Vísir - 06.07.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 06.07.1938, Blaðsíða 2
VISIR VfSIR DAGBLAS Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritsíjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Lántakan. A öðruin stað í blaðinu birtist "• tilkynning frá ríkisstjórn- inni um niðurstöðuna af lán- tökuumleitunum stjórnarinnar erlendis. Og það er tilgangs- Iaust, að reyna að dyljast þess, að þau málalok liljóta að hafa valdið rikisstjórninni nokkur- um vonbrigðum. Tilætlunin var að ná samn- ingum um 11—12 miljón króna fast lán, að mestu til þess að standa straum af afborgunum af föslum lánum ríkissjóðs og öðrum opinberum lánum næslu þrjú árin. En fengið hefir verið bráðabirgðalán, sem svarar um 2.2 milj. króna, líklega að eins til eins árs. Þessu lánsfé á að verja til að „inna af hendi mest aðkallandi greiðslur hins opin- bera erlendis. Hinsvegar voru þær greiðslur, sem fyrirhugað hafði verið að greiða mcð láns- fénUj áællaðar 3—4 miljónir króna á árí, og hrekkur þvi bráðabirgðalániö, sem fengið hefir verið, hvergi nærri til þess að inna allar þær greiðslur af hendi. Þá Iiafði og verið ráð- gert að verja nokkurum hluta lánsfjárins til byggingar síldar- bræðsluverksmiðju á Raufar- liöfn, en svo virðist nú sem það muni farast fyrir, að í þá fram- kvæmd verði ráðist að sinni. í tilkynningu ríkisstjórnar- innar er komist svo að orði, að það hafi, „að rannsökuðu máli“ verið talið „óhentugt af ýmsuin ástæðum, að bjóða nú þegar út fast Ián fyrir ríkið“ og því hafi verið Iiorfið að því, að taka bráðabirgðalán í þess stað. Og það er vafalaust rétt, að „af ýmsum ástæðum“ hefir ekki verið lientugur tími til þess nú, að bjóða út lánið, eins og það var fyrirhugað. Hinsvegar var aldrei tilætlunin, að nota alla lánsupphæðina (11—12 milj.) nú þegar, og í svipinn gat bráða- birgðalán því komið að sömu notum og fast lán, ef það nægði til að standa straum af þeim greiðslum, sem nauðsyn var á að taka lán til að inna af liendi nú þegar, eða á yfirstandandi lári. En á það virðist skorta all- verulega, og leiðir af því, að hún verði þá að nema meira við nögl aðrar greiðslur, í erlendum galdeyri, en fært hefir þótt, þegar áætlunin var gerð um það, hve liált lánið þyrfti að vera. En því er þó vart til að dreifa, að nú þyki svo miklu betur áhorfast um gjaldeyris- afkomuna en áður, að þess vegna hafi verið talið kleift að lækka lánsupphæðina. Hinsvegar verður það engan veginn sagt um þessi málalok, að þau hafi verið verri en efni stóðu til. Þess var ekki að vænta, eins og nú er komið hag landsins, að lántökuumleitanir þessar yrðu auðsótlar, eða að fé mundi liggja allskostar laust fyrir, livar sem eftir yrði leitað. Og ef til vill hefir jafnvel yfir- leitt verið ríkjandi frekar of mikil en of lítil bjartsýni um það, hversu auðvelt okkur ís- lendingum mundi vera það, að „sækja gull í greipar“ erlend- um Jánveitendum. En um það er reynslan ólygnust, og af þeirri reynslu, sem nú er fengin um þetta, geta menn ráðið það, að þó að ékki saki að vísu að gera sér góðar vonir, þá mun varlegast að vera við því búinn, að þær geti brugðist. Eogin sflriveiði fjrir Norðurlandi. Sama veðrátta er ennþá fyrír Norðurlandi, norðaustan strekk- ingur og kuldi í veðri. Eru skip úti, en engin verða vör og berst engin síld á land. Siglufirði 5. júlí. FÚ. Á Siglufirði var í dag hæg- viðri og þokusúld og veiðiveður gott — liægði út af Siglufirði og vestur undan, en hvassara austur undan, enda ekki síldar- vart þar. Nokkur skip liafa fengið dá- litla veiði í Húnaflóa. Allmikil áta er sögð við Vatnsnes. — E.s. Calatea fermdi það sem til er af síldarmjöli í ríkisverksmiðj- ununi -— alls 825 smálestir. Dr, Aljechin og Salo Flohr keppa um heimsmeistaratign. Heimsmeistarinn í skák, dr. Aljechin, var í Prag fyrir skemstu, og undirskrifaði hann þar samning, ásamt tékkneska skákmeistaranum Salo Flolir, upt áfj Jígppa um heimsmeist- aratígn í skák í Prag á hausti komanda. Þeir skilmálar eru; þó settir, að Flolir leggi fram all- mikla fjárliæð til tryggingar því, að kepnin fari fram, og ber honum að gera það fyrir 1. sept. næstkomandi. Fé til að standa straum af kepninni leggur tékkneska ríkið fram að nokkru leyti, og er kostnaðurinn við kepnina áællaður 400 þús. télckneskar krónur. Aðrir skil- málar eru hinir sömu og giltu, er þeir keptu dr. Aljechin og dr. Euwe. Eftir þessari fregn að dæma, verður frestað hinni á- formuðul kepni um heimsmeist- aratignina milli Aljechin og Capablanca. F.Ú. UPPREISTARMENN NÁLG- AST VALENCIA. Oslo 5. júlí. Útvarpsstöðin í Valencia hef- ir sent út aðvörun til íbúa borg- arinnar þess efnis, að þeir verði að vera við því búnir að hverfa úr borginni. (NRP—FB). 29.000 DAUÐSFÖLL AF VÖLDUM KÓLERU. Oslo 5. júlí. Kóleran í héruðum Norður- Indlands, segir í Reuter-fregn, veldur enn feikna manntjóni. — Til þessa liafa 29.000 manns beðið bana. (NRP—FB). Útvarpið í kvöld. Kl. 19.10 VeÖurfregnir. 19.20 Hljómplötur : Valsar. 19.50 Fréttir. 20.15 Útvarpssagan: („Október- dagur“, eftir Sigurcl Hoel). 20.45 Hljómplötur: a) Lög eftir Stravin- sky. b) (21.15) íslensk lög. c) (21.40) Lög leikin á ýms hljóSfæri. Næturlæknir: er í nótt Eyþór Gunnarsson, Laugaveg 98. — NæturvörSur í Laugavegs og Ingólfs apótekum. Ógurlegt tj ón af vatna- vöxtum í Japan. 200 menn iiafa drukknað, en 400 er saknað. — 60.000 hós eru á flóöasvæðinu. — 1200 hós í borginni Kobe gereyðilögð — Tjónið nemur mörgum miljónum sterlingspunda. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Bífurlegt tjón hefir orðið af völdum vatnavaxta í Japan, í grend við borgina Kobe og í borg- inni sjálfri. Kobe er mikil hafnarborg með um 650.000 íbúa og er hörmulegt ástand víðsvegar í borginni vegna flóðanna. Enn er eigi kunnugt með vissu hversu margir hafa farist, en það er alveg vafalaust, að mildu fleiri hafa farist en þegar er kunnugt. Sennilega skiftir tala þeirra, sem druknað hafa, mörgum hundruðum. Vitað er með vissu, að 200 menn hafa druknað, en um 400 er saknað. Yfir 60.000 hús eru á því svæði, sem flætt hefir yfir. í fjölda mörgum húsum hafast íbúarnir við á efri hæðum húsanna og hafa engin tök á að komast á brott. Óttast menn, að flóðin muni sópa með sér f jölda húsa. Þegar er kunnugt, að um 1200 hús hafa gereyðilagst. íbúar Kobe í þúsundatali eru í yfirvofandi hættu. í stórum borgarhlutum hafa allar leiðslur bilað, gass, vatns og rafmagns. Drykkjarvatn er hvergi að fá, þar sem vatnsgeymar borgarinnar hafa eyðilagst. Feikna miklar úrkomur að undanförnu eru orsök flóðanna. United Press. Fjáraukalög' ad upphæd 2200 miljónir frauka samþykt í belgiska þiuginu. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Efri deild belgiska þjóðþingsins hefir samþykt fjárauka- lög að upphæð 2200 miljónir franka, eftir langar og harðar umræður, með 82 atkvæðum gegn 23. Átján þingmenn sátu hjá. Atkvæðagreiðslan fór fram snemma í morgun, í lok þingfundar, sem stóð í alla nótt. Meðal þess, sem um var deilt, voru f járveitingar til landvarna o. fl. United Press. Bpádabirgðalán aö npphæð 100,000 stpd. Vísi barst í gærkveldi eftir- farandi tilkynning frá ríkis- stjórninni. Út af lántökuumleitunum ís- lands erlendis undanfarið, lil- kynnir ríkisstjórnin, að trún- aðarmenn hennar, Magnús Sig- urðsson, bankastjóri og Jón Árnason, framkvæmdarstjóri, hafa fengið 100 þús. sterlings- punda bráðabirgðalán, gegn 4% ársvöxtum, til þess að hægt sé að inna af bendi mest að- kallandi greiðslur liins opin- bera. Að rannsökuðu máli, þótti óhentugt af ýmsum ástæðmn, að bjóða nú þegar út fast lán Kl. 8 í gærkveldi bófst ganga Svíanna suður á íþrótlavöll með Lúðrasveit Reykjavikur í broddi fylkingar. Var fylkingin liin glæsilegasta, en mikill maim- fjöldi fylgdi henni. KI. 8y2 gekk fylkingin inn á völlinn og tók sér stöðu á pall- inum, sem komið liafði verið fyrir fram undan stúkunni. Lék Lúðrasveitin þjóðsöngva Svía og íslendinga, en síðan bauð Guðm. Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórnar flokkinn velkom- inn. Hylti mannfjöldinn, sem mun hafa verið um þrjú þús- und, flokkinn, en síðan hófust sýningamar. Voru fyrst sýndar ýmsar staðæfingar, bolfettur, lianda- sveiflur o. f 1., sem einungis fimleikakennarar kunna að liefii? fengist. fyrir ríkið erlendis, og var því bráðabirgðalánið tekið. Þá mun bráðlega gengið frá lántöku fyrir Akureyrarbæ, til rafvirkjunar. Hafa borist til- boð frá Svíþjóð og Danmörku, og mun danska tilboðinu að öllum líkindum verða tekið. Loks liefir ríkisstjórnin haft fregnir af því, að enn muni ekki vera lokið athugunum er- lendis á hitaveitumáli Reykja- vikur, óg er því að svo stöddu ekki liægt að segja, hver enda- lok verða, þótt telja megi mikl- ar líkur til, að lán til bitaveit- unnar fáist í Svíþjóð. nefna. Þá komu æfingar á slá og voru þær æfingar Svíanna, sem þeir sýndu í gær, svo erf- iðar og kröfðust svo mikilla krafta, að þær nást aðeins eftir miklar og strangar æfingar. Þá voru einnig jafnvægisæfingar. Að sláaræfingum loknum komu stökk yfir hest og kistu. Þau voru fjölbreytt og skemti- leg og gerð erfiðari á ýmsan hátt, en hér tíðkast. T. d. liggja 4 piltar á hestinum eina um- ferðina, en hinir stökkva yfir þá. Að lokum fóru fram nokkur- ar staðæfingar. Fögnuður áhorfenda var afar mikill og má með sanni segja, að flokkurinn „kom, sá og sigr- aði“. Japönsk liepskip, sem ordid tiafa fypir stórskemdum í ioftáPásum, á leiö niðuF Y angtze- ána. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Kínverjar hafa haldið því fram að undanförnu, að þeir hafi gert hverja loftárásina á fætur annari á herskip Japana á Yangtze-ánni. M. a. sögðu þeir frá því í tilkynningum sínum, að þeir hefði skotið í kaf flugvélastöðvarskip og sökt þremur tund- urspillum. Nú hefir fengist vissa fyrir því, að þessar fregnir Kínverja hafa við rök að styðjast. Símfregnir frá Shanghai í morgun greina frá því, að nokkur jap- önsk herskip illa útleikin hafi sést neðarlega á Yangtze- ánni, á leið niður ána. Meðal þeirra voru þrír tundur- spillar, eitt flugvélastöðvarskip með þrjátíu skemdar , flugvélar á þilfari og eitt herflutningaskip sem hafði stórskemst af sprengikúlum. Erlendir styrjaldarfréttaritarar, sem þetta síma, segjast sjálfir hafa séð skip þau, sem um er að ræða. United Press. MEGINHER KÍNVERJA VER HANKOW. Oslo 5. júlí. Leiðtogar kínversku þjóðar- innar hafa, að því er Reuter- fregn hermir, lýst yfir því, að Kínverjar sé staðráðnir í að berjast meðan nokkur maður megi vopni valda, til þess að verja Hankow. Meginhluti ldn- verska liersins hefir verið send- ur til Hankow-vígstöðvanna og er unnið að því að treysta vig- gix-ðingar borgarinnar. (NRP— FB). London 6. júlí FÚ. Japanir tilkynna, að þeir hafi gert loftárás á aðal-flugvéla- bækistöð Kínverja, en liún er við Nan-cliang. Segjast þeir hafa eyðilagt þriðjung af kín- verska loftflotanum. Þá segjast Japanir þegar hafa telcið Kiu- Kiang.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.