Vísir - 07.07.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 07.07.1938, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Sfmar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Opinber ákærandi? A lþýöublaöið vill ekki láta “ það uppi, liver af ríkis- stofnununum það sé, sem það hafi átt við í grein sinni á dög- unum og það sagði að nauðsyn- legt væri að „lireinsa til í“, af því að þar væri um „virkilega misnotkun að ræða“. Blað Framsóknarflokksins krafðist þess, að Alþýðublaðið talaði „skýrt og greinilega um þetta mál“, en léti ekki sitja við að- dróttanir einar og dylgjur um ónafngreinda menn eða stofn- anir. En að sjálfsögðu lét það svo sem það sjálft hefði ekki nokkura hugmynd um það, við hvaða stofnun Alþýðublaðið hefði átt, eða hver forstjóri hennar væri. Og lét blaðið það á sér skilja, að því væri mjög um það hugað, að málið skýrð- ist sem best, svo að saklausir menn yrði ekld fyrir sökum hafðir, og bar það í því sam- bandi mannorð Haralds Guð- mundssonar fyrir brjósti. Það virðist nú svo, sem Al- þýðublaðinu þyki það miklu minna máli skifta, en blaði Framsóknarflokksins, þó að eitthvað kynni að slettast á mannorð Haraldar af þessum sökum. Og það skorast alger- lega undan því, að segja greini- lega til um, við hvað hafi verið átt í grein sinni. Það segist ekki vera „opinber ákærandi“. En ef blað Framsóknarflokksins hafi áhuga á því, „að losa aðra forstjóra eða aðra ráðherra undan þeim grun, að þeir vilji skjóta einhverjum ákærum til hliðar“, þá skuli það „snúa sér til dómsmálaráðherrans til þess að fá nánari upplýsingar.“ Við þetla er nú það að at- huga, að Alþýðublaðið liefir ekki æfinlega kveinkað sér svo mjög við því, að gerast opin- ber ákærandi, jafnvel j)ó að minni nauðsyn hafi rekið til, en ætla mætti, að það hefði nú um að ræða. En þar við bætist, að það er nú orðið um seinan, að bera þvi við, áð því beri ekki að gerast opinber ákærandi í þessu máli, því að það hefir þegar gengið fram fyrir skjöldu og borið slíkar sakir á ákveðna ríkisstofnun, þó að ekki sé til- greint hver hún sé, eða bent á forstjóra hennar, að ekki má kyrt liggja úr þessu. Blaðið hefir látið svo um mælt, að þessi forstjóri hafi sætt „rökstuddum ákærum fyr- ir að hafa misnotað stöðu sína stórlega“ til hags fyrir sjálfan sig, skyldmenni sin og einslaka starfsmenn, og fyrir að hafa „á annan hátt misnotað aðstöðu sína gagnvart starfsfólki sínu“. Og nú gefur blaðið það full- komlega í skyn, að þessar „á- kærur“ á hendur forstjóranum ,muni liafa komið fram sem op- inberar ákærur iá hendur lion- um, og verið sendar æðsta yfir- manni ákæruvaldsins, dóms- málaráðherranum, en sá grun- ur hvíli á þeim vaklsmanni, að hann hafi stungið þeim undir stól. Þetta gerir blaðið með þeim hætti, að beina því til blaðs Framsóknarflokksins, „að snúa sér til dómsmálaráð- herrans“, til þess að fá upplýs- ingar, ef því sé ant um að losa aðra ráðherra undan þeim grun, að þeir vilji „skjóta einhverjum ákærum til hliðar“. En slíkur grunur skilst manni að blaðið telji að liljóti að hvíla á dómsmálaráðherranum, og ekki að eins það, heldur að ráð- herrann hlyti að verða sannur að sök um að ætla sér að „skjóta einhverjum ákærum til hliðar“, ef gangskör yrði gerð að því að rannsaka það. Ef Alþýðublaðið hefði nokk- ura sómatilfinningu til að bera, þá gæti það ekki látið þetta mál niður falla við svo búið. Hinsvegar er það auðsætt, að það muni vera ráðið í að gera það. Húsbændur þess í valda- stöðum Framsóknarflokksins hafa sagt því að „skammast sín og þegja“, og þá þagnar það. Þó að það reki upp eitt og eitt „bofs“, og geri sig jafnvel lík- legt til að „glefsa“ í einhvern, eftir að það hefir fengið skip- unina, þá verður auðvitað ekki meira úr því. Það er ekki til þess fallið að vera „opinber ákærandi“, til þess eru m. a. vinnubrögð þess of „kjaftakerl- ingarleg“, eins og framsóknar- blaðið orðar það. Slldveiðarnar. Nokkur skip hafa fengið dágóð köst við Vatnsnes. Mb. Vébjörn frá ísafirði kom til Siglufjarðar í nótt með full- fermi. Síldina liafði hann feng'- ið á Húnaflóa. Samkv. skeyti frá Siglufirði í morgun var þar hægviðri, en kalt. Síldar hefir ekki orðið vart austan Siglu- fjarðar, en liinsvegar hafa skip séð nokkuð af síld á Húnaflóa, en lítið aflað, enda sti-ekkingur. Tveir bátar komu með 20— 30 og 60—70 mál til Hjalteyrar í gær. Höfðu bátarnir haft þessa slatta í sér nokkra daga. B.v. Gulltoppur kom til Hest- eyrar í gær með um 130 mál, sem hann hafði fengið út af Hornströndum. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. Siglufirði í morgmi. I nótt komu þessir bátar til Siglufjarðar: Vébjörn, Isafirði,. 600 mál, Þór, Ólafsfirði, 40 mál, Skúli fógeti, Vestmannaeyjum 100 mál. Engin önnur síld hefir fengist svo að til hafi frést. — Veður var þó yfirleitt gott, en kuldi í lofti og sjó. Þráinn. (FC. í gærkv.) í nótt koinu tvö skip til Rik- isverksmiðjanna í Siglufirði með samtals 150 mál. Síldin veiddist við Skaga í fyrrinótt. I dag kom eitt skip austan frá Skaga með 30 mál. Skipið hafði verið eystra 11 daga, en haft aðeins tvo daga sæmilegt veiði- veður og lítið orðið síldarvart. I morgun varð litilsháttar síld- arvart við Selsker. Nokkur skip köstuðu nótum, en fengu litla veiði. — Um 90 veiðiskip voru isögð í Húnaflóa. Mörg skip vor að veiðum við Vatnsnes og fengu sum dágóð köst. — Fitumagn Húnaflóasíldar er 15.4 af hundraði. 540,000 kínverskir og japanskir hermenn hafa fallið í styrjðldinni í Kfna, en 950,000 særst. riin Ávarp Chaings Kai-sknek. Á VÍGSTÖÐVUNUM I KÍNA. - JAPANIR SÆKJA FRAM. EINRASKEYTI TIL VÍSIS London, í morgun. r Idag er ár liðið frá því, er styrjöldin í Kína hófst. Bjugg- ust Japanir við því í upphafi, að þeim mundi fljótlega auðnast að kúga Kínverja til hlýðni við sig, en það fór á annan veg. Kínverska þjóðin sameinaðist, en áður hafði hún löngum verið ósamlynd og sundurþykk, hver höndin upp á móti annari. Hin utanaðkomandi hætta sameinaði þjóðina und- ir forystu Chiangs Kai-sheks, en Kínverjar hafa alt frá byrjun notið samúðar allra þjóða og margskonar stuðnings ýmissa þjóða, svo sem Breta og Frakka, þó ekki hemaðarlegs, svo og Rússa. Japanir hafa aldrei talið, að um stríð sé að ræða — og hvorugur aðili hefir sagt hinum formlega stríð á hendur. En alment er talað um styrjöldina í Kína hvarvetna. Japanir hafa margsinnis lýst yfir því á hinu fyrsta ári styrjaldarinnar, sem kann að standa mjög lengi enn, að þeir mundu leggja hið mesta kapp á, að leiða styrjöldina til skjótra lykta, en enn virðast þeir fjarri því marki, og raunar óvíst með öllu hvor styrjaldarað- ilinn ber sigur úr býtum. Erlendir hermálasérfræðingar, sem dveljast í Kína, giska á, að af liði Kínverja hafi fallið 450.000 menn, en 850.000 særst, en af liði Japana hafi fallið 90.000 menn, en 100.000 særst, en á vígvöllunum séu ein miljón jap- anskra og tvær miljónir kínverskra hermanna. Manntjón er tiltölulega miklu minna í liði Japana sök- um þess, hve vel herinn er búinn að öllu leyti. I tilefni þess, að ár er liðið frá því styrjöldin byrjaði, hefir Chiang Kai-shek ávarpað kínversku þjóðina í út- varpsræðu. Hann sagði, að tala fallinna Kínverja væri upp undir hálf miljón — en kínverska þjóðin mundi bera harm sinn yfir missi vaskra sona sinna vel og sam- einast í baráttunni gegn innrásarhemum og halda þeirri baráttu áfram, uns vitinu yrði komið fyrir hernaðarsinn- ana japönsku. Chiang Kai-shek skoraði á japönsku þjóðina að stöðva blóðsúthellingarnar. Hún yrði að krefjast þess af leiðtog- um sínum, að þeir hætti árásarstyrjöld þeirri, sem þeir hefði hrundið af stað á hendur Kínverjum, sem vildi lifa í sátt og samlyndi við allar þjóðir. Miklar æsingar voru í Shanghai í gærkveldi og voru mörg hermdarverk unnin, en að undanfömu hefir alt verið með til- tölulega kymim kjörum þar í borg og engin hermdarverk unnin. Yfir tuttugu handsprengjum var varpað á götum Shanghai, þótt víðtækar varúðarráðstafanir hefði verið teknar til þess að koma í veg fyrir hermdarverk og óeirðir. Tveir japanskir borgarar biðu bana og fjórir Kínverrjar. Einh japanskur lögreglumaður særðist, f jórir kínverskir og einn indverskur úr Iögregluliði Breta. Fregnir frá Tokio herma, að japönsku ráðherramir Konoye, forsætisráðherra, Ugaki og Itagaki, hafi allir haldið ræður og lýst yfir því, að Japanir mundu halda áfram styrjöldinni, uns Chiang Kai-skek hefði verið hrundið af valdastóli í Kína. Hvöttu þeir þjóðina til þess að leggja fram alla krafta sína til stuðnings stjóminni. Um gervalt Japan var þeirra, sem fallið hafa í stríðinu, minst með því, að eina mínútu var öll umferð stöðvuð og vinna, en fólkið nam staðar hvar sem það var statt og mintist her- manna, sem fallið höfðu, og bað fyrir þeim og hermönnunum á vígstöðvunum. United Press. Kíuirerjar hefja öfmgfa g'ag'usóku á Mankow-vígstödvimiim. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Kínverjar hafa byrjað öfluga gagnsókn í nánd við Gengtseh á Hukow-vígstöðvunum og er þar barist af mestu hörku. Vinstri armur japanska hersins á þessum stöðvum er sagður í mikilli hættu. United Press. 32 menn drepnir í óeirðum í Palestina í gær. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Fregnir frá Jerúsalem herma, að óeirðir og hermdar- verk færist stöðugt í aukana í Palestina. Um 100 manns særðust en 32 biðu bana í Palestina í gær. Var sumstað- ar barist heiftarlega, en annarstaðar voru henndarverk framin af æstum lýðnum, handsprengjum og sprengi- kúlum var varpað. Fregnir þessar vek ja hinn mesta ugg meðal breskra stjórnmálamanna og þykir sýnt, að grípa þarf til enn víðtækari ráðstafana en þegar hefir verið gert til þess að halda uppi reglu í landinu. United Press. Alþjóöabálfarafélagid. (International Cremation Federation) Félag þetta var stofnað á al- þjóðafundi í London í sept. s.l. og var Bálfarafélagi Islands boðin þar þátttaka. Forseti er Hollendingurinn Dr. P. H. van Roojen, en framkvæmdastjóri Mr. P. Herbert Jones, og stjórn- ar hann skrifstofu félagsins í London. Stjórnina skipa auk þeirra próf. dr. med. H. Zeiss, sem er forseti þýska Bálfara- sambandsins, f. yfirlierlæknir Svía Fritz Bauer og Mr. H. T. Herring. Þessir menn komu saman á fund í London þ. 2. apríl. Á dagskrá voru m. a. bál- stofurnar í Monako, og eina bálstofan, sem til er í Ungverja- landi. I hvorugu landinu hefir verið leyft að taka bálstofum- ar til afnota, og mun vera borið við, að bálfarir komi í bág við kristna trú. Framkvæmdastjóri félagsins liefir átt samninga við stjórnarvöldin í nefndum rikj- um um að heimila hálfarir. Þá er hafin samvinna milli hinna ýmsu félaga Alþjóðafé- lagsins, þannig, að bálfaraskir- teini gilda í hvaða landi sem er innan félagsskaparins. Skrif- stofan lætur öllum bálfarafélög- um í té liverskonar upplýsing- ar og fræðilegar Ieiðbeiningar, sem óskað er eftir. — Na^sti fundur í stjórn félagsins verður í Stokkliólmi í september þ. ér. (Tilk. frá Bálfarafél. ísl. —FR). Laxárvirkjnnia. Lánssamningar undirritaðijr I Kaupmannahöfn í gær. FÚ. í gær. Samningar um lán tilj Laxár- virkjunarinnar voru undirrit- aðir í Kaupmannahöfn í gær. Bæjarstjóri Akureyrar undirib- aði fyiár liönd bæjarstjórnair. Get er ráð, fyrir, að franv kvæmdir hefjist í lok þessa mánaðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.