Vísir - 11.07.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 11.07.1938, Blaðsíða 2
V I S IR Fyrsta flug án viðkomu milli New York og Parisar frá því að Lindbergh flaug þessa leið. Ameriskur míljdnaeigandi á leið tii Parisar með um 100 boðsbréf til stdrmenna álfunnar, um að koma á heimssýninguna 1939. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Howard Hughes, amerískur miljónaeigandi, er lagður af stað í flugferð yfir Atlantshaf. Áður en hann lagði af stað lýsti liann yfir því, að hann ætlaði ð fljúga beina leið l'rá New York til Parísar, án viðkomu, og er þetta fyrsta tilraun til þess að vinna samskonar þrek- virki og Lindbergh, er hann flaug einn síns liðs frá New York til Parísar og varð heimsfrægur fyrir á svip- stundu. Howard Hughes er 33 ára gamall og er kunnur maður um gervöll Bandaríkin og víðar. Hann er eig- andi auðugra olíulinda og auk olíuframleiðslu hefir hann gefið sig að kvikmyndaframleiðslu og eru f jögur kvikmyndaframleiðslufélög að miklu eða nokkuru leyti undir hans fors já. Hann lét m. a. framleiða kvik- myndina „Hell’s Angels“. Hughes lagði af stað frá New York kl. 7.20 e. h. og gerði sér vonir um, er hann lagði af stað, að komast til Parísar á 22 klst. En kl. 2.30 í nótt sendi hann skeyti um það, að liann væri óviss um hvort hann hefði nægi- legt bensín til þess að komast alla leið til Parísar. Hughes hefir meðferðis um 100 boðsbréf á heimssýninguna í New York að ári. Eru bréfin til ýmissa stórmenna Evrópu. Howard Hughes ætlar einnig að halda áfram flugferð sinni frá París og fljúga kringum hnöttinn. Frá París flýgur hann til Rússlands og svo yfir Sibiríu o. s. fi*v. Gerir Hughes sér vonir um að hnekkja meti Wiley Post, sem flaug kringum hnöttinn á 7 dögum, 18 klst. og 42^ mínútu. United Press. Frá Skátamótinu á Þingvöllum. Það helsta í c/ag; Fariö á fætur fyrir allar aldir, ld. 6. — Lagt af stað að Hvitárvaini — viðkoma 1ijá Geysi (skyldi hann gjósa núna?) — og Gulifossi. — Farið í Kerlingafjöll, ef hægt er. 7ÍSIR DAGBLAS Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Sfmar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Af tvennu iltu. W ísir lét svo um mælt í grein, ’ sem nýlega birtist í blaö- inu, að sjálfstæðismenn í verka- lýðsfélögunum mundu vafa- laust „af tvennu illu“ heldur kjósa, að alþýðuflokksmenn- irnir færi áfram með völdin í Alþýðusambandinu, en að þau kæmist í hendur kommúnista. En þó að ætla mætti, að þetta þyrfti engum að koma á óvart, þá bregður nú svo við, að blað kommúnista virðist öllu frem- ur hafa verið viðbúið „dauða sínum“ en því, að sjálfstæðis- menn mundu snúast þannig við málunuin. I blaði konnnúnista á laugardaginn, birtist grein, með stórri fyrirsögn um þann óvænta liðsauka, sem „hægri foringjunum“ eða „skjald- horginni“ hafi bæst í barátt- unni við kommúnistana, um völdin i verkalýðshreyfingunni. Og í þeirri grein er aðallega lagt út af þessum ummælum Vísis á dögunum. Þó að furðulegt sé og raunar i litlu samræmi við önnur skrif blaðsins, þá virðist svo sem kommúnistar hafi gert sér nokkurar vonir um það, að sjálfstæðismenn mundu hallast á sveif með þeim og styðja þá til valda í Alþýðusamband- inu. Að visu þykist blaðið hafa séð þess nokkur merki, að ekki mimdi „alt með feldu“ í því efni, og jafnvel „bent á þá stað- reynd“, að það hefði ekki verið „SkjaIdborgin“, sem sigraði í allsherjaratkvæðagreiðslunni i Dagsbrún, heldur eitthvert leyni-bandalag allra andstæð- inga „alþýðunnar“ (þ. e. kommúnista). En svo öflugt traust hefir blaðið j)ó borið til sjálfstæðismanna, að það hefir ekki fyrr en í fulla hnefana viljað trúa því, að þeir væri þar í flokki sem verst gegndi! Hinsvegar þykist blaðið nú ekki lengur geta dulið sig þess, þó að það tæki það vafalaust sárt, að svo muni vera. Vísir hafi lýst því yfir, að sjálfstæðis- menn styðji „Skjaldborgina“. „Með þessari ýfirlýsing íhalds- ins er teningunum kastað“, segir blaðið. Og svo virðist sem það telji, að úr því sé öll von úti um það, að kommúnistum sé liðs von úr þeirri átt! Og nú þykist blaðið sjá, hvernig alt hafi verið „í pott- inn búið“. „Klofningur Alþýðu- flokksins og sundrung i verka- lýðshreyfingunni, sem leiddi af framkomu Skjaldborgarinn- ar 1 vetur, hafi orðið ákjósan- legt tækifæri fyrir „íhaldið“ til atlögu gegn verklýðshreyfing- unni, og nú ætli það að „nota Stefán Jóhann og kumpána lians til þess að brjóta sér braut- ina í verkalýðshreyfingunni“, og lofa þeim svo að „fljóta með í breiðfylkingunni“. En hvernig hefði þá viðhorf- ið orðið, ef vonir kommúnista um það, að sjálfstæðismenn styddu þá til valda, liefðu ræst? Mönnum skilst það, að „íhald- ið“ sé að sjálfsögðu „fjand- menn alþýðunnar“, að dómi kommúnista. Eigi að síður hafa kommúnistar hersýniloga gert sér vonir um, að fá hjálp frá því til að „lirifsa í sínar hendur að meira eða minna leyti yfirráðin í verklýðshreyf- ingunni“, eins og kommúnista- blaðið telur að Stef. Jóh. og „kumpánar lians“ liyggist nú að gera. En er það þá af því, að kommúnistar líti svo á, að í rauninni væri þeir engu ólík- legri til þess að ganga erindi „fjandmanna alþýðunnar“, en Skjaldborgar-kumpánar Stef- áns Jóh., og því hefði íhaldið alveg eins getað notast við þá, til að „brjóta sér brautina til valda í verklýðshreyfingunni“ ? Ef sjálfstæðismenn í verk- lýðsfélögunum létu stjómast af fjandskap til alþýðunnar eða verkalýðslireyfingarinnar, og vildu liana feiga, þá er það að vísu líklega ekki f jarri sanni, að þeir hefðu heldur hallast að því ráði, að styðja kommúnistana þar til valda en „Skjaldborgar- kumpánana“, og er því vant í milli að sjá, hvorir liklegri muni vera eða óliklegri lil ó- happaverkanna. En sé það hlut- verk verklýðssamtakanna, að sjá sem best borgið hag verka- lýðsins, þá munu sjálfstæðis- rnenn í hópi verkamanna ekki líklegri til þess en aðrir, að vilja vinna þeim geig í nokkuru. Og ef þeir eru þess ófúsari að fela kommúnistum foryslu þeirra en öðrum, þá er það fyrir þá sök eina, að þeir treysta þeim öðrum ver til að vinna málum verkalýðsins gagn. Hokkur skip lá iullM undan Ströndnm. nótt og morgun fengu mörg skip fullfermi, sem voru að veiðum undan Ströndum. Eru þau nú á leið til hafnar með aflann. Yeður er heldur að versna aftur. Austan Skaga hefir ekki orð- ið síldarvart. FÚ. 10. júli. Til Siglufjarðar höfðu komið frá þvi um nónbil í gær og fram til nóns í dag átta skip með samtals 970 mál af síld. — Dálítið hefir orðið síldarvart á Strandagrunni, en síldin veður mjög gisið og lítið hefir aflast. — í Siglufirði var i dag þoku- súld, en hægviðri — og á veiði- svæðinu hefir verið þoka til baga fyrir veiðarnar. Annars staðar hefir ekki frétst til síldar. — Sjávarhiti er nú rneiri en áð- ur, sagður alt að 6.4 stig á vest- urmiðunum. N AUÐUN G ARUPPBOÐ. Á laugardag kl. 5 síðdegis var haldið nauðungaruppboð á eign- um Mjólkurbús Ölfusinga i Hveragerði. Búnaðarbankinn keypti eign- irnar, bauð hæst i þær, 115 þús. krónur. George VI. veikur. Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. George YI. Bretakonungur hefir fengið væga inflúensu og verður að liggja rúmfastur tvo eða þrjá daga. Hefir verið frest- að öllum samkomum, þar sem gert var ráð fyrir að konungur- inn kæmi fram næstu daga. Eigi er búist við, að Frakk- landsför konungs verði frestað vegna þessa lasleika. United Press. w ..... - » *.*, . k . - ' Tveinmr japfiníknm kerskipnm sfikt. London 11. júí. FU. Kínverjar segjast hafa sökt tveimur japönskum lierskipum, sem komin voru til Kiu Kiang og liöfðu hafið skothríð á borg- ina. Einnig skýra þeir frá því, að þeir hafi sökt einu herskipi, og laskað annað, í lofátrás, sem •mi.ú .* • HEIMSMET FYRIR 2JA MANNA SVIFFLUGU. London 11. júlí. FU. Bresku flugmennirnir, sem nú um helgina settu met í svifflugi með þvi að vera 22 klukkustundir á lcfti í svif- flugunni, hnektu hina fyrra meti, er þýskir flugmenn settu fyrir 10 dögum, um eina klukkustund, og jafn- framt hinu breska meti, fyrir svifflug í tveggja sæta svif- flugu, en það var 9 klst. 45 mín. og var sett fyrir einu ári og var þá hcinismet. Mlaja trejstir varnir Valencia. London 11. júí. FU. Valencia varð fyrir loftárás i gær. Belgiskur eftirlitsmaður lilutleysisnefndarinnar, sem staddur var á bresku skipi í liöfn, særðist. Tjónið varð all- mikið af völdum þessarar loft- árásar. Miaja hershöfðingi hefir í hyggju, að treysta víggirðingar Valencia, og hyggur hann að verja megiborgina eins ogMad- rid liefir verið varin. Hann hef- ir gefið verjendum Valencia sama kjörorðið og verjendur Madrid tóku sér, er uppreistar- menn hófu þar sókn sína í nóv. 1936: „Þeir skulu ekki fram- hjá.“ kínverskar flugvélar gerðu á Anking. Loks halda jieir þvi fram, að á laugardaginn hafi þeir eyðilagt fyrir Japönum 50 flugvélar, á flugvöllum. 1 gær var mannfjöldi, sem enginn gat tölu á komið, á Þing- völlum, þrátt fyrir það, að veðr- ið væri ekki sem æskilegast. All- h- skemtu sér vel, enda mai-gt til skemtunar. Karlakórinn „Fóst- bræður“ kom austur seinni hluta dags og söng þar á flötun- um, að viðstöddu fjölmenni. Um kvöldið kl. 8.30 var lang- ur varðeldur. Skemtu allir sér hið besta, jafnt skátar sem að- komufólk. Úr þvi kl. var IOV2 fór fóik- ið að streyma til Reykjavíkur, eftir góðan og skemtilegan da^. Laugardagurinn. Fyrrihluta dagsins var varið i að fara um Þingvelli og hellana og þá helst Gjábaklcahelli. Fanst útlendingunum — að vonum — mikið til um hann. KI. um 3 byrjuðu skátarnir úr Reykjavík að streyma aust- ur og var altaf að bætast í hóp- inn fram á kvöld. Nokkrir vinir og velunnarar skátahreyfingar- innar höfðu tekið sig saman um að kosta bílferðir skátanna báð- ar leiðir, og það er áreiðanlegt, að fyrir bragðið gátu miklu fleiri farið austur en aúnars. — Um líkt leyti fór fólk héðan úr bænum að þyrpast til Þingvalla. Voru það aðallega foreldrar og aðstandendur skátanna, en þó margt fólk annað. Ekkert sérstakt gerðist fyr en um kvöldið kl. 9.30, að haldinn var varðeldur, en það dró nokk- uð úr kætinni, sem — þrátt fyr- ir alt — var talsverð, að það rigndi litilsháttar. Varðeldinum stýrði Gunnar Andrew frá ísafirði og fórst það vel úr hendi. Við varðeldinn bar mest á finska skátanum. Velt- ust menn um að hlæja að uppá- tækjum lians, en hversu bros- lega sem liann lét, var hann sjálfur altaf alvarlegur. Þess má geta til gamans, að hami er þjónandi prestur i Helsingfors. Varðeldinum lauk með þvi,að síra Friðrik Friðriksson, stofn- f andi Væringja, sagði nokkur orð. Lýsti hami gleði sinni yfir GrænlandsfariB Gertrnfi Rask var dregið liingað af danska eftirlitsskipinu Hvidbjörnen, sem fyrr var getið. Gertrud Rask var á leið til Grænlands og átti aðeins 15 mílur ófamar til Angmagsalik, er skipið lenti í þéttri ísbreiðu. Bognaði skrúfublað svo, að það rekst i stýrisstefnið, og getur þvi ekki snúist. Um aðra bilun mun ekki vera að ræða. Mun í ráði að taka skipið hér upp i Slipp til viðgerðar. að hafa getað komið þarna þennan eina dag og lét í ljósi hrifningu sína yfir öllu þvi, er liann hafði séð og heyrt yfir daginn. Lauk hann máli sínu með nokkrum hvatningarorð- um úr ritningunni, er hann beindi til skátanna. Þegar liann hafði lokið máli sínu sagði Gunnar Andrew: „Við liyllum allir síra Friðrik með skátakveðju.“ Gerðu skát- arnir það — af sannfæringu. Að varðeldinum loknum héldu skátarnir niður í tjaldbúð- irnar og lögðust til svefns. Sunnudagur. K. 7.30 kvað við lúðurliljóm- ur um tjaldbúðirnar og fóra skátarnir þá að hópast út úr tjöldunum. Fyrir kl. 8 voru þeir búnir að þvo sér og voru þá dregnir upp fánar hinna ýmsu þjóða (ld. 8). Kl. 8.50 var geng- ið í fylkingu upp í Stúdentagjá. Hófst þar guðsþjónusta kl. 9. Síra Friðrik Hallgrímsson tal- aði. Flutti hann ræðu sína á 3 tungumálum, íslensku, dönsku og ensku. Ekkert sérstakt bar til tíðinda fram yfir liádegi. Voru þá flest- ir skátarnir við ýms tjaldbúðar- störf, eða eins og það myndi vera kallað innanhúss: voru að „gera verkin“. En eftiú hádegið byrjaði liinn eiginlegi almenningsdagur. Voru þá liinar og þessar sýn- ingar i hinum ýmsu lilutum tjaldbúðanna. Til dæinis má nefna: Hraðtjöldun, lcast með björgunarlinu, samtal á flagga- máli, „spinning“ með lassoreipi o. fl. Um kl. 4 kom í hehnsókn Karlakórinn „Fóstbræður“ og söng þar á flötunum, undir stjórn JónsHalldórssonar. Vakti söngurinn að vonura milda hrifningu og varð kórinn að endurtaka mörg lögin. Að söngnum loknum þakkaði skátaliöfðingmn kórnum fyrir komuna og bað mannfjöldann að hrópa ferfalt húrra fyrir kórnum, og var það gert með þakklátum huga. K. 8 voru fánar dregnir niður í liinsta sinn á þessu skátamóti, með sérstakri viðhöfn. Skáta- höfðinginn hélt ræðu á íslensku og ensku, „in order to shorten the ceremonies“, (þ. e. til að stytta athöfnina) eins og hann sagði við útlendingana. Hann hóf mál sitt á þessum orðum: „Mér hefir verið falið að setja punktinn á eftir þessu móti, sem nú er eignlega lokið, þó að vísu sé eftir dálítið þanka- strik — —“ það er ferðin að Hvítárvatni. Þakkaði hann öll- um, innlendum og útlendum, fyrir samverana. Að ræðu hans lokinni vora

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.