Vísir - 14.07.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 14.07.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÖ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Um efni fram I grein sinni í Tímadagblað- 1 inu í fyrradag, um „árferðið og innflutninginn“, kemst fjár- málaráðherrann svo að orði, að það sé „staðreynd, sem horfast verður í augu við, að þjóðin lif- ir sem heild um efni fram, ef miðað er við útlitið eins og það er nú, og tillit tekið til þess, hve mikið fé verður að binda í um- bótum“. j Það verður nú að efast um, að ráðherranum sé fjdlilega ljóst, hvað í þessu felst eða hvað hann á við, með því að þjóðin „lifi um efni fram“. Það má geta sér þess til, að hann eigi við það, að þjóðin sem heild „eyði meiru en hún aflar“. Ein ef svo er, þá þarf ekkert að miða það sérstaklega við „út- litið eins og það er nú“, því að þannig hefir þjóðin „lifað“ nú um noklcurt slceið. Og einmitt fyrir þá sök hafa gjaldeyris- örðugleikarnir farið sivaxandi ár frá ári, svo sem ráðlierran- um ætti að vera kunnugt um. Það þarf heldur ekkert „tillit“ að taka til þess, „hve mikið fé verður að binda í umbótum“, því að einnig með þeim hætti getur þjóðin „lifað um efni fram“, að meira fé sé „bundið í umbótum“ en hún hefir efni á. Eitthvert hughoð virðist ráð- herrann hafa um það, að það muni fara nokkuð eftir „ástandi atvinnuveganna“, hvað „þjóð- inni sem heild“ sé fært að leggja mikið í kostnað. Hann segir að það sé „Ijóst“, að það sé ekki unt „að óbreyttu ástandi at- vinnuveganna“, að verja eins miklu fé í allskonar byggingar og gert hafi verið undanfarið. En þó virðist honum ekki full- Ijóst, að það er einmitt ástand atvinnuveganna, annarsvegar og kröfurnar, sem til þeirra eru gerðar, hinsvegar, sem það staf- ar af, að þjóðin sem heild lifir um efni fram. Hins vegar breyt- ir iþað engu um gjaldþol at- vinnuveganna, hvort meira eða minna fé er lagt í byggingar í landinu, og það er að minsta kosti alveg óvíst, að það mundi breyta nokkru um kröfurnar, sem til þeirra eru gerðar. Sannleikurinn er sá, að ráð- berrann virðist engan veginn liorfast í augu við þá staðreynd, að þjóðin „lifi um efni fram.“ Hann virðist vera að reyna að horfast i augu við afleiðingarn- ar af þessari staðreynd og beina allri athygli sinni að þeim, en ekki að orsök þeirra. Þess vegna leggur hann höfuðáhersluna á það, að það verði enn að herða á innflutningshöftunum og gera ráðstafanir þeim „til stuðn- ings“! Og til þess sér hann „ýmsar leiðir“. Hann talar að vísu um að „efla“ atvinnuveg- ina og „auka“ útflutninginn, en hann getur þess ekki, að hann sjái nokkurar „leiðir“ til þess! Það eru ráðstafanirnar til þess að draga úr innflufningnum, sem hann segir að verði að „skápa skilning og samúð þjóð- arinnar“ og hafa enn „sterk samtök allra, sem standa þurfa að framkvæmd þeirra, stjórn- málaflokka, ríkisvaldsins, bank- anna o. fl.“ Og „viðskiftahags- munir einstaklinga og stofnana“ segir hann að verði að víkja og virðist jafnvel reiðubúinn að fórna bagsmunum Sambands- ins engu síður en kaupmann- ánna. Ilinsvegar fyllist liann engum slíkum eldmóði, þegar hann er að tala um að „efla at- vinnuvegina“. Ráðherrann virðist vera alveg blindur fyrir því, að til þess að bæta úr ástandinu, verður fyrst og fremst að finna ,.leiðir“ til þess að Icoma jöfnuði á rekstur atvinnuveganna, svo að fram- leiðslan „beri sig“. Um það þarf að „skapa skilning og samúð þjóðarinnar og sterk samtök alíra“, sem þar eiga hlut ‘að máli, „stjórnmálaflokka, ríkis- valdsins, bankanna o.fl.“ En um þá flokka og aðra aðila, sem nokkurs kunna að mega sín, en hafast þói ekkert að, í því skyni að koma þessu til leiðar, eiga við þau 'ummæli ráðherrans, að þeir „geti ekki að réttu lagi liaft meðábyrgð á þessum málum“. v?- *. r~ HYAR YÆRUM VÉR STADDIR? Leiðari Nýja dagblaðsins í dag (rilaður af fjármálaráð- herra?) er enn á ný lofsöng- ur um innflutningshöftin og hin gamla saga um það, að hefði andstæðingarnir (sjálf- stæðismenn) fengið að ráða, þá hefði verið flutt inn fyrir tugi miljóna umfram það, sam hægt var að greiða. Það þarf enga smáræðis fjármálaglópa til þess að | halda slíku fram, sökum þess, að hefði viðskiftin við útlönd fengið að fara eftir eðlilegu viðskiftalögmáli, þá hefði innflutningurinn stöðv- ast við þau mörk, sem greiðslugetan leyfði. En nú gefur fjármálaráðherrann leyfi til að gefin séu út inn- 8 flutningsleyfi svo miljónum króna skiftir, sem enga trygging hafa fyrir greiðslu. Hvað eru þær margar, milj- ónirnar, sem „frystar“ hafa verið hér inni á þenna hátt? Margir munu nú spyrja: Hvar værum vér staddir, ef vér liefðum haft réttláta og hagsýna rikisstjórn undan- farin ár? Eldur í vöruflutningabifreið. I gær kviknaði í vöruflutn- ingabifreið, er var á leið frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar með flutning. Þegar kom upp að mynni Fagradals — í svo- nefndum skriðum — sá bílstjór- inn, Metúsalem Sigmarsson, eldblossa skjóta upp undan framhlið bifreiðarinnar og jafn- skjótt gaus upp logi í stýrishús- inu sjálfu. Hljóp hann þá ásamt öðrum manni, sem með var, lit úr bifreiðinni og tókst með naumindum að bjarga flutn- ingnum, en bifreiðin brann að köldum kolum. — Hún var ekki gömul og talin sæmilegt flutn- ingatæki. — Uþptök eldsins eru ókunn. (FC. i gær). Rússar viija gera samninga við Breta um gagnkvæma aðstoð í iiernaði. Maisky sendnr til London á ný9 meö boðskap frá Stalin* EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Lundúnadagblaðið Daily Mail birtir fregn, sem það segist hafa frá áreiðanlegum heimildum, þess efnis, að Rússar muni nú Ieggja alt kapp á að afla sér vináttu Breta og bjóða þeim samvinnu í hernaðarmálum. Maisky, sendiherra Sovét-Rússlands í London, hefir verið heima í Rússlandi undanfarna tvo mánuði í leyfi. Hefir hann iðulega rætt við Stalin að undanförnu um sambúð Breta og Rússa og vandamál þau, sem úrlausn- ar bíða, í Evrópu og Asíu. Varð það að ráði, að leita samvinnu við Breta. Fól Stalin Maisky, að því er Daily Mail segir, að hefja samkomulagsumleitanir við bresku stjórnina um samvinnu. Vill Stalin að Rússar og Bretar geri með sér samning, sem skuldbindi hvora þjóðina um sig til þess að koma hinni til ____hjálpar, ef á hana sé ráðist. United Press hefir fengið upplýsingar um það frá mönnum, sem hafa best skilyrði til þess að fá upplýs- ingar frá rússnesku sendiherraskrifstofunni í London, að ástæða væri til að ætla að frakknesku stjórninni hefði verið tilkynt, að rússneska stjórnin mundi gera alt, sem í hennar valdi stæði, til þess að efla friðsam- lega sambúð Breta og Rússa. Hefir Frökkum verið til- kynt þetta sem aðila að frakknesk-rússneska banda- laginu. United Press. Howard Hugiies flaug1 á tæplega 72 hlst. shemri tima frá New ITorh vfir Atlandshaf, Evrópu og* Sibiríu, en Wiley Post. Hughes væntanlegur til New York i dag. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. óward Hughes og félagar hans eru nú á leiðinni frá Fairbanks til New York. Er það seinasti áfanginn í hnattflugi þeirra. Ljúki þeir flug- inu í dag, eins og útlit er fyrir, hafa þeir sett stórkost- lega glæsilegt met í hnattflugi. Þeir hafa haft viðkomu skamma stund á hverjum stað, í París, Moskwa, Omsk, Jakutsk og Fairbanks í Alaska, þar sem þeir lentu á miðvikudag kl. 8.18 e. h. (New York-tími). Var þeim fagnað af miklum mannfjÖlda. Lagði Hughes þegar af stað áleiðis til New York og gerði sér vonir um að fljúga þangað í einum áfanga. Lagði hann af stað kl. 9.36 e. h. (N.-Y.-tími) og býst við að komast til New York síð- degis í dag. Flugmennirnir hafa flogið 11330 breskar mílur á þremur dögum og 58 mínútum (þ. e. frá New York til Fairbanks) á tæplega 72 klst. skemri tíma en Wiley Post flaug þessa Ieið. Ef veður hefði eigi verið óhag- stætt nokkurn hluta áfangans frá Jakutsk til Fairbanks hef ði þeir gert enn betur. United Press. met í hnattflugi. Veður er hins- vegar óhagstæðara nú, en þeir hafa haft til þessa, og getur það tafið eitthvað fyrir þeim. Flugmennirnir gera, sér vonir um að komast til New Yorlc síð- degis á fimtudag. Meðalhraði flugvélarinnar hefir verið 153 enskar mílur eða 246 kílómetr- ar á klukkustund. í skeyti frá flugmönnunum nýmótteknu segir, að þeir búist við að koma til New York á morgun og alt gangi að óskum. Mikill viðbúnaður er í New York, til þess að taka á móti það sem eftir er leiðarinnar, þeim. munu þeir setja mjög glæsilegt London 13. júlí. FU. Ameríski flugmaðurinn Ho- ward Hughes og félagar hans halda áfram flugferð sinni kringum hnöttinn og hefir ekk- ert óhapp komið fyrir þá síðan þeir lögðu af stað frá New York á mánudag. Flugmennirnir lentu í Jakutsk í Siberiu í dag og eru nú á leið til Fairbanks í Alaska, en þessi áfangi leiðar- innar er 2500 enskar mílur. Þann hluta leiðarinnar, sem að baki er, hafa þeir flogið á 90 klukkustunda skemri tíma en Wiley Post, og gangi þeim Vel Island dasamlegasta landið sem ég Siefi augum litið, segir íranski skátinn Miekel Champetier de Ribes. Skátarnir eru komnir í bæ- inn, sólbrendiF og ánægðir eft- ir útileguna á Þingvöllum og ferðalögin til Hvítárvatns og víðar. Tíðindamaður Vísis hitti sem snöggvast að máli franska skátann, Michel Champetier de Ribes, sem Alliance Francaise bauð á skátamótið, og spurði hann, hvernig honum geðjaðist að íslandi. „Það er dásamlegasta landið, sem eg liefi augum litið“, sagði hann. „Eg liafði lesið talsvert um Island og vissi, að landslag er liér sérkennilegt og margt fagurt og furðulegt að sjá, fjöll, jöklar, fossar og hverir, en að íegurð Islands væri eins mikil og stórkostleg og hún er, hafði eg ekki liugboð um. Það var ákaflega ánægjulegt, að vera á Þingvöllum og einhver fegursta minningin er þaðan, er við klif- um upp á gjáarbarminn, til þess að sjá jsólina koma 'upp. En hrifnastur af öllu varð eg, er við gengum á Langjökul og sá- um sólarlagið, er við vorum á leið niður jökulinn. Dýrðlegri sjón hefi eg aldrei séð. Þá var tilkomumikið að sjá Gullfoss — það hreif mig enn meir en að sjá Geysi. Eg gæti staðið klukkustundum saman og liorft á Gullfoss í sólskini.“ „Hafið þér ferðast víða um lönd ?“ „Um Spán, Ítalíu, Svissland, Skotland — og auðvitað Frakk- land. Eg liefi litið fagra staði í öllum þessum löndum, en livergi aðra eins fegurð og hér — hér er svo margt fagurt ó- snert af höndum mannanna." „Hver voru tildrögin,, að þér urðuð fyrir valinu, að koma liingað?" „Það var ekki mikill timi til stefnu, er boðið kom'. Eg hafði nýlokið heimspekiprófi og hafði ekki ráðstafað leyfi mínu. Aðr- ir, sem til greina höfðu komið, annaðhvort gátu ekki farið, af. ýmsum orsökum, meðal þeirra skátaforingjar, sem ákveðið liöfðu að vera með flokkum í útilegu, eða höfðu ráðstafað sumarleyfi sínu á annan hátt. Þá var og ákveðið, að sá, er færi, gæti talað ensku. Varð eg fyrir valinu og hafði einn dag til undirbúnings. Iíom eg á Esju með 14 breskum skátum. Hér í bænum er eg gestur formanns Alliance Frangaise, Péturs Þ. J. Gunnarssonar stórkaupmanns.“ „Eru margir skátar í Frakk- landi?“ „Um 100.000 og 20.000 skáta- stúlkur. Og eg mun sjá um, að franskir skátar fái ítarlegar fregnir af því, hve fagurt land ísland er er.“ „Hve nær farið þér heim?“ „I byrjun næsta mánaðar. Eg get ekki farið fyr en eg hefi séð fleiri fagra staði á íslandi. Húsráðandi minn ætlar með mig í ferðalag nú austur undir Vatnajökul. Og mig langar til M. CHAMPETIER. að fara norður, til Akureyrar og viðar. Mér liefir verið sagt, að þar sé margt fagurt að sjá. Og eg ætla ekki að leggja af stað heimleiðis fyr en eg hefi séð Norðurland.“ Kl. 8 í gærkvöldi mættu skát- arnir niður við fríkirkju. Var liver liópur með sinn fána og undir þehn var gengið í fylk- ingu að Hótel Borg og þar stóð lokahófið. Skátahöfðinginn setti hófið með nokkrum orðum. Bauð hann alla velkomna, jafnt er- lenda sem innlenda. Mælti hann á Islensku, Ensku og Dönsku. Síðan var drukkið kaffi og sungið mikið undir borðum. — Söngurinn var þróttmikill og fjörugur og sýndi glögt þann einingaranda, er ríkti þar. Því næst fluttu fulltrúar er- lendu skátanna þalckarávörp og voru þá sæmdir heiðursmerkj- um nokkrir þeir, er staðið höfðu fyrir mótinu. Skátahöfðinginn svaraði ræð- unum^ Sagði hann að það væru íslensku skátarnir, sem ættu að þakka, því að hinir erlendu gestir væru þeim svo miklu fremri i því „fagi“. („Eg mót- mæli!“ skaut finski skátinn inn í), og hefðu þeir getað lært svo mikið af þeim. Var svo foringj- um erlendu skátanna afhent merki handa hverjum einstök- um þátttkanda til minningar og því næst negldur skjöldur til minnigar um þátttökuna á fána- stöng livers flokks. Var um leið sunginn þjóðsöngur hverrar þjóðar. Síðast var sunginn þjóðsöng- ur íslendinga. Hófinu lauk um kl. 11%. aðeins Loftup.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.