Vísir - 25.06.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 25.06.1938, Blaðsíða 2
V ÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Simar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. „Umbóta“- tillögurnar. TÍMADAGBLAÐip er við og * við að minna á „umbóta- tillögur“ þær sem bæjarfulltrúi Fi'amsóknarflokksins hafi bor- ið fram í bæjarstjórninni, og krefjast þess, að þeim verði sýndur sá sórni, sem þær verð- skuldi. Nokkurar þessara til- lagna hafa nú verið ræddar nokkuð í blöðunum, og fengið misjafnan byr. A aðrar hefir lítt verið minst, af þvi að þær liafa ekki þótt þess verðar, þó að skilja megi á flokksbiaði bæjai’fulltrúans, að það telji allar tillögurnar hverja annari merkilegri. En hér skal nxx í stuttu máli vikið að nokkurum þeiri’a. Bæjarfulltrúinn hefir flut). til- lögu um það, að ókeypis að- gangiur að Sundhöllinni, til sundiðkana, yrði veittur öllum þeim bæjarmönnum, sem stundað hefðu sjómensku, sem svaraði heilu ári, einhverntíma æfinnar. Fjöldi þeirra manna, sem þetta tæki til, skiftir vafa- laust mörgum þúsundum, en ekki er ólíklegt, að meirihluti þeirra yrðu menn, sem nú stunda aðra atvinnu, alveg hafa lagt sjómenskuna „á liilluna“ og fyrir engra hluta sakir væri ástæða lil að veita slík fríðindi öðrum bæjarmönnum fremur. Hinsvegar hefir bæjarstjórnin stofnað til ókeypis námskeiða í sundi fyrir sjómenn, sem sjó- mensku stunda að jafnaði, og var tillaga bæjai’fulltrúans þvi óþörf að þvi leyti sem nokkurt vit gat verið í henni. En að sjálfsögðu væri loku fyrir það skotið, að rekstur Sundhallar- innar gæti „borið sig“, ef mikill þorri bæjarmanna ætti að hafa ókeypis aðgang að henni, og samrýmdist það illa því kjör- orði bæjarfulltrúans, að „alt verði að bera sig!“ Þá lagði bæjarfulltrúinn það til, að bærinn lækkaði verð á rafmagni og vatni lil ísfram- leiðslu. ís er nú seldur til skipa á 15—25 krónur smálestin, og taldi bæjarfulltrúinn brýna nauðsyn bei’a til þess, að dregið yi’ði úr framleiðslukoslnaðin- um svo að útgerðin ætti þess kost að fá ísinn við skaplegra verði. En til þess að framleiða eina smálest af is, mun nú þui’fa vatn og í’afmagn fyrir 2 krónur, og mundi það því ekki „hossa hátt“ fyi’ir útgerðina, þó að verkið á ísnum yrði lækkað sem því svai’aði, og valn og raf- magn til ísframleiðslu látið ó- keypis í té — kippir þessari til- Iögu bæjarfulltrúans því mjög í kyn til annara tillagna Fram- sóknarmanna, sj ávarú tveginum til hagsbóta, og virðist hafa þann liöfuðtilgang, „að sýnast“. Loks er að geta þeirrar til- lögunnar sem bæjarfulltrúinn kendi við „götuuppeldi barna“, og fór í þá átt, að bann yrði lagt við útivist bai’na, innan ákveð- ins aldur, og gjötudrabbi langt fram á nætur. Bæjarfulltx’úan- um vii’ðist liafa verið alveg ó- kunnugt um það, að því væri nokkur takmörk sett, hve lengi börn mættu hafast við ú götum úti á kvöldin, og er því í raun- inni engin furða, þó að lionum þætti tími til kominn, að úr því yrði bætt. En um þetta liefir um langt árabil verið ákveðið i lögx-eglusamþykt bæjarins, en lögreglunni, jafnvel undir hinni mjög rómuðu og röggsömu lög- reglustjórn framsóknarlög- reglustjói’anna, hvers frarn af öðrum, gersamlega láðst að framfylgja þeim ákvæðum! Um það má að sjálfsögðu deila, hve lengi eigi að leyfa bömum að vera úti á kvöklin, livort heldur til kl. 8 eins og bæjarfulltrúinn lagði til, eða þá til kl. 10, eins og nú er mælt fyrir í lögreglu- samþyktinni. En ef lögreglan hefir ekki treyst sér lil að framfylgja þeim fyrirmælum lögreglusamþyktarinnar sem nú eru í gildi um þetta, og reka börnin af götum kl. 10, til hvers er þá að leggja fyrir hana að gera það kl. 8. Þess má nú geta, að nokkuru áður en bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins bar fram þessa tillögu sína, uin „götuuppeldi barna“, liafði sérstök nefnd verið skipuð til að endurskoða lögreglusamþykt bæjarins, og var því tillagan, þegar af þeirri ástæðu, tilgangslaus að svo stöddu. En slíkt hið sama má í rauninni segja um flestar þess- ara „umbóta“-tillagna bæjar- fulltrúans. Goðafoss kom til Eyja fyrir kl. 9 í morgun, eða öllu fyrr en ætlað var, og er það góð- viðrið, sem orsakar þessa hröðu för hans. Skipið er væntanlegt hingað í kveld kl. 9 og eru með þvi þýsku knattspyrnumenn- irnir. Fararstjóri er dr. Erbach og eru kona hans og dóttir einnig með i förinni. Varamaður dr. Erbachs er Riemann yfirkenn- ari, en þjálfarinn heitir Hoh- mann og er hann kunnur knatt- spyrnumaður. Nöfn keppendanna eru þessi: Altlioff, fyrirliði á knatt- spyrnuvelli, Gappa, Woss, allir frá Miinster. Rolir frá Karls- ruhe, Bertram frá Göppingen, Ivraft frá Stuttgart. Lurz frá Wurzburg. Michl frá Munchen. Prysok frá Beutlien. Koppa frá Gleiwitz. Jeutzscli frá Berlín. Liidecke frá Hamborg. Peschel frá Dessau og Linken frá Kiel. Goðafoss fór. frá Eyjum kl. 11 og þar eð skipið lcemur held- ur tímanlega Iiingað er jafnvel í ráði að þeim verði lialdið sam- sæti í Stúdentagarðinum strax í kveld. Farsóttir og’ manndauði i Reykjavík vikuna 29. maí— 4. júní (í svigum tölur næstu viku á undan): Ilálsbólga 66 (59). Kvefsótt 107 (126*. Gigt- sótt 2 (0). Iðrakvef 8 (0). Kvef- lungnabólga 6 (0). Taksótt 5 (4*. Skarlatssótt 4 (5). Heima- koma 1 (0). Mannslát 10 (8). Landlæknisskrifstofan. (FB). Bretar hdta að grípa til gagnráðstafaDa, ef loftárásir á bresk skip halda áfrarn. Raudliðai9 á Spáni telja sér ósigop vísan. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Stjórnmálafréttaritari Daily Express fullyrSir í blaðinu í morgun, að Chamberlain muni krefjast þess af Mussolini að hann knýi Franco til þess að hætta öllum árásum á bresk skip í Miðjarðarhafi og í höfnum Spánar, með því að frekari árásir hljóti óhjákvæmilega að hafa þær afleiðingar að alþjóðaeftirlitið við Spán verði aukið til mikilla muna, sem og að framkvæmd bresk-ítalska sáttmálans verði slegið á frest. Þá er það haft eftir öruggum heimildum, að þegar erindreki Spánverja, Azcarate, sendiherra kom til London hafi hann gengið á fund Halifax lá- varðar og átt við hann viðræður um Spánarmálin, og hafi Halifax lávarður varað hann mjög eindregið við að ef þjóðernissinnar á Spáni héldu áfram loftárásum sínum, hlyti það að leiða til róttækra refsiaðgerða gegn stjórn þeirra, sem gætu haft hinar alvarlegustu afleið- ingar, og frá hendi rauðliða á Spáni myndu verða gerð- ar gagnráðstafanir, sem ekki væri unt að vita hvaða af- leiðingar gætu haft. Dagblöðin í París skýra svo frá, að Azcarate sendi- herra hafi látið þar í Ijós, að hann óttaðist að rauðliðar á Spáni myndu taka upp loftárásir á þýsk og ítölsk skip, og jafnvel væri sá möguleiki fyrir hendi að árásir yrðu gerðar á ítalskar borgir. „Petit Parisien“ fullyrðir að Frakkar muni í Iengstu lög forðast öll vandræði, sem Ieiða kynni af gagnráð- stöfunum og refsiaðgerðum vegna hinna tíðu árása, sem frönsk skip hafa orðið fyrir, þótt svo kunni að fara að óhjákvæmilegt verði að grípa til slíkra ráð- stafana. Svo virðist sem ýmsir foringjar rauðliða í Barcelona hafi nú sannfærst um, að barátta þeirra sé dauðadæmd og alt miði í áttina til uppgjafar, og hafa þeir því gripið til ýmsra ítrustu örþrifaráða til þess að bjarga því sem bjargað verður, og tryggja öryggi sjálfra sín. Uiiited Press. Deilup Haugwitz Reventlow bjónanna eru adaiumræðu* efni í Englandt. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London, í morgun. undúnablaðið Daily Herald fullyrðir að líkur séu til að greifahjónin Haugwitz-Reventlow jafni deilur þær, sem þeirra er í millum á friðsamlegan hátt og án þess að Scotland Yard þurfi að grípa inn í til öryggisráðstafana frekar en orðið er, en eins og getið hefir verið um í skeytum hefir greifa- frúin leitað til Scotland Yard til þess að tryggja öryggi sitt. Haugwitz-Reventlow greifi dvelur nú í Frakklandi, en ef svo skyldi fara að hann leitaði til Englands hefir verið gefin út handtökuheimild fyrirfram til öryggis. Allir lögfræðilegir ráðunautar hjónanna hvetja þau til þess að jafna deilumál sín á friðsamlegan hátt, en þessu deilumáli þeirra í millum hafa aðallega risið út af syni þeirra hjóna og uppeldi hans, eða svo er það látið heita. Þrátt fyrir það, að lögfræðilegir ráðunautar hjón- anna reyni að koma á sáttum þeirra í milli, er alment talið að deilur þeirra muni koma fyrir dómstólana og að skilnaður sé óumflýjanlegur. Einkanlega er rætt um það meðal almennings hvernig muni fara um framtíð barnsins og hvort þeirra hjóna fái rétt til að annast uppeldi þess. Hitt er fyllilega upplýst að aldrei hefir nein ráðagerð verið uppi um það að ræna drengnum, eins og fyrstu fregnir um mál þetta hermdu, þótt greifafrúin leitaði til Scotland Yard til öryggis handa sér og barninu. Þrátt fyrir það að faðirinn eigi lögum samkvæmt forráðarétt barnsins vill greifafrúin ekki sleppa af því hendinni, en um einstök atriði önnur í sambandi við deilumál þessi er ekkert upplýst. United Press. Ikviknun f mann- lausn húsi. KI, 6 í gærkveldi var slökkvi- liðið kvatt vestur að Nýlendu- götu 14, en það hús á Einar Ein- arsson skipasmiður. Hafði gleymst að slökkva á olíuvél er heimilisfólk fór upp i sumarbústað sinn. Var olíu- vélin í búrinu og er að var kom- ið, logaði þar upp um veggi og loft og út um glugga, en slökkviliðinu tókst að kæfa eld- inn á um stundarfjórðungi. — Vörður var Iiafður í húsinu fram eftir kveldi. Bílsllfs i Svinaiirmi. Um 11-leytið í gær var vöru- bíllinn R—395 á leið til Reykja- vikur frá Stokkseyri með 2 smál. af saltfiski. Rétt lijá Kolviðarhóli brotn- aði stýrisarmur bilsins og rann hann út af veginum, út á hraunhellu, sem þar er og rann alla leið á vörðu, sem stendur um 9 m. fná veginum og sópaði henni á brott. Bíllinn valt síðan og vissu hjólin upp. Tveir menn, feðgar, voru í bílnum, Jón Ingvarsson bilstjóri, Ingólfsstræti 21 og faðir hans, Ingvar Hannesson. Jón viðbeinsbrotnaði, en Ingvar slapp ómeiddur. Aðalfundur í. S. I. Aðalfundi í. S. í. Iauk í nótt. Voru þar samþyktar margar til- lögur viðvíkjandi eflingu í- þróttalífs og íþróttamentun þjóðarinnar. Að lokum ákvað fundurinn að senda þetta skeyti til Goða- foss, er hann kæmi til Vest- mannaeyja (nú í morgun): Aðalfundur í. S. í., lialdinn 24. júní, fagnar komu úrvalsliðs þýslcra knattspyrnumanna og sendir þeim og foringja þeirra, dr. Erbach, bestu vinarkveðjur. Eggert Stefánsson hefir verið kosinn heiðursfélagi í Karlakór Akureyrar og hefir söngvaranum bqrist skirautritað §kjal þar, sem honum er tilkynt þessi ákvörðun. Skjalið hefir skrif- að Jón NorðfjörÖ á Akureyri og er það harla fagurt, með íslensku litunum í umgerðinni, en stafirnir gullnir, rauðir og grænir. Skemtun að Eiði. Á morgun verður fyrsta úti- skemtunin að Eiði og verða til skemtunar ræðuhöld, söngur, leikfimissýning og dans. Skemt- unin liefst kl. 3 Bílar ganga frá öllum bíl- stöðvum og er vegurinn nú á- gætur alla leið. Húsbyggingin nýja hefst strax eftir helgina og fást happ- drættismiðar að Eiði á morgun. Allir að Eiði! Franco og nokkrir liðsforingjar hans á vígstöðvunum við Castellon.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.