og hátíðahöldin hafa þegar verið ákveðin í öllum atriðum, og mikil viðbúnaður verið hafður í Frakklandi og þá einkanlega í París til þess að móttaka bresku konungs- hjónanna verði sem hátíðlegust og viðhafnarmest. Hefir verið unnið að því látlaust í París undanfarna mánuði að skreyta, fegra og endurbæta ýmsar opin- berar byggingar, og mikill kostnaður verið í það lagður. Menn bjuggust ef til vill við að konungshjónin myndu hætta með öllu við för sína til Frakklands vegna dauða Strathmore greifafrúar og biðu með óþreyju ákvarðana í því efni, en nú hefir öllum orðið að óskum sínum, þar eð þessi ákvörðun var tekin. United Press. -^i — ■flHTI-T-|TT - iii | i rn —rrnriiiiMf — 11 VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (GengiS inn frá Ingólfsstræti). Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Leiðir skilja. PUNDUR var haldinn í „Full- *■ trúaráði verkalýðsfélag- anna“ hér í bænum, s. 1. þriðju- dag, og er það fyrsti fundur ráðsins, síðan þeir Héðimi Valdimarsson og félagar hans hleyptu upp fundi þess í vor, sem fræ;gt er orðið. Að þessu sinni tókst að því leyti betur til um fundarhaldið, að nú tókst þó með hörkubrögðum að heyja fundinn til enda og ljúka fundarstörfum, þó að illa liorfði í fyrstu og tvívegis yrði að gera fundarhlé, sakir æsinga og illra láta fundarmanna. En það „gerði gæfumuninn“, að sundr- ung varð í liði Héðins, sem ekki var viðstaddur sjálfur, og vildu sumir ganga af fundi en aðrir hleypa honum upp, og að lokum varð það úr, að liðið flýði alt af Iiólminum, eftir að haft liafði verið við orð að kveðja lögregluna til hjálpar, til þess að halda uppi reglu á fundinum. Eftir ósigurinn í atkvæða- greiðslunni í Dagsbrún, virðast Héðinsliðar þannig hafa „mist móðinn“ að nokkuru og ekki treystast til þess að hindra lengur félagsstarfsemi andstæð- inganna, með oflieldi, eins og þeir gerðu áður, nema þá þeir „allra vitlausustu“ í þeirra hópi, eins og Alþýðublaðið kemst að orði. En að sögn þess blaðs, vildu þeir „allra vitlausustu“ af fylgismönnum Héðins ekkert annað en hleypa upp fundinum, og láta þá heldur hendur skifta, en nokkur fundur yrði haldinn. Hinir, sem vitrari voru, eða ó- vitlausari, en fyrir þeim var Guðmundur Ó., fyrverandi for- maður Dagsbrúnar, vildu láta sér nægja að „mótmæla“ fund- arlialdinu, sem ólögmætu, og ganga síðan af fundinum. En þó að það sé engann veginn al- gild regla, að farið sé að ráðum hinna vitrustu manna, og síst þegai- æsingar eru miklar á ferðum, svo sem hér var, þá fékk G. Ó. þessu þó ráðið, þrátt fyrir ofsa hinna „allra vitlaus- ustu“, sem Aþlbl. segir að Sig- fús Sigurlijartarson hafi haft orð fyrir. Með því að „ganga af“ þessum fundi Fulltrúaráðsins, liafa Héðinsliðar í rauninni hröklast úr sterkasta víginu, sem þeir áttu yfir að ráða í byrjun þessarar valdabaráttu sinnar innan verkalýðssamtak- anna. Er það ótvírætt merki þess, að baráttuþrek liðssveit- anna sé að hila, og senn muni endir hundinn á þessa styrjöld, sem nú hefir staðið yfir í nálega heilt ár. Má að visu gera ráð fyrir því, að henni verði haldið áfram, að nafninu til þar til Al- þýðusambandsþing kemur sam- an, en hinsvegar, er undirbún- ingur þegar hafinn að þvi, að koma þeim „leyfum“ liðsins undan, sem þá kynnu enn að vera undir vopnum, og fá þeim griðastað í herbúðum komm- únista. En í því skyni hefir Héð- inn nú látið semja og „á þrykk út ganga“ frumvarp af „stefnu- skrá, lögum og starfsskrá fyrir hinn sameinaða flokk íslenskrar alþýðu“, sem hann svo kallar, og ekki þarf annað en að fá „staðfestingu“ á af hálfu kommúnista til þess að lið lians og kommúnista geti runnið saman í eina lijörð, undir um- sjá og yfirstjórn eins hirðis — austur í Moskva. Aöalfundur f. S. I. Aðalfundur I. S. í. hófst í gærkveldi kl. 8V2 í Oddfellow- húsinu, eins og frá var skýrt í Vísi í gær. Forseti, Ben. G. Waage, setti fundinn og mintist Axels V. Tulinius, er var 1. forseti I. S. í. og heiðruðu fundarmenn minn- ingu hins látna íþróttafrömuðs, með því að rísa úr sætum sín- um. Síðan var kosinn fundastjóri og var það Erlendur Ó. Péturs- son, forstjóri, en ritari var kos- inn Konráð Gislason, ritstjóri íþróttablaðsins. Þá gaf forseti skýrslu um starfsémi 1. S. 1. á árinu, en á meðan athugaði kjörbréfanefnd kjörbréf manna. Skýrsla forseta tók eina klukkustund og var hin ítarleg- asta. Lýsti hann starfsemi sam- bandsstjórnar, læknisskoðun íþróttamanna, íþróttaráðum, sem eru 13 á öllu landinu, stjórn íþróttavallarins, bind- indisstarfsemi f. S. í., bókaút- gáfunni, vinnu við íþróttahverf- ið, heimsóknum og utanferð- um á árinu, staðfestingu íþróttabúninga, íþróttanám- skeiðum o. fl. o. fl. Alls voru 63 met staðfest á árinu, þar af 40 sundmet. Þegar forseti hafði lokið skýrslugerð sinni var gengið til stjórnarkosninga og lilutu þess- ir kosingu: Forseti: Ben. G. Waage (end- urkosinn). Meðstjórnendur: Sigurjón Pétursson, gjaldkeri (endurkos- inn) og Frímann Helgason (í stað Guðm. Halldórssonar, sem gaf ekki kost á sér aftur). í varastjórn voru kosnir Er- lendur Pétursson, Konráð Gísla- son og Jón Kaldal. Endurskoð- endur: Sigurgisli Guðnason og Erlendur Pétursson. Fundurinn heldur áfram í kveld. Vestnrheimsmaðn r ^ leitar að fjársjöði í Noregi. Oslo 23. júní. Ameríkumaður nokkur er nýlega kominn til Kongsberg til þess að leita eftir fjársjóði, sem þar á að vera grafinn í jörð. Ameríkumaðurinn snéri sér til lögreglunnar við kom- una til Kongsberg og kvaðst liafa meðferðis uppdrátt, sem sýndi hvar fjársjóðurinn væri falinn, og spurðist fyrir um það hve mikinn liluta hans hann gæti fengið, ef hann fyndist. Ameríkumaðurinn lét kafa í Laagen í nótt, en hann telur að hann hafi verið falinn þar sem áður var gamall ferjustaður. Grjót var svo mikið þar sem kafað var, að ógerlegt var að rannsaka staðinn. Kongsberg Daghlad skýrir frá því, að 1849 hafi verið stolið silfurmunum sem voru 200.000 kr. virði. Ilyggur blaðið að þjófurinn Hafnarborg þessi er nefnd i fyrstu Konungabókinni í 26., 27. og 28. versi, sem eru svo- hljóðandi: „Salomo konungur lét og smíða skip á Ezjon-Geber, sem liggur hjá Elot á strönd Rauða- hafs, í Edomlandi. Og Hiram sendi á skipin menn sína, far- menn vana sjómensku, ásamt mönnum Salomos. Og þeir fóru til Ofir og sóttu þangað gull — fjögur hundruð og tuttúgu tal- entur, — og færðu það Salomo lconungi“. Borgin Ezjon-Geber, sem Ar- abar kalla nú Telel Klieleifah er við noðurströnd Akaba-fló- ans en er nú liálfa mílu inn í landi vegna sandburðar að ströndinni. í húsum þeirn, sem þegar í liafa verið grafin upp hafa | fundist ýmsir munir úr kopar, t. d. önglar, naglar og mörg verkfæri. Þá þykist amerískur forn- minjafræðingur hafa fundið höfuðborg drotningarinnar af hafi farið til Ameríku með uppdráttinn. NRP—FB. Saba inn í eyðimörkum Arabíu. Mun birtast um það grein í sunnudagsblaði Vísis mjög bráðlega. Oslo 23. júní. Þ. 15. júní voru atvinnuleys- ingjar í Noregi 22.038, en 22.028 á sama tíma í fyrra. —• NRP—FB. VIÐ STRENDUR KÍNA sveima herskip stórveldánna, reiðubúin til að vernda.hagsmuni lands síns og grípa inn í ófrið- inn, ef ástæða gefst til.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.